Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 33 Lægri rekstrar kostnaður og minna slit farartækja Enn hefi ég undir höndum vand- aða útreikninga á rekstrarkostn- aði bifreiða sem ekið er 1.000 km, og kostnaður borinn saman hvort heldur ekið er á bundnu slitlagi eða vondum malarvegi eins og okkar vegir eru nær allir. Kemur þá í ljós, að við akstur fólksbifreið- ar þessa umgetnu vegalengd þarf 19% meira eidsneyti á vonda malarveginum en olíumalarvegin- um, slitið á hjólbörðunum er 170% meira og til viðhalds og varahluta þarf að verja 45% meira fé. Til að gera langt mál stutt komast vís- indamenn að þeirri niðurstöðu, að meðaltalsslitið á bifreiðinni sé 63% meira við akstur á hinum vondu vegum samanborið við hina með bundna slitlaginu. Það þarf auðvitað ekki að tefla fram fleiri rökum fyrir ágæti málefnisins, en með nokkrum orð- um skal vikið að fjáröflun til framkvæmdanna. Fjármögnun framkvæmdanna Lagt er til að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar þannig eins og segir í tillögunni: I fyrsta lagi: Með happdrættisláni 2.000 millj. kr. á ári. I öðru lagi: Með framlagi Byggðasjóðs 1.000 millj. kr. á ári. í þriðja iagi: Með umframtekjum af sérsköttun umferðarinnar frá og með næstu áramótum, þó eigi lægri fjárhæð en 2.000 millj. kr. á ári. Að sjálfsögðu er lagt til að fjármunir þessir haldi fram- kvæmdaafli sínu frá ári til árs. Eftir þessum leiðum fengjust því 75 milljarðar króna á 15 árum eða jafnvirði þeirra á því verðlagi sem hér um ræðir og miðast við vega- vísitölu hinn 1. ágúst 1978. Gera má ráð fyrir að kostnaður við að byggja þá vegi, sem tillagan tekur til, muni nema um 100 milljörðum króna. Þyrfti því að fást af vegaáætjun samtals krónur 25 milljarðar eða um 1.700 m. kr. á ári. Þetta fé yrði notað til að byggja snjóþunga og lélega kafla, sem síðar yrðu lagðir bundnu slitlagi og taldir eru sér- staklega upp í tillögunni. Við þekkjum möguleikana á fjáröflun með sölu happdrættis- skuldabréfa og höfum góða raun af þeirri aðferð, eins og sýndi sig, þegar hringvegurinn var tengdur með byggingu brúnna framan lands í Skaftafellssýslum. Eg minni á lögin sem samþykkt voru á Alþingi 1975 um happ- drættislán ríkissjóðs vegna Norð- urvegar og Austurvegar, og hv. þingmaður Eyjólfur Konráð Jóns- son var forvígismaður að. Annað mál er það, að stjórnvöld hafa verið drumbs um að framfylgja þeim lögum, en nú telja flm. tillögu þessarar mál að hefja fjáröflun í stórum stíl með þessari aðferð. Auðvitað þarf að gera kaup slíkra bréfa girnileg í augum almennings, bæði með von í góðum vinningum, öðrum drætti, sæmi- legum vöxtum og þó umfram allt frambærilegum verðtryggingum. Margur ber að vísu þungann niðri fyrir að við séum með þessu að binda afkomendum okkar mikla skuldabagga. Þetta er ekki á rök- um reist, enda þótt þeir megi nú eitthvað á sig leggja líka, þannig að við vinnum ekki allt hagræði fyrir þá fyrirfram. Hagurinn af framkvæmdunum er svo mikill að greiðsla kostnaðarins verður leik- ur einn. Þá er lagt til að Byggðasjóður leggi fé af mörkum í þessu skyni. Röksemdin fyrir þeirri tillögu er öllum auðsæ. Ekkert mál er meira byggðamál en bættar samgöngur. I annan stað ætti þeim ekki að ofbjóða þessi útlát Byggðasjóðs, sem á þessu ári hafa ákveðið að í stnttu máli Viðbrögð við til- lögu sjálf- stæðis- manna um vegamál • Gunnlaugur Stefánsson (A) taldi vegatillögu Sjálf- stæðisflokksins illa unna, höndum kastað til áætlunar- gerðar og nær væri að sér- hæfðir aðilar fengju slíkt verkefni til vinnslu. Tillögu- flutningur nú bæri þess hins vegar ljósan vottinn, að Sjálf- stæðisflokkurinn treysti vinstri stjórn betur en sjálfum sér til að framkvæma þessa 15 ára vegaáætlun. (Kallað fram í: Heldur þú vinstri stjórnin lifi af þennan tíma?) • Eggert Haukdal(S) taldi tillögu þessa raunhæfa, bæði hvað snerti áætlun og fjár- magnsöflun. Benti hann á að stærstu verkefni í vegagerð hefðu jafnan verið unnin, er Sjálfstæðisfl. hefði haft með þau mál að gera, s.s. vegurinn til Selfoss og milli Reykjavíkur, Keflavíkur (Reykjanesbraut). Fór hann nánar út í einstök atriði áætlunarinnar, sem nánar verður vikið að síðar. • Stefán Jónsson ) Abl) sagði hér fram komið eitt af merkari þingmálum, sem stjórnarandstaðan hefði flutt. Ljóst væri að mikil vinna væri að baki tillögugerðinni og hann drægi ekki í efa, að sérfræðileg aðstoð hefði komið til. Sjálfsagt þyrfti að gaumgæfa betur einstök atriði — en hér væri þannig að málum staðið, að Alþingi hlyti að fjalla um af fullri alvöru. • Halldór E. Sigurðsson (F), fv. samgönguráðherra, taldi hér máli hreyft, sem samstaða ætti að nást um, og fallið gæti að fyrra tillögu- flutningi framsóknarmanna. Ánægjulegt væri að sjálf- stæðismenn hefðu nú meiri fúsleika til framkvæmda og fjármagnsöflunar í því skyni er upp á teningnum hefði verið þegar hann sem vegamála- ráðherra hefði eftir leitað. • Sverrir Hermannsson (S) þakkaði Stefáni og Halldóri jákvæðar undirtektir en sjálf- gefið væri, að Alþingi athugaði vel svo viðamikla tillögugerð. Andstaða Gunnlaugs Stefáns- sonar væri af sama ungæðis- hætti og ókunnugleikatal hans uppmokstur úr siglingaleið til Hafnar í Hornafirði á dögun- taka 1.130 mill^ónir af fé sjóðsins til að borga gamlar óreiðuskuldir í orkumálum. I þriðja lagi er svo lagt til að til vegaframkvæmdanna renni um- framtekjur af sköttum umferðar- innar frá og með s.l. áramótum, og vil ég í þessu sambandi vekja sérstaka athygli á því að hér er ekki verið að leggja til að hrófla við þeim tekjum af umferðinni, sem hingað til hafa runnið í Vegasjóð, enda gert ráð fyrir, að Vegasjóður sinni áfram verkefn- um sínum. Það er útilokað og ólíðanlegt að ríkissjóður haldi áfram að sópa auknu fé í hít sína af umferðinni meðan stórmikil- vægar vegaframkvæmdir sitja á hakanum. Þá er þess að geta að í tillögunni er lagt til að tekin verði erlend lán vegna nokkurra sérverkefna. Raunar er ég reiðubúinn að lýsa því yfir að ég er öldungis óhrædd- ur við að taka erlend lán til varanlegrar vegagerðar. Það er leikur einn að láta sparnaðinn sem verður af akstri á góðvegunum standa undir slíkum lánum. Um þetta urðu menn í mínum flokki ekki á eitt sáttir og varð því að ráði að leggja ekki stærra undir en tilgreint er, enda ærin skuldasöfn- un erlendis um þessar mundir. Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðis- flokksins í vegamálum Eg vil að lokum leyfa mér, hr. forseti, að lesa upp stefnuyfirlýs- ingu flokks míns, sem liggur til grundvallar tillögugerð þessari, en hún hljóðar svo m.l. hv. forseta: „Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að lögð verði stóraukin áherzla á vegagerð á komandi árum. Á næstu 15 árum verði þannig lagfærðir eða endur- lagðir vegir til allra byggðarlaga landsins. Skulu vegirnir vera með bundnu slitlagi og vel upphækkað- ir í snjóhéruðum. Þetta markmið mun nást með um 2.500 km vega- kerfi, en þar af hafa aðeins 200 km verið fullgerðir nú þegar. Hér er um að ræða svipaða stefnumörkun og Sj álfstæðisflokk- urinn í Reykjavík beitti sér fyrir í byrjun síðasta áratugs, er leiddi til malbikunar meginhluta gatna í borginni og kom henni í nútíma- horf. Má segja, að þessi vegagerð sé álíka stórt verkefni fyrir þjóð- ina eins og gatnagerðin var fyrir Reykvíkinga á sínum tíma. • Fyrsti áfanginn að þessu marki eru um 800 km vega til viðbótar núverandi góðvegakerfi og yrði þá framtíðarvegakerfið orðið um 1.000 km langt. Lágmarksfram- kvæmdir yrðu 100 km á ári og tæki þá 8 ár að ná þessum áfanga. Hét er þó miðað við lagningu 160 km góðvega að meðaltali á ári og að hver áfangi náist á 5 árum, enda verði fjármagns aflað eftir mis- munandi leiðum, þar á meðal með sölu happdrættisskuldabréfa, skv. lögum um Norður- og Austurveg. Samhliða þessari vegagerð þarf að vinna að áframhaldandi endur- bótum og styrkingu vega í öllum landshlutum til að tryggja sem öruggastar samgöngur og tengsl innan hvers byggðarlags. • Annar áfangi gæti orðið miðað við 800—900 km. Heildargóðvega- kerfið væri þar með orðið 1.800-1.900 km langt. • í þriðja áfanga yrði síðan lokið við hringveginn, náð fullri teng- ingu við Vestfirði og önnur byggð- arlög tengd góðvegakerfinu. Þessar framkvæmdir verði fjár- magnaðar af Vegasjóði, tekjum af umferðinni umfram það sem nú rennur til ríkissjóðs, sölu happ- drættisskuldabréfa, framlögum úr Byggðasjóði og hugsanlega nokkru erlendu lánsfé. Hér er um að ræða framkvæmd- ir, sem hafa niikla þýðingu fyrir framtíð byggða landsins og er því raunhæf byggðastefna, sem auk þess hefur þann kost að um þær ættu allir landsmenn að geta sameinast." Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast Þriðjudaginn 3. apríl. Kennsla eingöngu á rafmagnsrítvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20 Einstakt tækifæri Mercury Comet GT 1974 Bíll eins og nýr. Aöeins bæjarekinn. Einn eigandi. Blár. Keyröur 39 þús. km. 250 co. vél. Sjálfskiptur. Kraftstýri. GT. 1 kg Okkar verð Leyfilegt verð Svið w 648- 768- Súpukjöt n 782- 1069- Lambalifur ii 980- 1394- Saltkjöt w 950- 1147- Kálfalifur w 650- Kindahakk w 980- Allt dilkakjöt á gamla veröinu. Allt kaffi á gamla veröinu. Opiö til 22 föstudaga og hádegis á lauqardögum HAGKAUP SKEIFUNN115

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.