Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 35 Landssamband vörubifreiðastjóra: Meta ýmsar aðgerðir stjórn- valda ekki síður en kauphækkanir STUÐNINGUR launastéttanna við núverandi ríkisstjórn hlýtur að byggjast á því að haft verði samráð við þær. og að stjórnin verði minnug þess kjörorðs síns, að hún sé til fyrir launastéttirn- ar. segir meðal annars í ályktun sem stjórn Landssambands vöru- bifreiðarstjóra hefur nýlega sent frá sér um frumvarp forsætisráð- herra um efnahagsmál. í ályktuninni segir einnig, að ekki verði um það deilt. að brýn- ast verkefni stjórnvalda sé að halda uppi fullri atvinnu í land- inu, og að verkalýðshreyfingin hafi sýnt að hún sé þess albúin að takast á við vandamál líðandi stundar í efnahagsmálum f sam- vinnu við stjórnvöld, ef þær ráð- stafanir sem hugsaðar eru miðast ekki yið skertan kaupmátt. sam- drátt og í kjölfar þess atvinnuleysi. Síðar í ályktuninni segir svo: „Varðandi kjaramál hefur verk- lýðshreyfingin marglýst því yfir, að hún metur, ekki síður en kaup- hækkanir í krónum, ráðstafanir sem gerðar eru til styrktar kaup- mættinum, auk félagslegra um- bóta sem launafólk metur mikils. Það hefur með öðrum orðum verið megintónn í allri kröfugerð verk- lýðssamtakanna á síðustu árum, að kaupmátturinn væri ekki skert- Sérkennarar hafa ekki hærri laun ur, hvernig það væri tryggt væri ekki aðalatriðið. Eins og áður hefur fram komið fer það ekki á milli mála að samtök launafólks þurfa á því að halda, eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu, og ekki síst þegar útlitið framundan er skoðað, að við völd sé ríkisstjórn sem launastétt- irnar í landinu geta treyst, og er því það samráð sem lofað var að komið yrði á milli stjórnvalda og láunþegasamtakana mjög þýðing- armikið og algjör forsenda þess, að til frambúðar geti tekist heilbrigt og heiðarlegt samstarf. Stjórn Landssambands vörubif- reiðastjóra skorar því eindregið á alþingi og ríkisstjórn að leysa úr þeim ágreiningi í verðbóta- og kjaramálum, sem nú ríkir, með því móti að veita sérstakar launabæt- ur til láglaunafólks, er verði í senn raunhæfar og varanlegar." Finlux LITSJÓNVARPSTÆKI 20“ -- kr. 415.000,- i 22“ -- kr. 476.000.- 26“ .. kr. 525.000.- fJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SÍMI 27099 Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá launa- og kjaranefnd Sérkennarafélags íslands: Launa- og kjaranefnd Sérkenn- arafélags Islands vill leiðrétta þann misskilning, sem fram kom í sjónvarpsþættinum Gagn og gam- an sunnudagskvöldið 25. mars s.l. Þar var staðhæft að starfandi sérkennarar við sérstofnanir fengju hærri laun en aðrir kennar- ar. Þetta eru því miður ekki réttar upplýsingar, því ' sérkennarar þiggja sömu laun og almennir kennarar óháð því hver vinnu- staðurinn er. Sérmenntun kennara getur tekið eitt til tvö ár og sú menntun er metin í stigum, en stigafjöldinn er það óverulegur að kennarar hækka ekki í launum við þetta viðbótar- nám. Kjör kennara sem afla sér sérmenntunar eru þessi: — læra erlendis — kosta námið sjálf — afla reynslu sem ekki verður metin til starfsaldurs hér heima — koma heim að námi loknu og taka við sömu launum og almennir kennarar þó hægt sé að fá helmingi betri laun erlendis — lifa á hugsjóninni Til þess að geta sinnt börnum með sérþarfir þurfa kennarar að afla sér sérmenntunar. Nokkrum sinnum hefur verið gefinn kostur á eins árs menntun hér á landi, en yfirleitt þurfa kennarar að leita til útlanda eftir menntun sinni og ávallt þegar þeir hyggja á lengri framhaldsmenntun en eitt ár. Og námsárin eru ekki metin sem starfsár. Tekjutap kennara í tveggja ára framhaldsnámi nemur nú á sjöttu milljón króna. Til að kosta nám sitt þurfa kennarar að taka vísitölubundið námslán, sem nema nokkrum milljónum króna. Það væri því raunhæft að telja að kennarar ættu að fá einhverja frjárhagslega umbun til þess að greiða námslán sín aftur. Staðreyndin er þessi: Öll önnur menntun í landinu er metin til hærri launa á meðan sérkennarar þiggja sömu laun og áður. Sérkennarar sem læra erlendis hafa einnig oft aflað sér kennslu- reynslu þar, að náminu loknu. Þessi menntun eða reynsla er ekki metin til starfsaldurs hér á landi og lenda því þeir kennarar í lægri launaflokki en þeir sem heima sátu og stunduðu sína kennslu. Hverjar eru og verða afleiðingar þessara kjara. Sérkennurum fækk- ar stöðugt. Nú er svo komið að minni hluti kennara á sérstofnun- um hefúr sérmenntun og mikil vöntun er á sérmenntuðum kenn- urum í almennum skólum. Þessi skortur kemur harðast niður á börnunum, sem þurfa á sérkennslu að halda og þau fá ekki mörg hver æskilega þjónustu. Það er tvennt ólíkt að skrifa falleg orð í laga- grein og að reyna að gera eitthvað til þess að hægt sé að framfylgja þessum lögum. Við teljum að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því sem vísu að það fyrirfinnist fólk með svo heitar hugsjónir að það sé viljugt að leggja á sig og kosta sjálft tveggja ára framhaldsnám. Fyrirsjáanlegt er að veruleg fækkun verður í sérkennarastétt- inni verði ekki gerð einhver bragarbót hér á. Sérkennarar sem nú eru í námi munu líklega flestir leita fyrir sér erlendis eftir vinnu, því þar fá þeir góð laun og mögu- leika á að endurheimta eitthvað af útlögðum kostnaði. Við höfum áður vakið máls á þessu á opinberum vettvangi og meðal annars ritað menntamála- ráðherra bréf í nóvember 1978, en ekki séð nein viðbrögð né við- leitnisvott. Það er því orðin æði áleitin spurning, hversu lengi sér- kennarar halda þolinmæðinni. F.h. launa- og kjaranefndar Sérkennarafélags íslands Rúnar Björgvinsson. M YNDAMOT H F. PRENTMYNOAGERÐ AÐAISTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355 Vandervell vélalegur ■ a i Ford 4-6-8 strokka benzin og diesel vélar Austln Mini Bedford B.M.W. Bulck Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Datsun benzin og díesel Oodge — Plymouth Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzin og diesel Mazda Mercedes Benz benzin og diesel Opel Peugout Pontiac Rambler Range Rover Renault Saab Scania Vabis Scout Simca Sunbeam Tékkneskar bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel I ép ódýrt fyrir vorið og komið á Súpermarkaóinn, í Sýningahöllinni, Bíldshöfða 20. Þ JÓNSSON&CO I Lll Skeilan 1 7 s 84515 — 84516 Lítil og lipur er Kodak A-1 vasamyndavélin Það fer ekki mikið fyrir henni, en þú getur tekið skemmtilegar myndir á hana til ánægju fyrir sjálfan þig og fjölskylduna. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Lítið inn — við erum á 3 stöðum í borginni, HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI — GLÆSIBÆ — AUSTURVERI VA WMrSS&rSM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.