Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 Minning: Bjartmar Guðmundsson bóndi og alþingismaður á Sandi Fæddur 7. júní 1900 Dáinn 17. janúar 1982 Bjartmar Guðmundsson fyrr- verandi alþingismaður á Sandi lézt í Landspítalanum hinn 17. janúar sl. Hann hafði átt við van- heilsu að stríða nokkur ár, svo að hann varð að gæta sín. Mér er þó i fersku minni, hversu hýr í bragði og hress hann var í afmælisfagn- aði Heiðreks bróður síns á haust- dögum fyrir rúmu ári. Þar lék hann á als oddi. En smátt og smátt hlaut að draga af honum og undir lokin fékk hann að njóta þess hvílík gifta það er á skilnað- arstundinni að eiga lífsförunaut, sem vakir yfir manni óþreytandi í umhyggju sinni og alúð. Hann kvaddi þennan heim eftir að hafa skilað góðu dagsverki og var sá giftumaður, að þau hjón eignuðust sjö mannvænleg börn, er öll hafa komizt upp og staðið sig í lífsbar- áttunni. Bjartmar Guðmundsson fædd- ist á Sandi í Aðaldal 7. júní árið 1900, elzta barn þeirra hjóna Guð- mundar Friðjónssonar skáldbónda og Guðrúnar Oddsdóttur frá Garði. Um heimilisbraginn er óþarfi að fjölyrða hér, svo þjóð- kunn sem þau hjón voru og svo margt sem um þau hefur verið skrifað. En vitaskuld hlaut heim- ilisfólkið að gera hvort tveggja í senn að njóta þess og gjalda, hví- líkur maður þjóðskáldið var, svo var hann er einstakur í bókmennt- um okkar og hefur raunar ekki enn hlotið þann sess, sem verðugt er. Slíkt gat ekki orðið átakalaust. Bjartmar var bráðþroska og vel að sér á unga aldri, svo það^kom af sjálfu sér, að faðir hans sýndi honum snemma mikið traust við búreksturinn, enda voru þeir sam- rýndir og nutu návistar hvor ann- ars. Hefur mér raunar verið sagt, að þessi ár, meðan hann stóð fyrir búi föður síns, hafi bóndaeðlið verið ríkast. í honum og hann notið sín bezt við þau störf, enda gat hann gefið sig að þeim óskiptur. Einkaniega var það á orði haft, að hann þætti frækinn sláttumaður og var það svo raunar alla tíð, að vor- og sumarannirnar áttu bezt við hann af bústörfunum. Til marks um það er sú saga sögð, að eitt sinn hafi verið efnt til kapp- sláttar á Laxárengjum, þar sem mestu sláttumenn sveitarinnar reyndu með sér. Bjartmar varð þeirra hlutskarpastur. Eftir að bræður hans komust á legg og unnú að búskapnum, hleypti Bjartmar heimdraganum og vann einn vetur hjá Kveldúlfi hálfþrítugur að aldri og var sumartíma í Siglufirði. Hann hvarf þó heim aftur, en eins og fram kemur í endurminningum hans, var útþrá í honum á þessum árum. Hann hélt tryggð við Sand og naut hinnar villtu náttúru þar í ríkum mæli, en „þessi blettur" var ekki heilagur í hans augum, held- ur stóð hugur hans til þess að reyna sig á nýjum stað og þótti honum sárt að hafa ekki efni til þess að kaupa Laxamýri, þegar hún varð föl öllum að óvörum. Aðrar jarðir lágu heldur ekki á lausu. A þessum árum rak hann félagsbúskap á Sandi með föður sínum og bræðrum, en smátt og smátt hlóðust á hann trúnaðar- störf og margvíslegar annir utan heimilis. Það er til dæmis um það traust, sem sýslungar hans báru til hans, að hann var kjörinn í stjórn Kaupfélags Þingeyinga 1937 ásamt Páli Jónssyni á Grænavatni, þegar mjög hallaði undan fæti í þeim rekstri. Þótti hann þar sem annars staðar ráð- deildarsamur og ráðagóður og áhugasamur um það, sem honum var trúað fyrir. Árið 1938 kvæntist hann Hólmfríði Sigfúsdóttur hrepp- stjóra og bónda, síðast á Múla í Aðaldal, Bjarnasonar og konu ■ •«»***■■■ w-m wmmmmmmm hans, Halldóru Halldórsdóttur frá Kálfaströnd í Mývatnssveit, og bjuggu þau á fjórðungi jarðarinn- ar, sem var gerður að nýbýli árið 1948. Þau hjón eignuðust sjö börn og reyndi mjög á hina ungu hús- móður við búskaparstörfin utan og innan heimilis, eins og oft er um einyrkjana, en faðir hennar, sem flutt hafði með henni að Sandi, reyndist þeim drjúgur, enda Bjartmar einatt frá vegna skyldustarfa sinna og anna utan heimilis. Hann var farsæll bóndi, fór vel með og glöggskyggn á allt, er að fjármálum laut, en gat þó ekki talist fjáraflamaður, enda beindist áhuginn á víðari svið. Hann hafði sterka hneigð til fé- lagsmálastarfa og skáldskapar, óvenju vinsæll og vildi leysa vand- ræði allra, er til hans leituðu, vin- fastur og traustur og vann fylgi við sín mál með rósemi og festu. Það voru þessir eðliskostir hans, sem ollu því, að til hans var leitað eftir kjördæmabreytinguna, þegar að því kom að sjálfstæðismenn í Þingeyjarsýslum eygðu það, að þeir fengju sinn fulltrúa kjörinn til Alþingis. Reynslan átti eftir að sýna, að þeir höfðu valið rétta manninn. Bjartmar Guðmundsson settist á Alþingi nær sextugur að aldri, fullþroska og reyndur í félagsmál- um, enda hafði hann verið í fram- varðarsveit sinna sýslunga um hvers kyns framfaramál. Á AI- þingi reyndist hann traustur og málefnalegur málafylgjumaður og sótti gjarnan líkingar í sögu þjóð- ar sinnar eða bókmenntir, ef hon- um þótti mikils við þurfa. Honum lét vel að vinna í nefndum, enda setti hann sig vel inn í mál og var fljótur að skilja kjarna þeirra. Einkum beitti hann sér í málefn- um landbúnaðarins, var áhuga- samur um samgöngumál sérstak- lega og raunar öll þau mál, er hann taldi til þrifa fyrir sína sýslunga. Síðast en ekki sízt beitti hann sér mjög í menningar- og skólamálum og lagði metnað sinn í að leysa skólamál sveitunga sinna til frambúðar með Hafra- lækjarskóla, áður en hann lét af þingmennsku. Hann óx af þing- mannsstörfum sínum og var aldr- ei vinsælli né naut meira trausts en þegar hann hvarf af þingi vorið 1971. Bjartmar Guðmundsson naut skammrar skólagöngu, enda sagði hann sjálfur: „Barnaskóli sveita- krakkans hefir lengi verið á eng- inur gagnfræðaskólinn og lands- prófið. Þangað sótti hann sitt þrek og hita í hamsi, og um leið lífs- björg og manndómsmátt. Þar á Is- lendingurinn flest sín spor. Spor við slátt, spor við rakstur, spor við þurrk, spor á eftir spori og spor yfir spor.“ — Trúnaðarstörfin hlóðust á hann snemma: Hann var í hreppsnefnd Aðaldælahrepps i 31 ár og oddviti síðustu 8 árin 'til 1962, hreppstjóri í 34 ár til 1978, í sýslunefnd í um 40 ár og í stjórn Kaupfélags Þingeyinga í 24 ár frá 1937 til 1961. Hann var áhugamað- ur um skólamál og sat í skólaráði Héraðsskólans á Laugum. Síðast en ekki sízt var hann ritstjóri Árbókar Þingeyinga í 20 ár, frá 1958, fyrst einn en ásamt Sigur- jóni Jóhannessyni skólastjóra frá 1968. Hann sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1960 til 1966 og var skipaður í endurskoðunar- nefnd vegalaga 1961 og í endur- skoðunarnefnd laga um lax- og sil- ungsveiði 1967. Bjartmar Guðmundsson var alla sína ævi sískrifandi, einkum þó eftir að hann lét af þing- mennsku. Eftir hann liggur fjöldi greina og smásagna í blöðum og tímaritum, ekki sízt í Árbók Þing- eyinga. Skrif hans þar lýsa vel eðl- iskostum hans og hversu hann lagði sig fram um að þekkja og varðveita sitthvað það um byggð- arlag sitt, sem mátti verða öðrum mmmwwnmmwmwwwmmmmwmwmwmmwmmm wm til ánægju og þroska. Öll eru skrif hans menningarleg og vönduð. Þá sendi hann frá sér þrjár bækur, I orlofi, smásögur 1968, Hér geta allir verið sælir, minningarþætti 1978, og Haldið til haga, minn- ingarþætti 1979. Ekki leynir sér, að Bjartmar hefði náð langt sem rithöfundur, ef hann hefði gefið sig allan að ritstörfum. Stíllinn er léttur og gamansamur, en þó er alvara undir niðri og barátta í sögunum, svo að þær verða manni umhugsunarefni eftir á um leið og þær bregða nýju ljósi á búmanns- raunirnar hér fyrr meir. Það er eftirtektarvert, að í huga hans var ekki eftirsóknarvert í sjálfu sér, að menn rígbyndu sig við sömu torfuna ævilangt, heldur hlytu menn að færa sig til, þangað sem lífsbjörgin væri meiri. Minningar- þættirnir eru einhverjir þeir beztu, sem ég hef lesið, fullir af svipmyndum og mannlegri hlýju. Það er t.d. ógleymanlegt hvernig hann lýsir árinu 1918 eða hundin- um Hring, svo dæmi séu tekin. Og setningar eins og þessi hjá öld- ungi, sem lifað hefur nær 80 ár, segja langa sögu: „Og um leið er maður orðinn bara 18 ára og þarf ekki að setja upp nein gleraugu eða hugsa um fúinn fót ellegar leti í hjartanu. Nei.“ I fari Bjartmars hefur mér jafn- an þótt vænzt um væntumþykju hans til smælingjanna, sem ég þykist sjá að hann hafi tekið í arf eftir föður sinn. Fuglarnir voru vinir hans og hann var óþreytandi á þingi og hvar sem var að berjast fyrir þá og leggja þeim lið, eftir því sem kostur var. — I garðinum heima á Sandi áttu smáfuglarnir öruggt skjól fyrir hreiður sín og unga. Ef köttur nálgaðist, bönk- uðu þeir á gluggann hjá Bjart- mari, sem snaraðist út og bægði hættunni frá. Raunar voru allir kettir lokaðir inni, meðan hættan var mest, unz ungarnir voru flogn- ir úr hreiðrinu. Nú er Bjartmar ailur og horfinn til feðra sinna. Þar fór góður drengur, en minningarnar ylja nánustu ættingjum, sem eiga um sárt að hinda. Megi góður Guð styrkja Hólmfríði, börnin og barnabörnin á þessum dögum í sorg þeirra. Halldór Blöndal Góðvinur minn og samþingmað- ur, sveitarhöfðinginn Bjartmar á Sandi, er nú horfinn af sjónarsvið- inu eftir langt og farsælt ævistarf. Kynni mín af Bjartmari Guð- mundssyni hófust árið 1959, er hann féllst á að taka þriðja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Kjördæmisráði flokksins þótti rétt, að við Jónas Rafnar, sem höfðum verið þingmenn Akureyr- . i.nga og . Ky/irðjijga . eftic . hinni fyrri kjördæmaskipan, skipuðum tvö efstu sætin, enda var fylgi flokksins traustast í þeim héruð- um. Sjálfsagt þótti jafnframt og nauðsynlegt að fá Þingeying og þá helzt þingeyskan bónda til þess að skipa þriðja sæti listans. Stað- næmdust augu manna skjótt við bóndann á Sandi, sem að vísu hafði ekki haft opinber afskipti af stjórnmálum, en hafði unnið að margvíslegum félagsmálum um langt árabil og naut mikils trausts sveitunga sinna og víðar um Þing- eyjarsýslu. Var hann þá bæði hreppstjóri og oddviti í Aðaldæla- hreppi. Auk þess var hann einlæg- ur samvinnumaður og afsannaði rækilega þá kenningu Framsókn- armanna, að enginn geti verið góður samvinnumaður nema ganga á mála hjá Framsóknar- flokknum. Naut hann slíkrar við- urkenningar í hinu mikla sam- vinnuhéraði, að hann hafði verið kjörinn í stjórn Kaupfélags Suð- ur-Þingeyinga. Allt mælti því með, að Bjartmar á Sandi væri hinn æskilegasti frambjóðandi til Alþingis. Árið 1959 þótti það ekki hæfa, sem nú telst sjálfsagt, að menn leggi sjálfir dóm á verðleika sína til þingsetu og reyni að komast inn á framboðslista flokka með því að safna um sig liði, jafnvel úr hópi flokksandstæðinga í svoköll- uðum prófkjörum, og er þá jafnvel samherjum ekki hlíft í kosninga- slagnum. Það var forustulið Sjálf- stæðisflokksins heima í héraði, sem bar fram þá eindregnu ósk við bóndann á Sandi, að hann tæki sæti á framboðslista flokksins til stuðnings þingeyskum hagsmun- um, því að miklu máli gæti það skipt Þingeyinga að eiga ef til vill kost á þingmanni í stærsta stjórn- málaflokki þjóðarinnar. Bjartmar reyndist ekki áhugasamur um framboð, en lét þó undan rök- semdum sýslunga sinna og sveit- unga, því að ekkert var honum ofar í huga en efla framfarir í þingeyskum byggðum. Það kom strax í ljós, að val Bjartmars Guðmundssonar á framboðslista flokksins hafði ver- ið rétt ráðið. Þótt Bjartmar hefði ekki verið áhugasamur um eigið framboð, lá hann ekki á liði sínu í kosningabaráttunni. Og það reyndist svo, að einmitt vegna framboðs Bjartmars á Sandi barst lista Sjálfstæðisflokksins stuðn- ingur margra, sem ekki höfðu áður veitt flokknum brautargengi. Að atkvæðatalningu lokinni var líka reyndin sú, sem fæstir höfðu þorað að vona, að bóndinn á Sandi hafði náð kjöri tii Alþingis sem landkjörinn þingmaður. Og því sæti hélt hann í þrjú kjörtímabil, eða þar til hann sjálfur kaus að draga sig í hlé árið 1971. Hann varð hins vegar að gjalda stuðn- ings síns við Sjálfstæðisflokkinn á þann hátt að vera ekki lengur tal- inn hlutgengur í stjórn Kaupfé- lags Suður-Þingeyinga. Þar hlutu hagsmunir þingeyskra bænda að víkja fyrir trúarjátningu Fram- sóknarflokksins. En þetta ósæmi- lega framferði Framsóknarfor- ingjanna minnkaði ekki traust manna á Bjartmari Guðmunds- syni, heldur varð þeim sjálfum til vanza. Það kom skjótt í ljós, að það var enginn veifiskati, sem settist í þingbekk, er Bjartmar á Sandi tók þar sæti. Hann rækti þing- mennskuna af mikilli samvizku- semi og áhuga og tók þegar á fyrsta þingi að þoka áleiðis þeim málum, er hann bar helzt fyrir brjósti. Skipuðu þar fyrsta sæti ýmis framfaramál sveitanna og landbúnaðarins, svo sem rafvæð- ing, samgöngur og skólamál. Fremst í röð voru þær fram- kvæmdir á þessum sviðum, er snertu sveit hans og hérað. Sann- aðist fljótt, að Þingeyingar höfðu eignazt málsvara á Alþingi, sem ótrauður studdi hagsmunamál þeirra og beitti hiklaust aðstöðu sinni sem stuðningsmaður for- ustufiokks í ríkisstjórn til þess að leysa ýms hagsmunamál sveitar sinnar og héraðs, sem ekki höfðu náð .fr^m að ganga. Sáu Þingey- ingar fljótt, að nú höfðu þeir eign- azt málsvara, sem um munaði. Með okkur Bjartmari tókst strax traust vinátta, sem aldrei bar skugga á, og lærði ég því meir að meta þennan dugmikla dreng- skaparmann sem ég kynntist hon- um betur. Ég varð þess þó stund- um var, að Bjartmari vini mínum sárnaði, er ég taldi ekki auðið að ákveða framkvæmdir í þeirri röð, er hann helzt kaus, en þau vanda- mál tókst þó jafnan að leysa svo, að hann teldi sig geta við unað, og ætíð var hann jafnljúfmannlegur í minn garð. Og er við báðir höfðum horfið af vettvangi stjórnmálanna og litum yfir farinn veg, gátum við báðir sagt með góðri samvizku, að þetta hefði verið „indælt stríð", sem skildi aðeins eftir góðar minningar. Þegar ég lít til baka á kveðju- stundu, verða mér þó ekki efst í huga framboðsfundir, flokksfund- ir eða samstarf á Alþingi, heldur góðar stundir heima á Sandi hjá þeim hjónum Hólmfríði og Bjartmari. Sú hjartahlýja og vin- arhugur, sem ætíð mætti okkur Ingibjörgu þar, einmitt á þeim stað, er Bjartmar unni mest, gleymist okkur aldrei. Ætt og starfsferill Bjartmars Guðmundssonar verður nánar rakinn af öðrum, en með þessum orðum mínum langar mig aðeins til að minnast góðs vinar og sam- starfsmanns og biðja honum Guðs blessunar í landi eilífðarinnar og jafnframt senda hinni ágætu eig- inkonu hans, Hólmfríði Sigfús- dóttur, og börnum þeirra hugheil- ar samúðarkveðjur og óska þeim til hamingju með að hafa átt sam- leið með þeim merkismanni, er við nú minnumst. Magnús Jónsson Á Sandi í Aðaldal er mikil nátt- úrufegurð, bærinn stendur á norð- vestur brún Aðaldalshrauns. Skógurinn er hvergi vöxtulegri, en á leiðinni niður á Sandsbæina. Blómaskrúðið er fjölbreytt og undrafagurt, hraunbollarnir eru heimur út af fyrir sig, en litadýrð- in er mest á haustin. Til vesturs og norðurs breiða úr sér hinar þekktu Sandsengjar, þær þóttu erfiðar, en mikið bús- ílag fyrr á árum. Engar sandauðnir finnst mér ég hafi séð á þessum bæ, en þó veit ég að þær eru til, langt í norðri, þar sem úthafsaldan brotnar við botn Skjálfanda. Kinnafjöllin blasa við auga til vesturs. Fuglalífið og gróðurríkið hér um slóðir, er líklega hvergi jafn fjölbreytt og á Sandi. Þarna sat skáldbóndinn Guð- mundur á Sandi og kona hans Guðrún Oddsdóttir, með sinn stóra mannvænlega barnahóp. Bóndinn auðgaði íslenzkt mál, var frjór í hugsun, svo að vel fór sam- an, fjölbreytt og frjó náttúra um- hverfisins á Sandi og hugmynda- flug skáldsins. Orðið Sandur er eitt eyðilegasta nafn íslenskrar tungu, það táknar auðn og tóm í ríki náttúrunnar. Skáldbóndinn og afkomendur hans, hafa sent út til þjóðarinnar, svo margar gróðurríkar hugsanir í rituðu máli og í djörfum störfum, að í mínum huga hefur orðið Sandur raunar nýja merkingu. Þannig er það fólkið sjálft, sem svo oft með lífi sínu og störfum, breytir merkingu orðanna, og gef- ur þeim nýjan tón, jafnvel öfuga merkingu. Það er engin auðn og tóm yfir nafninu Sandur í Aðal- dal. í þessu sérkennilega umhverfi, og við hinar alkunnu menningar- aðstæður ólst Bjartmar Guð- mundsson upp. Það var því ekkert undarlegt að hann var snemma mikill fuglavinur og náttúruskoð- ari og hafði áhuga á að rita móð- urmálið sitt. Bjartmar og Hólmfríður byggðu sér íbúðarhús á Sandi II. Þar áttu þau margar góðar stundir á fögr- um vorkvöldum. Þar fæddust börnin þeirra og fjölskyldan var samhent. Þegar þau hjónin voru flutt suð- ur vegna opinberra starfa Bjart- mars, veit ég vel að oft var hugur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.