Morgunblaðið - 29.03.1979, Side 31

Morgunblaðið - 29.03.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 mistakist þetta vegna lélegra vinnubragða, þá verður langt í næsta tækifæri. Það verður líka að taka ein- dregna afstöðu gegn allri spill- ingu, ef það á að ná atkvæðunum undan Vilmundi. Fyrsta skrefið er, að rétt verð fáist fyrir afnot af sparifé, sjóðafé og ríkisfé. Þá hverfur mikil spilling og mikið af möndlköllum. Þegar bankastjór- arnir hringja jafnoft í þig til þess að bjóða þér lán og þú hringir í þá til þess að biðja um lán, þá eru vextirnir réttir. Við vitum öll að t.d. vaxtaaukalánin hafa breytt afstöðu manna til lána. Sumir missa lystina þegár þeim er boðið upp á vaxtaaúkalán í stað víxils. Enda hefur sérhver skoðun á því á hvaða kjörum hann vill fá milljón lánaða. Viltu hana með mínus 20% vöxtum? Með 0% vöxtum? Með 20%, 40%, 50% vöxtum? Hvar eru mörkin? Sama gildir um það hve- nær þú vilt lána mér milljón af þínum peningum. Sé hætt við möndlið og aðeins lánað gegn raunvöxtum, þ.e. verð- trygging plús kannski 3%, þá verða nógir peningar til. Hús- næðismálastjórn getur þá lánað 90—100% af íbúðarverði. Þá fyrst er hægt að lækka byggingarkostn- aðinn, kannski 30% á einu bretti, sem leiddi af því að hægt væri að framleiða íbúðir gegn staðgreiðslu. Þá fer fólkið að hugsa sig um hvort það á að eyða eða spara. Þá hjaðnar verðbólgan og spillingin. Vonandi hverfur Vilmundur þó ekki með! Verðbólgukallarnir og möndlar- arnir vilja þetta ekki. En vill kjósandinn þetta? 9.3.1979 Halldór Jónsson verkfr. Skagafjörður: Söngskemmtanir um næstu helgi B*. Höfðaströnd, 28. marz MIKIL söngva- og skemmtanahátíð er nú í Skagafirði, auk sæluviku á Sauðárkróki hafa Karlakórinn Heimir og söngfélagið Harpa ákveðið að halda sameiginlegt skemmtikvöld í þessari viku í Höfðaborg á Hofsósi föstudag kl. 21 og á sama ti'ma f Miðgarði á laugardag. Á þessum skemmtunum verða mjög fjölbreytt skemmtiatriði og þá sérstaklega söngur hjá báðum kórunum undir stjórn Ingimars Pálssonar. Undirleik annast Einar, norskur tónlistarkennari í Varma- hlíð, og Kristján Snorrason, einsöngvarar eru Þórunn Ólafs- dóttir, Reykjavík, Inga Rúna Pálma- dóttir, Kristján Snorrason og Þorvaldur Óskarsson. Auk þessara skemmtiatriða skemmtir Jörundur með eftirhermum, dansarar frá Heiðari Astvaldssyni sýna nýjustu dansana og vitanlega verður svo dansað á báðum stöðum, en hljóm- sveitin Upplyfting heldur þar uppi fjöri. Karladórinn Heimir fer svo í söngferð til Suðurlands 6. apríl. Þessi skemmtun kóranna er nú orðin árviss liður í skemmtanahaldi á hverju ári og yfirleittágætlega sótt. Is var farinn úr sjónmáli á Skaga- firði, en er nú aftur eftir hríðarjag- anda kominn meiri en áður og langt inn á fjörð. Togarar eru nú allir farnir til veiða, en ís mun þó eitthvað hafa tafið veiðarnar og hrognkelsaveiði er ekki stunduð nema að mjög litlu leyti vegna íss. Björn í Bæ. Byggingalóóir í Reykjavík: Nýjar úthlutunar- reglur í smíðum AUGLÝSTAR hafa verið lóðir í Mjóumýri í Breiðholtshverfum í Reykjavík. Er þar um að ræða lóðir fyrir 75—80 íbúðir í fjölbýlis-eða sérbýlishúsum á því svæði í Breið- holti II sem er vestan Kleifarsels. Að sögn Hjörleifs Kvaran hjá borgarverkfræðingi er ætlunin að svæði þessu verði úthlutað til 3—4 aðila, t.d. byggingameistara eða byggingasamvinnufélaga er myndu taka þátt í mótun og skipulagningu hverfisins, en umsóknarfrestur er til 10 apríl. Gert er ráð fyrir að byggð verði ýmist fjölbýlishús, einbýlis- eða raðhús. Ekki kvað Hjörleifur unnt að segja til um hvenær hafizt yrði handa um framkvæmdir, það væri undir því komið hversu hratt skipulagningin gengi, en gert er ráð fyrir að byggingaaðilar sjái einnig um gatnagerð. Um aðra lóðaúthlutun á vegum borgarinnar sagði Hjörleifur að gert væri ráð fyrir að úthluta um 35 einbýlishúsalóðum og 30 raðhúsalóð- um við Lækjarsel, Lindarsel og Jaðarsel svo og 14 raðhúsalóðum á Eiðsgrandasvæðinu. Væri um þessar mundir verið að semja úthlutunar- reglur og lóðirnar auglýstar á næst- unni. FERMINGARGJOF Feröaútvörp Kassettutæki Útvarps- vekjaraklukkur VANDAÐAR — NYTSAMAR FERMING ARG JAFIR 'unnai Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. ehóóon Lf HEBA heldur ' við heilsunni Nýtt námskeiö hefst 2. apríl n.k. Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar — Nuddkúrar — Létt leikfimi o.fl. Leikfimi — Sauna — Ljós — Megrun — Nudd — Hvíld — Kaffi — o.fl. Sérstakir dagtímar kl. 2 og 3. Innritun í síma 42360 — 40935. Þjálfari Svava. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi. Þau voru kosin þau klístruðustu af diskónefndinni. Frá vinstri Guðlaug Sigurðardóttir og Arnar Sigurjónsson. Klístraður dans- leikur í Garðinum Garði, 26. marz. SL. FÖSTUDAG var haldinn allsérstæður dansleikur í sam- komuhúsinu, þ.e.a.s. hann var klístraður eins og það heitir á táningamáli í dag. Var ballið haldið á vegum æskulýðsnefnd- ar sem hefir fengið til liðs við sig diskó-nefnd úr efstu bekkj- um grunnskólans — en fyrir þann aldursflokk var ballið haldið. Spilaðar voru plötur úr kvik- myndunum „Greace" og „Satur- day night fever" svo og önnur diskómúsik. Unglingarnir voru flestir klæddir eftir „Greace" tízkunni, piltarnir í ieðurklæðn- aði og stúikurnar í satin-buxum eða pilsi og dökkum bolum. Þótti ballið takast mjög vel og er markmið unglinganna að safna sér fyrir hljómflutnings- tækjum til að nota við tækifæri sem þetta. Askulýðsnefnd hefir gengist fyrir opnu húsi í vetur og er þar ýmislegt til skemmtunar. Er spilaður mini-billiard, borðtenn- is, spelað á spil o. fl. o. fl. Fréttaritari. Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt ad þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eóa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf ad leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meó harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. 'RAFAFL Skólavörðustig 19. Reykjavik Simar 2 1/00 2 80 22 Gerið góð kaup Opið til kl. 8 föstudag. Laugardag frá kl. 9—12. irumarkaöurinntif. núla 1 A, sími 86111.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.