Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Ríkissjóður á ekki að vera prívatbanki ráðherra: Horfi ekki upp á minn flokk verða að framsóknarflokki — sagði Vilmundur Gylfason i harðri gagnrýni á nýjar bílareglur vinstri stjórnar ráðherranna Lúðvík Jósepsson (Abl) mælti í gær fyrir nefndaráliti til stuðnings stjórnarfrumvarpi, sem felur í sér, að ráðherrar njóti ekki sérstakra tollfríðinda varðandi bifreiðakaup. Þcss í stað munu ráðherrar annað tveggja fá til umráða ríkisbifreið. er ríkið leggur þeim til, eða að þeir leggi ráðuneyti til bifreið, eins og það er kallað. sem ráðuneytið borgar allan rekstrarkostnað af, auk 10% fyrningar af kostnaðarverði. Auk þess fá ráðherrar. ef hinn síðari kostur er valinn, kr. 3.000.000 - lán úr ríkissjóði til bifreiðakaupanna á venjulegum vöxtum. Þetta síðara fyrirkomulag deildi Vilmundur Gylfason mjög hart á í ræðu, sem hér á eftir verður efnislega rakin. Hin siðvilltu forréttindi Vilmundur Gylfason (A) sagði m.a., að þegar núv. ríkisstjórn kunngjörði markmið sín hefði verið hátíðlega lofað að afnema siðvillt forréttindi eins og sérstök hiunn: indi ráðherra í bifreiðakaupum. — I framhaldi af þeim yfirlýsingum hefði verið kynnt frumvarp, sem mælst hefði vel fyrir, og hér væri til umræðu. Þar hefði verið lagt til að felid yrðu niður tollfríðindi ráð- herra í bifreiðakaupum. Þetta hefði verið sú hliðin á málinu, sem ætlað hefði verið að snúa út í þjóðfélagið, að almenningi. Fyrir sérstaka tilviljun hefði borizt á borð nefndarmanna í fjár- hags- og viðskiptanefnd stjórnar- plagg, sem embættismaður hefði kynnt. Þetta plagg virtist hafa verið samþykkt í ríkisstjórn 9. marz sl. Þar væri gert ráð fyrir tvíþættri leið í bílamálum ráðherra. Annars vegar þeirri leið, sem almenningi hefði verið kunngerð með umræddu frumvarpi. Hins vegar annarri leið. Þeirri, að ríkið semdi við ráðherra um einkaafnot af bifreiðum þeirra, greiddi allan rekstrarkostnað og að auki „fyrningarfé", 10% á ári, er reiknaðist af endurkaupsverði við- komandi bifreiðar. En ekki væri þar rpeð allt talið. Ráðherra, sem kaupir bifreið, á kost á láni úr sameiginleg- um sjóði landsmanna, ríkissjóði, allt að 3 m. kr. með eðlilegum viðskiptakjörum, eins og það er orðað. Ilinir mórölsku meistarar Nú vil ég spyrja: eru þetta hin almennu kjör, sem almenningur í landinu býr við á verðbólgutímum, að fá milljóna lán úr ríkissjóði til bifreiðakaupa? Ef ríkissjóður er slík lánastofnun, hverjar eru þá lánareglur? Þetta er ein hlið á því gALÞINGIl Mm i— ■ n ■ 11 sukki, sem við í mínum flokki vórum kjörnir til að berjast gegn. Halda menn að 9 ráðherrar, sem að þessu standa, leiðrétti bílasukkið í bönkunum? Er það eðlilegt að ráð- herrar með innanhússamþykkt hæstv. ríkisstjórnar láni sér fé úr ríkissjóði til bifreiðakaupa? Það er engin furða þó að þeir vilji hafa vextina lága og verðbólguna mikla. Ég held, ef þeir vilja slíkar prívatreglugerðir, að þeir geti geng- Vilmundur Gylfason Vilmundur Gylfason: Skoöa má ályktunina sem viðvörun til ráð- herra Alþýðuflokks Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, svaraði gagnrýni Vilmundar Gylfasonar (A) á nýjar bflareglur ráðherra, efnis- lcga á þessa leið: Allir ráðherrar vóru með fullri meðvitund, er frá reglum þessum var gengið. Enginn einn ráðherra hafði frumkvæði öðrum fremur að reglugerðinni. Hún var síður en svo sett að frumkvæði Fram- sóknarflokksins og ég tók sér- staklega fram, að ég vildi ekki hafa afskipti af henni. Reglu- gerðin hvorki var né er launungarmál, enda sá ég svo um, að hún var send viðkomandi þingnefnd. Fyrri reglur um ráðherrabíla vóru settar á áratugnum 1960—1970. Þá var Framsóknar- flokkurinn ekki í ríkisstjórn. Núverandi reglur eru tvíþættar: 1) Ríkið leggur ráðherra til bifreið, sem það á og rekur, og virðist ekki ágreiningur um þá reglu. 2) Ráð- herra leggur með starfi sínu bif- reið, sem ríkið greiðir rekstrar- kostnað af, auk 10% fyrningar af endursöluverði. Ráðherra á kost á 3. m.kr. láni á venjulegum lána- kjörum. Ég hefi látið reikna það út fyrir mig, hvor kosturinn er dýrari fyrir ríkissjóð og raunin var sú, að hin síðari leiðin var hagkvæmari. Gerði ráðherra tölfræðilega grein fyrir þeirri niðurstöðu, þar sem miðað var við 6 mþkr. kostnaðar- verð bifreiðar, eðlilegan rekstrar- kostnað og afskriftir. Hann vísaði til fjárlaga og þar samþykktra fjárveitinga, sem nægilegar heimildar fyrir þeirri reglugerð, sem hér um ræddi, og þeim valkostum, er hún geymdi. Er ráðherra hafði lokið svari sínu frestaði forseti umræðu, og tók fyrir frumvarp um fram- kvæmdasjóð öryrkja (flm. Jóhanna Sigurðardóttir.) Nokkrir þingmenn vóru enn á mælenda- skrá og var gert ráð fyrir fram- haldsumræðu í gærkveldi um bíla- mál ráðherra. ið lengra og vil ég gefa þeim nokkrar hugmyndir. Hvernig væri að lána ráðherrum fé úr ríkissjóði á viðráðanlegum kjörum til að gera við hús þeirra? Eða til fatakaupa, allt auðvitað á eðlilegum viðskipta- kjörum. Þessi innanhússsamþykkt hinna mórölsku meistara er gjörsamlega óþolandi. Mér kemur að vísu ekki á óvart þó forystuflokkur ríkisstjórn- arinnar, Framsóknarflokkurinn, og framsóknarmennirnir fjórir, samþykki svonalagað sér í hag. En ég hélt að Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson og mínir þrír kratar samþykktu ekki reglu- gerðir af þessu tagi. (Hér var gripið fram í: Hver er þessi fjórði framsóknarmaður? Svar: Ragnar Arnalds, hæstv. ráð- herra), Það er nákvæmlega samþykkt af þessu tagi, sem hefur á undanförn- um árum dregið úr siðferðilegum undirstöðum í ríkisstjórnum. Þetta, sem verið er að pukra með fyrir luktum dyrum — á sama tíma og prentað er með stjórnarfrumvarpi: „Ríkisstjórnin telur óeðlilegt að ráðherrar fái bifreiðar er verða einkaeign með öðrum kjörum en almennt gilda í landinu." Valdið spillir Prívatbanken Mínir menn í ríkisstjórn vóru ekki kjörnir til slíkra verka. Svona mál skipta máske Framsókn ekki ' miklu máli. En ég hélt, satt að segja, að þriðji stjórnarflokkurinn, sem hefur verið og verið ekki að undanförnu, hefði aðra afstöðu. En það er sagt að valdið spilli og mér sýnist, að það sé hér að gerast. Eins og allir vita er hæstv. ríkisstjórn nú á förum utan. Það kann að þurfa uppástungu, hvern veg þeir þýða orðið ríkissjóður í dönskum plöggum. Hvern veg væri að nota orðið Privatbanken, því það er það, sem þessi sjóður virðist orðinn fyrir þessa menn. Hvar er lagabókstafur fyrir því, að fara svo að, að þykjast vera að kynna þjóðinni umbótalöggjöf en fara svo bakdyramegin leið, sem bætir persónukjör. í aðaldyrum þykjast þeir móralskir meistarar framan í þjóðina. En í bakdyrum er farin leið, sem er hálfu ósvífnari heldur en gamla fyrirkomulagið, sem átti að leiðrétta. Ef til eru það ekki stórar upphæðir, sem hér koma við sögu, er það er gjörðin sem skiptir máli. Mér er sama þó kommarnir detti í þennan pytt fyrri stjórnvalda en ég ætla ekki að horfa upp á mína menn á eftir þeim. Ég ætla ekki að horfa upp á minn flokk verða að Framsóknarflokki. Þingflokkur Al- þýðufl. samþykkti þegar á mánudag kröfu um að þessi síðari liður yrði þurkaður út úr reglugerðinni. Það er og tímabært að ryðja um reglum um bílakaup í bönkum. Með meðvitund allan sólarhringinn Ég vil vona að hér sé um mistök að ræða. Auðvitað geta menn ekki lesið alla pappíra, er á borð þeirra berast. I önnum þeim, sem verið hafa, og ástæða til að ætla, að framsóknarmenn hafi platað þess- ari reglugerð inn á samstarfsflokka. Menn eru naumast með meðvitund allan sólarhringinn. Ég get skilið það, að mönnum verði á mistök, við erfiðar kringumstæður, en þá á að leiðrétta þau. Þessi reglugerð, óbreytt, er lítilfjörleg og lítilmótleg. Hún er fyrir neðan virðingu hæstv. ríkisstjórnar. Ég legg til að við gerum úttekt á öllu bílasukki í ríkiskerfinu. Það eru mannasiðir að hreinsa til heima hjá sér áður en hreinsað er til annars staðar. Síðan á að fara í Seðlabank- ann og út í þjóðfélagið og hreinsa upp þennan spillingarvott, sem bílafríðindin eru. Ég hef ástæðu til að ætla að það hafi orðið uppi fótur og fit í ríkisstjórninni. Þeir hafa meira og minna hlaupið til og afpantað bílana, sem þeir vóru búnir að panta, skv. reglunum. Og ég hefi ástæðu til að ætla að ríkisstjórnin skammist sín. Og ríkisstjórn, sem skammast sín, er betri en hin, sem ekki kann það. Ef svo heldur hins vegar fram, sem horfir, þá verður þingflokkur Alþýðuflokksins að gera þá sam- þykkt, að sennilega þurfi að fá löggæzlumann til eftirlits á ríkis- stjórnarfundum. „Fjórði framsóknar- ráðherrann” í SNARPRI ræðu Vilmundar Gylfasonar á Alþingi í gær, er hann deildi á nýjar reglur um ráðherrabíla, sagði hann m.a., að það kæmi sér ekki á óvart þó að fjórir framsóknarráðherrar samþykktu slíkar sérhags- munareglur, en hins vegar kæmi sér á óvart að Hjörleifur Guttormsson, Svavar Gestsson og þrír Alþýðuflokksráðherrar létu hafa sig til slíks. Var þá kallað fram í: „Hver er fjórði framsóknar- maðurinn?" Og svarið kom um hæl: „Ragnar Arnalds, hæstvirtur ráðherra." Tómar Árnason, fjármálaráðherra: Um tvo kosti að velja varðandi ráðherrabílana ÁLYKTUNIN sem þingflokkur Alþýðuflokksins gerði um bfla- kaup ráðherra á fundi sínum síðastliðinn mánudag er svohljóðandi: „Þingflokkur Alþýðuflokks- ins fer þess á leit við ráðherra flokksins, að þeir beiti sér fyrir því að 2. töluliður reglugerðar um bifreiðamál ráðherra frá 9. marz 1979 verði felld niður. Þingflokkurinn telur að aðal- reglan eigi að vera sú að ríkið eigi þær bifreiðar er ráðherrarn- ir nota vegna starfa síns. — Sé bifreið í eigu ráðherra notuð í þágu ríkisins eigi sömu almennu reglur að gilda fyrir afnot þeirra og fylgt er við bifreiðar annarra starfsmanna ríkisins". Tillögu þessa mun Vilmundur Gylfason hafa flutt í þingflokkn- um og fengið samþykkta sem að framan greinir, og því leitaði Morgunblaðið til hans og spurði um tilefni þessarar ályktunar. Vilmundur sagði: „Við vorum kosin hér til þess að útrýma margháttaðri misnotkun, smárri og stórri, sem viðgengist hefur hér í kerfinu. Ég geri ráð fyrir að þingflokk- um, sem gerði þessa samþykkt, þyki þessar nýju reglur ganga þvert á það sem við eigum að vinna að hér og þess vegna er þessi samþykkt gerð. Að öðru leyti vísa ég til ræðu minnar á Alþingi um þetta mál“. —Má líta á ályktun þessa sem viðvörun til ráðherra Alþýðu- flokksins? „Já“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.