Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 Blak um helgina TVEIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmóLsins i blaki um helg- ina, annar í dag, cn hinn á morg- un. í dag leika í Hagaskólanum Víkingur og UMFL, hefst leikur- inn klukkan 14.00. Á morgun leika síóan á sama stað ÍS og UMSE klukkan 15.15. Uróttur og KA ma'tast í 1. deild kvenna á sama stað, en leikur þeirra hefst fyrr, eða klukkan 14.00. Dómaraskraf LANDSDÓMARAK funda í dag að Hótel Loftleiðum, en Ktlunin er að ræða starfið sem framund- an er og önnur dómaramái áður en vertíðin hefst Meistaramót íslands MEISTARAMÓT fslands, 15 til 18 ára, i frjálsum íþróttum inn- anhúss verður haldið 13. og 14. febrúar næstkomandi. Mótið hefst í Raldurshaga þann 13., kl. 14.00 og verður því síðan fram haldið í íþróttahúsinu í Keflavík þann 14., og hefst á sama tíma. bátttökutilkynningar berist skrifstofu FRÍ í síðasta lagi fimmtudaginn II. febrúar. I'átt- tökugjald greiðist á keppnisstað. Frjðisar Ifertttir • Gudmundur Steinsson hefur vakið athygli í fyrstu leikjum sínum með sænska meistaraliðinu Öster. Telja Svíar að hann muni spjara sig þegar fram í sækir. Guðmundur og Sigurð- ur þjálfa konurnar — Landsleikur við Skota í sumar KSÍ HEFUR gengið frá ráðningu þeirra Guðmundar l*órðarsonar og Sigurðar Hannessonar til þjálfun- ar kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu fyrir komandi keppnistíma- bil. Verkefni verða talsverð fyrir kvenfólkið, þvi KSÍ hefur til- kynnt þátttöku í Evrópukeppni kvenna sem haldin verður í fyrsta skipti nú í ár. Dregið verður í riðla í mars. Þá má geta þess, að áformaður er landsleikur við Skotland á Laugardalsvellinum í sumar, en ísland sótti Skota heim á síðasta kcppnistímabili og sigruðu Skot- ar naumlega 3-2 við það tæki- færi. “ HK- Ekkert nema stórleikir á dagskrá um helgina KR mætir Víking og Þróttur mætir FH STÓKLEIKIR miklir eru á dagskrá í 1. deild fslandsmótsins í handknatt- leik um hclgina og er það við hæfi eftir hið langa hlé sem nú er að Ijúka. Tveir leikir eru í 1. deildinni í dag. I Laugardalshöll er hugsan- lega sá stærsti, leikur Víkings og KR og hefst hann klukkan 14.00. Leikir þessara liða hafa verið æði tvísýnir síðustu árin og skemmst að minnast að KR sigraði Víking með eins marks mun í fyrri um- ferðinni. Víkingar hyggja án efa á hefndir og það er sannarlega mik- ið í húfi, því liðin standa mjög svipað að vígi efst í 1. deildinni. Hinn leikurinn er ekki síður mikil- vægur, en bara fyrir allt aðrar sakir. Það eru KA og HK sem mætast á Akureyri og hefst leik- urinn klukkan 15.30. Þarna er botnbaráttan í algleymingi. Á morgun eru tveir leikir aðrir á dagskrá, báðir í Laugardalshöll- inni. Klukkan 14.00 er mikill stór- leikur, Þróttur og FH leiða saman hesta sína, tvö lið sem gefa auk þess ekkert eftir. FH vann fyrri Ieik liðanna á þessu móti. Klukkan 20.00 hefst síðan viðureign Fram og Vals og hefur sá leikur einkum mikla þýðingu fyrir Fram, sem á í erfiðri fallbaráttu. Valsmenn sigla hins vegar fremur lygnan sjó, ekki með í toppslagnum og ekki bein- línis í fallhættu heldur. Konurnar verða einnig í sviðs- Ijósinu og fjórir leikir fara fram í 1. deild kvenna samkvæmt móta- skrá. í dag leika Víkingur og KR klukkan 15.30 í Höllinni og strax að þeim leik loknum mætast ÍR og ÍA. Á morgun leika í Höllinni Þróttur og FH klukkan 15.30 og i Valur og Fram klukkan 21.30. I í HandKnattlelkur Guðmundur gerir stormandi lukku hjá Öster GUÐMUNDUR Steinsson, knatt spyrnuframherjinn knái úr Fram, hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð upp á síðkastið, en sem kunnugt er gekk hann til liðs við meistaraliðið Oster rétt fyrir áramótin. Sænska meistaramótið í inn- anhússknattspyrnu stendur nú yf- ir og þar hefur Guðmundur gert góða hluti og vakið verðskuldaða athygli eins og sjá má af með- fylgjandi fyrirsögn úr sænsku dagblaði. I grein sem fyrirsögn þessari fylgdi var farið fögrum orðum um getu Guðmundar á knattspyrnuvellinum og greint frá því hvernig hann hefði skorað dýrmæt mörk fyrir lið sitt, þar á meðal sigurmarkið í tveimur leikj- um. Það síðara var gegn Malmö FF og kom aðeins 14 sekúndum fyrir leikslok. — gg Umbótafundur hjá HSÍ-mönnum HNÍ HEFUR boðað til fundar með þjálfurum 1. deildarliðanna (hand- knattleik og formönnum hand- knattleiksdeildanna og mun sá fundur vera á dagskrá í dag. Fund- urinn er boðaður í kjölfarið á skrif- um og viðtölum þcim sem birst hafa á íþróttasíðum Mbl. að und- anförnu þar sem mótafyrirkomu- lagið hefur verið krufið til mergjar. Munu HSÍ-menn fyrst og fremst ætla að ræða þau mál við aðstand- endur félaganna með hugsanlegar endurbætur í huga. — gg. (KörfuhnaHlemur þá eigast við í llagaskólanum lið KR og UMFN. KR-ingar hafa ver ið í miklum ham að undanförnu og unnið hvern leikinn af öðrum. Ef þeir halda sínu striki munu leik- menn UMFN fá meira en verðuga kcppni og takist KR að sigra kemst aftur mikil spenna í topp- baráttu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Þá fer fram einn leikur í 1. deild Tekst KR að „opna“ úrvalsdeildina? STORLEIKUR er á dagskrá í úr karla, Grindavík og ÍBK mætast í valsdeildarkeppninni í körfuknatt- Grindavík í dag og hefst leikurinn leiknum á sunnudagskvöldið, en klukkan 14.00. Knattspyrnupunktar ÝMSAR hreyfingar eru jafnan á knattspyrnumönnum á þessum árstíma, enda undirbúningur fyrir komandi knattspyrnuvertíð að komast á fulla ferð og ýmsir hyggja á breytingar. Skal nú getið nokkurra kunnra knattspyrnu- manna sem Mbl. hefur fregnar að kunni að vera á förum á næstunni. Þróttarinn Baldur Hannesson hefur verið orðaður við vestur- bæjarliðið KR. Baldur er leikinn framherji og hann var fasta- maður í liði Þróttar á siðasta sumri. Hafþór Helgason, sem lék nokkra leiki með íslandsmeist- urum Víkings síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk, ku vera á förum norður til Akureyrar þar sem hann gengur væntan- lega til liös viö Þór. Hafþór lék áður með Þór. Ýmis andlit hafa sést á æfing- um hjá Víkingum síðustu miss- erin. Má þar nefna Hauka- mennina Björn Svavarsson og Sigurð Aðalsteinsson og ísfirð- inginn Harald Stefánsson. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.