Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Sá stóri í kvöld EINS og komið hefur fram, verð- ur háður í LauRardalshölIinni úrslitaleikur úrvalsdeildarinnar f körfuholta. Valur og KR eru jöfn að stigum ok er því ekki um annað að ræða. Valsmenn eru þó ekki á sömu skoðun og hefur nokkur umræða verið um kæru- mál Vals varðandi leikinn við ÍR rétt fyrir lok mótsins. Ef menn muna. vann ÍR leikinn með einu stitíi. eftir að farið hafði verið yfir leikskýrsluna. A veggtöfl- unni stóð hins vegar. að Valur hefði unnið leikinn og því töfðu þeir leikinn síðustu 49 sekúndurnar án þess að reyna að skora. Valur kærði og var þá leitað til alþjóðakörfuboltasambandsins. Skeytið sem FIBA sendi KKÍ fylgir hér með, þannig að lesendur geta sjálfir túlkað réttmæti þess úrskurðar KKI að láta úrslit leiksins standa óbreytt. I þessu sambandi er rétt að benda á, að ÍR-ingar lýstu sig fúsa til að leika leikinn á nýjan leik, enda skipti leikurinn engu máli til eða frá fyrir þá, ekkert var í húfi. Á blaðamannafundi með KR, Val og KKÍ í gær komu fram sjónarmið félaganna gagnvart úr- skurðinum. Helgi Ágústsson, KR, kvað það liggja í augum uppi, að hér yrði að dæma eftir lögum, en ekki hvað fólki kynni að þykja réttlátt. I stuttu máli væri hér um að ræða hvort leikskýrsla gilti eða ekki. Helgi kvað KR-inga skilja Valsmenn vel, það væri að sjálf- sögðu erfitt að tapa leik á þennan hátt, hins vegar væri engin leið að vita hver úrslit hefðu orðið, ef rétt stigaskor hefði komið á töfluna, ekkert væri spáð í slíka hluti. Halldór Einarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði það eðlilegt að KR-ingar túlkuðu innihald skeytisins sér í hag. Hann og Valsmenn allir teldu hins vegar eðlilegt að leika leik Vals »g ÍR á ný vegna þess að bæði liðin hefðu lýst sig fús til þess og vegna þess að sá möguleiki væri opinn í skeytinu. Halldór kvaðst vera þess fullviss, að ef skeyti þetta hefði borist mánuði fyrr, hefði leikurinn verið endurleikinn. Það vildu ýmsir ekki samþykkja og skaut Einar Bollason því inn, að þó hann hefði mikið álit á ÍR, væri hann í engum vafa um að þeir hefðu harðneitað að leika aftur ef eitthvað mikið hefði verið í húfi fyrir þá. Leikurinn hefst klukkan 20.30 í kvöld sem fyrr segir. Það kom fram á fundinum í gær, að lög- gæsla á leiknum verður tvöfölduð, þ.e.a.s. tveimur lögreglumönnum bætt við. Heiðursgestur kvöldsins verður Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ og nokkurs konar afi íslensks körfubolta. Þá má geta þess, að annað kvöld fer fram i Sigtúni lokahóf körfuboltamanna. Klukkan 23.30 verða veitt ein- staklingsverðlaun fyrir hið nýlokna mót. Verðlaun þessi eru hvatning til íslenskra leikmanna og verða útlendingarnir því ekki með. Hér er um að ræða verðlaun- in „besti leikmaður mótsins", „besta vítaskyttan", stigahæsti leikmaðurinn" og „prúðasti leik- maðurinn". Einnig verður veitt viðurkenning þeim Bandaríkja- manni sem best hefur staðið sig í vetur. Síðast en ekki síst verður kosinn besti dómari mótsins. Skrifstofa KKÍ hefur forsölu á aðgöngumiðum á skemmtun þessa. - gg- • Allan Simonsen í v<-.ntio*'» 1 rn] ,iw!ir hasV'oth,-*] | assooiat ior - "* vour f^lox oP m,irrh 1 * lasf = r fbr* flror offlrials nff«r '’’o p*1 rfr>yr* ir tl’O rrrro fv-r 1 ’ r rofr>rrtn = t i-o farf thaf tur GOOOrrlG tl’ir I irr 1 br-y k*,-*'1 1 Orr/) | ] v J virc ffr. 'hirrr tvrvo c**r*oi rorrorfrd ■irai rosrHs var. •■jnprovoo by v.t ! ur to,--n fro7.o t v*o bal 1 for ti’o rntrf is jr^afc-fi o I ^rd jt fo-.-irh turpi ti-af it i s ojw-’vg doroor-ius to frooro the bál 1 ’ • u^h rírrumntanrrs - f* o \v <? v e r , i ‘ hAfb trnms aro ir , arnpnnpt f or o rnnl hv of th*-* aorr* vo'j’- sf riaf 1 on could doride ' ' o roriny = ir nrrrinlr it v/rulo he unféiir to dorrivo ir-toarr thoir vfrto-'v horous^ of a r]oar »T'isto>e bv the r.rorer ston Kunnir Danir breyta til Allan litli Simonsen, danski knattspyrnusnillingurinn sem leikur með Borussia Mönchengladbach, hefur marggefið í skyn að hann hafi ekki hug á að endurnýja samning sinn við þýska félagið. Nýlega sagði hann í sjónvarpsviðtali. að hann reiknaði með að stilla sér upp við hlið Kevin Keegan í liði Hamburger á næsta keppnistímabiii. Annar kunnur Dani sem hugsar sér til hreyfings, er Henning Jensen leikmaður með Real Madrid. Hann hefur gert það gott með spænska stórliðinu. en samningur hans rennur út í vor og hann ætlar ekki að endurnýja hann. Hann hefur ávallt verið haldinn heimþrá og fer að öllum líkindum heim til Danmerkur. Iþróttamót fatlaðra á Akureyri tókst vel Á laugardag og sunnudag var haldið fyrsta íslandsmót fatlaðra í borðtennis og boccia í íþrótta- húsi Glerárskóla á Akureyri. Jafnframt fór fram keppni í lyftingum og bogfimi. íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri annaðist um allan undirbún- ing og framkvæmd mótsins í samstarfi við ÍSÍ, borðtennissam- handið og ennfremur naut félagið aðstoðar borðtennisdeildar KA. Mótsstjóri var Þröstur Guðjóns- son íþróttakennari. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Borðtennis, einliðaleikur kvenna: 1. verðlaun Guðný Guðnadóttir, Reykjavík. 2. Verðlaun Elsa Stefánsdóttir, Reykjavík. 3. verðlaun Guðbjörg K. Eiríks- dóttir, Reykjavík. Borðtennis, einliðaleikur karla: 1. verðlaun, Sævar Guðjónsson, Reykjavík. 2. verðlaun Björn Kr. Björnsson, Akureyri. 3. verðlaun Tryggvi Svein- björnsson, Akureyri. Borðtennis, tvíliðaleikur: 1. verðlaun Guðbjörg Eiríksdótt- ir og Sævar Guðjónsson, Reykja- vík. 2. verðlaun Guðný Guðnadóttir og Elsa Stefán'sdóttir, Reykjavík. 3. verðlaun Hafdís Gunnarsdótt- ir og Tryggvi Sveinbjörnsson, Ak- ureyri. . Boccia, einliðaleikur: 1. verðlaun Stefán Árnason, Akureyri. 2. verðlaun Þorfinnur Gunn- laugsson, Reykjavík. 3. verðlaun Sævar Guðjónsson, Reykjavík. Boccia, sveitakeppni: 1. verðlaun A-sveit Reykjavíkur: Sævar Guðjónsson, Þorfinnur Gunnlaugsson og Sigurður Jóns- son. 2. verðlaun A-sveit Akureyrar: Snæbjörn Þórðarson, Stefán Árnason og Björn V. Magnússon. 3. verðlaun B-sveit Akureyrar: Ingibjörg Sveinsdóttir, Sigurrós Karlsdóttir og Baldur Bragason. Urslitakeppnin í sveitakeppni boccia var afar jöfn og tvísýn og þurfti aukaúrslitaleik milli A-sveitar Reykjavíkur og A-sveit- ar Akureyrar sem lauk með sigri Reykjavíkursveitarinnar með að- eins einu stigi fram yfir. * Lyftingar: I 52 kg flokki sigraði Björn Kristinn Björnsson Akureyri lyfti 72,5 kg sem er nýtt íslandsmet. í 56 kg flokki Jónatan Jónatans- son Reykjavík lyfti 72,5 kg. í 67,5 kg flokki Viðar Jóhanns- son Siglufirði lyfti 92,5 kg sem er nýtt íslandsmet. í 75 kg flokki Sigmar Ó. Maríus- son Reykjavík lyfti 112,5 kg sem er nýtt íslandsmet. í 82,5 kg flokki Gísli Bryngeirs- son Reykjavík lyfti 95 kg. í 90 kg flokki Guðmundur Gísla- son Akureyri lyfti 90 kg sem er nýtt íslandsmet. í þungavigt þ.e. yfir 90 kg. Sigfús Brynjólfsson Reykjavík lyfti 90 kg. sem er nýtt íslandsmet. Bogfimi: 1. verðlaun Stefán Árnason Ak- ureyri. 2. verðlaun Ragnheiður Stefáns- dóttir Akureyri. 3. verðlaun Jón Eiríksson Reykjavík. • John Iludson reynir að öngla knettinum af Tim Dwyer, en virðist ekki takast að sinni. Talið er líklegt, að úrslit leiksins í kvöld byggist öðru fremur á því hvernig lykti uppgjöri þessara kappa, en báðir eru lykilmenn í liðum sínum og sjá hvor um annan í vörn. „Verður erfiðasti úrslitaleikurinn" ÞEIR tveir leikmenn, sem mikið kemur til með að hvfla á í leiknum í kvöld. eru Bandaríkjamennirnir Hudson og Dwyer. Báðir hafa skorað grimmt í leikjum sínum með liðunum og taka yfirleitt flest fráköstin. Mbl. fékk þá til að segja álit sitt á hvernig leikurinn færi í kvöld. Hudson, KR: Bæði liðin eru sterk um þessar mundir. En ég held að það ríði baggamuninn, að við í KR höfum meiri reynslu í svona leikjum. Það sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum er góður varnarleikur og hvort liðið tekur fleiri fráköst. Eg spái, að við vinnum leikinn með 6—8 stiga mun, 86—80. Við erum tilbúnir, það verður ekkert gefið eftir, við ætlum að sigra. Allávega mun ég gera mitt besta og leggja mig allan fram. Dwyer, Val: Við í Val höfum leikið mjög vel síðustu 3 vikurnar, og erum á uppleið. Leikurinn við KR verður erfiður en við vinnum. Strákarnir bókstaflega hlakka til að mæta þeim og taka þá í karphúsið. Við erum með betra lið, á því er er ekki nokkur vafi. Við munum leika okkar leik í kvöld. Og áhorfendur fá að sjá besta leik ársins. Bæði liðin þekkja vel hvort til annars, og því er um að gera að koma á óvart með eitthvað nýtt. -þr. „Eg er ekki í nokkrum vafa, að leikurinn mun endurspegla þá gremju sem býr nú í Valsmönnum", sagði Halldór Einarsson um leikinn í kvöld. „Við munum að sjálfsögðu vinna, ég giska á 78—76. Okkar Bandaríkja- maður hefur nefnilega góð tök á Bandaríkjamanni KR og þar sem þessir menn eru lykilmenn liðanna, ræður það úrslitum", sagði Halldór að lokum. Eins og vænta mátti var Einar Bollason ekki á sama máli og benti á, að Valsmenn án Tim Dwyers, væru ekki sterkt lið, t.d. hefði Valsliðið fyrr í vetur hrunið saman gersamlega eitt sinn er þeir misstu kappann út af með 5 villur. „En þetta eru tvö langsterkustu liðin í úrvalsdeildinni og ég er ekki í vafa um að þetta verður langerfiðasti úrslitaleikurinn sem ég hef tekið þátt í“, bætti Einar við. Einar var beðinn að spá um úrslit, en vildi það ekki. Helgi Ágústsson greip þá fram í og opinberaði þá ætlun KR-inga að vinna stórt, „það fer 95—85 fyrir okkur,“ sagði Helgi gg- Skagaþjálfarinn fær aðstoðarmann IIINN nýi knattspyrnuþjálfari Akraness, Kölnarinn Klaus Jiirgen Hilpert (ekki MUller eins og hann var titlaður í Mbl. í gær), fær innan skamms til liðs við sig aðstoðarþjálfara, sem verður með honum í 5 mánuði. Ililpert auglýsti starfið meðal nemenda sinna við íþróttaháskólann í Köln og bárust honum 18 umsóknir. Ekki er ljóst hver hreppir hnossið, en þetta verður Skagamönnum að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.