Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Pétur Sigurðsson: Meginforsenda að kröfu öldrun- arfræðinganna og landlæknis um að fá til ráðstöfunar húseignir og búnað Grundar og Hrafnistuheim- ilanna er þessi: Hjúkrunardeildir þessara heim- ila fá greidd daggjöld frá sjúkra- tryggingum ríkisins með þeim sem þar eru skráðir sjúklingar, þess- vegna á ríkið orðið húsnæðið og öldrunarfræðingar Landspítalans eiga að fá það til ráðstöfunar! Þessi röksemd er sambærileg við það að ef Þór landlæknir og skoðanabræður þeirra tækju sér gistingu á hóteli, gerðu þeir kröfu til, við greiðslu gistingar, þjónustu og beina, að hinn greiddi reikning- ur yrði metinn sem hlutabréfaeign í viðkomandi hóteli! Bæði dæmi þessarar röksemda- færslu eru út í hött, ogt skoðanir fræðinganna á sjálfsögðu í algerri mótsögn við allar staðreyndir um eignarrétt. Hið opinbera er ekki að gera annað, er það greiðir daggjöld fyrir sjúklinga, en að borga fyrir veitta þjónustu sem er veitt í samræmi við þær kröfur sem hið opinbera sjálft leggur til grund- vallar sinni greiðslu, en hún er ákveðin m.a. af fulltrúum þriggja ráðuneyta og ber heitið daggjalda- nefnd. Fyrir sjúkradaggjaldið, sem öldrunarfræðingar telja vera kaupverð ríkisins á viðkomandi heimilum, er skylt að veita m.a. eftirtalda þjónustu: Húsnæði, þrif þess og hita, húsgögn þ.á m. sjúkrarúm, sjúkraböð og margs- konar dýran búnað samfara heilsugæslu, fullt fæði og sérfæði, alla þjónustu við fatnað og tíkama svo sem klippingu, hárlagningu, 2. grein fótsnyrtingu, alla læknishjálp, öll lyf, hjúkrunarhjálp nætur sem daga, endurhæfingu og aðstöðu, tæki og búnað til hennar. Til viðbótar má telja margvíslega félagslega þjónustu og aðstöðu t.d. helgihald, góð bókasöfn, föndur, skemmtanir, leikhúsferðir, ferða- lög og vinna sem sérfræðimenntað fólk stjórnar og leiðbeinir við. Er þessi þáttur í heimilisstarf- inu hinn ágætasti. Þá er heimilisfólk aðstoðað til að sækja frekari heilbrigðisþjón- ustu utan heimilis, auk þess sem sérfræðingar koma þangað reglu- lega. Þetta er hluti þess sem veitt er fyrir sjúkratryggingargjaldið sem fræðingar telja kaupverð ríkisins á heimilunum. Og sömu þjónustu fá allir þeir sem dvelja á vistheim- ilunum ef þeir þurfa á að halda. Þeir sem búa á vistdeildum Hrafnistu hafa skilyrðislausan forgang að hjúkrunardeildum heimilisins og meta læknar þá þörf. Ef þeir teljast að læknisráði (lækna Hrafnistu) færir um að fara í sitt vistherbergi aftur, bíður það þeirra. Enda útskrifast all- nokkrir á hverju ári af hjúkrunar- deildunum eftir læknismeðferð lækna heimilisins og endurhæf- ingu og flytjast aftur yfir á vist- heimilið — en aðrir koma í stað- inn. Það er því alls ekki rétt að halda því fram að þar eigi sér ekki stað læknisfræðilegt mat, eða van- treysta Þór og Olafur þessum Collegum sýnum? Ef einhver vistmanna, sem hið opinbera greiðir fyrir skv. gildandi lögum og endanlegri ákvörðun og samþykkt Tryggingarstofnunar ríkisins, fer á spítala, renna greiðslur hins opinbera þangað, en dvalarheimilin fá ekkert gjald fyrir þann aðila á meðan. Það er ekki fólkið af dvalar- heimilunum, sem þarf að flytja heim til sín eða aðstandenda í logreglufylgd, eftir kaldranalega útskrift á sjúkrastofnunum þess opinbera. Á dvalarheimilin eiga vistmenn- irnir alltaf afturkvæmt í sitt fyrra pláss, ef heilsa leyfir. Dvalarheim- ilið er raunverulegt heimili þess og skjól, þar er þörfum þess sinnt og því hjúkrað af frábæru starfsfólki bæði lærðum og leikum. Undirritaður ber þá von í brjósti að Hrafnista muni aldrei verða geymslustöð afgreiddra uppmæl- ingarverkefna, þótt unnin séu í nafni hjúkrunar og lækninga. - O - Til viðbótar við þau opinberu afskipti, sem hér hafa verið talin og sjálfsákvörðunarrétt hins opin- bera til ákvörðunar greiðslu fyrir veitta þjónustu, ákveða fulltrúar hins opinbera valds greiðsluna tii sjálfseignarstofnananna langt fyrir neðan það sem fræðingun- um er ætlað til að reka þær stofnanir fyrir sem þeir ráðskast með! Dagbjöld á stofnunum þeim sem taka til vistunar gamalt fólk var sem hér segir frá 1. janúar s.l. Fremri talan er grunngjaldið, sú aftari svokallað halladaggjald sem á er lagt til viðbótar til að mæta rekstrarhalla viðkomandi stofn- Pétur Sigurðsson kostnaður sjúkratrygginga yrði ef allir vistmenn á hjúkrunarheimil- unum og allir aldraðir sjúkir sem í heimahúsum dveljast væru komn- ir á Hátúnsdaggjald? Ef allir sem eru á sjúkratrygg- ingargjaldi á Hrafnistuheimilun- um hefðu verið á sama gjaldi og þeir sem í Hafnarbúðum dvöldu í lok ársins 1978 (við Hátún 10 er ekki hægt að miða vegna feluleiks- ins ) hefði heildargreiðsla sjúkra- trygginga til Hrafnistuheimilanna árið 1978 (á heildardaggjaldi) kr. 1.723 milljónir en varð kr. 664 milljónir. Mismunur kr. 1.059 milljónir. Tryggingastofnun ríkisins greiddi í rekstrardaggjöld vegna sjúklinga á Hrafnistu Hafnarfirði kr. 37.5 milljónir á árinu 1978. Halladaggjald var ekki greitt. Fjarverudagar þessa fólks sem engin greiðsla kom fyrir var 441 dagur. Þessi greiðsla er vegna liðlega 6 þúsund hjúkrunardaga og er ein- göngu greiðsla fyrir dvöl, hjúkrun og aðra aðhlynningu og þjónustu. Ríkið hefur ekki veitt byggingar- Mid- stýring öldrunarmála mmm Hrafnista í Reykjavfk. Kr. Kr. Samtals Kr. Heilsuverndarstöð 16.000 900 16.900 Sólvangur 13.600 1.000 14.700 Grund, hjúkrunardeild 6.500 Hrafnista Hafnarf., hjúkr. sjúkl. 6.600 Hrafnista Rvk. hjúkrunardeild 7.200 1.400 8.600 Hafnarbúðir 17.800 1.800 19.600 Arnarholt 11.700 3.200 14.900 Hátún 10B hjúkrunardeild 20-30.000? Eins og á þessu sést er ekki vitað hver raunveruleg tala á að vera í síðasta dáki, sú tala er falin inn í heildarveltu ríkisspítalanna og hefur gengið treglega, svo ekki sé meira sagt að fá upplýsingar þar um. Áður en gerður er tölulegur samanburður þarf að meta þyngd þjónustu. Það hefur verið gert eftir sama kerfi (Þórs Halldórs- sonar?) á öllum eftirtöldum stofn- unum af hjúkrunarfræðingum. Á Hrafnistu í Reykjavík eru aðeins tvær sérhannaðar hjúkrun- ardeildir B-deild með 39 sjúkra- rúm og hjúkrunarþyngdina í stig- um 21,30 og G-deild með 41 rúm og hjúkrunarþyngdina 27,19 stig. Ef meðaltal stofnananna sem um ræðir eru tekin eru fyrirliggj- andi stigatölur hjúkrunarþyngdar þessar: Stofnanir Hrafnista Reykjavík Ellid. Borgarsp. Hafnarbúðum Ellid. Borgarsp. v/ Barónsstíg Ellid. Lsp. Hátúni 10B Sólvangur Hafnarfirði í ljósi þessa og þess sem hér er sagt á eftir er það furðuleg óskammfeilni hjá embættismönn- um að láta út úr sér jafn staðlaus- ar fullyrðingar og þær „að hjúkr- unardeildir elliheimilanna séu reknar til fjárhagslegs ágóða" eða „þjónustan þar sé mun lakari" en' stofnunum frséðinganna. Aðeins samanburður daggjalda sýnir að það er enginn vandi að setja upp sýningargluggann í Há- túni 10B, ef hægt er að senda skattborgaranum ómælda reikn- inga fyrir öllum hlutum bæði til reksturs og þjónustu og viðkom- andi aðilar þurfa alls engar áhyggjur að hafa af fjárfestingu húsa og búnaðar né kostnaði við fjármögnunina sjálfa. Hafa fræðingar reiknað út hver Hjúkrunarþyngd Rekstrardaggj. styrki né tekið að sér greiðslu afborgana og vaxta vegna bygg- ingar Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu Hafnarfirði I. áfanga. Vextir vegna húsbyggingar hins síðarnefnda urðu kr. 42.0 milljónir árið 1978. Brunabótamat heimilis- ins í Hafnarfirði er 1064 milljónir króna og í Reykjavík 2140 milljón- ir króna. Ef horft er til þess að bruna- bótamat heimilanna er sæmilegur mælikvarði á núvirði Hrafnistu- bygginganna, sést að ef ríkið hefði þurft að styrkja uppbyggingu þessara heimila með þvi að greiða lögboðið framlag til sjúkrahúsa (85%) hefði sá styrkur á núvirði orðið á bilinu 1.5—2.0 milljarðar króna. Vextir af slíkri upphæð á ári gætu verið 4—500 milljónir króna. Ef trúa á fullyrðingum fræðing- anna „að hjúkrunardeildir elli- heimilanna séu reknar til fjár- hagslegs ágóða" hljóta þau heimili sem þeir stjórna að vera mestu gróðafyrirtæki landsins miðað við daggjöld. En af hverju rífur hið opinbera sig ekki til og kemur upp slíkum gróðafyrirtækjum vitandi um ríkj- andi neyðarástand. Eða hin stærri sveitarfélög? Hverja er verið að reyna að blekkja? — O - í stigum frá 1/1 1979 í fyrri grein minni vitnaði ég í 22,21 7.200 lög um almannatryggingar, en þar 23,56 17.800 segir frá hvernig daggjöld sjúkra- 26,37 16.000 húsa, hjúkrunarheimila og ann- 23,97 16.300? arra stofnana eru ákveðin af fimm 23,1 13.600 manna nefnd. Þar segir m.a. að nefnd þessi ákveði daggjöld og gjaldskrár þannig að samanlagðar tekjur stofnunarinnar standi undir eðli- Iegum rekstrarkostnaði á hverj- um tíma, miðað við þá þjónustu. er heilbrigðis- og tryggingarráð- herra hefur ákveðið að stofnunin veiti. í síðustu tilkynningu daggjalda- nefndar um daggjaldataxta segir sem endranær í niðurlaginu: „Innifalin í daggjöldum sam- kvæmt auglýsingu þessari er hvers konar þjónusta sem innlögðum sjúklingum er látin í té á sjúkra- húsum". Á fundi Öldrunarfræðafélagsinu var því haldið fram af fræðingum og reyndar einnig af landlækni sjálfum, „að aðbúnaður á hjúkrun- ardeildum hérlendis væri mun lakari en á öðrum deildum". Þetta láta fræðingar hafa eftir sér án þess að hafa komið á viðkomandi stofnanir um langt árabil, sumir aldrei. Þeim verður tíðrætt um endur- hæfingu aldraðra og fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn afleiðingum ýmissa ellisjúkdóma. Vita þeir að á báðum Hrafnistuheimilunum eru í notkun nær alla virka daga endurhæfingarsalir þeirra? Þar er til staðar ekki síðri búnaður en í Hafnafbúðum. Hafa þeir kynnt sér nýtingu þessa búnaðar þar? Samkvæmt því sem að framan segir um kröfur og skylduskil hjúkrunarheimila (deilda) á ákveðinni magn- og gæðaþjónustu, eru þessir aðilar að gagnrýna heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið og embætti landlæknis fyrir slælega frammistöðu í embættis- verkum sínum. Skammtíma- gisting með eignaréttar- tilfærslu Landlæknir er sem sagt að gagnrýna sjálfan sig, en skv. lögum mun hann eiga að hafa með höndum fallegt eftirlit með heil- brigðisstofnunum. Á sýndarmennskan sér engin takmörk? Allra síst hefði ég, í sporum þeirra sem að heilbrigðismálum vinna, verið að gagnrýna heil- brigðisráðuneytið og starfsmenn þess. Áður en sett verður á fót það ríkisbákn í öldrunarmálum sem miðstýringamenn dreymir um, væri nær að skapa þessu ráðuneyti viðunandi starfsaðstöðu og setja þar á fót ekki aðeins leiðbeinandi heldur einnig gagnrýnandi bygg- ingardeild og rekstrareftirlitsdeild með sérmenntuðu fólki á þeim sviðum. Ég hefi oft spurt eftir því hvaða tölur væri lagðar ti grundvallar í samanburði þeim sem stöðugt er verið að klifa á um hlutfall hjúkr- unarrýma hér á landi og hjá nágrönnum okkar. Fátt virðist um svör, nema um væri að ræða tölur sem háskólanemar drógu fram hjá Tryggingarstofnun ríkisins yfir fjölda þeirra sem væru á sjúkratryggingargjaldi á hverri stofnun fyrir sig. Ef þetta er lagt til grundvallar sýnir það hve fáfengilegar fram- angreindar fullyrðingar um þenn- an samanburð eru. En geta hins- vegar sýnt frábært framtak sjálfs- eignarstofnananna hér á landi sem hafa náð þessu marki nær einar og óstuddar koma okkur í fremstu röð í þessum samanburði á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað ...! Að mér finnst þessi samanburð- ur gagnrýnisverður er m.a. vegna þessa: Hér að framan hefur komið fram að sérhannaðar vistarverur fyrir hjúkrunarsjúklinga að Hrafnistu í Reykjavík eru tvær deildir með 80 rúmum þar af tvö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.