Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 SAMHELDNI WWM Hafa hist árlega í aldar- fjórðung! „Þetta er þriðji dokkur KK frá því 1956, við höfum alltaf hist einu sinni á ári síð- an, aldrei fallið ár úr,“ sagði (jiunnar Felixson að- stoðarforstjóri hjá Trygg- ingamiðstöðinni í samtali við lllaðvarpann í vikunni, er hann var spurður um nokkuð sérstakan félags- skap er hann starfar í; KR ’56. ,,1‘etta voru hressir strákar, og við náðum vel saman, það hefur sjálfsagt bundið okkur traustum böndum,“ sagði Gunnar ennfremur. Það er víst ekki ofsögum sagt hjá Gunnari, að hópurinn hafi náð vel saman. Þriðji flokkur KR sumarið 1956 vann það afrek, að skora um sumarið 53 mörk, gegn aðeins 4, sem liðið fékk á sig. Árangurinn var enda í samræmi við það: Þeir urðu Islandsmeist- arar, Reykjavíkurmeistarar og sigurvegarar á Haustmótinu haustið 1956, sigruðu með öðrum orðum í öllum mótum sem þeir kepptu í það sumarið! Auk Gunnars voru eftirtaldir í liðinu sigursæla: Þorkell Jóns- son, Skúli B. Ólafs, Örn Steinsen, Úlfar Guðmundsson, Kristinn Jónsson, Björgólfur Guðmunds- son, Valur Páll Þórðarson og Ólafur Stefánsson, að ógleymd- um þeim er lengst náði á knattspyrnuvellinum: Þórólfi Beck. Einnig voru í liðinu þeir Magnús Jónsson og Gylfi Gunn- arsson, en þó ekki að staðaldri, og þeir hafa ekki verið með i fundum KR '56 síðar. Þjálfari strákanna var Sigurgeir Guð- mannsson þetta sumar. En Atli Helgason þjálfaði þá einnig á þessum árum, þó Sigurgeir væri með þá sumarið mikla. „Við höfum hist á hverju ári síðan þetta góða sumar,“ segir Gunnar, „við höfum borðað sam- an og skemmt okkur á ýmsan hátt. Lög voru samin fyrir fé- lagsskapinn og þar var skýrt tekið fram að konur manna eða kærustur skyldu ekki sitja „fundi" hópsins. Það ákvæði hélst óbreytt í tuttugu ár, að við breyttum því, og nú tökum við konur okkar með á þessar árlegu samkomur okkar. Yfirleitt, og raunar alltaf, höfum við hist hér heima, þar til í haust að við smelltum okkur til Englands. Þannig stóð á að einn okkar, Björgólfur Guðmundsson, er þar að vinna um þessar mundir, og við hittumst hjá honum. Það var nú meginástæðan að farið var út fyrir landsteinana að þessu sinni. — Já, ég á von á því að við höldum þessu áfram, annað kemur varla til greina held ég. Þetta er góður hópur, og gaman að hittast, en annan tilgang en að hittast og rifja upp gamlar endurminningar hefur KR ’56 ekki. Þetta er engin „regla" eða „klúbbur" í eina eða aðra veru," sagði Gunnar að lokum. í þá góðu, gömlu daga, sumarið 1956. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Felixson, Björgólfur Guðmundsson, Úlfar Guðmundsson, Kristinn Jónsson, Þórólfur Beck og Magnús Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Stefánsson, Þorkell Jónsson, Gylfi Gunnarsson, Valur Páll Þórðarson, Örn Steinsen, Skúli B. Ólafs og Sigurgeir Guðmannsson, þjálfari. Og hér eru þeir flestir saman komnir í London í haust, aðeins eldri, og þó ekki svo mjög! Fremri röð frá vinstri: Björgólfur Guðmundsson, Kristinn Jónsson, Valur Páll Þórðarson, Gunnar Felixson og Ólafur Stefánsson. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Jónsson formaður KR, sem var viðstaddur í tilefni 25 ára afmælisins, Atli Helgason þjálfari, Úlfar Guðmundsson, Örn Steinsen, Skúli B. Ólafs, Þorkell Jónsson og Sigurgeir Guðmannsson þjálfari. — Ungir menn enn, þó flestir séu fæddir 1940! Kom Kólumbus til íslands? Þessa frásögn rakst blaðamaö- ur Hlaðvarpans nýlega á í öðru bindi ritverksins Landið þitt — ísland, sem út kom hjá Erni og Örlygi í haust: Sumariö 1477 kom tiginn maöur út á skipi í Rifi og haföi hann vet- urvist á Ingjaldshóli. Hefur því ver- iö haldið fram aö þaö hafi veriö Kristófer Kólumbus og hafi hann verið aö kynna sér siglingar nor- rænna manna vestur i haf.“ Frásögn þessi er í kaflanum um Ingjaldshól á Snæfellsnesi, og er ekki lengri. Vissulega væri þó fróö- legt aö vita, hvort frekari heimildir eru um meinta hingaökomu Kól- umbusar. Kristófer Kólumbus Drottning- arbraut Nokkuð er nú um liöiö, frá því islendingar stigu það spor, að „afskaffa" kónginn, og stofna lýðveldi hér út við hiö ysta haf. Kóngafólk á þó enn upp á pall- borðið hjá mörlandanum ekki síöur en hjá frændum vorum Dönum. Því til sönnunar má nefna, aö nýlega mun hafa veriö ákveöiö á Akureyri, aö gatan úr bænum fram í Eyjafjörö skuli heita Drottn- ingarbraut og ekkert annaö, en svo hefur hún veriö nefnd í dag- legu tali Akureyringa frá því Mar- grét II Danadrottning ók þar um eitt sinn á leið um Noröurland. Þessa vitneskju hefur Hlaövarpinn úr íslendingi. UÓÐ Nýlist eda niður sodin ljód? - Nema hvorutveggja sé? Þcssi sérstæða niðursuðudós barst Hlaðvarpanum í hendur í vikunni, eða ætti ef til vill fremur að segja sérkennileg Ijóðadós, varla Ijóðabók þó? — Oðru megin stendur þetta látlausa orð, að vísu ritað skrauLstöfum: „LJ(H)“. — Hinu megin getur svo að líta þessa áletrun: „í VERKFALLI BÓKA- GERDARMANNA, - JÓN LAXIÍAL HALLDORSSON 1981.“ Er hér sennilega komin skýringin á hinum óvenjulegu umbúðum, skáldið hefur ekki séð aðra leið til að koma Ijóðunum út í verkfallinu sáluga, en að sjóða þau niður! Ljóðadós þessi hefur ekki víða farið, en þó borist furðu hratt manna í milli. Og til sölu mun hún vera í þeirri ágætu búð, Bókabúð Jónasar á Akureyri. Hefur Hlaðvarpinn það fyrir satt, að höfundur sé Jón Laxdal Halldórsson kennari með meiru þar nyrðra, sá hinn sami og áður hefur gefið út ljóð með „gamla laginu". En hvað í dósinni er, veit Hlaðvarpinn ekki. Dósinn er hin mesta gersemi eins og hún er, og því gæti verið áhættusamt að opna hana. Verið gæti að Jón hafi talað ljóð sín niður í hana, og þau gætu þá fokið út ef dósa- hnífnum væri beitt ógætilega. Nú, vera kynni að ekkert væri í dósinni, og væri skaðinn þá tvö- faldur: Hulunni svipt af engu, og dósin skemmd. Séu hins vegar prentuð ljóð í dósina góðu, þá borgar sig vafalítið að opna hana. Hlaðvarpinn eftirlætur þeim er dósina fá í hendur, hverjum og einum, að taka sína ákvörðun, upp á eigin ábyrgð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.