Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 . 5 íslandsklukkan hjá Ung- mannafélagi Biskupstungna íslandsklukkan eftir Haildór Laxness verður frumsýnd hjá Ungmennafélagi Biskupstungna í félagsheimilinu Aratungu ann- að kvöld, föstudaginn 30. marz. Æfingar á leikritinu hófust laust eftir áramót, og hafa þær staðið síðan, linnulítið. Aðstæður hafa þó verið nokkuð erfiðar. enda hefur veturinn verið harður og löngum torfært um sveitina. Leikstjóri er Sunna Borg, en hún leikstýrði einnig hjá leikflokknum síðastliðinn vetur. Steingrímur Vigfússon í Laugarási gerði leik- tjöldin, leikmynd er eftir Gunnar Bjarnason en hita og þunga undir- búningsins í heild hefur formaður leiknefndar, Halla Bjarnadóttir í Vatnsleysu, borið. Helstu hlutverkin leika: Bragi Þorsteinsson, Vatnsleysu, leikur Jón Hreggviðsson, Ragnar Lýðs- son, Gýgjarhóli, leikur Arnas Arnæus, og Jóhanna Róbertsdótt- ir, Neðra-Dal, Snæfríði íslandssól. Formaður Ungmennafélagsins er Sveinn Sæland, Espiflöt. Hvað gerðist 30. marz 1949? Nýlokið er seinna námskeiði af tveim námsskeiðum í Stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins, sem haldin hafa verið á þessum vetri. í framhaldi af því hefur Nemendasamband Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins ákveðið að gangast fyrir fundi í Valhöll, í kvöld fimmtudag 29. marz 1979 kl. 20.30. Umræðuefni fundarins verður „Hvað gerðist 30. marz 1949“ Framsöguræður flytja Ragn- hildur Helgadóttir, alþingis- maður og Geir R. Andersen, fulltrúi. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður um efn- ið. Auk þess verða kaffiveitingar. Stjórn Nemendasambands Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins hvetur fyrrverandi nemendur Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins til að mæta og efla tengslin. (Fréttatilkynning frá nemendasambandi Adalfundur VR. um kjaramál: Jóhanna Róbertsdóttir og Sigurður Þorsteinsson í hlutverkum sinum, Snæíríði íslandssól og lögmaður Eydalín. Gísli Jónsson talar á Sæluviku Sauðárkrókur 28. marz. GÍSLI Jónsson menntaskólakenn- ari flytur erindi í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki n.k. laugardag 31. marz klukkan 15. I safnahúsinu stendur nú yfir á Sæluvikunni málverkasýning. Þar sýna 12 félagar úr „myndhópnum" á Akureyri og sýna þeir rúmlega 50 verk. Hér er bezta veður og góð aðsókn hefur verið að öllum sam- komum Sæluvikunnar. Við höfum til þessa ekki orðið varir við hafísinn en þegar menn Garðabær: Bingó til fjáröflunar fyrir utanferð NEMENDUR Fjölbrautaskóla Garðabæjar halda bingó í gagn- fræðaskólanum vð Lyngás klukkan 20.30 í kvöld. Bingóið er haldið til fjáröflunar fyrir Lundúnarferð nemenda í næstu viku. Meðal vinninga er grafík- mynd eftir Ragnheiði Jónsdóttur, útsýnisflug yfir Reykjavík og margt fleira. A eftir verður diskótek fyrir þá sem vilja. vöknuðu í morgun sáust nokkrir stakir jakar, sem voru orðnir landfastir í fjörum. - Kári. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Útsölustaðir viða um land. SENDUM BÆKLINGA Stefnir í mikla skerðmgu kaupmáttar launaf ólks Aðalfundur V.R. haldinn að Hótel Esju, 26. marz 1979 áréttar fyrri mótmæli félagsins við því að stjórn- völd í skjóli löggjafarvaldsins grípi með einhliða lagasetningu inn í kaupgjaldsákvæði kjarasamninga og ógildi verðbótarákvæði þeirra, svo sem átt hefur sér stað með ítrekuðum hætti undanfarin miss- eri. Af hálfu opinberra aðila hafa þetta verið taldar nauðsynlegar viðnámsaðgerðir gegn óðaverð- bólgu. Fundurinn telur að baráttan gegn verðbólgunni vinnist ekki með lög- boðinni kjaraskerðingu hjá lág- og millitekjufólki. í þeirri baráttu er nauðsynlegt að til komi skynsamlegt mat á raunverulegum orsökum verð- bólgunnar. Aðgerðum til að minnka verðbólguna verði síðan hagað sam- kvæmt því. Við óbreyttar aðstæður stefnir í mikla skerðingu kaupmáttar hjá almennu launafólki, samtímis því sem tekjumunur milli láglaunafólks annars vegar og hátekjufólks hins vegar eykst hröðum skrefum. Er fyrirsjáanlegt, að með áframhaldi þessarar þróunar er stefnt í mikið óefni fyrir mikinn fjölda launafólks. Þá mun staða lífeyrisþega versna til muna frá því sem nú er. Aðalfundur V.R. mótmælir ein- dregið stefnumörkum og aðgerðum er framkalla það þjóðfélagslega ranglæti er að framan greinir. Hvet- ur fundurinn launafólk til að vera vel á verði um hagsmuni sína og láta einskis ófreistað til að afstýra þeim voða er við kann að blasa í þessum efnum. LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hljómleika fyrir Styrktarfélaga og velunnara. næstkomandi laugardag 31. mars kl. 4. í íþróttahúsi Hafnafjarðar. Þar mun einnig koma fram Skólahljómsveit Hafnarfjarðar, undir stjórn Reynis Guðnasonar. Þetta er 29. starfsár Lúðrasveitar Hafnafjarðar og eru nú 45 hljóðfæraleikarar. Stjórnandi sveitarinnar er Hans Ploder Fransson. H Wi Úrvalstæki, búið öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvörp þurfa að hafa, svo sem línulampa, viðgerðareiningum og fleiru. Tækið sem sameinar myndgæði og fallegt útlit. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstætt verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.