Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 25 andi: cveð- að kanna, og aðstæður sem iðnrekendum væri boðið upp á ytra virtust ólíkar því skatta- fargani sem hér væri við lýði, en vitað væri þó að ýmsir erfiðleikar væru þar eins og hér. írski stjórnarerindrekinn sem hingað kom, og heimsótti meðal annars Landssamband iðnaðarmanna, heitir Mr. John Dillon. Ber hann titilinn Industrial Projects Officer hjá stofnuninni Shannon Development, sem er í eigu Irska lýðveldisins. I nýút- komnu fréttabréfi Landssam- bands iðnaðarmanna er getið þess helsta sem í boði er, ef menn vilja flytjast til írans, og virðist vera langt í land með að aðbúnaður íslensks iðnaðar sé sambærilegur við samkeppnislöndin. I frétta- bréfinu eru eftirfarandi dæmi tilfærð um þau kjör sem bjóðast í Irlandi: „Bein óafturkræf framlög vegna vélakaupa eru á bilinu 35—60% af kostnaðarverði og fer það bæði eftir svæðum Og því, hversu mikil áhersla er lögð á að fá fyrirtækið til landsins. Fyrirtækjunum er séð fyrir húsnæði eftir þörfum og eru leigugreiðslur miðaðar við 2% af kostnaðarverði ársleigu, (afskrifað á 50 árum). Frá því dregst síðan ákveðin % (sama og frámlög til vélakaupa, þ.e. 35—60%). Fyrstu 5 árin greiðist þó aðeins hálf þessi leiga. Hvenær sem er geta fyrirtækin fengið húsnæðið keypt á kostnaðarverði, ef þau óska þess. Einar Þ. Mathiesen þessari tillögu þegar hún var borin upp í heild með nafnakalli og ástæðan var sú eins og kemur fram í bókum með mínu atkvæði að ég vildi ekki binda úthlutun- ina við ákveðinn stað. Mín tillaga er hugsuð á þann veg að fjármálaráðuneytinu gef- ist kostur á að gera tillöguupp- drætti að húsinu á fleiri en einum stað, en síðan geti ráðu- neytið og bæjarstjórn valið á Framsögumenn fundarins: Talið frávinstri: Guðmundur K. Magnússon Sigmundur Guðbjarnason og Sigurjón Björnsson. Ljósm. Emelía. Opinn f undur í Háskóla íslands Frambjódendur til rektorskjörs kynntu skoðanir FÉLAG háskólakennara gekkst fyrir fundi miðvikudag- inn 28. marz s.l. um málefni Háskólans. Bar fundurinn yfir- skriftina „Háskóli íslands — hvernig er hann. og hvernig ætti hann að vera?“ Fundinn sátu 230—250 manns. Stutt framsöguerindi fluttu prófessorarnir Guðmundur K. Magnússon, Sigmundur Guðbjarnason og Sigurjón Björnsson, en Guðmundur og Sigurjón eru taldir sigur- stranglegastir í væntanlegu rektorskjöri. Framsögumönn- um voru falin viss verkefni til að fjalla um í erindum sínum. „Iláskóli íslands sjálfstæðistákn þjóðarinnar“ Gumundur Magnússon prófessor talaði fyrstur og fjall- aði um „Sjálfstæði Háskólans". Rakti hann stuttlega hvert hlut- verk Háskólans væri skv. lögum og hvernig lögunum er fram- fylgt. Ræddi hann síðan hið tvíþætta hlutverk Háskólans, þ.e. vísindalegar rannsóknir og vísindalega kennslu og taldi Háskólann e.t.v. hafa goldið nafns síns, þ.e. að bera heitið skóli. Háskólinn í Færeyjum héti t.a.m. Fróðskaparsetur og næði það nafn mun betur grund- vallarhugmyndinni. Einnig fjallaði Gumundur um sam- skipti ríkisvaldsins og Háskólans og benti þar sérstak- lega á, að sjálfstæði Háskólans yrði að vera meira á mörgum sviðum og nefndi þar sérstak- lega þátt byggingarfram- kvæmda. Háskólinn væri háður framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins í einu og öllu og væri það alltof svifaseint og kostnaðarsamt. Gumundur fjallaði síðan nokkrum orðum um fjármál Háskólans og lauk máli sínu með þessum orðum: „Háskóli Islands er í reynd sjálfstæðis- tákn þjóðarinnar og höfuð- skylda yfirstjórnar hans er að auka vegsemd hans og virðingu." „Gæði háskóla grundvallast á ágæti starfsliðs“ Næstur tók til máls Sigmundur Guðbjarnarson prófessor og fjallaði hann um „rannsóknastarfsemi Háskólans og tengsl hennar við atvinnu- vegina“. Sagði hann gæði háskóla grundvallast á ágæti starfsliðsins. Forsendur þess að árangur næðist væru að aðstaða væri fyrir hendi, svo sem hús- næði, tækjabúnaður og rekstr- arfé. Fjallaði Sigmundur síðan um hlutverk kennara og hlut- deild rannsóknarstarfseminnar, einnig þróun rannsókna innan stofnunarinnar og vitnaði m.a. í bókina „Sögu Háskóla íslands" eftir Guðna Jónsson. Fjallaði hann nokkuð um nauðsyn góðr- ar samvinnu milli rannsókna- stofnana Háskólans annars veg- ar og ríkisins hins vegar. í lok ræðu sinnar sagði Sigmundur: „Ég vil þátttöku okkar í þróun nýrrar tækni, í þróun nýrrar framleiðslu, ég vil aðstoð okkar við stofnun og rekstur nýrra fyrirtækja. Hér þurfum við nauðsynlega að setja okkur ákveðnar reglur um þátttöku háskólakennara í slíkri starf- semi. Við höfum nú þegar sýnt viðleitni og vaxandi áhuga á eflingu atvinnulífsins og mun- um í auknum mæli taka þátt í atvinnuþróun í landinu." Sigmundur tilkynnti í iok ræðu sinnar, að hann gæfi ekki kost á sér til rektorskjörs. „Rannsóknastarfsemin tengist inn í menningar- og athafnalíf þjóðarinnar“ Síðastur framsögumanna var Sigurjón Björnsson prófessor og fjallaði hann um „Hlutverk Háskólans í þjóðfélaginu". Ræddi hann í upphafi um þátt Háskólans í þjóðlífinu og sagði hann mjög víðtækan. Mætti sem dæmi benda á þann fjölda, er skólinn hefði útskrifað og mjög líklega hafi landinu verið stjórnað síðasta áratuginn af fólki, er menntun sína hafi hlotið innan veggja H.í. Þá fjallaði Sigurjón nokkuð um vinnuaðstöðuna og tengsl kennsiu og rannsókna. Sigurjón fjallaði nokkuð um fjármái Háskólans og taldi að þar þyrfti verulegra úrbóta við. Sigurjón sagði í lokin: „Það er hlutverk okkar að vinna að því að Háskóli Islands verði góð fræðslu- og vísindastofnun. Slík stofnun á tilveru sína undir öflugri rannsóknastarfsemi, sem tengist inn í menningar- og athafnalíf þjóðarinnar, vand- aðri kennslu og vel undirbúinni miðlun þekkingar til almennings. Meginverkefni okkar á næstu árum þarf því að vera að efla þessa þætti.“ Að loknum framsöguerindum voru síðan almennar umræður. Allsherjaratkvæðagreiðsla verður í BSRB 3. og 4. maí Ekki er greiddur skattur af hagnaði vegna útflutnings, þannig að ef fyrirtæki fram- leiðir einungis til útflutnings er það þar með skattfrjálst. Greiddur er allur kostnaður vegna þjálfunr og námskeiða fyrir starfsfólk, þ.m.t. laun á meðan á þjálfun stendur. Fyrirtækjunum stendur til boða rekstrarráðgjöf frá ríkinu (Shannon Development) ókeypis eða á sanngjörnu verði auk ýmiss konar stuðningsaðgerða vegna nýiðnaðar og mark- aðsöflunar. Þar sem Shannon er fríhöfn greiðast engir tollar af aðföngum, sem þangað eru flutt til endurútflutnings. Laun eru fyrir faglært vinnuafl um 80£—60£ (um 32—39.000 ísl. kr.). Launa- tengd gjöld eru um 20%. Almennir vextir eru 12%, og 9% af birgðalánum. Skattar eru stighækkandi úr 25% (fyrstu 42.000£) og í 45%. Veittar sérstakar skatt- ívilnanir þeim fyrirtækjum, sem aukið geta starfsmanna- fjölda og framleiðslu um 3% á ári. Þó þessi írski talsmaður hafi að sjálfsögðu reynt að gera þessa mynd sem bjart- asta, eins og sölumanni sæmir, er þó ekki vafi á því, að hér eru á mörgum mikil- vægustu sviðum aðbúnaðar- mála önnur og betri kjör í boði en hér á landi. Þegar Iranum var greint frá aðbúnaði hér heima spurði hann,. hvort stjórnvöld hér væru fjandsamleg iðnaði. Ekki töldu mörlandar það vera, en sennilega þætti íslenskum stjórnvöldum fremur vænt um sjávarútveg og sérstaklega landbúnað. Aftur á móti væri þeim almennt nokkrn veginn sama hvað yrði um flestar greinar iðnaðar. milli staðanna. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga, en var vísað til bæjarráðs og kemur til af- greiðslu síðar, ef ekki semst um Suðurgötuna. — Það sem við þurfum að hafa fast í huga nú er að fylgjast vel með framgangi þessa máls því eins og ég sagði hér áðan þá er það ekki enn endanlega af- greitt. í umræðum um þetta mál hefur komið vel fram að bæjar- búar vilja gjarnan láta taka meira tiílit til þess umhverfis sem fyrir hendi er þegar ný hús eru sett í eldri hverfi. Sumum finnst að maðurinn sjálfur og húsið eða byggingin hafi haft meiri forgang en umhverfið. Þetta mætti gjarnan vera meira í þá veruna, að jafnvægis sé gætt og sérstaklega að tengsla mannsins, byggingarinnar og umhverfisins sé í sameiningu vel gætt. — Eg held að öll umræða sem varð um þetta einstaka mál hafi orðið til góðs. Það er vonandi að fólk almennt láti þessi mál meira til sín taka, en hingað til og taki virkan þátt í umræðum um skipulagsmálin, sem eru einn mikilvægasti málaflokkur hvers byggðarlags, sagði Einar Þ. Mathiesen að lokum. STJÓRN BSRB hefur ákveðið að allsherjaratkvæðagreiðsla um samkomulag það sem gert var við ríkisstjórnina um auk- inn samningsrétt gegn niður- fellingu 3% grunnkaupshækk- unar fari fram dagana 3. og 4. maí næstkomandi Til undirbúnings atkvæða- greiðslunni mun BSRB og aðildarfélög þess efna til fund- arhalda um land allt. Fyrstu fundirnir munu verða dagana 29. mars — 3. apríl. Á Austfjörðum verða fimm fundir dagana 29. mars til 1. apríl og verða ræðumenn Kristján Thorlacius og Þórir Maronsson. Á Vesturlandi verða tveir fundir 31. marz og 1. apríl og verða ræðumenn Valgeir Gestson og Örlygur Geirsson. Á Vestfjörðum verða tveir fundir 2. og 3. apríl og verða ræðumenn Haraldur Steinþórsson og Einar Ólafsson. Frekari fundahöld verða eftir páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.