Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1982__ 9 Beethoven-tónleikar 12 HUGMYNDIR í NÝLISTASAFNI Myndlist Bragi Ásgeirsson Magnús V. Guðlaugsson, sem undanfarin ár hefur helgað líf sitt könnun á hugmyndafræðilegri listtúlkun, sýnir þessa dagana árangur viðleitni sinnar í húsa- kynnum Nýlistasafnsins, að Vatnsstíg 3. Er hér um að ræða myndaraðir á veggjum og gólfi svo og einstaka myndir, — bækur og sitthvað fleira er iiggja frammi á hillu. Hugmynd er gengur út frá stól og vex í teikningu á vegg. — Allt eru þetta gamalkunnir hlutir fyrir þann er hér ritar, en vera má, að slíkar athafnir séu ennþá hulin bók fjölmörgum er þetta land byggja. Blómaskeið slíks var á sjötta áratugnum en grundvall- arhugmyndirnar fæddust fyrir meira en hálfri öld. Þeir er ekki þekkja til slíkra hluta mættu gjarnan fjölmenna á Nýlistasafnið en það virðast menn einmitt ekki gera, þá er slíkar sýningar eru uppi og hafa aldrei gert í heimin- um nema þá er höfuðpaurarnir sýna, — hinir upprunalegu hug- myndasmiðir svo sem Marchel Ðuchamp og Man Ray. Aðsóknin er þannig svo til á núllpúnkti og mættu þó a.m.k. ábyrgðarmenn fjölmiðla fjölmenna á þessar sýn- ingar til að sjá og upplifa það sem málgögn þeirra auglýsa með hvað mestum hávaða um þessar mund- ir. En hvað um það, Magnús V. Guðlaugsson er einlægur í túlkun sinni og trúir vafalítið á tilgang og markmið liststefnunnar, sem ber að sjálfsögðu að virða. Óska ég honum alls góðs í framtíðinni. Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 28. jan. 1982. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Einleikari: Dmitry Sitkovetsky Efnisskrá: Beethoven: Fiðlukonsert í D-dúr op. 61 Sinfónía nr. 5 í c-moll op. 67. Jæja, þá er Jean-Pierre Jac- quillat aftur mættur til leiks eftir nokkurt hlé, og stjórnaði Sinfón- íuhljómsveitinni á tónleikunum í Háskólabíói sl. fimmtudagskvöld. Velgengni og listræn reisn hljómsveitarinnar er mjög undir því komið, hver um tónsprotann heldur, og Jean-Pierre Jacquillat hefur reynst vandanum vaxinn. Það er þó alltaf ánægjuleg til- breyting er gestastjórnendur hleypa ferskum straumum um tónleikasalinn, eins og sannaðist eftirminnilega er eldhuginn Gil- bert Levine stóð á pallinum fyrir hálfum mánuði. Og þá ekki síður er sá snjalli Gabriel Chmura stjórnaði glæsilegum tónleikum í nóvember í fyrra. En nú var það sem sagt Jacquillat er um stjórn- völinn hélt á ný og virtist bara kunna vel við sig. Að þessu sinni voru tvö af önd- vegisverkum Beethovens á efn- isskránni, nefnilega fiðlukonsert- inn í D-dúr og sjálf örlagasinfóní- an hvorki meira né minna. Verk sem hver einasti tónlistarunnandi þekkir út og inn. Og það var ekki af sökum að spyrja. Húsið var troðfullt og komust víst færri að en vildu. Beethoven laðar og lokk- ar, og allir vilja heyra verk, sem þeir hafa heyrt hundrað sinnum áður, það væri nú annað hvort. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það var vörpulegur Rússi er fór með einleikshlutverkið í fiðlu- konsertinum, Dmitry Sitkovetsky að nafni. Sitkovetsky er ungur farandlistamaður á framabraut, og kæmi mér ekki á óvart þó nafn hans ætti oft eftir að hljóma í eyr- um vorum í framtíðinni, jafn ágætur fiðlari sem hann er. í blaðaviðtali mátti lesa að Sitko- vetsky hefði oftlega leikið þennan konsert að undanförnu. En ekki Dmitry Sitkovetsky fannst mér túlkun hans bera vott um þreytu eða rútínuspila- mennsku — þvert á móti. Hann lék af innblásinni leikgleði og snerpu. Og þrátt fyrir furðu rólegt tempó í fyrsta þætti orkaði heil- steypt túlkun hans og mergjuð tækni ásamt ágætri samvinnu við hljómsveitina mjög sterkt á mig. Dmitry Sitkovetsky er vissulega í hópi þeirra, sem guðirnir elska. Og þá var komið að sjálfri hljómkviðu hljómkviðanna — fimmtu sinfóníunni — því marg- fræga og margþvælda verki. Mikið hefur nú verið hamast á upp- hafsstefi fyrsta þáttar. Mikið hafa þessar fallandi þríundir mátt þola í gegnum árin, en standa þó alltaf fyrir sínu. Og endalaust get ég dáðst að því hvað Beethoven tekst að vinna úr þessu smástefi. Já, þeir höfðu fallegt handbragð þess- ir karlar. Jean-Pierre Jacquillat Það verður hinsvegar að segjast, að hljómsveitin hefur oft leikið betur. Ónákvæmni í innkomum og flaustursleg spilamennska fyrsta þáttar var ekki sannfærandi. Að vísu lagaðist þetta er á verkið leið. Þannig hljómaði mikilfenglegur Iokaþátturinn sigurstranglega. Finnist einhverjum hér mælt af ósanngirni, er þeim sömu bent á að hlusta gaumgæfilega er kon- sertinum verður útvarpað. Rúmlega sjötíu þúsund stöðumælasektir í fyrra „VANDRÆÐAÁSTAND er nú í miðborg Reykjavíkur vegna aukins umferðarálags og fækkun bílastæða. Menn virðast ekki taka það með í reikninginn, að menn þurfa að leggja bifreiðum sínum á meðan þeir sinna erindum í miðbænum," sagði Oskar Olason, yfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar í Keykjavík í samtali við Mbl. „Frá Ingólfsstræti og vestur að Aðalstræti eru 7 bankar og í þeim starfa 892 starfsmenn, fyrir utan æðstu stjórn. Þá eru í kvosinni skrifstofur stórra fyrirtækja, svo ég nefni aðeins örfá: Borgarskrif- stofurnar, Eimskip og Póstur og sími. Þúsundir starfa hjá stórfyr- irtækjum, stofnunum og verzlun- um í miðbænum. Þetta fólk tekur upp þau fáu stæði, sem þar eru. Viðskiptavin- irnir komast ekki að; verða því oft að leggja ólöglega. Á síðastliðnu ári voru gefnir út á níunda þúsund lögreglusektir vegna ólöglegrar stöðu bifreiða. Sjálfsagt finnst mörgum ekki nóg að gert og að of margir leggi ólöglega, en vanda- málið er að vaxa okkur yfir höfuð. Út yfir allan þjófabálk tekur þó, þegar fjöldi stöðumælasekta er tekinn saman. Á síðastliðnu ári voru gefnar úr 70.610 stöðumæla- sektir. Menn freistast til að taka „sjensinn" og vera lengur í stæð- inu, því opin stæði eru svo fá í miðborginni. Er nú svo komið að myndast hefur vítahringur; talið er að á milli 50—60% af umferð- inni í miðborginni, séu ökumenn í leit að stæði. Um leið og ökumaður sést stíga upp í bíl, stöðva menn umsvifalaust og hyggjast komast í stæðið. En ökumaðurinn er „vandræðaástand í miðborginni vegna fækkunar bílastæða“ segir Óskar Ólafs- son, yfirlögreglu- þjónn kannski bara að bíða eftir konunni og löng biðröð myndast. Þannig myndast oft umferðarhnútar. Bíleigendur eru hornreka; stöð- ugt er þrengt að þeim með fækkun bílastæða og eins er tilhneiging að þrengja að umferðaæðum í mið- borginni. Bifreiðstæðum fækkar stöðugt á meðan bifreiðaeign íbúa höfuðborgarsvæðisins vex stöðugt. Umferðin þyngist slöðugt. Fríu stæðunum hefur fækkað mjög og er nú svo komið, að til hreinna vandræða horfir. Á skömmum tíma hefur BSR-port- inu verið lokað, Hafskip hefur fært út girðinguna við athafna- svæði sitt sem snýr út að Kalk- ofnsvegi og þar fóru á milli 80 og 90 stæði. Við sænska frystihúsið voru stæði sem nú eru horfin. í lok þessa árs hverfa bílastæðin í Grjótaþorpi og við Garðastræti. Glasgow-portið fer undir hús- byggingar og þar fara tugir bíla- stæða. í þess stað hefði átt að tvö- falda bílastæðin við Glasgow- portið með því að byggja plan yfir frá Garðastræti og hafa bílastæði á tveimur hæðum en samkvæmt skipulagi á þetta að hverfa. Fólk er farið að mæta fyrr á morgnana til vinnu til að finna sér stæði. í kvosinni eru á milli tvö og þrjúhundruð stöðumælar og innan við þúsund frjáls stæði. Það gefur auga leið, að þau duga hvergi, því starfandi fólk í miðbænum skiptir þúsundum. Það tekur upp bíla- stæðin. Staða miðborgarinnar sem verzlunar- og þjónustumiðstöðvar er því í mikilli hættu. Það er ljóst að eitthvað verður að gera ef ekki á að ganga af miðborginni dauðri sem verzlunarmiðstöð Reykjavík- ur. Mér finnst að bifreiðaeigendur eigi það inni hjá ríki og borg, að þessum málum verði sinnt af al- vöru og festu; að gripið verði til raunhæfra ráðastafana, því engir eru skattlagðir eins og bifreiðaeig- endur. En hvað er til ráða. Ég fyrir mitt leyti tel rétt að stórfyrirtæki í miðborginni sameinist um bíla- geymsluhús fyrir starfsfólk sitt, og raunar ekki bara starfsfólk heldur og viðskiptavini. Nú eða bifreiðastæði verði byggð þar sem Háskólavöllurinn er nú og eða við Umferðarmiðstöðina. Síðan hafi fyrirtækin vagna í förum milli miðborgarinnar og bílastæðanna. Þetta er hugsanleg lausn; bráða- birgðalausn á brýnum vanda en aðalatriðið er, að brugðist verði við þessu vandamáli af festu og alvöru," sagði Óskar Ólason, yfir- lögregluþjónn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.