Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Halldór Jónsson: Um vexti Því skýtur æ ofan í æ upp í samræðum manna á milli, að þessi og hin stofnunin hafi brugðist með „fyrirgreiðslu" eins og það er kallað, til þess að hlutirnir geti gengið. Það er Húsnæðismála- stofnun sem bregst með lánaút- hlutun, það eru bankarnir sem ekki veita nauðsynlega fyrir- greiðslu, það eru sjóðirnir sem ekki standa sig, það eru opinberar stofnanir sem geta ekki skáffað nauðsynlega þjónustu vegna fjár- skorts o.s.frv. Og þá er gjarnan skapinu skeytt á vesalingunum niðri við Austurvöll, sem,ekki séu nógu duglegir að redda og möndla. Vilmundur okkar allra skrifaði grein í Dagblaðið þann 6. marz. Hann lýsir þar þeirri skoðun sinni, að tilteknir þingmenn út ýmsum flokkum eigi í rauninni heima í sama flokknum, ríkiskapítalista- flokki, sem verði að hafa aðstöðu til möndls og fyrirgreiðslu til þess að geta haldið völdum sínum og áhrifum. An þess að vilja gera þessi orð Vilmundar að mínum, né skrifa upp á einkunnagjöf hans til einstakra manna, þá finnst mér að hann sé þarna að sneiða utan af sannleikskjarna málsins. Höfuð- mein íslenzkra efnahagsmála ligg- ur í möndlinu við markaðslögmál- in. Möndlið verður mögulegt vegna vaxtamismununar. Raunvextir Mest allt vesen í íslenzku efna- hagskerfi stafar af því, að ríkið, þ.e. kerfiskallar og verðbólgukall- ar skv. skilgreiningu Vilmundar, hafa lögþvingað fram vitlaust peningaverð. Ekki bara vitlaust verð, heldur margskonar verð, verðugraverð og óverðugraverð. Lán verða lán en ekki skuldir. Bændur geta ekki borgað sömu vexti og verzlun og iðnaður vegna „séraðstæðna". Afleiðingin er nú- verandi staða í landbúnaði. Útveg- urinn getur ekki borgað sömu vexti heldur vegna „séraðstæðna". Afleiðingin blasir við, allt í hönk. Og svo framvegis. Verðbólgukall- arnir lifa svo á því að þrátta um þetta, möndla og redda fyrir sig og sína. Afleiðingin er svo sú þjóð- lygi, sem við lifum og hrærumst í, að enginn hlutur megi hafa sitt rétta verð og firra verði almenning þeirri vá að borga kostnaðinn á þeim stöðum sem hann verður til á, í stað þess að borga henn í Gjaldheimtunni, þaðan sem síðan möndlið er fóðrað og t.d. kratar hafa verið taldir lifa vel á og auðvitað fleiri. Okkur er talin trú um, að við þurfum sífellt á hand- leiðslu möndlkalla, reddara og kommissara að halda til þess að flytja úr hægri vasa okkar yfir í þann vinstri. Það er ekki við þessa kalla að sakast. Þeir lifa jú á þessu. En við sem kjósum þá? Hvers vegna skyldi fólk trúa þeirri þvælu að atvinnuvegirnir geti ekki borgað raunvexti eins og aðrir lántakendur? Vextir eru rekstrar- útgjöld en engan veginn aðalút- gjöld. Auðvitað þarf verðbólgukall til þess að möndla við vextina meðan annar verðbólgukall möndlar við gengið og tekjuhlið- arnar í formi verðlagsstjórnar. Eins og það kerfi er nú búið að verða að athlægi vegna árangurs- leysis, þó verðbólgukallar telji það auðvitað nauðsynlegt þrátt fyrir það. Ef markaðskerfið fengi hins vegar sjálft að finna sitt jafnvægi, þá yrði margt öðruvísi og stöðugra þegar til lengdar léti. Gengið yrði í jafnvægi, framboð og eftirspurn eftir peningum í jafnvægi, atvinna í jafnvægi með óskertu samningsfrelsi á vinnu- markaði og kaupgjald yrði í meira jafnvægi, allt ef hætt er að að ljúga til um verðmæti peninga. Aðeins verðbólgukallar yrðu ekki í jafnvægi ef sannleikurinn fengi að ráða. Því sannleikurinn er frelsi en ekki kennisetningar allsherjar- spekinga. Séu vextir jafnir fyrir alla og séð til þes, að þeir fylgi verðbólgu- stigi hvers tíma sem nánast (það gera þeir raunar sjálfkrafa í frjálsu efnahagskerfi), þá hjaðnar verðbólga á skömmum tíma. Menn verða bara að varast að rjúka upp til handa og fóta þegar einhver kerfiskallinn æpir úlfur, úlfur, þegar einhver hnökri kemur upp. Frjálst efnahagskerfi krefst árekstra, það er einmitt eðli þess og frumforsenda til þess að menn aðlagi sig breyttum aðstæðum. Félag matvörukaupmanna, sem heldur fundi um að hækka álagn- inguna allir sem einn og banna mönnum að hafa opið þegar þeir vilja, eru eins og nátttröll á tækniöld ef talað er um viðskipta- frelsi. Raunvextir verða bremsa á þær sjónhverfingar sem hægt er að gera á stjórnmálasviðinu. Pólitíkin Nú erum við búin að horfa á sjónarspilið á yfirstandandi Al- þingi um hálft ár. Baráttu Vil- mundar og annarra krossriddara við verðbólguna og tilraunir ríkis- tjórnar Ólafs til þess að leysa vandann eins og það er kallað. Auðvitað næst enginn árangur frekar en fyrri daginn. Spilið gengur ekki upp. „Það er nefnilega vitlaust gefið" eins og Steinn orðaði það. En þjóðin vildi gefa þesum mönnum tækifærið og það var áreiðanlega nauðsynlegt til þess að afhjúpa verðbólgukallana. A-A flokkarnir unnu sigur í kosningunum með því að lofa launþegunum að samningarnir skyldu settir í gildi o.s.frv. Svo sviku þeir það auðvitað mest allt á eftir, enda veit ég ekki hver bjóst við öðru. Fyndnast er svo að horfa á Guðmund J., Benedikt, Snorra og co. bisa við að skýra fyrir sínum mönnum að fleira sé nú matur en feitt ket, og hefur hugtakið „pen- ingalaun" verið tekið upp til þess að greina á milli hægri og vinstri stjórna. Ekki er vitað hvort laun- þegar almennt hafa gleypt við þessu. En staðreyndin blasir við á stjórnmálasviðinu: Það er hægt að kaupa launþega með loforðum um kjarabætur, hvað sem Jakinn og alþýðubandalagskompaníið segja. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú líklega á þeim punkti sem hann hefur aldrei áður náð, en það er að eiga möguleika á að ná meirihluta á Alþingi í næstu kosningum. Það vantar herslumuninn. Hvernig væri nú að lofa launþeg- um kjarabótum í peningum en ekki holtaþokuvæli? Það er hægt að fínansera hana með ýmsum hætti. í staðinn fær flokkurinn tækifæri til þess að sýna hvað hann meinar virkilega með því að hagsæld aukist með frelsi ein- staklinganna til viðskipta og at- hafna. Þarna yrði glæpurinn tek- inn af kommunum svo að starfs- friður ætti að fást til þess að hrinda á stað virkjunar- og stór- iðjuframkvæmdum sem geta gert kauphækkunina varanlega, kála verðbólgunni og koma einu sinni á frjálsu markaðskerfi. Vinstra liðið getur svo afnumið það ef þeir fá til þess fylgi síðar. En er á meðan er. Spurningin er svo sú hvort Sjálf- stæðisflokkurinn í núverandi mynd séu menn fyrir þessu, því UmHORP Umsjón: Anders Hansen. Sóknarhugur í mönnum Rætt við Jón Magnússon, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna S.U.S. hefur nýlega skorað á Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins til kappræðna. Kom ekki ti) greina að velja aðra viðmælendur? Jú, það kom vissulega til greina. Helzt hefðum við þó viljað fá unga menn frá öllum stjórnarflokkunum til þess að mæta okkur, þar sem rætt væri um störf og stefnu ríkis- stjórnarinnar, en þegar á reyndi vildu þeir það ekki. Okkur í S.U.S. fannst þá liggja beinast við að skora á Æsku- lýðsnefnd Alþýðubandalags- ins, en Alþýðubandalagið er ótvíræður forystuflokkur rikisstjórnarinnar og höfuð- andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins. Hvernig verður fyrirkomu- lag fundanna? Fyrirkomulagið verður með sama hætti og var á kapp- ræðufundunum í fyrra. Þrír ræðumenn verða frá hvorum aðila og verða alls þrjár um- ferðir, 10 mín., 7 mín. og 5 mín. Fyrir hvern ræðumann. Einn fundarstjóri verður frá hvor- um aðila og geta þeir leyft fyrirspurnir til ræðumanna fyrir upphaf síðustu umferðar, ef þeir eru báðir sammála um að það skuli gert, en þá skal jafnframt lengja síðustu um- ferðina í 7 mín. fyrir hvern ræðumann og gæta þess, að jafnmargir fyrirspyrjendur séu frá hvorum aðila um sig. Þetta síðastnefnda er hugsað til þess að opna fundina nokk- uð og freista þess að gera þá líflegri. Það væri mjög gaman að hafa fyrirkomulagið enn opnara, en slíkt hefði krafizt mun meiri undirbúningsvinnu og ítarlegri samninga á milli aðila. Verða fundir í ölium kjör- dæmum? Það verða fundir alls staðar nema í Reykjavík, en væntan- lega verður kappræðufundur hér í lok apríl. Þeir fundir sem nú verða, eru ráðgerðir fimmtudaginn 5. apríl og laugardaginn 7. apríl. Eru S.U.S.-menn bjartsýnir fyrir bardagann? Eg verð ekki var við annað. Það er greinilega allt önnur stemmning á meðal ungra Sjálfstæðismanna núna, en var á sama tíma í fyrra. Þá voru menn ekki eins bjartsýnir fyrirfram eins og núna. Bjart- sýni okkar er að sjálfsögðu eðlileg, þegar tillit er tekið til þess, að í fyrra höfðum við yfirhöndina á öllum fundum nema e.t.v. einum. í síðustu fundarhrinunni í fyrra fóru kommarnir t.d. svo illa út úr því, að þeir komu sér undan því að mæta okkur á fundi sem frestað hafði verið vegna veð- urs og báru ýmsu við. Þar við bætist síðan að þeim tíma sem fundirnir voru í fyrra, þá voru kommarnir vaskir baráttumenn fyrir því að samningunum skyldi komið í gildi og mörgu fleiru. Nú hafa þeir haft tæpt ár til að spreyta sig og brotin kosningaloforð og vanhæfni þeirra til að stjóna koma betur og betur í ljós með hverjum deginum. Einnig er að renna upp fyrir mönnum að Alþýðubandalagið er gjörsam- lega ábyrgðarlaus kröfu- gerðarflokkur sem getur ekki starfað heill í neinni ríkis- stjórn. Við erum því bæði bjartsýnir á að okkur muni ganga vel í þessari baráttu við unga Alþýðubandalagsmenn og það er greinilegt að ungir Sjálfstæðismenn eru þess mjög fýsandi að gefa þeim Jón Magnússon, S.U.S. formaður áminningu, sem þeir koma til með að muna eftir. Standa Sjálfstæðismenn þá svona vel að vígi? Málefnastaða ungra Sjálf- stæðismanna er mjög sterk. Við höfum alltaf haldið uppi miklu málefnastarfi, en í seinni tíð hefur „báknið burt“ náð einna mestri auglýsingu og hljómgrunni. Skoðanir okk- ar í þeim málum eru þær sömu í tíð þessarar ríkisstjórnar sem þeirrar fyrri. Við berj- umst fyrir þessu í einlægni og segja má, að með stefnumótun sinni í efnahagsmálum nú nýverið hafi Sjálfstæðis- flokkurinn gert þessa stefnu ungra Sjálfstæðismanna að sinni stefnu að verulegu leyti. Við erum núna að vinna að stefnumótun sem tekur mið af einstaklingnum, réttindum hans og skyldum í þjóðfélag- inu. Styrkur okkar er sá, að við höfum ákveöna einfalda grundvallarstefnu, en mótum stefnu okkar að öðru leyti með tilliti til þess þjóðfélags sem við búum við og erum reiðu- búnir til að aðlaga stefnu okkar að breyttum aðstæðum. Sósíalistar hinsvegar byggja á ævagamalli stefnu, sem þeim hefur reynst erfitt að færa í nútímalegt og skynsamlegt horf, enda hafa sósíalistar víðast í Vestur-Evrópu horfið frá gömlu hugmyndunum um sósíalismann og tekið upp sjónarmið frjálshyggjumanna í auknum mæli. Sumir sósíaliskir flokkar ríghalda samt enn í gömlu kreddurnar. Flokkur eins og Alþýðubanda- lagið og ýmsir litlir kommún- istaflokkar í norðanverðri álf- Þú segir að ungir Sjálf- stæðismenn hafi í fyrra borið hærri hlut úr viðureigninni við ÆNAB. Mig minnir að Þjóðviljinn hafi haft aðra sögu að segja. Það er alveg rétt. Þjóðvilj- inn hefur jafnan flutt allar fréttir af kappræðufundum sínum mönnum í hag. Þá átti Alþýðubandalagið oft mjög stóran hóp fylgismanna í saln- um sem reyndi eftir mætti að hvetja sína menn til dáða, en skemma fyrir okkur með frammíköllum, þó þeim hafi ekki tekizt það. En það er því ástæða til að hvetja alla sem eiga þess kost að' sækja þessa fundi, svo að þeir geti séð með eigin augum og heyrt hverjir það eru, sem fara með sigur af hólmi. Ég óttast ekki þann dóm. Ég skora á allt sjálfstæðisfólk að sækja þessa fundi ef það getur komið því við. Við skulum láta þá verða upphafið að sókn gegn ríkisstjórninni en fyrir frjálsu þjóðfélagi sjálfstæðra einstaklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.