Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 kafr/NU (I) 4'^tí GRANI GÖSLARI Hann er dálítið undarlegur þessi sem keypti íbúðina á fjórðu hæð. Einn daginn heils- ar hann manni innilega, en nú lætur hann eins og hann þekki mann ekki. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég heyri Mínútuvalsinn leikinn á hálftíma! Ef þú nennir ekki að leika kókoshnetu-leik —, hvað eigum við þá að gera? „Fimmtudagurinn almennur frídagur?” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í úrspilsæfingu vikunnar virðast fjórir spaðar vera besta lokasögn- in. En sagnir hafa ekki tekist sem best í þetta sinn. Norður—suður á hættu og hafa alltaf sagt pass en austur gaf. Vestur S. 105 H. 3 T. ÁD10852 L. KG103 Austur S. ÁG9864 H. ÁG T. KG9 L. 62 Lokasögnin er fimm tíglar í vestur og norður spilar út hjarta- kóng. Hvaða möguleika telur þú bestan til að skrapa saman ellefu slögum? Ef litið er á spaðalitinn einan og sér út af fyrir sig er auðséð, að getur gefið fullt af slögum. En gallinn er, að sé farið út í að svína fyrir hjónin og suður kemst að spilar hann laufi og við lendum í lítt öfundsverðri aðstöðu. Einnig er hugsanlegt að spila ekki spöðunum og treysta á rétta lauf- íferð og gefa þannig aðeins einn slag á á hvorn svörtu litanna. Báðar þessar aðferðir eru haldur aumir kostir. Utspilið tökum við eðlilega en spilum þá hjartagosa og látum spaða af hendinni. Norður S. 32 H. KD106 T. 76 L. ÁD987 COSPER © PIB rr A t - COSPER. Nú er ég búin að klippa litlu systur og hún er líka orðinn strákur! Heill og sæll Velvakandi góður. Mig langar að biðja þig að birta þetta greinarkorn óstytt. — Hún setti segulbandið sitt í gang á fimmtudagskvöldið var vegna þess, að það komu óboðnir gestir. Svo slökkti hún á sjónvarp- inu á föstudagskvöldið og hlustaði á útvarpsleikritið. Hvernig væri nú að fá svona auglýsingu, segjum einu sinni í viku? Mikið væri það skemmtileg • tilbreyting frá hinni margtuggnu og leiðu þulu í sjónvarpinu, er hljóðar eitthvað á þessa leið: — Hún kveikti ekki á sjónvarp- inu sínu um kvöldið — hún ýtti bara á takka og fór að gera annað (En sú drift). Svo kveikti hún á myndsegulbandinu á fimmtudag- inn. Hvers vegna á fimmtudaginn spyr ég? Er fimmtudagurinn almennur frídagur? Sei, sei, nei, langt í frá. Áðurnefnd sjónvarps- auglýsing mun eiga við fimmtu- dagskvöldin. Og enn spyr ég. Er þá einskis að njóta á fimmtudags- kvöldunum annars en endurflutts sjónvarpsefnis af myndsegulbönd- um?? Ójú, svo sannariega, því að einmitt þá er oft flutt eitthvert besta efni fjölmiðlanna, nefnilega útvarpsleikritin. Hafi útvarpið heiður, þökk og sóma fyrir mjög gott leikritaval og ágætan flutning síðastliðinn vetur eins og reyndar oft áður. Þessu til sönnunar ætla ég að nefna leikrit eins og „Lindi- tréð“ eftir John B. Priestley (í fyrra var endurflutt afbragðsleik- ritið „Þau komu til ókunnrar borgar" eftir sama höfund). „Skip- in“, „Þrjár álnir lands" (gert eftir sögu Leos Tolstojs), „Indælis fólk“ eftir William Saroyan (áður hafa einnig verið flutt mjög góð leikrit eftir sama höfund), „Helgur mað- ur og ræningi" eftir Heinrich Böll, „Mávurinn" eftir Anton Tsékov, það gamla góða leikrit „Apa- kötturinn" og nú síðast ágætt sakamálaleikrit, sem hét „Óvænt úrslit“, ef ég man rétt. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt þeirra ágætu leikrita, sem útvarpið hefur flutt á þessum vetri. Gaman væri að fá endurflutt hið frábæra leikrit Max Frisch „Nun singen sie wieder" eða „Og enn byrja þau að syngja" eins og mig minnir, að það hafi verið nefnt í íslenskri þýðingu á sínum tíma. Áður hefur útvarpið flutt hið ógleymanlega leikrit „Andorra", eftir sama höfund og fíeiri leikrit hans. Gaman væri að fá „Eðlis- fræðingana" eftir Dúrrenmatt í endurflutningi svo og leikrit Arthurs Millers eins og „Allir Vestur S. 105 H. 3 T. ÁD10852 L. KG103 Austur S. ÁG9864 H. ÁG T. KG9 L. 62 Suður S. KD7 H. 987542 T. 43 L. 54 Norður fær slaginn og spilar örugglega trompi. Og fyrir hendi eru nægilega margar innkomur í borðið á tromp til að hægt er að fríspila spaðalitinn en hann þarf þó helst að skiptast 3—2. Spaðaás, spaði trompaður, tromp á gosann og annar spaði trompaður. Nú bíða tilbúnir spaðaslagir í borðinu, trompkóngurinn er innkoman og spilið er unnið. Það var eins gott, að sagnirnar mistókust því fjórir spaðar tapast alltaf, eins og spilið liggur. ■ |l Eftir Ellen og Bent Hendel armnar Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku^ 9 að vekja mcð þeim öryggis- kennd á ný. — Getið þið sagt mér, hvernig nokkur mannvera get- ur verið svona sjúkleg? segir Dorrit sem er gift yflrlætislitl- um hókara og á þrjú börn þótt hún sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul. — betta er ekki eins og maður — heldur eins og dýr, segir Janne og kinkar ákaft kolli. — Það ætti að skera undan honum. En þið gctið bókað að náist hann verður hann úrskurðaður í gcðrann- sókn og þar verður komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi átt erfiða bernsku og hann sé ekki sakhæfur og eigi að gefa honum möguleika með því að láta hann vera á góðu hæli á kostnað rfkisins og okkar skatthorgaranna. Er þetta ekki alltaf svona sem það endar. Hinar kinka kolli og þær rétta smákökufatið á milli sín. — Og svo einn góðan veður- dag sleppur hann út og endur- tekur þetta, bætir Janne við dramatískri röddu. — Kannski verður það cin af okkur í næsta sinnið... Þær grípa andann á lofti, orð hennar vekja hjá þeim óhug og þegar dyrabjöllunni er hringt í sömu andrá hrökkva þær allar óþyrmilega við. Janne er ekki beinlínis hrædd, cn þó er hún dálítið skelkuð. Hún rís á fætur og gcngur fram. Skilur dyrnar eftir opnar. Bara til öryggis. Hái horaði lögregluforinginn stendur fyrir utan. — Má ég tala við yður augnablik? Hann stoppar snögglega þeg- ar hann kemur inn í stofuna og sér konurnar þar samankomn- ar. — Afsakið, segir hann — ég vissi ekki... — Það er allt í stakasta lagi, segir Janne og hýður honum sæti. — Við sátum hérna og vorum að ræða um þennan voðalega atburð. Hvað gerið þið við morðingjann þegar þið finnið hann? Logregluforinginn lyfti brúnum. — Leiðum hann náttúrlega fyrir rétt býst ég við. — Og látið hann íá skilorðs- bundinn dóm, segir Lis, Ijós- hærð ung stúlka háófrfsk. Rödd hennar er hranaleg. — Það er ekki í verkahring lögreglunnar að kveða upp úr með j)að. Við látum dómstólana um það, leiðréttir Mortensen hana kuldalega. — Má ekki bjóða yður kaffi með okkur? spyr Janne og rýmir á borðinu. í barnaher- bergi hið næsta stofunni heyr- ast barnaraddir sem hækka sig hressilega og ein kvennanna hraðar sér þangað til að reyna að miðla málum. Lögregluforinginn hefur enn á ný tekið fram skrudduna sfna. — Búið þið allar hér í hverf- jnu? Þær kinka kolli og Morten- sen heldur áfram: — Þá getum við slegið sex flugur í einu höggi. Ég þarf að tala við alla þá íbúa sem voru heima hjá sér í morgun. Eigum við að byrja á yður frú Christensen? Ilann lítur á Janne sem er að hella í hollann hans. — Hafið þér farið út úr húsinu í dag? — Nei, það hef ég ekki gert, nema að ég fór út á Beykiveg eftir að logreglan var komin. — Hafið þér verið innan- dyra að öðru leyti. - Já. — Hafið þér séð eða heyrt eitthvað óvenjulegt? — Janne hristir höfuðið. Lögregluforinginn sem er skarpur mannþekkjari verður var við það að sú ófrfska gýtur augunum til stöllu sinnar í hópnum og sú svarar augna- ráði hennar með smágrettu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.