Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 37 Helga Sigurðardótt- ir—Minningarorð Fædd 25. ágúst 1903. Dáin 20. marz 1979. Þriðjudaginn 20. marz sl. lézt á Landspítalanum í Reykjavík eftir stutta legu, Helga Sigurðardóttir, til heimilis að Barmahlíð 46 í Reykjavík. Enda þótt Helga hafi átt við nokkra vanheilsu að stríða undan- farin ár, kom andlát hennar okkur öllum, sem til hennar þekktu, á óvart. Helga var fædd að Stóru-Ás- geirsá í Húnavatnssýslu, hinn 25. ágúst 1903, dóttir Sigurðar Jóns- sonar bónda þar og konu hans Guðbjargar Símonardóttur, sem bæði eru látin fyrir allmörgum árum. Helga ólst upp hjá foreldr- um sínum, ásamt sjö systkinum og fóstursystur. Af þeim eru nú eftirlifandi Gunnþórunn, Svavar og Sigríður Steindórsdóttir, fóstursystir þeirra. Frá barnæsku þótti Helga lagin í höndunum og byrjaði snemma að hjálpa til við saumaskap, sem kom sér vel á svo stóru og barnmörgu heimili, sem Stóra-Ásgeirsá var, og sautján ára gömul hélt hún til Reykjavíkur og nam þar fatasaum. Varð hún mjög eftirsótt sauma- kona sökum handlagni og vand- virkni. Svo er það, að Helga heldur til Kaupmannahafnar og dvelst þar á annað ár, við störf í fataiðn- aði. Enda þótt ætla mætti að ekki hafi verið auðvelt fyrir unga stúlku frá íslandi að fá vinnu við sitt hæfi í stórborginni, reyndist það Helgu ekki erfitt, sökum hæfni sinnar og góðra meðmæla frá fyrri húsbændum hér heima. Var hún valin til starfa á nýtízku saumaverkstæði úr fjölmennum hópi umsækjenda. Síðar er Helga sneri aftur heim til ísiands, stofn- aði hún eigið saumaverkstæði, sem hún rak í mörg ár við ágætan orðstír. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Benediktssyni hús- gagnasmíðameistara, giftist Helga 13. júlí 1933. Guðmundur, sem er sérstakur ágætismaður, reyndist Helgu góður eiginmaður og fjöl- skyldufaðir. Þau hjón eignuðust fimm börn, Sigurð Egil, Þorberg Benedikt, Friðrik Ingva, Guð- björgu Kristrúnu og Jóhönnu. Börn þeirra hjóna eru öll á lífi, mikið dugnaðar- og myndarfólk. Einnig ólu þau hjón upp að nokkru leyti dótturdóttur sína, Nönnu Björgu, sem alltaf er þakklát ömmu og afa fyrir umhyggjuna. Synirnir eru allir búsettir hér á Reykjavíkursvæðinu, en dæturnar í Bandaríkjunum, og eru þær nú komnar ásamt börnum sínum um langan veg til að fylgja móður sinni og ömmu síðasta spölinn. Barnabörnin eru orðin 8. Eftir að Helga gifti sig, rak hún áfram saumastofuna, en þegar börnin fæddust hætti hún að vinna úti, en tók í fyrstu sauma heim, en helgaði svo börnunum og heimil- inu alla sína krafta. Saumaði hún á allt heimilisfólkið og var jafnvíg á allt, hvort heldur var kjóll eða herraföt. Helga var mikil móðir, og ekkert var of gott fyrir börnin, og þegar þau fóru að stofna sín FERMINGARGJÖF BOSCH BORVÉLAR og fjöldi fylgihluta GJÖF FYRIR FERMINGA RBA RNID. GJÖF, SEM EYKUR MOGULEIKA ÞESS TIL NYTSAMRA TÓMSTUNDASTARFA Sgunnai Sfygelimn kf. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar fyrir árið 1979. Aöalskoöun bifreiöa fer fram í húsakynnum bifreiöaeftirlitsins aö löavöllum 4, Keflavík, eftirtalda daga frá kl. 09.00— 12.00 13.00—16.30: Mánudaginn 2. apríl J-1 J-75 Þriöjudaginn 3. apríl J-76 J-150 Miövikudaginn 4. apríl J-151 J-225 Fimmtudaginn 5. apríl J-226 J-300 Föstudaginn 6. apríl J-301 og yfir Viö skoöun skal framvísa kvittun fyrir greiöslu bifreiöagjalda svo og gildri ábyrgöatryggingu. Vanræki einhver aö færa bifreiö til skoðunar á auglýstum tíma veröur hann látinn sæta ábyrgö aö lögum og bifreiöin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli 27. marz 1979. A rnkell Bjarnason —Minningarorð eigin heimili tók hún tengdabörn- unum sem eigin börn væru. Barna- börnin voru hennar líf og yndi, þegar þau fæddust. Hún var alltaf góða amman, sem ætíð át'ti eitt- hvað til að setja í lítinn lófa. Þegar heilsan var þrotin og Helga var komin á spítala, var hugurinn alltaf hjá börnunum og með því síðasta sem hún sagði var að minna manninn sinn á „að stinga einhverju að krökkunum". Ef einhvers staður hefur verið til hin rómaða íslenzka gestrisni, sem oft er talað um, þá var það á heimili Helgu og Guðmundar. Um það geta allir borið vitni, sem þar hafa komið. Aldrei var húsmóðirin á hinu stóra heimili svo önnum kafin, ef gest bar að garði, að hún legði ekki allt til hliðar og tæki aðkomufólki, skyldum eða vanda- lausum, opnum örmum. Að ekki sé minnzt á góðgerðirnar þegar borð svignuðu undan krásunum, en alltaf var sama lítillætið ríkjandi, ekkert var nógu gott. Á sama hátt var greiðvikni hennar jafn mikil. Ef hún einhvers staðar vissi að hjálpar var þörf, var hún óðara boðin og búin að veita aðstoð á einhvern hátt, og þótti henni það alltaf jafn sjálfsagt. Helga var trúuð kona og sterk- ust í sinni trú þegar. erfiðleikar og veikindi steðjuðu að. Sjálf fór hún ekki varhluta af veikindum, og nokkrar voru spítalalegurnar, en hún yfirvann erfiðleikana af ein- stakri hugprýði og þakkaði það trú sinni og bænum, bæði sínum og annarra. Nú trega hana þakklátum huga eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn, ásamt systkinunum sem eftir lifa. Megi Drottinn blessa þau öll og gefa þeim styrk í söknuði þeirra. Við hin kveðjum hana líka öll með þakklæti, vinir og ættingjar, sem urðum aðnjót- andi gæzlu hennar og hjálpsemi. Megi hún hljóta góða heimkomu handan hafsins eilífa. ks Fæddur 4. maí 1899. • Dáinn 22. marz 1979. Svanasöng við og silungsvötnin bláu þar finn ég frið hjá fjöllunum mfnum háu þar finn ég frið. (P.Ó.) Þegar við vissum, að okkar góði vinur, Arnkell Bjarnason, myndi senn fara yfir landamærin miklu, varð okkur hugsað til þess, að væri einhver reiðubúinn til að mæta skapara sínum, þá væri það hann Ari okkar, eins og hann var kallað- ur. Ari var hugsandi og trúaður maður og hlustaði á Guðs orð. Nú er hann horfinn okkur um sinn og við hugsum til hans með hlýju og þakklæti fyrir að fá að kynnast honum. Við getum ekki lýst ævi hans á fyrri árum, við eigum aðeins minningar sex síðustu æviára hans. Við minnumst hans sem hressandi og lifandi persónuleika, manns, sem fylgdist af brennandi áhuga með því, sem var að gerast í þjóðlífinu. Manns, sem unni fegurð landsins síns, fjöllunum, gróðrin- um, tæru loftinu af heilum hug. Manns, sem var hvers manns hugljúfi, glaðlegur og góður vinur. Okkur er kunnugt um, að ungur að árum átti hann erfiða ævi og þunga, sem setti merki'sín á hinn unga svein. Og ungi sveinninn átti sína drauma, drauma, sem aldrei rættust eins og svo oft vill verða í lífinu. Drauma, sem þó veittu honum gleði að tala um síðar meir, þótt þeir aldrei rættust. Síðustu æviárin sín dvaldist hann á Hrafnistu og þar átti hann marga góða vini enda þótti öllum vænt um hann, sem honum kynnt- ust. Á Hrafnistu átti hann líka góða vinkonu og nutu þau saman margra indælla stunda í félags- sskap hvors annars. Þar kom umhyggjan og alúðin hans Ara skýrt í ljós. Vonuðu þau, að Ari myndi ná sæmilegri heilsu svo þau gætu enn um skeið notið samvist- ar, eft af því varð ekki, tími hans var kominn. Biðjum við góðan Guð að styrkja hana og styðja í söknuði hennar. Börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum sendum við alúðar samúðarkveðjur og vitum, að í hjörtum þeirra lifir minningin um hann, björt og hlý eins og sumar- dagur. Hanna og Ingvar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 1929 — 1979 50 ÁRA efnir til ráöstefnu undir heitinu „ÍSLAND TIL ALDAMÓTA * Ráöstefnan mun fjalla um framtíöarsýn og langtíma markmiö fyrir mótun íslenzks þjóöfélags. Veröur ráöstefnan haldin í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1, næstkomandi laugardag og hefst kl. 9 árdegis. Dagskrá: Kl. 9.30 Formaöur Sjálfstæöisflokksins, Geir Hallgrímsson, setur ráöstefn- una. Kl. 9.40 Jónas Bjarnason, formaöur starfshóps, kynnir drög aö markmiö- um. Kl. 10.00 Gunnar G. Schram greinir frá leiöbeiningum fyrir starfshópa. Kl. 10.10 Starfshópar hefja störf. Kl. 14.30 Niöurstöður starfshópa kynntar og almennar umræöur. Kl. 18.30 Ráöstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Gunnar G. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.