Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Útlendingar kaupa 3 af stærstu bönk- um Bandaríkjanna Miklar deilur standa nú í Bandaríkjunum vegna ákvörðunar þarlendra yíirvalda um að veita samþykki sitt fyrir því, að þrír af stærstu bönkum landsins verði seldir erlendum aðilum. Þeir hankar sem um ræðir eru: „Standard Chartered Bank“ í Los Angeles, sem er 25. stærsti banki Bandaríkj- anna. „National Bank of North America“ í New York og „Midland Marine Bank“ í New York, sem er 12. stærsti hanki landsins. Að söfín talsmanns bankayfir- valda mun sala Standard Chartered Bank í Los Angeies fara fram á næstu dögum, en bíða þarf eftir lokaleyfi New York fylkis áður en hinir tveir verða sendir. Edward W. Duffy stjórnar- formaður Midland Marine Bank sagði þegar leyfi yfirvalda lá fyrir að hann væri mjög ánægður, því að með því að hleypa fjármagni Hongkong-bankasamsteypunnar inn í starfsemi bankans gæti hann aukið þjónustu sína verulega á næstunni, en það er Hongkong-bankasamsteypan sem mun káupa báða New York-bank- ana. Þeir sem helzt mæla gegn söiunum segja það iiggja í augum uppi að bankar erlendra aðila standi mun betur í hinni hörðu samkeppni sem sé að markaðinum, því að þeir séu ekki jafnbundnir af ýmsum lagaákvæðum sem Viðskiptajöfnuð- ur HoUands óhag- stæður um 1000 milljarða króna Viðskiptajöfnuður Hollands við önnur lönd var óhagstæður um 6,2 milijarða hollenskra gyllina eða um eitt þúsund milljarða íslenzkra króna sem er það langmesta sem hann hefur verið á seinni árum. Ástæður þessa eru fyrst og fremst taldar þær, að innflutningur til landsins jókst mjög óeðlilega mikið á seinni hluta ársins. Heildarinn- flutningur Hollendinga nam á s.l. ári rúmlega 114 milljörðum hollenskra gyllina eða um 18 þúsund milljörðum íslenzkra króna en út- flutningur landsmanna nam alls um 108 milljörðum íslenzkra króna en útflutningur landsmanna nam alls um 108 milljörðum gyllina eða um 17500 milljörðum íslenzkra króna. — Heildaraukningin á innflutningi nam alls um 9% en á útflutningi aðeins 3%. innlendir bankar eru aftur á móti. — I dag ráða erlendir aðilar yfir 47 bönkum í Bandaríkjunum og eru eignir þeirra metnar á um 19 milljarða Bandaríkjadollara eða um 6200 milljarða íslenzkra króna. Eignir þeirrá þriggja banka sem hér um ræðir eru metnar á alls um 23 milljarða dollara eða um 7500 Fjórir starfsmanna CAT deildar Ileklu h.f., f.v. Valgarður Bjarnason sölumaður.-Hermann Ilermannsson milljarða íslenzkra króna. þjónustustjóri, Birgir Sveinsson sölumaður og Gunnar Petersen skrifstofustjóri. „13% allra íslenzkra skipa er með Caterpillar vélar” Caterpillar Company, þunga- vinnu- og vélaframleiðslufyrir- tækið bandaríska, er samkvæmt könnun þar f landi eitt af fimm bezt reknu fyrirtækjum þar. Um- hosðmaður Caterpillar á Islandi er Ilekla h.f. Morgunblaðið heimsótti þungavinnuvéladeild fyrirtækisins að þessu tilefni fyrir skömmu og ræddi við sölumennina Valgarð Bjarnason og Birgi Sveinsson um starfsemina. „Við verzlum með dieselvélar af öllum stærðum, eða frá 29—4000 hestöfl (hp). Þar ber langhæst sölu á Caterpillar (CAT) vélum sem eru af stærðinni 75-1125 hp og þess má geta að voru rétt í þessu að fá hingað tvær CAT-vélar af stærstu gerð, þ.e. 1125 hp. Önnur þeirra fer í rafmagnsframleiðslu hjá Rafveitu Vestannaeyja, en hin sem óseld er, er smíðuð sem skipsvél. Áður höfum við flutt inn alls 14 vélar af þessari stærð. Einnig flytjum við inn vélar frá Thornycroft 29—93 hp og frá Alco 875-4000 hp. Heildarfjöldi CAT véla á landinu er 296, þar af um 170 rafstöðvar og 126 sem aðalvélar í skipum og bátum. Auk þeirra eru svo auðvitað allar þungavinnuvélarnar til notkunar á landi. Heildarafkasta- geta þessara 296 véla er í kringum 87,315 Kw. Um 13% allra íslenzkra skipa, sé miðað við fjölda, eru nú knúin CAT-vélum. Þar að auki Við fáum alla varahlutaþjónustu okkar gegnum höfuðstöðvar fyrir- tækisins í Evrópu, sem staðsettar eru í Genf í Sviss, en lagerinn sjálfur er reyndar rétt utan við Brússel í Belgíu. Vörurnar eru að sjálfsögðu framleiddar í Banda- ríkjunum eins og vélarnar sjálfar." Aðspurður um varahlutaþjónust- una sögðu þeir að fyrirtækið fengi umbeðna varahluti afgreidda innan fárra klukkustunda frá CAT í Belgíu en síðan væru það bara samgöngur sem á stæði. Undir þessi orð tók Ingólfur Kristjánsson yfir- maður varahlutalagersins. Hann sagði að ef pöntun færi eðlilega leið til Bru—ssel, án þess að beitt væri sérstökum þrýstingi, væri varan alla jafna komin í hendur kaupanda 4—5 dögum síðar. Ef umbeðinn varahlutur væri ekki til í höfuð- stöðvunum væri hafin leit hjá öðrum umboðsmönnum í Evrópu og væru þeir jafnan fúsir að láta þá af hendi sín á milli. Jafnvel hefðu komið upp þannig tilfelli að maður hefði farið héðan og sótt varahlut sem mikið lá á að fá. — Ingólfur vildi sérstaklega geta þess að sam- vinna við tollyfirvöld hér væri framúrskarandi góð. Þá kom það að síðustu fram hjá þeim Valgarði og Birgi að stefnt væri að því alla jafna að eiga flestar stærðir véla til á lager. koma svo hjálparvélar, dæluvélar, þverskrúfuvélar og fleira. Mjög ákveðin krafa er frá CAT að viðgerða- og varahlutaþjónusta sé í góðu lagi og hér starfa nú um 25 manns beint í sambandi við CAT-vélar. Til þess að þjónustan geti verið eins og bezt verður á kosið eru sendir menn héðan á námskeið hjá CAT í hinum ýmsu þáttum starfseminnar, bæði til að auka þekkinguna og viðhalda henni. Þessari þekkingu miðla starfsmenn svo viðskiptavinum Heklu, m.a. með námskeiðahaldi í meðferð og viðhaldi CAT-véla. Þessi námskeið eru haldin í eigin skóla- stofu fyrirtækisins og sækja þau vélstjórar víðs vegar af landinu. CAT vél tilbúin til kaupa eftir að farið hefur verið yfir hana ( smáatriðum á verkstæði fyrirtækisins. Markaðshlutdeild iðnaðarvara í meðfylgjandi töflu koma fram upplýsingar um þróun markaðshlutdeildar þriggja iðngreina á árinu 1978. Þær eru byggðar á ársfjórðungs- legri skýrslusöfnun um iðnaðarframleiðslu, sem Hag- stofa íslands hefur tekið að sér samkvæmt ósk Félags íslenzkra iðnrekenda. Markaðshlutdeild innlendra framleiðenda málningarvara er að meðaltali 65.6% árið 1978. Hlutdeildin er nokkuð mis- munandi eftir ársfjórðungum, allt frá 62.3% á 1. ársfj. upp í 70.1% á 3. ársfj. Þessi tjltölu- lega mikli munur á sennilega fremur rætur sínar að rekja til mismunandi árstíðasveiflna í heimaframleiðslu og inn- flutningi en að innlendur málningariðnaðuar hafi bætt markaðsstöðu sína, sem þessum mun nemur. En það verður fróðlegt að fylgjast með fram- vindunni á árinu 1979 og bera saman við þessar upplýsingar. í hreinlætisvöruiðnaði er markaðshlutdeild innlendra framleiðenda mest á síðasta ársfjórðungi (75.1%), en að meðaltali - yfir árið er hlut- deildin 72.2%. Markaðsstaða innlends hreinlætisvöruiðnaðar virðist þannig hafa batnað nokkuð á árinu. Gengssfellingin í september s.l. kann þar nokkuð að hafa komið við sögu. Þann fyrirvara verður þó að hafa á þessum tölum, að árið 1978 er fyrsta athugunarárið og árstíða- sveiflur 'því ekki nægilega vel þekktar. Hlutdeild heimaframleiðslu á kaffi er mjög há og alla árs- fjórðungana vel yfir 90%. Að meðaltali nemur innlend fram- leiðsla á árinu 93,5% af því heildarmagni af kaffi, sem er selt á íslenskum markaði. Frávik frá meðaltali í ein- stökum ársfjórðungum eru lítil. Innlend framleiftsla og innflutningur málningarvara, hreinlætis- vara og kaffis árið 1978 (í kg). Máiningarvörur Jan-Mars 1. ársfj. Aprí1-Júní 2. ársfj. Júlí-Sept. 3. ársfj. Okt.-Des. 4. ársfj. • SAMTALS A. Innlend framleiösla 739.747 1.211.562 1.196.057 772.734 3.920.100 B. Innflutningur 446.418 730.133 509.404 368.960 2.054.915 C = A + B 1.186.165 1.941.695 1.705.461 1.141.694 5.975.015 Markaoshlutdeild innl. framleiÖslu 62.3% 62.4% 70.1% 67.7% 65.6% Hreinlætisvörur A. Innlend framleiösla 458.387 509.292 425.162 449.880 1.842.721 B. Innflutningur 173.691 218.227 167.362 149.261 708.541 C = A + B 632.078 727.519 592.524 599.141 2.551.262 Markaöshlutdeild innl. fraieiöslu 72.5% 70.0% 71.7% 75.1% 72.2% Kaffi A. Innlend frar.leiösla 417.414 378.480 395.452 396.470 1.587.816 B. Innflutningur 29.140 27.171 23.002 30.830 110.143 .1 * A + B 446.554 405.651 418.454 427.300 1.697.959 darkaöshlutdeild innl. framleiðslu 93.5% 93.3% 94.5% , 92.8% • 53.5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.