Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 15
inn heima á Sandi, enda brást það varla, að þegar fuglarnir fóru að verpa í hrauninu og út á engjun- um, komu þau hjónin heim að Sandi og nutu þar sumarsins með- al sveitunga og vina. Bjartmar var í 20 ár einn af rit- stjórum Arbókar Þingeyinga, og sinnti því starfi af miklum dugn- aði, enginn hefur ritað meira í rit- ið en hann, fór þar saman með- fæddur áhugi um ritað mál, og að bjarga frá glötun merkum heim- ildum og frásögnum þingeyskrar sögu. Kynni okkar Bjartmars hófust, þegar ég flutti til Húsavíkur 1953, en þá var hann í stjórn Kaupfé- lags Þingeyinga. Hann var fyrst kosinn í stjórnina árið 1937, og starfaði í henni lengi, eða 24 ár. — Þegar Bjartmar hóf þessi stjórn- arstörf, voru erfiðleikar í rekstri kaupfélagsins, og jafnvel sundur- þykkja meðal félagsmanna. En félagsstjórnin var samstiga um ráðstafanir, sem höfðu far- sæla þýðingu fyrir alla framíið kaupfélagsins. A þessu tímabili, urðu því miklar framfarir og gróska í uppbyggingunni. Ég veit að Bjartmar hafði að því mikla ánægju, að taka þátt í þess- um störfum og leggja góðu máli lið. Ég á því margar góðar minn- ingar um samstafið við Bjartmar frá þessum fyrstu árum sem ég var á Húsavík. Sá minningasjóður er mér góð eign, og rýrnar ekki, þó að ýmsir sjóðir í okkar þjóðfélagi hafi orðið verðlitlir. Við þetta tækifæri vil ég þakka þetta samstarf, um leið og við hjónin sendum Hólmfríði og fjöl- skyldunni allri, hlýjar samúðar- kveðjur. Finnur Kristjánsson Bjartmar Guðmundsson, fyrr- verandi alþingismaður og bóndi andaðist i Landspítalanum 17. þ.m. Bjartmar var fæddur á Sandi í Aðaldal 7. júní 1900 og átti hann þar heimili til æviloka. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Lilja Oddsdóttir og Guðmundur Frið- jónsson skáld. Bjartmar bar mikla virðingu fyrir foreldrum sínum. Hefur hann ritað af skilningi og einlægni um þau og lífsbaráttuna eins og hún kom barninu og ungl- ingnum fyrir sjónir. Um móður sína ritar hann grein í bókina „Haldið til haga“, sem út kom 1979. Lýsir Bjartmar móður sinni, dugnaði hennar, umhyggju og út- sjónarsemi í bústjórn og umsýslu allri á mannmörgu heimili. Hann dáði einnig föður sinn fyrir dugn- að, þrautseigju og athafnasemi. Þekktur bókamaður spurði Bjartmar: „Hvernig gat Guð- mundur á Sandi haft tíma til að yrkja öll sín kvæði, semja allar sínar sögur, ræður og ritgerðir og fara um allt land með alla sína fyrirlestra, maður með 11 krakka í heimili, við búskap á erfiðri jörð í MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 Kveðja frá Sjálf- stœðisflokknum Bjartmar Guðmundsson var alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra 1959—1971. Bjart- mar Guðmundsson sóttist ekki eftir að vera í framboði til al- þingis, en til hans var leitað og þótti fengur að fá hann til fram- boðs. Bjartmar var þá orðinn nálægt sextugu og hafði mikla lífsreynslu að baki. Hann hafði áunnið sér traust sveitunga sinna og þótt víðar væri leitað, enda gegnt ýmsum trúnaðar- störfum áður en hann var al- þingismaður. Kunnugir segja mér, að Bjartmar Guðmundsson hafi ekki sízt gefið kost á sér til framboðs til að vinna fyrir hérað sitt og þótti það skipta miklu máli, að það ætti fulltrúa á al- þingi í hópi stærsta stjórnmála- flokks þjóðarinnar. Á þingi lét Bjartmar Guð- mundsson sig einkum skipta málefni strjálbýlis og bænda og menningarmál almennt bar hann mjög fyrir brjósti. Bjartmar Guðmundsson var hægur maður í framgöngu en fastur fyrir og málafylgjumaður ef því var að skipta. Hann talaði og ritaði fallegt mál eins og hann átti kyn til og var í hví- vetna hinn dæmigerði fulltrúi hins bezta í íslenzkri bænda- menningu. Bjartmar Guðmundsson var Sjálfstæðisflokknum traustur málsvari og Sjálfstæðisflokkn- um sómi að honum. Að leiðarlok- um eru Bjartmari Guðmunds- syni fluttar þakkir fyrir fórnfús og árangursrik störf að þjóðar- heill. Samúðarkveðjur sendum við eiginkonu Bjartmars, frú Hólmfríði Sigfúsdóttur, og fjöl- skyldu þeirra. Geir Hallgrímsson 40 ár og í harðviðrasömu byggð- arlagi? Þetta hlýtur að hafa verið ofurmenni til athafna." „Ekki gat ég svarað þessu á förnum vegi öðru en að konan hafi verið ögn meira en nafnið tómt,“ sagði Bjartmar af sínu alkunna yfirlæt- isleysi. Skrifstofa Guðmundar á Sandi var svefnhús hjónanna, það var einnig saumastofa húsfreyju. Skrifborðið varð einnig að nota undir saumavélina og hefði það getað tafið skriftir, því ekki gátu þau bæði notað borðið samtímis, en samkomulagið var gott og verkaskiptin í samræmi við það. Bjartmar átti góðar minningar frá æsku og unglingsárunum úr foreldrahúsum, einnig átti hann kærar minningar um samfima- menn í héraðinu eftir að hann var fullvaxinn. I bókinni „Hér geta allir menn verið sælir", sem kom út 1978 er kafli um Hraunsrétt. Þar rifjar Bjartmar upp liðna tíð. Þar kemur m.a. fram hversu ræt- ur hans stóðu djúpt í því héraði sem hafði fóstrað hann. Við Hraunsrétt lét Bjartmar hugann reika yfir liðinn tíma, ár og ára- tugi og hugarsýnin verður glögg upprifjun um samfundi vina frá unglingsárum til síðustu tíma. Honum var hugsað til þeirra sem voru farnir, horfnir, „hvar eru þeir“? „Hálft í hvoru finnst mér að ég ætti að geta séð Indriða á Felli Þorkelsson við Ytra Fjalls- dilkinn, þéttan á velli og þéttlynd- an. Hvar er Jóhannes bróðir hans? Hvar er Helgi, annar Jóhannes, Jónas, Jónas, Sigurður, Sigurður, Pétur, Sigfús, Gunnlaugur, Karl, Friðfinnur, Árni, Benedikt, Óskar, Konráð, Vilhjálmur, Steingrímur, Ketill? Hvaða? Hvaða? Hættum nú. Nærri allar dilksdyr hringsins í kringum þennan stóra almenn- ing benda á einhvern í valnum." Þannig kemst Bjartmar að orði í fyrrnefndri bók sinni, þegar hann lætur hugann reika til liðins tíma við Hraunsrétt. Bjartmar var leitandi og hugs- andi. Spurningar komu oft fram í huga hans um lífið, tilgang þess og framvindu, en hann lifði eigi að síður í fullri vissu um, að maður- inn lifir þótt hann deyi, að látnir lifa. Bjartmar var sérstaklega vin- sæll maður, bæði heima í héraði og hvar sem hann fór. Eins og rak- ið er ítarlega af öðrum hér í blað- inu voru Bjartmari falin mjög mörg trúnaðarstörf. Gegndi hann þeim af mestu trúmennsku og leysti allt vel af hendi, sem honum var tiltrúað. Bjartmar sat ekki lengi á skólabekk en hann lærði í skóla lífsins og var á margan hátt vel menntaður. Hann var prýði- lega ritfær og vel hagmæltur var hann. Hann las mikið og var marg fróður. Alþingismaður var hann í 12 ár, frá 1959—1971. Bjartmar var lífsreyndur þegar hann tók sæti á Alþingi. Hann átti mörg áhuga- mál, sem hann vildi vinna að Hann sá mikinn árangur af starfi sínu á Alþingi og hafði góð og heillavænleg áhrif á gang þing- mála. Hann hafði glögga heildar- yfirsýn yfir þjóðlífið og bar sterka þrá í bjrósti til þess að vinna þjóð- inni gagn og bæta þjóðarhag. Bjartmar segir í bók sinni „Hér geta allir menn verið sælir". „Þar voru 12 ár helguð alvöru viðreisn, en viðreisn í háði á máli andstöð- unnar. Það var svo sem eftir henni að skopast að nafninu, á móti betri vitund líklega. Þrem sinnum var ég á lista og alltaf á sama stað. Hamingjan fylgdi honum í öll skipti og vaxandi." Hamingjan fylgdi Bjartmari í störfum hans og athöfnum. Hann var hamingjusamur í lífinu og sá margar hugsjónir sínar og vonir rætast. Hann var vinmargur og sáttur við alla. Hann átti ágæta konu sem sfoð ætíð við hlið hans í lífsbaráttunni og börn og barna- börn sem veittu honum mikla ánægju. Útför Bjartmars fer fram í dag frá Neskirkju í Aðaldal. Ég vil þakka Bjartmari fyrir langt og gott samstarf og trausta vináttu. Vegna fráfalls hans, vott- um við hjónin eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðrum aðstand- endum einlæga samúð. Ingólfur Jónsson. Þeir sem verða gamlir hafa margs að sakna. Þess verður vart, þegar huga er rennt yfir hóp horf- inna vina og samstarfsmanna. En því aðeins saknar maður, að mik- ils sje misst. Saknandinn hefir þá að jafnaði mikils notið á lífsleið- inni. Og mesta lífslánið er í því fólgið að njóta samvista góðra manna. Æskuáhrifin vara oftast lengst. Ungur fór jeg úr ættbyggð minni, en svo sterkar rætur hafði jeg fest þar, að jeg þráði alltaf að geta aftur fluttst heim í átthagana, þótt jeg ætti hvarvetna góðu fólki að mæta. Á efri árum hlaut ég hnossið. Mjer auðnaðist að flytja aftur heim í ættbyggðina. Auðvitað var hún þá ekki söm sem áður. Kyn- slóðaskifti höfðu átt sjer stað. En andinn lifði einn og sami. Jeg mætti í sýslunefndunum næstu kynslóð, sonum þeirra manna, sem hæst bar í hjeraði á æskuárum mínum. Það var einvalalið, og þar á meðal var Bjartmar Guðmunds- son, sonur Guðmundar á Sandi, sem um sína daga setti svip sinn öðrum fremur á þingeyska alþýðu- menningu. Bjartmar stóð föstum fótum í þeirri menningu, sem hann var vaxinn upp úr. Hann unni sveita- búskap, en hafði jafnframt hneigð til ritstarfa, svo sem hann átti kyn til. Hann hafði kvænst mætri konu úr heimabyggð sinni, þau höfðu reist sjer nýbýli á óðali feðra hans og eignast efnileg börn, „MÁLIÐ EK í athugun. Það er verið að vinna að þessu,“ sagði Iljörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra, er Mbl. spurði hann hver staða mála væri hvað varðar staðarval steinullarverksmiðju. Hjörleifur sagði einnig að hann hefði átt viðræður við fulltrúa norð- 15 og þau undu sjer vel öll í nattúru- fegurðinni við höfðalag Skjálf- andaflóa, enda voru bæði hjónin náttúruunnendur. Þetta var allt eins og það átti að vera. Það fór svo, að jeg kynntist Bjartmari einna mest sýslunefnd- armanna. Hann var ekki aðeins sýslunefndarmaður Aðaldæla- hrepps, heldur líka oddviti og hreppstjóri, og er það glöggt vitni þess hvers trausts hann naut í heimabyggð. Sýslumenn hafa jafnan margt við oddvita og hreppstjóra saman að sælda, og veltur á miklu fyrir þá, að traustir menn sjeu í þeim stöðum, og ekk- ert skorti þar á hvað Bjartmar snerti. En auk framangreindra sam- starfa unnum við Bjartmar saman í 20 ár að útgáfu Árbókar Þingey- inga. Bjartmar bar velferð hjeraðs síns mjög fyrir brjósti og veitti öruggt fylgi hverju því máli, sem hann hugði stuðla að farsæld þess og menningu. Þess vegna tók hann að sjer ritstjórn Árbókarinnar, þegar sýslunefndin ákvað að ráð- ast í útgáfu hennar, en útgáfan hefir alla tíð byggst að mestu leyti á ólaunaðri sjálfboðavinnu. Það kom því í hlut Bjartmars að afla efnis í bókina og móta stefnu hennar. Otrauður lagði hann lið sitt öðrum menningarmálum hjer- aðsins, sem sýslunefndin vann að, svo sem skólamálum, stofnún byggðasafns, hjeraðsskjalasafns, náttúrugripasafns, sjúkrahúss- málum o.fl. og sat í stjórn sumra þeirra og vann að velferð þeirra á ýmsan hátt. Þegar að því kom að safna stofnfjárgjöfum einstakl- inga til safnahússbyggingar í Húsavík, varð hann fyrstur til að greiða það framlag, og ber það áhuga hans fagran vott. Bjartmar var alúðlegur og glað- vær í viðkynningu, samstarfsljúf- ur, tillögugóður og starfsfús. Öll kynni okkar voru hin ánægju- legustu. Fyrir mína hönd og hjer- aðsins flyt jeg minningu hans al- úðarþakkir. Við fengum að njóta hans svo lengi sem vonir stóðu til, og kveðjum hann öll með söknuði. Fjölskyldu hans vottum við hjónin innilega samúð. Húsavík, 19. janúar 1982, Jóhann Skaptason, fyrrverandi svslumaður Þingevjarsvslu. Sjá ennfremur minningargreinar um Bjartmar Guðmundsson bónda og alþingismann á bls. 30—31. anmanna og sunnanmanna, í gær og hefðu þeir farið yfir málsatvik. Spurningin um staðarval stendur í milli Sauðárkróks og Þorlákshafnar, en íbúar þessara staða hafa sýnt áhuga á að koma upp slíkri verk- smiðju. Hjörleifur um steinullarverksmiðju: Málid er í athugun HEHWUStCKI BARNAFOT HUSGOGH MATVÖRUR , iasi 0PIÐ . r.-> v Vv': .„'.•' ; I DAG © Vdrumarkaöurinn hf. ÁRMÚLAIa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.