Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 21. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 _____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins, Miðausturlandaferð Haigs lokið: Israelar fallast á evrópskt gæslulið lyondon, 211. janúar. Al*. ALEXANDER M. Haig, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom í dag til Lunduna úr ferð sinni um Mið- austurlönd þar sem hann átti við- ræður við leiðtoga ísraela og Egypta. llaft er el'tir manni úr fiiruneyti Maigs, að Israelar hafi nú loksins fallist á að friðargæsluliðið, sem mun hafa eftirlit á Sinai-skaga þegar Israelar hverfa þaðan, verði skipað evrópskum hermönnum. í dag átti Haig fund með Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, um l’ólland og sagði við fréttamenn eftir fundinn, að hann væri mjög ánægður með viðbrögð vcstrænna þjóða við her lögunum í landinu. Talið er, að Begin muni letjgja það til við stjórn sína nk. sunnudag, að hún samþykki evrópska friðar- gæsluliðið en í því munu verða her- menn frá Bretlandi, Frakklandi, ít- alíu og Hollandi. Andstöðu ísraela við þátttöku þessara þjóða í frið- argæslunni má rekja til friðartil- lagna Efnahagsbandalagsins en í þeim er gert ráð fyrir, að Frelsis- samtök Palestínumanna taki þátt í viðræðum um frið fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Á það hafa ísraelar aldrei viljað fallast. Á fundinum í dag með Margaret Thatcher gerði Haig henni grein fyrir viðræðum sínum við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, sl. þriðjudag, og við ísra- elska og egypska leiðtoga. Haig sagði aðspurður eftir fundinn, að hann væri mjög ánægður með þann einhug, sem ríkt hefði á utanríkis- ráðherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins 11. janúar sl. og þær aðgerð- ir, sem síðar hefði verið gripið til vegna herlaganna í Póllandi. Reagan ætiar í — mun sitja NATO- fund í júní RrusM-l, 29. januar. Al*. TILKYNNT var í adalstödvum AtlanLshafsbandalagsins í gær, fimmtudag, að Ronald Reagan, Kandaríkjaforseti og aðrir frammámenn frá aðildarríkjum bandalagsins muni eiga með sér fund í Kvrópu í júní nk. Talsmaður NATO sagði, að fundurinn yrði haldinn skömmu fyrir eða eftir árlegan fund full- trúa sjö helstu iðnríkja heims, sem fram mun fara í Versalahöll- inni i Frakklandi í fyrstu viku júnímánaðar, en Reagan mun einnig sitja hann. Staður og stund fyrir NATO-fundinn hefur enn ekki verið ákveðinn endanlega. Þetta verður fyrsta Evrópuför Reagans sem forseta og fyrsti toppfundur NATO-ríkja í fjögur ár, eða síöan í Washington 1978. Judith, eiginkona bandaríska hershöfðingjans James L. Dozier, faðmar mann sinn að sér eftir að hann hafði fært hcnni jólagjöfina, gullhálsmen, sem hann hafði keypt nokkru áður en menn úr Rauðu herdeildunum rændu honum 17. des. sl. Myndin var tekin á blaðamannafundi, sem Dozier hélt í dag. AP-símamynd. Þáttaskil í baráttunni við hryðjuyerkamenn Fjöldahandtökur, vopnafundur og listi yfir fyrirhuguð fórnarlömb fellur í hendur ítölsku lögreglunni Vieenza, 29. janúar. Al'. ÍTAI.SK A lögreglan handtók í dag 17 manns, sem grunaðir eru um að vera félagar í Rauðu herdeildunum og komst yfir mikið af alls kyns gögnum um starfsemi hryðjuverkasamtak- anna. Á tveimur dögum hafa þá verið handteknir 23 menn, sem grunaðir eru um hryðjuverk, og er giftusamleg björgun bandaríska hershöfðingjans James L. Doziers og þessar handtök- ur mikilvægasti sigur, sem ítalska lögreglan hefur unnið i baráttunni gegn hermdarverkamönnunum og tal- inn marka þáttaskil. Við handtökurnar í dag fann „Hreykinn af starfi mínu fyrir NAT()“ — sagði James L. Dozier á blaðamannafundi í gær Yirenza, 29. janúar. Al*. „KONA mín og ég viljum þakka öllum þeim, sem hafa hugsað hlýlega til okkar síðustu sex vikurnar og minnst mín í bænum sínum," sagði James L. Dozier, hershöfðingi, sem í gær var bjargað úr klóm Rauðu herdeild- anna eftir 42 daga fangavist, á fundi, sem hann hélt með blaðamönnum ásamt konu sinni og dóttur. Blaðamannafundinum var sjónvarpað um alla Ítalíu og einnig til Bandaríkjanna. Dozier sagðist vera snortinn að þið segið frá þeim ákafa stuðningi, sem fólk hefur verið að láta í ljós við NATO undan- farna daga. Hann er stórkostleg- ur og ég er hreykinn af starfi mínu fyrir Atlantshafsbanda- lagið.“ Dozier kvaðst hafa keypt handa konu sinni jólagjöf nokkr- um vikum áður en honum var rænt „og nú ætla ég að færa henni hana“, sagði hann og rak konu sinni rembingskoss um leið af þeim hlýhug, sem hann og fjölskylda hans hefðu hvarvetna fundið, og ekki síst kvaðst hann vera ánægður með þann stuðn- ing við Atlantshafsbandalagið, sem víða hefði komið fram hjá almenningi vegna þessa máls. „Þið hafið flutt fréttir af mót- mælagöngunum," sagði hann við blaðamennina, „sem farnar hafa verið gegn Atlantshafsbandalag- inu víða um Evrópu. Nú vona ég, og hann lét hana fá gjöfina, hálsmen með ljóni heilags Mark- úsar, einkennismerki herafla Atlantshafsbandalagsins í Suður-Evrópu. Dozier svaraði engum spurn- ingum um vist sína hjá mann- ræningjunum og kvaðst ekki mundu gera það fyrr en hann hefði greint yfirboðurum sínum frá allri reynslu sinni. Hann sagði, að atburðir síðustu vikna hefðu sannfært sig um, að óvinir frelsisins sætu víða á fleti fyrir og að frjálst fólk yrði að halda vöku sinni. „Atlantshafsbanda- lagið er brjóstvörn frelsisins fyrir menn og konur,“ sagði Dozier. lögreglan gífurlegt vopnamagn í níu íbúðum eða vistarverum hryðjuverkamannanna og einnig komst hún yfir lista með nöfnum fjölmargra manna, sem taldir eru tengdir Rauðu herdeildunum á einn eða annan hátt. í öðru skjali var greint frá fyrirhuguðum skotmörk- um hryðjuverkamannanna og nöfn- um þeirra manna, sem ýmist átti að myrða eða ræna. í kvöld gaf lög- reglan í skyn, að búast mætti við enn frekari handtökum næstu daga. Lögreglustjórinn í Verona sagði í dag, að öruggt væri, að Dozier hefði verið myrtur ef mennirnir úr áhlaupssveitunum hefðu ekki bjargað honum í gær, fimmtudag. Sagði hann, að mannræningjarnir hefðu fljótlega tekið bindið frá aug- um Doziers og ekkert gert til að leyna hann því hverjir þeir væru, en það sagði hann benda ákveðið til þess, að búið hefði verið að dæma hann til dauða. Italska lögreglan vill ekkert um það segja hvernig henni barst vitn- eskja um hvar Dozier var hafður í haldi en ítalska fréttastofan Ansa hefur það í dag eftir heimildum innan lögreglunnar, að það hafi verið 22ja ára gamall maður, sem handtekinn var fyrir viku vegna eiturlyfjamáls, sem hafi veitt þær upplýsingar, sem máli skiptu. Bróð- ir hans situr í fangelsi vegna aðild- ar sinnar að Rauðu herdeildunum. James L. Dozier hershöfðingi mun á morgun, laugardag, verða spurður spjörunum úr af sam- starfsmönnum sínum og ítölsku lögreglunni um vistina hjá mann- ræningjunum. í gær og í dag hefur hann gengist undir stranga læknis- skoðun og þótt niðurstöður hennar liggi ekki alveg fyrir sögðu læknar hans í dag, að hann væri vel á sig kominn og virtist ekki bera þess nein merki andlega að hafa búist við dauða sínum stöðugt í 42 daga. Atburðirnir síðustu tvo daga þykja gífurlegur siðferðilegur sigur fyrir ítali og yfirvöldin í landinu og ljúka allir upp einum munni um að að málunum hafi nú verið staðið á þann hátt sem kunnáttumönnum sæmir. Sjá „Glæstasti sigur...“ bls. 18. Bara fyrir hina útvöldu Wa.shinKlon, 29. janúar Al' SEXTÁN þjóðir hafa nú beðið um að fá til sýningar þáttinn um Pól- land, „Megi Pólland vera Pól- land", þar sem leiðtogar margra þjóða tjá Pólverjum samúð sína og stuðning í þrengingum þeirra. Það, sem athygli vekur, er að í þessum hópi eru tvar AusturEvrópuþjóðir, Pólland og l'ngverjaland. Ekki mun þó fyrirhugað að sýna þáttinn öllum almenningi í þessum löndum heldur langar yfirstéttina, þá, sem með völdin fara, svo skelfilega mikið til að sjá hann, að það á að sýna hann sérstaklega fyrir hina út- völdu í aðalstöðvum ríkissjónvarps- ins í hvoru landinu fvrir sig. Sjá „Sjónvarpsþáttur..bls. 20—21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.