Morgunblaðið - 29.03.1979, Side 15

Morgunblaðið - 29.03.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 15 acutrúm. Hinsvegar eru þar viður- kenndar af opinberum aðilum fimm hjúkrunardeildir með sam- tals 166 rúm. Hjúkrunarþyngdaflokkun innan heimilisins á þessar deildir fer eftir þörf einstaklinganna. En rýmið fyrir þessi síðartöldu 86 rúm er allt tekið frá vistarverum dvalarheimilisins sjálfs og var því ætlað til allt annarra nota í byrjun. Bæði var að sérhönnuðu hjúkr- unardeildirnar önnuðu hvergi þörfum dvalarheimilisins sjálfs, en vistfólk Hrafnistu hefur skil- yrðislausan forgang að þeim eins og áður segir og neyðarköllin utan frá hafa farið vaxandi rneð hverju ári, og vaxa daglega með hverju upphrópi reiknimeistaranna um að næg rými séu fyrir hendi bara að þeirra eigin geðþóttaákvarðanir fái ráðið um vistanir. Engir hafa betur séð, en stjórn- endur Hrafnistu sjálfir að þessi neyðar- og bráðabirgðalausn getur ekki staðist, enda mun smá saman verða horfið frá þessari notkun a.m.k. allt niður að þörf dvalar- heimilisins sjálfs, því þessi hluti rekstrar hjálpar ekki fjárhags- lega, heldur hið gagnstæða eins og lesendur hafa máski séð á því sem að framan segir. Auk þess er slík neyðarþjónusta í engu megin miklu frekar refsað fyrir hana. Að telja allt þetta húsnæði sem tekið er til nota af hreinni neyð sem hjúkrunarhúsnæði er sænsk töl- fræði par exellence! Því ekki að telja með öll þau herbergi hvar sjúkir aldraðir dvelja í heimahús- um? Eina deildina (A), sem nú er með 30 rúmum hefði mátt gera að fullkominni hjúkrunardeild með um 25 rúmum og framkvæmdin orðið sú langódýrasta sinnar teg- undar hér á landi sem lá fyrir er boð um það var gert. Hvorki heilbrigðisyfirvöld né borgar- stjórnarfulltrúar í Reykjavík sýndu áhuga, þegar á þetta var bent, enda hinir síðarnefndu þá í djöfulmóð við að brjóta — breyta og byggja í Hafnarbúðum sem frægt er orðið meðal reykvískra skattborgara. Auk þeirra sem dveljast á hjúkrunardeildunum og sjúkra- daggjald er greitt fyrir eru margir slíkir í öðrum vistarverum heimil- isins. Margir þeirra eru komnir inn á ósk heilbrigðisyfirvalda, hafa komið af öðrum dýrari stofn- unum eru enn miðaldra en eru þannig á sig komnir að þeir eiga ekki samastað annarsstaðar en þurfa á sérstakri þjónustu og umönnun að halda. Meðal þeirra er allnokkur hópur sem ætti að vera á sérstofnun fyrir aldraða með geðræn vandamál, en enginn handhafi hins opinbera valds í heilbrigðismálum vill sjá eða vita af þvf fólki til vistunar á sínar stofnanir. Ekkert af þessu fólki er tekið á sjúkratryggingargjaldið nema að ráða Hrafnistulækna og að undan- gengnum yfirúrskurði lækna Tryggingarstofnunar ríkisins. Á þessu má sjá hvert ádeilur fræðinganna beinast á að þessir einstaklingar séu rangt metnir félags- og læknisfræðilega. Ég hóf þessa grein mína á að benda á, hve fjarstæð krafa fræð- inganna væri um eignarréttaryfir- ráð þeirra yfir Grund og Hrafn- istuheimilunum, á grundvelli þeirrar greiðslu sem ríkið greiðir fyrir þá, sem eru á þess vegum og njóta þar vistar og þjónustu. Á fundi Öldrunarfræðifélaginu þann 20. marz s.l. benti ég á að ef þessar óskir þeirra yrðu uppfylltar gæti hugsanlegt framhald á kröf- um annarra miðstýringarmanna orðið eftirfarandi: Þar eð fjöldi lækna (og kannski landlæknir líka) hafa til umráða yfir 200 fermetra íbúðir fyrir sig og fjölskyldu sína, mætti vel taka af hverri íbúð ca. 25 fermetra til ráðstöfunar fyrir tvo aldraða hjúkrunarsjúklinga. Það er jú bæði rennandi vatn, W.C. og læknir á heimilinu og því framkvæmanlegt eða hvað? Framhald Bilakirkju- garðurinn — Athugasemd og leiðrétting Mér hefur verið bent á skekKju í leikdómi mínum um Steldu bara milljarði eftír Fernando Arrabal. Þar stóð að Menntaskólinn við Hamrahli'ð hefði staðið að sýn- ingu á Bílakirkjugarðinum eftor Arrabal. Þetta er rangt. dÞað var Menntaskólinn í Reykjavík sem sýndi Bílakirkjugarðinn á Herra- nótt árið 1972 og var sýningar- staður Austurbæjarbíó. Leik- stjóri var Hilde Helgason, þýð- andi verksins Þorvarður Helga- son. Þessi skekkja mun hafa komist inn í fleiri leikdóma, en hún er runnin úr leikskrá Leikfélags Reykjavíkur sem gefin var út í tilefni af Steldu bara milljarði. Jóhann Hjálmarsson. SELKO - fataskápana SELKO — fataskáparnir uppfylla allar kröfur um góða fataskápa. Þeir eru settir saman úr einingum sem þú getur auðveldlega skeytt saman og tekið sundur aftur og aftur. Þeir eru ódýrir. Sterklegar lamir og læsingar gera þá traustari. Allt frá því að við hófum framleiðslu á SELKO-fataskápunum, höfum við ekki haft undan. Nú höfum við aukið afköstin með bættum vélakosti og því er okkur óhætt að auglýsa þá. Með öðrum orðum, ef þú telur að SELKO gæti verið þér lausn, komdu þá og líttu nánar á SELKO-fata- skápana. Þeir eru góð hugmynd og heimilisprýði hvernig sem á þá er litið. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17353 SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 Einnig ferðafatnaður í miklu úrvali GEfS Vinsælar fermingargjafir Svefnpokar mjög vandaðir, margar gerðir Ferðagrill grillkol og grilláhöld Gassuðuáhöld alls konar Picnic töskur Margar stærðir Snyrtitöskur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.