Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 48
AIGLYSINGASIMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jn«rðunbI«biÖ FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Tryggingaeftirlitið um bifreiðatryggingarnar: Hækkunarþörf trygginga- félaganna 44,4-51,6% Höfðu farið fram á 79% hækkun TRYGGINGAEFTIRLITIÐ heíur sent Magnúsi Magnúsyni trvKKÍnKaráðherra álitsgerð um hækkunarþörf tryggingafélag- anna vegna bifreiðatrygginga. Þar er hækkunarþörf trygginga- félaganna talin vera á bilinu 44,4% til 51,6% og er þá reiknað með mismunandi verðforsendum á tjónakostnaði. Tryggingafélögin höfðu óskað eftir 79% hækkun bifreiðatrygginga. Erlendur Lárusson forstjóri Tryggingaeftirlitsins veitti Mbl. þær upplýsingar í gær að út- reikningar stofnunarinnar væru miðaðar við 35—40% hækkun tjónakostnaðar milli áranna 1978 og 1979. Miðað væri við þrjár verðforsendur á þessu bili Rlkissjóður lánastofnun móralskra meistara? „EINS og kunnugt er þá sitja móralskir meistarar í hátt- virtri núverandi ríkisstjórn.“ Þannig hóf Vilmundur Gylfa- son mál sitt er hann kvaddi sér hljóðs í neðri deild Alþingis í gær. Ræddi Vilmundur um samþykkt rfkisstjórnarinnar um bifreiðamál ráðherra og var Vilmundur stórhöggur í ræðu sinni. Talaði hann um Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra sem fjórða ráðherra Framsóknarflokksins. Vilmundur gerði m.a. a"ð um- talsefni í ræðu sinni það ákvæði samþykktar ríkis- stjórnarinnar að ráðherrar gætu fengið þriggja milljóna króna lán til bílakaupa og sagði: „Og ef ríkissjóður er lánastofnun, hvernig gengur það fyrir sig? Er einhver maður sem stendur bak við disk upp í fjármálaráðuneyti og lánar mönnum ... Hér er ekki verið að tala um sjóði. Hér er ekki verið að tala um að ráðherra fái lán úr Lánasjóði íslenzkra námsmanna eða úr Fiskveiða- sjóði. Nei, hér er verið að tala um ríkissjóð sjálfan ...“ Sjá blaðsíðu 26 frá umræðun- um um bílamáli’'. á Alþingi og samþykkt Alþýðuflokksins. og samkvæmt þeim væri hækkunarþörfin talin 44,4%, 48% og 51,6%. Miðað er við óbreytta sjalfsábyrgð. Tryggingaráðuneytið og ríkis- stjórnin munu kanna tillögur Tryggingaeftirlitsins og taka síðan ákvörðun um hve mikil hækkun verður heimiluð. Sú ákvörðun er orðin aðkallandi því að nýtt iðgjaldatímabil bifreiða- trygginga hófst 1. marz s.l. Safamýrarmálið: Ákært fyrir líkams- meiðingar og marai- dráp af gáleysi RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur piltinum, sem setið hefur í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á láti Sunnu Hild- ar Svavarsdóttur 27. janúar s.l. Pilturinn, sem er 17 ára gamall, var ákærður fyrir meiriháttar lík- amsmeiðingar og manndráp af gá- leysi. Er brot hans heimfært undir 215. og 218. grein almennra hegning- arlaga en ekki 211. grein sömu laga, en undir þá grein er manndráp af ásetningi jafnan heimfært. Pilturinn hefur setið í gæzluvarð- haldi síðan hann var handtekinn eða í rétta tvo mánuði. Saksóknari krafðist ekki framlengingar gæzlu- varðhalds og var piltinum sleppt úr haldi í gær. Jónatan Sveinsson saksóknari tjáði Mbl. í gær að afgreiðsla þessa máls hefði gengið óvenju fljótt og vel fyrir sig og væri það vafalaust einsdæmi að ákæra væri komin í máli sem þessu aðeins tveimur mán- uðum eftir að atburðurinn verður. Væri þetta ekki sízt að þakka vönd- uðum vinnubrögðum Rannsóknar- lögreglu ríkisins, sem m.a. hefði sett atburðinn á svið með myndaröð og á allan hátt unnið málið þannig að það auðveldaði mönnum að gera sér grein fyrir því hvað gerst hefði. Oliuhækkun OPEC-ríkja: Ekki vitað enn um far- gjaldahækkun — segir Örn Ó Johnson UM ÞESSAR mundir stendur yfir fundur IATA, alþjóðasam- taka flugfélaga og er aðalmál fundarins að ræða hvernig bregðast skuli við tilkynningu OPEC-ríkja um hækkað olíu- verð. Mbl. spurðist fyrir um það hjá Erni ó. Johnson for- stjóra Flugleiða hvort ákveðin hefði verið fjargjaldahækkun vegna hækkaðs olíuverðs á næstunni. — Það hefur ekkert verið ákveðið um fargjaldahækkun og þessi IATA fundur nú er fyrst og fremst til að marka heildarstefnu og samræma og kanna möguíeika á samstöðu flugfélaga, sagði Örn, en e.t.v. má búast við að einhver hækk- un fylgi í kjölfarið. Þá sagði Örn að ekki hefðu Flugleiðir orðið fyrir neinum olíuskorti, en mörg olíufélög hafa tilkynnt flugfélögum að ekki verði af- greitt meira eldsneyti til þeirra en sem svaraði notkun þeirra á sama tíma í fyrra. Magnús H. Magnússon um flugdeiluna: Vonast eftir bráða- birgðasamkomulagi SÍÐASTA sáttatillaga sáttanefndar í flugdeilunni kom illa út eins og greint hefur verið frá, þar sem annar aðilinn samþykkti hana með mikium meirihluta atkvæða, en hinn kolfelldi og því var ég að láta mér detta í hug að hægt yrði að ná einhverju bráðabirgða- eða áfangasamkomulagi fyrst í stað, sagði Magnús H. Magnússon aðspurður um stöðuna í deilu flugmanna F.Í.A. og Flugleiða. Kvaðst Magnús hafa í huga að hægt yrði að ná samkomulagi er gilt gæti t.d. til 1. desember þar sem yrði t.d. frestað kauphækkunum og tryggt ^að vinnufriður héldist yfir sumarmánuðina og yrði e.t.v. reynt að vinna eftir þessum leiðum næstu daga. Hallgrímur Jónasson varaformað- ur F.I.A . kvaðst ekki bjartsýnn á að lausn fengist á deilunni fyrir helg- ina, ekki hefðu verið fundir síðan á mánudag og kæmu þá væntanlega til framkvæmda verkfallsaðgerðir eins og ráð var fyrir gert aðfaranótt n.k. laugardags. Verður þá ekkert innan- lands- eða millilandaflug frá því á föstudagskvöldi til kl. 8 á mánudags- morgun. Hallgrímur kvað flugmenn hafa veitt frest alls 6 sinnum og yrði nú farið að sýna klærnar eins og hann orðaði það. Búast við 150 þús. manns á kvikmyndina Grease KVIKMYNDIN Grease hefur nú verið sýnd samfleytt í 10 vikur í Háskólabíói og í gær höfðu 82 þúsund manns séð myndina. Myndin hefur slegið öll sýningarmet kvikmynda hér á landi eins og fram hefur komið en gamla metið átti Sound of Music, sem rúmlega 50 þúsund manns sáu f Reykjavík þegar myndin var fyrst sýnd. „Ég ætla að sýna myndina eitt- hvað fram í næstu viku því enn er bíóið hálfsetið á öllum sýningum" sagði Friðfinnur Ólafsson forstjóri bíósins, þegar Mbl. spjallaði við hann í gær. „Líklega munu nær 90 þúsund manns sjá myndina hér í Reykjavík áður en sýningum lýkur og ég tel ekki ólíklegt að 40—50 þúsund manns sjái myndina, þegar hún verður sýnd úti á landi". Myndin verður svo væntanlega endursýnd í Háskólabíói áður en eintakið verður eyðilagt eftir tvö ár og kvað Friðfinnur ekki ósennilegt að 150 þúsund manns sæju myndina áður en sýningum lyki fyrir fullt og allt. Leigutimi myndarinnar er 2 ár og þá verður kvikmyndahúsið að eyðileggja eintakið. Páskamynd Háskólabíós verður stórmyndin Superman, sem nú fer sigurför um allan heim og virðist njóta miklu meiri vinsælda en Grease, samkvæmt því sem Frið- finnur tjáði blaðamanni. Ekki kvaðst Friðfinnur þó telja líklegt að sú mynd slægi aðsóknarmet Grease hér á landi. „Það hefur verið áberandi að fullorðið fólk hefur komið á Grease að undanförnu, líklega afarnir og ömmurnar að sjá hvað það er sem hefur heltekið barnabörnin á síðustu vikum," sagði Friðfinnur. Bankamir ætla að greiða 3% grunnkaupshækkun 1. apríl — nema hækkuninni verði frestað með lagaboði MORGUNBLAÐIÐ hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að bankarnir hafi tekið þá ákvörðun að greiða starfsmönnum sinum umsanda 3% grunnkaupshækkun, sem taka á gildi 1. aprfl. svo framarlega sem þessari hækkun verði ekki frestað með lagaboði. Ríkisstjórnin átti í síðustu viku fund með fulltrúum Sambands ís- lenzkra bankamanna og fór þess á leit að bankamenn féllust á að 3% kauphækkuninni yrði frestað um óákveðinn tíma líkt og hjá BSRB og BHM. Á þetta vildu bankamenn ekki fallast. Stjórnendur bankanna munu hafa tekið þá ákvörðun að 3% hækkunin komi til útborgunar 2. apríl n.k. nema henni verði frestað með laga- boði. Telja þeir að ekki komi til greina að brjóta samninga á banka- mönnum, sem báðir aðilar hafa staðfest með undirskrift. Komið hefur fram að ríkisstjórnin hyggist leggja fyrir Alþingi frum- varp um frestun 3% kauphækkunar- innar hjá öllum launþegum, sem ekki hafa þegar fallist á frestun. Hins vegar eru aðeins tveir vinnu- dagar á Alþingi fram til mánaða- móta og því stuttur tími til stefnu. Allir fastráðnir starfsmenn bakn- anna fá laun greidd fyrirfram og fá því greidd út apríllaun mánudaginn 2. apríl n.k. Sovétmenn útiloka Kortsnoj frá skákmótum: Skákmenn skora áFriðrik Olafsson að taka málið upp „Mun beita mér í málinu, komi til mín áskorun, ” segir Friðrik SOVÉZKA skáksamhandið hefur að undanförnu ítrekað reynt að koma í veg fyrir þátttöku Viktors Kortsnojs í alþjóðlegum skákmótum með hótunum um að engir sovézkir skákmenn taki þátt í mótum, þar sem Kortsnoj er meðal keppenda. Hafa af þessum sökum verið dregin til baka a.m.k. tvö boð til Kortsnojs á undanförnum vikum. Nú stendur yfir í Lone Pine í Bandaríkjunum mjög fjölmennt skákmót. þar sem 27 stórmeistarar eru meðal þátttakenda og eru þar í gangi undirskrifta- listar. þar sem skorað er á Friðrik Ólafsson forseta Fide að taka þetta mál upp og að hann beiti sér fyrir því að Sovétmenn hætti að beita þessum aðgerðum gegn Kortsnoj. sem er landflótta Sovétmaður eins og kunnugt er. Morgunblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Friðriks Ólafssonar vegna þessa máls. Friðrik sagði: „Ég hef heyrt um þetta á skot- spónum en hef hef engin áþreifan- leg dæmi séð. Ef áskorun kemur til mín frá hópi skákmanna mun ég að sjálfsögðu taka málið upp og ef það á við rök að styðjast mun ég beita mér fyrir því að breyting verði hér á.“ Margeir Pétursson skákfrétta- maður Mbl., sem teflir í Lone Pine, sagði í gær að Kortsnoj hefði í fyrradag fengið bréf frá móts- höldurum í Banja Luka í Júgó- slavíu, þar sem afturkallað væri boð til hans um þátttöku í skák- móti þar í borg. Ástæðan væri sú að Sovétmenn hefðu hótað að draga keppendur sína, Petrosjan og Kasparov, út úr mótinu ef Kortsnoj yrði með og sæju móts- haldararnir ekki annað ráð en afturkalla boðið til Kortsnojs. Þá sagði Margeir að staðið hefði til að bjóða Kortsnoj á mjög sterkt mót, sem hefst innan skamms í Montreal í Kanada. Sovétmenn hefðu boðist til þess að senda þrjá mjög sterka keppendur á mótið, Karpov heimsmeistara, Tal og Spassky, en jafnframt hefði verið tekið fram að þeir myndu ekki verða með ef Kortsnoj væri meðal keppenda. Loks sagði Margeir að Sovétmenn hefðu hætt við að senda sterka keppendur á Lone Friðrik w * Kortsnoj Pine mótið, þegar þeir fréttu að Kortsnoj yrði þar með og tefldi enginn Rússi á mótinu. Sovétmenn hefðu sent skeyti og spurt hvaða stórmeistarar yrðu með í Lone Pine. Mótshaldararnir hefðu þá svarað að þar tefldu allir stór- meistarar, sem vildu vera með. Stuttu síðar kom annað skeyti frá Sovétmönnum og þá spurðu þeir umbúðalaust hvort Kortsnoj yrði með eða ekki. Margeir sagði að mikil óánægja væri meðai skákmanna vegna hegðunar Sovétmanna og væri almenn þátttaka í undirskrifta- söfnuninni, sem er í gangi meðal skákmanna í Lone Pine. Fundahöld til stuðn- ings Ólafi MIKIL FUNDAHÖLD hafa ver- ið og eru fyrirhuguð í fram- sóknarfélögum víðs vegar um land fram að miðstjórnarfundi um helgina, samkvæmt því sem Mbl. hefur fregnað. Á þessum fundum hafa verið samþykktar áskoranir á Ólaf Jóhannesson að gefa áfram kost á sér sem flokksformaður. Er búist við því að þrýstingurinn á Ólaf nái hámarki fyrsta dag mið- stjórnarfundarins, en hann hefst á morgun,_____________ Smjörlíki hækkar um 18,2% RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest þá ákvörðun verðlagsnefndar að heim- ila hækkun á smjörlíki. Venjulegt smjörlíki hækkar úr 450 í 532 krónur kg eða um 18.2% og jurtasmjörlíki hækkar úr 704 í 768 krónur kg eða um 9.1%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.