Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 íslenzkir, norskir og færeyskir fiskifræðingar ræða um loðnustofnmn Þetta óvenjulega skip liggur nú í Straumsvíkurhöín. Það heitir Hayes og er í eigu bandaríska ílotans. Ljósm. Mbl. Emilía. B or gar st j ór n ar m eir ihlutinn: Sker niður dvalar- styrki sjómannsbama ÞESSA dagana standa yfir viðræð- ur á milli íslenzkra. norskra ok færeyskra fiskifræðinKa um loðnu- veiðar þessara þjóða og líffræðilega stöðu loðnustofnsins. Það er Jakob Jakobsson. sem leiðir viðræðurnar af ísiands hálfu. Hjalti í Jakups- stovu tekur þátt í viðræðunum af hálfu Færeyinga, en frá Noregi eru þeir Are Dommanes, Johannes Ilamre og Gunnar Sætersdal. sem er forstjóri norsku Hafrannsókna- stofnunarinnar. Meðal þess. sem er til umræðu á fundinum eru veiðar Norðmanna á um 150 þúsund tonn- Margeir vann — Jafnt hjá Guð- mundi og Helga MARGEIR Pétursson sigraði and- stæðing sinn í 3. umferð alþjóða skákmótsins í Lone Pine en Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson gcrðu jafntefli. Margeir tefldi við Bandaríkja- manninn Rind. Fékk hann betra tafl út úr byrjuninni og þegar Rind lék af sér í tímahraki afgreiddi Margeir skákina snaggaralega. Guðmundur tefldi við alþjóðlega meistarann Böhm frá Holllandi. Guðmundur fékk betra tafl fljótlega en missti af vinningsleið og Böhm tókst að bjarga skákinni í jafntefli. Helgi tefldi við stórmeistarann Pachmann, landflótta Tékka sem býr nú í Vestur-Þýzkalandi. Þeir sömdu um jafntefli eftir aðeins 14 leiki. Helgi og Guðmundur hafa 2 vinninga eftir 3 umferðir og Margeir hefir 1 vinning. Efstu menn hafa 2‘/2 vinning og er stórmeistarinn Kortsnoj í þeim hópi. VERÐLAGSNEFND samþykkti í gær með fjórum samhljóða at- kvæðum tillögur verðlagsstjóra um hækkaða verzlunarálagningu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér verður sáralítil hækkun á heildsöluálagn- ingu en einhver hækkun verður á vaxtakostnaðarlið þeirrar verzlunargreinar. I smásölu- verzlun verður nokkur hækkun á um af loðnu við Færeyjar siðastliðið sumar, en skoðanir munu vera skiptar um hvort sá afli var úr norska eða íslenzka stofninum. Morgunblaðið ræddi í gær stuttlega við Gunnar Sætersdal og spurði hann um þessar viðræður. Sagðist Gunnar ekki vilja ræða um þær fyrr en hann væri á ný kominn til Noregs og væri búinn að gefa skýrslu um þessar viðræður. Aðspurður um uppbyggingu norsk-íslenzka síldarstofnsins vísaði hann á Johannes Hamre, sem hefði með þau mál að gera innan stofnun- arinnar. Johannes Hamre sagði að á síðustu 10 árum hefði stofninn held- ur rétt við og orðið sterkari með hverju árinu. Þó hefði komið bakslag í þróunina síðustu tvö árin, en árgangurinn frá 1975 hefði að mestu brugðist. Hann sagði að Norðmenn hefðu veitt 7—10 þúsund tonn af síld frá 1977, en það eru einkum sjómenn frá Vestur- og Norður Noregi, sem stundað hafa síldveiðarnar. Kvóti á veiðarnar fyrir næstkomandi sumar hefur ekki verið ákveðinn enn að sögn Johannesar Hamre. Hann var spurður um það hvort þessar tölur um heildarveiðina, 7—10 þúsund tonn, stæðust, en mikið hefur verið rætt um að norskir sjómenn hafi farið langt fram fyrir leyfilegan kvóta og komið aflanum framhjá eftirlitsmönnum án þess að að væri gert. Johannes Hamre sagðist ekki geta neitað því að hann teldi sennilegt að veiðin hefði farið talsvert fram yfir það sem leyfilegt hefði verið. Er hann var spurður hvort aflamagnið hefði e.t.v. verið tvöfalt það sem leyfilegt hefði verið, sagðist hann ekki vilja segja neitt um það. álagningu. Er hún mjög misjöfn eftir vörutegundum og mun ekki lokið útreikningi á því hver meðal- talshækkunin er. Eins og fram hefur komið áður í Mbl. hefur verslunarálagning verið skert nokkrum sinnum síðan í febrúar 1978. Er það álit tals- manna verzlunarinnar að með tillögum verðlagsstjóra vanti nokkuð upp á að álagningin verði jafnhá og hún var þá. UNDANFARIN ár hefur Reykjav- ikurborg úthlutað styrkjum til ýmissa aðila er annast hafa sumar- dvöl fyrir börn og nam sú upphæð á síðasta ári 23 milljónum. Akveðið hefur verið að til ráðstöfunar í þetta verkefni verði í ár 20 milljón- ir, en það er fræðslustjórinn í Reykjavik, sem annast úthlutun þessa f jár eftir vissum reglum. Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóri sagði í samtali við Mbl. að hann hefði skrifað þeim aðilum er notið hafa styrks bréf þar sem tilkynnt var að minna fé væri nú til ráðstöfunar. Kvaðst hann hafa hler- að að einhverjir aðilar væru að velta fyrir sér að hafa ekki rekstur sumar- dvalaheimila á næsta sumri þar sem styrkurinn myndi fyrirsjáanlega lækka. Þá sagði Kristján að ákveð- inn hluti þessara 20 milljóna ætti að renna til orlofsnefndar húsmæðra og samkvæmt nýjum lögum væri hlutur nefndarinnar hærri á þessu ári en áður. Kristján sagðist hafa sótt upphaflega um 36 milljónir til þessa verkefnis, en talan hefði verið lækk- uð í 30 milljónir og síðan í 20 í meðferð hjá borgaryfirvöldum. Pétur Sigurðsson sagði að Sjó- mannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði hefði í nokkur ár rekið sumardvalarheimili fyrir börn sjó- manna að Hrauni í Grímsnesi þar sem hefðu dvalið kringum 60 börn í senn. Pétur sagði, að nú þegar vitneskja hefði borist um að styrk- veiting til rekstursins myndi hækka væri fyrirsjáanlegt að aukinn kostn- EGILL Skúli Ingibergsson borgar- stjóri og Þorkell Valdimarsson eigandi húseignarinnar Aðalstræti 8, Fjalakattarins, áttu í gær við- ræðufund um framtíð hússins og möguleikana á því að Reykjavíkur- aður kæmi á Sjómannadaginn og myndu þeir reyna að taka á sig aukinn kostnað, en ljóst væri að dvalargjöld þyrftu einnig að hækka verulega fyrir börnin. — Við ætlum því að reyna að halda úti starfseminni á næsta sumri, enda kunnum við ekki við annað á sjálfu barnasárinu, en hvað svo verður er ekki hægt að segja til um og vera má að þetta verði síðasta árið sem barnaheimilið starfar, sagði Pétur að lokum. borg eignaðist umrædda fasteign, en borgarráð hafði óskað eftir slíkum viðræðum. Borgarstjóri sagði í samtali við Mbl. í gær að á fundi hans og Þorkels hefði verið rætt vítt og breitt um málið og menn sett sig inn í stöðuna. Yrði væntanlega annar fundur aðilanna í næstu viku. Á fundi borgarráðs .sl. föstudags var lagt fram að nýju bréf Þorkels um leyfi til niðurrifs á húseigninni Aðalstræti 8. Formaður borgarráðs lagði til, að vísað yrði til bókunar bygging- arnefndar frá 22. f.m., en því jafn- framt beint til byggingarnefndar, að skipulagi Grjótaþorpsins yrði hrað- að. Var það samþykkt með samhlj. atkv. Albert Guðmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu: Þar sem hvorki borgarráð né borgarstjórn er reiðubúin til að staðfesta framtíðarskipulag á lóð- inni Aðalstræti 8 samþykkir borgar- ráð að fela borgarstjóra að taka nú þegar upp viðræður við eigendur Aðalstrætis 8 með það í huga að ná samkomulagi um, að borgarsjóður (borgarstjórn) eignist umrædda fasteign. Tillaga Alberts var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, Alberts Guðmundssonar, Birgis ísleifs Gunnarssonar, Björgvins Guð- mundssonar og Sigurjóns Pétursson- ar en Kristján Benediktsson greiddi ekki atkvæði. Alvarlegt slys MJÖG alvarlegt umferðarslys varð á mótum Vesturlandsvegar og Ilöíðabakka klukkan 18,15 í gær. Tveir piltar á skellinöðru óku á vörubíl og slösuðust báðir. Var annar þeirra talinn mjög alvarlega slasaður. Slœmt ástand á Þórs- höfn, en ísinn hvarf í gœr frá Raufarhöfn FLESTIR íbúa Þórshafnar eru nú komr.ir á atvinnuleysisstyrk, en síðan ísinn lokaði höfninni þar fyrir 10 dögum, hefur atvinna verið lítil sem engin á staðnum. Ef eitthvað var virtist ísinn utan við heldur hafa aukizt í gær og hljóðið því orðið heldur dauft í Þórshafnarbúum. Á Raufarhöfn breyttist ástandið hins vegar til hins betra í gær. Er Raufarhafnarbúar vöknuðu í gærmorgun hafði ísinn horfið frá höfninni og utan við hana sá á auðan sjó. ísrek var með meira móti inn Skjálfanda og Öxarfjörð í gær og í fyrrinótt. Togararnir Júlíus Havsteen og Rauðinúpur kom- ust þó út i gærmorgun frá Húsavík, en Eldvíkin, sem átti að koma með salt til Húsavíkur í gær sneri frá. Eldvíkin lokaðist inni á Ólafsfirði í fyrradag og tafðist verulega vegna þess. Bátar frá Húsavík komast ekk- ert vegna íssins og aðeins lítið af grásleppunetum, sem í sjó voru, hafa náðst. Mest 20 af 100 netum. Bátar frá mörgum höfnum Norðanlands hafa undanfara daga haldið til verstöðva sunn- anlands og vestan. Nefna má báta frá Hauganesi, Árskógs- strönd, Dalvík, Grenivík, Rauf- arhöfn og Þórshöfn. Morgun- blaðið ræddi í gær við fréttarit- ara sína á Þórshöfn og Raufar- höfn í gær og fara pistlar þeirra hér á eftir: Fólk farið að huga að vinnu annars staðar Þórshöfn, 28. marz. VIÐ á Þórshöfn getum okkur hvergi hreyft meðan þetta ástand varir og éinu samgöng- urnar, sem ekki eru tepptar, eru í loftinu. Héðan er ekkert að sjá nema ís og aftur ís og trúlegast verður þetta ástand svona ekki skemur en í einn mánuð í viðbót, því að reynslan er sú að ísinn sé þaulsetinn, ef hann festir hér á firðinum á annað borð. Atvinnu- lif hefur verið lamað síðan ísinn kom hingað fyrir 10 dögum og allur þorri fólks án vinnu og kominn á atvinnuleysisskrá. Rætt hefur verið um að fá togara til að landa afla sínum á Vopnafirði og aka honum hing- að. Til að slíkt sé mögulegt þarf þó að ryðja leiðina á milli og spurning er hvort hægt verður í böndum íssins (Ljósmynd Jón Friðgeirsson). að fá Vegagerðina til þess„ þó svo að góð tæki séu á báðum stöðunum. Þess var farið á leit við Atvinnuleysistryggingasjóð að hann greiddi kostnað við að aka fiski hingað, en því var hafnað. Svo virðist sem ráða- menn vilji heldur hafa fólkið á bótum heldur en i vinnu. Sjómenn og landverkafólk er farið að huga að plássum í vinnu annars staðar á landinu. Vonin um að ísinn fari fyrr en eftir 4—5 vikur heldur þó í menn, en almennt er fólk orðið heldur svartsýnt á stöðuna. Það væri eftir öðru ef ísinn færi héðan laust fyrir páska og bátarnir kæmust út um leið og þorsk- veiðibannið skellur á. - Óli Næg atvinna fram í næstu viku Raufarhöfn, 28. marz ER MENN vöknuðu í morgun var ísinn horfinn allt frá Ás- mundarstaðaeyju austur að Súl- um, þannig að utan við höfnina var enginn ís lengur. Að vísu hafði einn sæmilegur jaki strandað á Böku við innsigling- una, en hann teppir varla höfn- ina hér. Menn hér eru þó hóflega bjartsýnir á að þetta sé að opnast hjá okkur, en nú er hann á norðvestan og austanfall ríkj- andi þannig að þessa stundina hjálpast allt til við að opna hingað. Næg atvinna ætti að vera við fiskvinnslu hér fram í miðja næstu viku, en í fyrradag var ekið hingað um 130 tonnum af fiski frá Húsavík. Þeir flutning- ar voru mjög erfiðir og síðasti bíllinn, sem hingað kom um klukkan 20 í fyrrakvöld, hafði verið 12 tíma að aka klukku- stundarleið. Heklan var 36 tíma héðan til Vopnafjarðar, en kom þangað um klukkan 4 í fyrrinótt. — Helgi V erzlunarálagning: Verðlagsnefnd samþykkti tillögur verðlagsstjóra Fjalakötturinn: Borgarstjóri ræðir við eiganda um hugsanleg kaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.