Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 I>ú ert mín Safn norrænna ástarljóða DEN norske bokklubben hefur gefið út safn norrænna ástarljóða, valin af Áse-Marie Nesse, myndskreytt af Jan Harr. Du mitt menneske heitir bókin. Þrjú íslensk skáld hafa verið tekin upp í safnið: Hannes Pétursson, Jóhann Hjálmarsson og Stein- unn Sigurðardóttir. Það val er að mínum dómi hugnanlegt og réttlátt. Hannes og Jóhann eru hér hvor á sínuin vængn- um í ljóðlistinni og hvor um sig dæmigerður fyrir sína stefnu. Steinunn er í hópi þeirra ungu skáldkvenna, íslenskra, sem best yrkja um þessar mundir. Og tvímæla- laust er hún þeirra geðfelldust (ég er að sjálfsögðu að tala um ljóðin hennar). En hvernig hefur svo tekist að velja úr ljóðum þessara skálda? Oþarft er að rökræða þá hlið málsins. Áse-Marie hefur ekki býtt ljóðin heldur valið úr því sem tiltækt var í norskum þýðingum. Blasir þá við hversu íslensk skáld standa hallari fæti en norsk og dönsk og sænsk á vettvangi sem þessum. Málfarsleg einangrun okkar er tilfinnan- leg — en hvergi sem í Skandínavíu þar sem svo á að heita að við hittum fyrir bræður og allir skulu stands jafnt að vígi. Miðað við hið fáa og smáa, sem snúið hefur verið úr íslensku til hinna Norðurlandamálanna er framlag Ivars Orglands stór- kostlegt. Öll ljóðin í þessari bók eru tekin upp úr söfnum hans — eftir Hannes Vísur um rjóðan munn (Strofer om ein raudlet munn) og eftir Steinunni When I’m sixty four, hvort tveggja tekið upp úr Islandske dikt. Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Þrjú skáld, hvert með sitt ljóðið, það er ekki mikið af áttatíu ljóðum næstum jafn- margra skálda, að vísu! Og þó. Betra en ekki! Áse-Marie hef- ur viðhaft þá margnefndu aðferð að miða við fólksfjölda. Tilfinnanlegast vantar hér eldri skáld til að vega upp á móti eldri ljóðlist frá hinum Norðurlöndunum. Þarna eru nítjándu aldar skáld ein og Henrik Wergeland, Jens Peter Jacobsen og Viggo Stucken- berg. Og mikið er þarna um Hannes eldri skáld frá þessari öld — Herman Wildenwey, Tarjei Vesaas, Edith Södergran, Artur Lundkvist, Pár Lagerkvist — svo dæmi séu tekin af nöfnum sem hér eru kunn. Auðvitað er hér um sérsafn að ræða og ver þyí ekki að skoða þetta sem almenna sýnisbók norrænnar ljóðlistar, síður en svo. Eigi að síður virðist veljandi hafa haft nokkra hliðsjón af þvílíkum sjónarmiðum. Til dæmis eru það að segja varðandi íslensku skáldin að ekkert þeirra getur kallast ástaskáld öðru fremur þó öll séu þau á toppnum meðal sinnar kynslóðar. Raunar veit ég ekki hvort hægt er að segja að við íslend- ingar höfum nokkru sinni átt skáld sem sér í lagi verði kennt til ástakveðskapar. Helst koma mér í hug tvö nöfn: Stefán frá Hvítadal og Tómas Guðmundsson. Ástar- ljóð eru ort á öllum tímum, en sérstæðan tíðaranda þarf til að slíkur kveðskapur blómstri. Jóhann Til þess þarf »lýríska daga« svo stuðst sé við kaflaheiti úr Islenskum aðli. Undanfarnir áratugir hafa ekki boðið upp á þvílíka stemming. Sum ung- skáld á Norðurlöndum hafa beint sjónum sínum að hinum Steinunn líffræðilegu hliðum ástalífs- ins, amorsörin hefur verið holdi klædd í bókstaflegasta skilningi orðsins. Mér virðist Áse-Marie hafa sneitt hjá þess konar ljóðlist. Hún held- ur sér við huglægu hliðina og er þannig klassísk í vali sínu. Enda eru þarna fremur fá ung skáld — fædd eftir seinna stríð. Mest ber á miðaldra- skáldum. í samræmi við ljóðavalið er myndskreyting Jan Harr. Myndirnar eru sambland af gömlu og nýju; minna um sumt á skreytingar frá frum- skeiði prentmyndagerðar. Mánaskin, blóm, vín og nak- inn líkami er aðalmyndefnið. Vafalaust væri unnt að safna í rit sem þetta á þann veg að útkoman yrði önnur og gerólík. En hér er ekki leitast við að minna á sviptingar þær sem orðið hafa í norrænum bókmenntum upp á síðkastið heldur hefur gæðamatið verið sett á oddinn og sýnist mér það vera gleðilegt tímanna tákn, hvaðeina sækir nú aftur í átt til jafnvægis. Erlendur Jónsson Sálir og sérfræðingar Tordis Örjasæter: Dagur Þýðandi Bryndís Víglundsdóttir Bjallan h.í. Reykjavík 1978. Höfundurinn að bók þessari, Tordís Örjasæter, er lærð í uppeldis- og sálarfræði. Hún er lektor við kennaraháskóla í Noregi. Bókina skrifar hún um Dag son sinn, sem er þroskaheftur. Frásögn hennar byrjar á atburðum meðan Dagur er enn í móðurkviði og henni lýkur þegar Dagur er rúmlega tvítugur. „Er rétt að ég skrifi eins og ég ætla mér? Ég hef ekki spurt son minn, hann myndi ekki skilja spurninguna. En mér finnst, að ég megi ekki láta þetta ógert." Með þessum orðum byrjar Tordís Örjasæter frásögn sína, sem að mínu mati er rituð af einstæðum næmleik og hrein- skilni. Og hefur það stærst til síns ágætis að vera skrifuð af greindri, vél menntaðri móður sem ber kærleikann í brjósti sér og fórn- fýsina í fari sínu og athöfnum. Móður sem lætur hvorki kenni- setningar né kerfisbundnar teoríur lærða manna í „faginu" koma sér á kné. Hlýðir rödd hjarta síns og vinnur samkvæmt henni, þótt „fræðin" og „fræðingarnir" geri henni oft býsna erfitt fyrir. Thordís Örjasæter greinir frá því, er hún um meðgöngutímann var lögð inn á sjúkrahús vegna gruns um berkla og fær hún þar meðhöndlun sem berklasjúklingur. Röntgenmyndir voru teknar: — „Sprautur og pillur. Stórir skammtar í meira en fimm mánuði" Að vísu hreyfði einn læknanna mótmælum gegn röngtenmyndum — en þeir vildu ve"ra vissir. Barnið fæddist á réttum tíma. En það bar öfugt að, nafla- strengurinn var tvívafinn um háls þess og það var tekið með töngum. Fæðingin var erfið og fóstrið fékk ekki nægilegt súrefni. „En það lítur út fyrir að allt hafi gengið vel,“ sagði læknirinn, sem sat lengi hjá móðurinni eftir fæðinguna og skýrði út fyrir henni hvað gerðist meðan hún svaf. En hvenær skildist okkur að Dagur væri veikur? Hann var óvenjufallegt barn, strax sem ungabarn. Augun voru stór og blá, hann var rólegri en flest önnur börn og hörundið hraustlegt með eðlilegum blæ.“ Fyrstu árin liðu og dulin kvíði bjó um sig í brjóstum foreldranna ungu. Dagur var á barnaheimili háskólans. Móðirin hafði lokið prófi frá háskólanum, svo að Dagur gat ekki verið lengur á barnaheimilinu. Einhvern síðustu daga hans þar hjálpaði móðir hans til vegna forfalla starfsfólks: „Þennan dag sá ég drenginn minn eins og aðrir sáu hann. Ég sá líka hin börnin sem töluðu, voru virk, þrifu leik- föng hvert af öðru og vörðu sig“ Foreldrarnir fóru til sálfræðings og leituðu ráða. „ — Hann bað mig að segja mér meira af Degi og svo sagði hann: „Einstaka sinnum líður börnum svo vel á þroskastiginu, þar sem þau eru stödd, að þau vilja ekki fara á næsta þrep. Þannig gæti verið ástatt fyrir syni þínum. Svo gæti auðvitað eitthvað verið að honum“ Og nú byrjaði óslitin, átakanleg þrautaganga ungra foreldra með barnið sitt milli lærðra manna kerfisins — sálfræðinga og félags- ráðgjafa. „Prófanir á vöðvum og sálfræðilegar athuganir leiddu í ljós, að Dagur dró sig inn í þessa skel með fullri vitund og vilja. Með innilokun sinni gat hann haft á okkur harðstjóravald." Hjá hinum ungu foreldrum sjálfum skýrðust línurnar nokkuð, þar sem þau áttu þegar yngri dóttur sem þroskaðist eðlilega. Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR „Ekki var minnst á hugsanlegan skaða af völdum sitjandafæðingar eða súrefnisskorts. Og aldrei var imprað á að fóstrið kynni að hafa skemmst af völdum röntgenmynda og lyfja.“ í þrjú ár var Dagur í meðhöndl- un. Foreldrarnir fengu aðeina að tala við félagsráðgjafann. Oft gerði Dagur ekki annað en gráta, var hræddur, kvíðinn og örvilnaður þegar foreldrarnir komu með hann heim úr tímunum. Stundum hljóp hann um heima, æpti og reif föt sín. Þegar móðirin talaði um þetta við félagsráðgjafann, sagði hann að þetta væri það besta sem komið gæti fyrir, nú losnaði hann úr innilokuninni. „En ekki örlaði á málskilningi og tali.“ Við þessar raunir foreldr- anna bættust ásakanir félags- ráðgjafa um sök móðurinnar á ástandi barnsins. „Ekki var þetta sagt með berum orðum. En það lá í loftinu. Mér fór að skiljast þetta, þegar ég var búin að tala tímunum saman við félagsráðgjafann. Hvernig var bernska mín? Hvernig var samlíf okkar hjóna? Þorði ég að viðurkenna að ég hataði barnið mitt?“ Tordis Örjasæter ritar frásögn sína af mikilli hreinskilni. „Það er hættulegt, þegar sér- fræðingararnir eru svona vissir í sinni sök. Það er hættulegt að ætla að þvinga allt og alla að kenningunum. Hvers vegna skrifa ég þetta? Ekki til að ráðast að stofnunum og sérfræðingum, sem vissulega leggja oft mikið að sér, en ég skrifa þetta til að vara við því áliti, að við höfum höndlað Stóra sannleikann: Ég skrifa til að vara okkur við að hengja okkur í kenningar, hvort sem þær eru um sálgreiningu eða umhverfis- meðferð. Önnur aðferðin getur brotið niður allt sjálfstraust mæðranna og kjarkinn til að lifa. Hin getur hugsanlega molað niður viljastyrk barnsins og slökkt lífs- gleðina “ “.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.