Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstotu: 10100 IW^rxjxtnliIíiíiití LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 Mjög slæm vatnsstaða á hálendinu: Landsvirkjun skerðir sölu á forgangsraforku um 10% Sáttatillaga í sjómannadeilunni: Hækkun á fastakaupi Nefnd um fækkun í áhöfnum ATKV7EÐI verða greidd hjá sjó- mönnum um helgina um sáttatil- lögu þá, sem sáttanelnd lagði fram í ({ærmorgun til lausnar kjaradeilu sjómanna á stóru tog- urunum. Samkvæmt upplýsingum MorKunblaðsins er kveðið á um ákveðna hækkun fastakaups í sáttatillöjíunni, samningstíma til 1. september og að nefnd verði skipuð til að fjalla um fækkun í áhöfnum þessara skipa. Sjómenn á stóru togurun- um, sem gerðir eru út frá Reykjavík, Hafnarfirði og Grindavík, hafa verið í verkfalli síðan 25. desember og stöðvað- ist Karlsefni t.d. um leið og verkfall skall á. í dag klukkan 14 hefur verið boðað til sameiginlegs fundar Sjómannafélags Reykjavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Matsveinafélags SSÍ og Sjó- manna- og vélstjórafélags Grindavíkur og verður fundur- inn haldinn að Borgartúni 18. Að lokinni kynningu á sáttatil- lögunni hefst atkvæðagreiðsla um sáttatillögu og stendur hún til klukkan 18 í dag og frá klukkan 10 til klukkan 17 á morgun. 368 atvinnu- lausir í Reykjavík í GÆR voru 368 manns skráðir atvinnulausir hjá Ráðningar skrifstofu Reykjavíkur, 183 karl- ar og 185 konur. Flestir hinna atvinnulausu eru verkamenn og verkakonur, sem ekki hafa enn fengið vinnu vegna verkfalls sjó- manna á stóru togurunum. Þá er nokkur fjöldi Iðjufólks at- vinnulaus og eins verzlunar- fólk. VERÐH/EKKANIR á ýmsum nauðsynjavörum og þjónustuliðum voru samþykktar á fundi verð- lagsráðs í gær, á löngum fundi sem stóð frá því klukkan 15 til að verða 18. Hækkanirnar eru á bil- inu 5,9% til 20%, en samþykktar voru verðhækkanir á smjörlíki, svartolíu, gasolíu, bensíni, far- LANDSVIRKJUN hefur þurft að grípa til verulegrar skerðingar á rafmagnssölu til fjögurra stórra orkukaupenda vegna slæmrar vatnsstöðu á hálendinu. Nemur skerðingin 36 megawöttum eða um 10% af þeirri forgangsraforku, sem orkukaupendurnir fjórir, almenn- ingsrafveitur, íslenzka álfélagið. hf., íslenzka járnblendifélagið hf og Áburðarverksmiðja ríkisins kaupa af Landsvirkjun. Fá þessir aðilar nú 319 megawött í stað 355 megawatta ef ástandið væri eðli- legt. Fulltrúar frá fyrrnefndum orkukaupendum voru kallaðir á fund Landsvirkjunar í gær og þar var gerð grein fyrir ástand- inu og þeim aðgerðum, sem grípa þarf til. Skerðingin er mest hjá ISAL í Straumsvík, 15,5 mega- wött af 149,2 eða 10;4%, 12 af 18 megawöttum hjá Aburðarverk- smiðjunni eða rúmlega 66%, 5,5 megawött hjá almenningsraf- gjöldum í innanlandsflugi, far- gjöldum Landleiða hf., milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, á gjaldtöxtum leigubíla, gosdrykkj- um, niðursoðnum fiski, saltfiski og nýjum fiski. Fiskur hækkar um 12,1%, ýsa og þorskur hækka um 19,2%. veitum og 3 megawött hjá Járn- blendiverksmiðjunni. „Vegna óvenju mikilla kulda og lítillar úrkomu á hálendinu er vatnsyfirborðið nú einum metra lægra en áætlanir Landsvirkjun- ar gerðu ráð fyrir," sagði Hall- dór Jónatansson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar í gær, þegar Mbl. spurðist fyrir um ástæður skerðingarinn- ar. „Ef vel á að vera má vatnsyf- irborðið ekki vera lægra en var Búvöruverð lækkar þann 1. febrúar samkvæmt efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórn- Saltfiskur hækkar um 7,2%, niðursoðinn fiskur hækkar um 14%, taxtar Ieigubifreiða hækka um 8%, fargjöld með vögnum Landleiða milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur hækka um 20%. Fargjöld í innanlandsflugi hækka um 8%. Þá hækkar bensín í verði um vorið 1981 en nú þykir hins vegar sýnt að það geti orðið tveimur metrum lægra og er þá mikil hætta á ferðum. Það gætu komið upp veruleg ísvandamál, sem erfitt væri að ráða við. Óhjá- kvæmilegt er því að grípa til skerðingar á forgangsorku næstu 1—2 mánuði og hefur fyrsta skrefið nú verið stigið. Hér er hins vegar um minni skerðingu að ræða en sl. vetur, en þá var hún mest 110 mega- arinnar um 15% til 30%. Er þessari lækkun ætlað að draga úr verðlagshækkunum 5,9%, um 50 aura, úr kr. 8,45 í kr. 8,95. Gasolía hækkar um 17,75%, svartolía hækkar um 12,3%. Loks hækka svo gos- drykkir í verði um 9% og hækk- un á smjörlíki nemur 10%. Allar þessar hækkanir hafa þegar tek- ið gildi. wött og lengst af 80—110 mega- wött síðustu 3—4 mánuði vetrar- ins,“ sagði Halldór. Skerðingin til áburðar- og járnblendiverksmiðjanna hefur þegar verið gerð að stórum hluta. Hins vegar mun ÍSAL draga úr orkunotkun sem nemur einu megawatti á dag eða 5 megawöttum á viku. Þarf ÍSAL að hætta álframleiðslu í tveimur kerjum á dag eða alls í 30 kerj- um af rúmlega 300. um 2,8%. Unnið var að útreikningi verðsins fram eftir kvöldi í gær og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun 1 lítri af mjólk lækka úr 6,65 krónum í 5,70, 1/4 lítri af rjóma lækkar úr 14,90 í 11,25, kíló af skyri lækkar úr 11,70 í 8,50. Mest er lækkunin á smjöri, um 30%. Það lækkar úr 80,40 í 56,50 og 45% ostar lækka úr 78,30 í 71,30 kílóið. Kindakjöt í heil- um skrokkum lækkar úr 42,40 kílóið í 35,80 og kílóið í skrokk- um, teknum sundur sam- kvæmt óskum kaupenda, lækkar úr 47,60 í 40,80. Þá lækka 2 1/2 kílóa pokar af kartöflum úr 14,05 í 10,60. Ekki hafði verið lokið út- reikningi á nautakjöti seint í gærkvöldi, en búizt var við því að lækkun á því yrði álíka og á kindakjöti. Hækkanir á vöru og þjónustu: Bensín, olía, fiskur, gosdrykk- ir, flugfargjöld, smjörlíki o.fl. Búvöruverð lækkar um 15 til 30% 1. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.