Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 21 . Myndir: Emilía Björnsdóttir Rannsóknastofnunin hefur rannsakað margar tegundir byggingar- efna, svo sem kítti og þéttiefni til glerjunar, og hefur komið í Ijós að efnin eru mjög misjafnlega hentug fyrir íslenskar aðstæður. Hér er Jón Sigurðsson deildarstjóri við vegg með sýnishornum og upplýsingum um þessa hluti. 8. Kostnaðarrannsóknir. 9. Þjónusturannsóknir á framantöldum sviðum. 10. Upplýsinga- og fræðslustarfsemi. 11. Stjórnun, skrifstofa og fleira. Núna vinna hjá stofnuninni 30 manns, 10 sérfræðingar og 20 starfsmenn aðrir. Fjármögnun til stofnunarinnar á árinu 1978 var um 184 milljónir króna, og skiptist sú upphæð þannig, að um einn þriðji var framlag af fjárlögum ríkisins, einn þriðji var eigin tekjur, og einn þriðji voru lögboðin gjöld af sementi og fleiru. A blaðamannafundinum kom fram, að forsvarsmenn stofnunar- innar telja sig vera á réttri leið, og að stofnuninni sé sífellt að vaxa fiskur um hrygg, og áhrif hennar að aukast. „Úttektarverkefni á vegum Rannsóknastofnunarinnar, eins og til dæmis ástandskönnun einangr- unarglers, steypuskemmdir og þaklekar hafa glögglega leitt í ljós að erlendar hönnunarforsendur og útfærslur gilda sjaldnast á íslandi og því er það mjög brýnt að hlutur sjálfstæðra rannsókna aukist verulega og þar með einnig útgáfu- og upplýsingastarfsemi," sagði Hákon Olafsson yfirverkfræðing- ur. rannsökuð gæði hráefnanna, fylli- efni og sements, og æskileg blönd- unarhlutföll ákvörðuð. í öðru lagi er um að ræða gæðaeftirlit á byggingarstað. Starfsmaður stofn- unarinnar mælir þá þjálni og loftinnihald steypunnar og steypir sívalninga til styrkleikaákvörðun- ar. Þriðji þáttur þjónusturann- sókna á þessu sviði er rannsókn á steyptum mannvirkjum; oft í sam- bandi við galla eða skemmdir sem komið hafa fram. Að sögn forsvarsmanna stofn- unarinnar þyrfti því að stórauka sjálfstæðar rannsóknir á þessu sviði vegna þeirra gífurlegu verð- mæta sem í húfi eru. Húsbyggingartækni Gott dæmi um þjónusturann- sóknir á þessu sviði sem nefna má eru styrkleikamælingar á bygg- ingaefnum, einkum steinsteypu, þéttleikamælingar á gluggum, samskeytum veggja, mælingar á gildi einangrunarefna ýmiskonar og margt fleira. Þá hefur einnig verið unnið að margvíslegum sjálfstæðum rann- sóknum, svo sem við ísetningarað- ferðir einangrunarglers, þakgalla, mótatækni, endingarþol utanhúss- málningar og fleira. Fræðslu- og útgáfustarfsemi Um allmikla útgáfu- og fræðslu- Hér er verið að rannsaka sand af Mýrdalssandi, með hugsanlegan útfiutning til Þýskalands í huga, en þar yrði hann notaður í léttsteypu. Steinsteypu- rannsóknir Á blaðamannafundinum kom fram, að veigamikill þáttur í allri starfsemi stofnunarinnar eru rannsóknir á steinsteypu. Fram á síðari ár hafa margir talið að steinsteypa væri eitthvert undra- efni, sem entist endalaust án tillits til framleiðsluhátta eða meðferð- ar. Á síðari árum hafa augu manna þó opnast fyrir því, að steinsteypan sé í rauninni mjög viðkvæm framleiðsluvara og að gæði hennar og ending eru háð fjölmörgum samverkandi þáttum. Þjónusturannsóknir Rann- sóknastofnunarinnar á þessu sviði eru þríþættar. í fyrsta lagi eru starfsemi er að ræða á vegum Rannsóknastofnunarinnar, og eru hinar ýmsar niðurstöður gefnar út með tvennskonar hætti, í sérritum og Rb-blöðum. Síðarnefnda formið hefur inni að halda gagnlegar upplýsingar um einstaka þætti, en sérritin eru með einstaka mála- flokka sem gerð eru fyllri skil. Öll útgáfustarfsemi hefur verið að aukast hin síðari ár. Þá gengst stofnunin einnig fyrir margvíslegri fræðslustarfsemi, svo sem almennri ráðgjöf fyrir ýmsa aðila um tæknileg málefni, námskeiðum fyrir ýmsa skóla, svo sem Háskóla Islands, Meistara- skóla íslands og Tækniskóla ís- lands. Þennan bíl má sjá á götum Hafnarfjarðar, en hann er af Corvair-gerð, þ.e. yfirbyggingin. en fróðir menn telja að grind hans sé af jeppaætt. Nýr bíll GM kynntur 19. apríl GENERAL Motors mun í næsta mánuði kynna nýjan bfl og í frétt frá Véladeild Sambandsins segir, að hér sé kominn bfll níunda áratugarins með ýmsum tækninýiungum og breytingum. Bjarni Olafsson forstöðumaður bifreiðadeildar SÍS sagði, að mikil leynd hefði hvflt yfir hinum nýja bfl og yrði hann kynntur samdægurs um allan heim hinn 19. aprfl n.k. Bjarni Ólafsson kvað hinn nýja bíl vera fremur sparneytinn og eyða væntanlega 8—10 1 á hundraðið, vera með 4—6 strokka vél, framhjóladrifinn og sjálfskiptan. Verðið hvað hann vera milli 4,5 til 5,5 m. kr. eftir búnaði og mætti fá hann sæmi- lega vel útbúinn fyrir um 5 m. kr. í frétt frá Bifreiðadeild Sam- bandsins segir m.a. svo um hinn nýja bíl, en hann gengur undir nafninu „X-bíllinn“ meðal um- boðsmanna GM: „X-bílarnir“, eins og General Toyota Celica GT. nýr á markaðinum. Toyota dregur saman seglin Toyota Motor, risa- fyrirtækið japanska, hefur tilkynnt að það muni á þessu ári draga nokkuð úr framleiðslu sinni á Toyoía-bílum vegna minnkandi útflutnings. Fyrirtækið hefur í hyggju að minnka fram- leiðsluna um a.m.k. 10% fyrstu sex mánuði þessa árs eða um 140 þúsund bíla. Það sem helzt hefur valdið minnkandi útflutn- ingi bíla fyrirtækisins er hin slæma staða dollars gagnvart jeninu. Salan til Bandaríkjanna minnkaði á síðasta ári um 25%. Þá hefur útflutningur fyrir- tækisins til Irans og Saudi-Arabíu minnkað verulega. Bílar umsjon JÓHANNES TÓMAS- SON og SIGHVAT- UR BLÖNDAL Motors kýs að nefna þá í hópi umboðsmanna sinna, verða af fjórum gerðum: Chevrolet, Pontiac, Oldsmobile og Buick. Þeir verða með nýjum aflbúnaði, þ. á m- þverlægri V6 eða 4- strokka vél og framhjóladrifi. X-bílarnir verða með ferns konar byggingu: 3ja-dyra og 5- dyra „hatchback" með „notchback", en Chevrolet og Pontiac bæði með „hatchback“ og „notchback". Hjólabil á öllum gerðum verð- ur 2,66 m. Ef Chevrolet er tekinn sem dæmi, verður heildarlengd 4,49 m og mesta breidd 1,74 m. Að utan verður hann sambæri- legur að stærð við meðalstóra Evrópubíla, en rýmið verður meira en í stærri fyrirrennurum hans. AM „jeppar” fram- leiddir í Kína? Fulltrúar American Motors (AM), bílafram- leiðendanna bandarísku. voru nýverið á ferð í Kína til að kanna grund- völl fyrir því að fyrir: tækið framleiði „jeppa“ í Kína. AM hefur aðallega áhuga á að framleiða hinn hefðbundna CJ-5 jeppa (arftaka gamla Willys-jeppans til notkunar við landbúnað og iðnað í Kína, en Kín- verjar hafa þegar lýst fullum áhuga á því að kaupa töluvert af þessum bílum frá AM í framtíð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.