Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 Tel víst að Skeiðar- árhlaup sé að hefjast - segir Ragnar Stefánsson í Skaftafelli Nokkud hefur snjóað í Reykjavík undanfarna daga og hefur hálka valdid ökumönnum erfiðleikum. í gær urðu 29 árekstrar frá hádegi til klukkan 20.00. Ekki urðu nein alvarleg slys á fólki. Ljósm. Mbl.: rax. Sölustofnun lagmetis: Útflutningurinn jókst um 10% á síðasta ári ÚTFLUTNINGUR Sölustofnunar lagmetis jókst um 10% á síðastliðnu ári og verðmæti jókst um 56%, en ef miðað er við dollar, þá jókst verð- mætið um 4%, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Sölustofnun lagmet- is. Útflutningsverðmætið á árinu var rúmlega 56 milljónir króna. Alls voru fluttar út 14 tegundir lagmetis og langmest af fimm teg- 23,5% hækk- un á sjónvarps- auglýsingum Auglýsingataxtar sjónvarps hækka um 23,5% frá og með 1. febrúar næst komandi. 60 sek- úndna auglýsing, sem áður kostaði 6680 krónur, kostar eft- ir hækkun 8250 krónur, og aðr- ar tímalengdir hækka tilsvar- andi. undum, það eru gaffalbitar, rækja, reykt síldarflök, grásleppuhrogna- kavíar og þorskhrogn. Lagmeti var á síðasta ári flutt út til 19 landa en helstu viðskiptalöndin voru Sovétríkin, Vestur-Þýzka- land, Bandaríkin, Frakkland og Bretland. í fréttatilkynningu Sölustofn- unarinnar segir, að fullvíst megi telja að útflutningur til Vestur- Evrópu hefði orðið meiri á árinu, ef gengisþróunin hefði ekki verið jafn óhagstæð og kunnugt er. Þá gerði Sölustofnunin breytingar á umboðsmannakerfinu í Banda- ríkjunum á árinu. Þá segir, að Sölustofnunin sé nú sjálfstæð útflutningsstofnun í eigu framleiðenda og njóti ekki neins opinbers framlags. Þróun- arsjóði lagmetis hefur nú verið sett sérstök stjórn. Hlutverk sjóðsins er að efla lagmetisiðnað- inn, meðal annars með því að stuðla að tæknilegri uppbyggingu, þróun vinnsluafurða og vöruteg- unda og markaðsöflun erlendis. í lok síðasta árs tók þess að gæta á hinum ýmsu mörkuðum, að erlendir neytendur drógu úr kaup- á öðru en brýnustu lífsnauð- um synjum og segir að Sölustofnunin verði að mæta því með þróun nýrra vörutegunda og sókn inn á markaði, sem líklegastir eru til að taka við auknu framboði lagmetis. „ÞAÐ HEFUR verið hægur vöxtur í ánni frá því á fimmtudagsmorgun og vatnið í henni dökkt eins og hlaupvatn auk þess sem brenni- steinslykt er af því. Því tel ég víst að Skeiðarárhlaup sé að hefjast,“ sagði Ragnar Stefánsson, bóndi á Skaftafelli, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Ragnar sagði ennfremur, að þetta byrjaði líkt og síðasta hlaup, 1976, og sér sýndist að byrjunin benti til þess að hlaupið yrði svipað og þá. Þó bæri þess að gæta að vatnsborð Grímsvatna væri hærra nú en það hefði verið í langan tíma og gæti það breytt einhverju. Annars vildi hann engu spá um stærð hlaupsins. Morgunblaðið hafði einnig samband við Sigurjón Rist, Wijk aan Zee: Jóhann í 8. sæti JOHANN Hjartarson gerði í gær jafntefli við hollenska alþjóðlega meistarann Langeweg í B-flokki á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee. Hann hefur hlotið 3 vinninga og er í 8. sæti en Kindermann, V-Þýzkalandi, sem kemur á Reykja- víkurskákmótið, hefur 5'A vinning og er efstur. John Nunn, van der Wiel og Bal- ashov eru efstir og jafnir í stór- meistaraflokki með 7 vinninga og biðskák. Nunn og Wiel eiga inn- byrðis biðskák og Balashov á biðskák við Christiansen. Þeir Tal og Hort hafa einnig hlotið 7 vinn- inga. Kavalek og Hubner hafa 6'Æ vinning og Nikolic og Sosonko hafa 6 vinninga og 1 biðskák. Aðr- ir keppendur eiga vart möguleika á sigri í mótinu. Úrslit í gær urðu þau, að Timman vann Chandler, Tal vann Sunye, Hort og Húbner gerðu jafntefli og Kavalek vann Ree. Skákir Nunn og Wiel og Christiansen og Balashov fóru í bið. vatnamælingamann, sem fylgzt hefur með Skeiðarárhlaupum síðan 1954. Sagði hann að hlaup að þessu sinni kæmi með svipuðu millibili og hlaup undanfarin ár, á milli þeirra væru 5 til 6 ár. Hann sagði að mjög erfitt væri að spá um væntanlega stærð hlaupsins. Hlaupin hefðu verið að minnka síðan 1954 er hann mældi stærsta hlaupið. Vatns- magnið þá hefði verið um 3Vi rúmkílómetri en síðasta hlaup aðeins á 3. rúmkílómetra. Erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvort hlaup nú ylli skemmdum, aðstæður væru öðruvísi en í sept- ember 1976 er síðasta hlaup varð og olli það engum skemmdum. Nú væri verulegur klaki í jörð og gæti það breytt talsverðu um farveg hlaupsins. Nú myndu menn frá Vegagerðinni, Raf- magnsveitum ríkisins og Orku- stofnun fylgjast með hlaupinu og yrði það mælt bæði hvað rennsli varðaði og lækkun Grímsvatna- skálarinnar. Þá sagði hann að Skeiðarárhlaup yxu venjulega fremur hægt svo ekki væri búizt við því að þetta hlaup næði há- marki fyrr en eftir viku til 10 daga. Reykjavíkurskákmótið: Fimm kepp- endur til viðbótar FIMM skákmenn tilkynntu þátt- töku í Reykjavíkurskákmótinu í gær, þrír Svíar og tveir Þjóðverjar. Sviarnir eru allir alþjóðlegir meistarar, Tom Wedberg með 2435 Elo-stig, Lars Ake Schneider með 2435 stig, og Kais Zouri, með 2395 stig. Þjóðverjarnir eru Kind- ermann, alþjóðlegur meistari með 2410 stig og Boschoff, titillaus með 2395 stig og vantar hann herzlu- mun á að ná síðari áfanga í alþjóð- legan titil. Áhrif væntanlegrar tollalækkunar á heimilistækjum: Verð uppþvottavélar lækkar um 2.000 kr. Gjaldskrár hafna og Ríkisskips hækka um 15% EITIR að stjórnarfrumvarp um lækkun tolla á ýmsum heimilis- tækjum hefur tekið gildi mun verð þeirra lækka um nærri 25%. Mbl. fékk í gær í tveimur verslunum upplýsingar um áhrif þessarar tollalækkunar, en ráð- gert er að tollar lækki úr 80% í 40%. Hjá Vörumarkaðnum var upplýst að verð þvottavéla lækkaði t.d. úr kr. 8.590 í 6.900 kr., þ.e. á vélum sem leystar yrðu út næstu daga á verði eft- ir að gengislækkun tók gildi. ísskápar lækka úr kr. 10.500 í 8.700 til 8.800 kr. og upp- þvottavélar úr kr. 15.000 í 13,000. í heimilistækjadeild Heklu hf. var Mbl. tjáð að verðið lækkaði almennt um 25%. Þannig lækkaði hrærivél úr kr. 3.740 í um 2.800 krónur, en tollalækkun þessi mun auk framangreindra tækja lækka verð frystikistum, gufugleypum á m.a. brauðristum, ryksugum og Samgönguráðuneytið heimilaði í gær 15% hækkun á gjaldskrá Skipa útgerðar ríkisins, og tók hækkunin gildi frá og með deginum í gær, 29. janúar. Ríkisskip hafði farið fram á 20% hækkun, en gjaldskrárnefnd lagði til 15%, og fór ráðuneytið eftir því. I gær var einnig heimiluð 15% hækkun á gjaldskrá hafna, en far- ið hafði verið fram á 19% hækkun, en þar lagði gjaldskrárnefnd einn- ig til 15% hækkun. Hækkunin tek- ur ekki gildi fyrr en hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Áður hafði samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, heim- ilað 10% hækkun á gjaldskrá Pósts og síma, en að sögn Halldórs S. Kristjánssonar í samgöngu- ráðuneytinu hafði í gær ekki bor- ist umsögn gjaldskrárnefndar um strætisvagna, og bíður ákvörðun um hækkun því um sinn. Kosið í Einingu um miðjan næsta mánuð EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvenær stjórnarkosning fer fram í Verkalýðsfélaginu Einingu á Akur eyri, en líklegt er talið, að það verði um miðjan febrúar. Tveir listar bárust, en fram- boðsfrestur rann út á fimmtudag. Annars vegar listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs með Jón Helgason í formannssafeti og hins vegar listi borinn fram af Jóni S. Sigurðarsyni ög fleirum með Guð- mund Sæmundsson sem for- mannsefni. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Guð- mundur Sæmundsson og félagar að kæra kjörstjórn vegna þessara kosninga þar sem tveir menn í kjörstjórn eru boðnir fram sem endurskoðendur á stjórnarlistan- um. Jafnt hjá Guðmundi GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði í gær jafntefli við V-Þjóðverjann Bor- ik í 4. umferð úrslitakeppni svæða- móLsins í Randers. Báðir tefldu stíft til vinnings og var um hörkuviður eign að ræða, en skákin leystist upp í jafntefli í lokin. Önnur úrslit urðu þau, að Mur- ey, ísrael, vann Tiller, Noregi, Karlsson, Svíþjóð, vann Lobron, V-Þýzkalandi, og Kagan og Grun- feld, ísrael, gerðu jafntefli. Staðan í 8-manna úrslitakeppn- inni er nú: 1. Murey 3'á, 2. Karls- son 3, 3.-4. Grunfeld og Lobron 2, 5.-7. Guðmundur, Tiller og Borik 1 'á og 8. Kagan 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.