Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 Minning: Jón Sigmundsson fv. framkvœmdastjóri Aldraður maður útslitinn hverf- ur á braut, hvað skilur hann eftir? Minningar um áratuga starf landi og héraði sínu til heilla. Maður sem er einn þeirra sem um má segja: „Hvenær sem ég heyri góðs m'anns getið dettur mér hann í hug.“ Jón var fæddur að Görðum á Akranesi 1. nóv. 1893. Foreldrar hans voru Sigmundur Guðmunds- son, síðasti bóndinn í Görðum, og kona hans, Vigdís Jónsdóttir. Si- gmundur var annálaður dugnað- ar- og greiðamaður og kona hans stóð við hlið hans og gerði með honum Garðinn frægan. Þau voru hæði af traustum borgfirskum ættum. Mönnum sem gerðu kröfur til sjálfs sín en ekki annarra. Og unnu að því að gera land okkar að sælureit þeirra sem vilja og kunna að njóta þess. Fljótt kom í ljós verkhyggni Jóns og góðar gáfur, hagsýni og að hann vildi ekki níð- ast á neinu sem honum var trúað fyrir. Að hvert verk sem honum var falið var í höndum manns, sem kunni til verka og vildi vinna til gagns. Snemma hlóðust á hann störf. Hann var t.d. í hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps 1928—’40 og síðar í fyrstu Bæjarstjórn Akra- ness, skólanefndum og sóknar- nefndum, stjórn Rafveitu Akra- ness frá upphafi, 1926, og fram- kvæmdastjóri og gjaldkeri hennar um 20 ára skeið. Þannig mætti lengi telja en skal nú látið staðar numið. Hann var hugsjónamaður. Ein hugsjón hans var bindindishug- sjónin. 14 ára gamall gekk hann í unglingastúkuna Sigurvon. Hann var stofnandi með fleirum að Akurblómi nr. 3, 1910. Síðar var hann gæslumaður barnastúkunn- ar Stjörnunnar í 25 ár. Og hinn önnum kafni maður gaf sér tíma til að vinna í stúkunni Akurblómi og barnastúkunni. Hversvegna? Það var af því að hann sá að bind- indi er lykillinn að lífshamingju manna. Honum þótti vænt um æskuna, því vildi hann vísa börn- unum þá leið sem var til heilla. læið bindindis og reglusemi. Hann vissi að allt annað, hlutleysið líka, var helstefna. En stóð hann einn? Nei, langt því frá. Við hlið hans stóð Hendr- ikka Andrea Ólafsdóttir Finsens læknis. Þau giftust 30. júlí 1921 og hún dó 5. september síðastliðinn. Það var hans gæfa að fá slíkan lífsförunaut. Og hún naut þess að styðja sinn ágæta mann til allra starfa, því hún vissi að allt starf hans var til góðs. Börn þeirra voru fjögur: Vigdís, d. 16 ára, Garðar Sigmundur, bréfberi á Akranesi, Kristín, húsmóðir, Akranesi, og Ólafur Ingi, bankafulltrúi. Eg sendi þeim samúðarkveðjur og samgleðst þeim um leið að hafa átt slíka foreldra til að kveðja og sakna. Ég færi þeim hjónum inni- legar þakkarkveðjur frá stúkunni Akurblómi og félögum hennar. Þökkum minningar um þau, minn- ingar um störfin og þann hug- sjónaeld sem lifði, þrátt fyrir að aldur og aðstæður gerðu að þau voru minna með nú en áður fyrr. Minning þessara hjóna getur verið eins og blys á leið ungra sem aldraðra um að vinna meðan dag- ur er og keppa fram til sigurs fyrir land okkar, hérað okkar, bindind- isstarfið í landinu. Minning þeirra sem létu ekki nægja orð, heldur störfuðu meðan dagur var. Guð blessi minningu þeirra. Ari Gíslason í dag, laugardaginn 30. jan., verður gerð frá Akraneskirkju, út- för Jóns Sigmundssonar fyrrv. framkvæmdastjóra. Hann lést í sjúkrahúsi Akraness að kveldi sunnudags 24. janúar sl. Jón Sigmundsson var fæddur að Görðum á Akranesi 1. nóvember 1893. Foreldrar hans voru Sig- mundur Guðmundsson bóndi þar, og kona hans, Vigdís Jónsdóttir. Jón ólst upp í Görðum, stundaði sjómennsku á yngri árum eins og títt var hjá ungum mönnum í þá daga. Hann fluttist til Borgarness 1921, og vann þar við verslunar- og skrifstofustörf til 1925, en þá flutti hann til Akraness aftur og gerðist þar kaupmaður næstu 10 árin. Árið 1936 hóf hann rekstur eigin skrifstofu og rak hana nær óslitið meðan heilsa leyfði. Hann annaðist bókhald fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki og gerðist jafnframt framkvæmdastjóri þeirra margra. Hér skal það helsta nefnt: Hann var einn af stofnendum rafveitu Akraness 1926, og var í stjórn hennar frá upphafi og fram- kvæmdastjóri og gjaldkeri hennar í 20 ár. Hann annaðist bókhald og var gjaldkeri Síldarverksmiðjunn- ar á Akranesi frá stofnun hennar 1937 til 1962, eða í 25 ár. Hann var fyrsti ■ framkvæmdastjóri báta- ábyrgðarfélags Akraness 1938 og annaðist það til 1976. Hann starf- aði sem framkvæmdastjóri út- gerðarfélagsins „Víðis“ hf 1940—1950. Hann gerðist umboðs- maður Brunabótafélags Islands 1938 og var það til 1973. Jón gerð- ist gjaldkeri sparisjóðs Akraness 1942 og starfaði þar til 1964, er Landsbanki íslands yfirtók rekst- ur sparisjóðsins. Jón Sigmundsson var kosinn í hreppsnefnd ytri Akraneshrepps 1928 og sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af hreppsnefndaroddviti í 6 ár. Hann var kosinn í fyrstu bæjarstjórn Akraness 1942 og sat þar í eitt kjörtímabil, sem einn af fimm fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Jón var mikill félagsmálamað- ur, og átti sæti í stjórnum margra félaga og stofnana hér í bænum, auk þess sem áður er talið. Hann var mikill tónlistarunnandi og söngmaður góður. Hann var einn af stofnendum karlakórsins Svan- ir, og söng með honum eftir því sem kórinn starfaði, um 50 ára skeið, einnig söng hann í fjölda ára með kirkjukór Akraness og var fyrsti formaður hans. Hann var mikill áhugamaður um mál- efni kirkjunnar átti sæti í sóknar- nefnd í mörg ár, og annaðist þá einnig reikningshald og gjaldkera- störf fyrir hana. Bindindismaður var Jón alla ævi og vann mikið á þeim vettvangi og var t.d. gæslu- maður barna og unglingastúku hér í bænum um 25 ára skeið. Hann var mikill áhugamaður um byggðasafnið í Görðum og átti sæti í stjórn þess um árabil. Hér hefur margt verið upptalið af þeim mörgu málaflokkum, sem Jón var viðriðinn á sinni löngu starfsævi, en samt er margt ótal- ið. Jón Sigmundsson var góður liðsmaður í þeirri vösku sveit, sem stóð að þeirri uppbyggingu, sem orðin er á Akranesi. Hann var einn þeirra, sem sá Akranes breytast úr fátæku þorpi í mynd- arlegt bæjarfélag, sem hann kveð- ur nú á 40 ára afmæli þess. Fyrir hans miklu störf hér á Akranesi, skulu nú við leiðarlok færðar þakkir. Hér er kvaddur góður og traustur maður, sem lét ná- kvæmni og reglusemi sitja í fyrir- rúmi í öllum störfum. 30. júlí 1921, kvæntist Jón, Hendrikku Andreu, dóttur Ólafs heitins Finsen, fyrrv. héraðslækni hér á Akranesi og konu hans Ingi- bjargar ísleifsdóttur Finsen. Hendrikka lést 5. september sl. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Elsta barnið Vigdísi misstu þau 16 ára gamla. Þau þrjú, sem á lífi eru búa öll á Akranesi. Þau eru: Garðar Sigmundur, ókvæntur, Kristín Hendrikka, gift Herði Sumarliðasyni, starfsmanni á rannsóknarstofu Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi og Ólafur Ingi, skrifstofustjóri Landsbanka íslands Akranesi, kvæntur Helgu Guðmundsdóttur. Hendrikka, kona Jóns, var elskuleg kona, sem bjó manni sín- um og börnum fagurt heimili þar Minning: Jón Magnússon Vestmannaeyjum Fæddur 22. október 1911 Dáinn 20. janúar 1982 Hann Jón okkar er dáinn og verður jarðsunginn í dag, laugar- dag, frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Jón fæddist á Brekkum í Rang- árvallahreppi. Foreldrar hans voru þau Élín Sveinsdóttir frá Raufarfelli, austur-Eyjafjöllum og Magnús Jónsson frá Gaddstöð- um á Rangárvöllum. Bærinn Brekkur stóð norðaustan við Gunnarsholt en fór í eyði 1882 af völdum sandfoks en foreldrar Jóns fluttu bæinn austur og þar ólst Jón upp, en sá bær færist í kaf í sandi 1924. Jón mundi vel eftir sandauðninni sem þakti mest alla Rangárvelli á þessum árum. Það var honum því mikið ánægjuefni að koma hingað í Gunnarsholt hálfri öld síðar og sjá æskustöðvarnar grasi vafnar og taka þátt í því starfi að halda við þessu víðfeðma graslandi. Magnús, faðir Jóns, deyr 1923 og ári síðar fiutti Elín með börnin að Uxahrygg, Rangárvöllum þar sem Kjartan, bróðir Jóns, tók við búi, en Jón vann á ýmsum bæjum í sem gestrisni og góðvild var í há- vegum höfð. í dag er Jón Sigmundsson flutt- ur heim að Görðum, til æskustöðv- anna sem hann unni alla tíð. Þar fær hann sinn hinsta hvílustað í kirkjugarðinum, sem er við hlað- varpann á gamla Garðahúsinu, þar sem hann sleit barnsskónum. Hann er komin heim. Blessuð sé minning hans. Valdimar Indriðason I Þegar ég settist að á Akranesi fyrir rúmum 30 árum, gekk ég strax í karlakórinn og hóf þar æf- ingar. Þar var líf og fjör, og þar var flótlegt að eignast marga góða vini. Frá þessum fyrstu árum mínum í kórnum eru mér tveir menn sér- lega minnisstæðir, báðir raddfé- lagar í 2. bassa, en það voru þeir heiðursmenn Friðrik Hjartar og Jón Sigmundsson. Jón var þá Rangárvallasýslu. Síðar fluttist hann til Vestmannaeyja þar sem hann giftist árið 1940 Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Dyrhólum í Mýrdal, dóttur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Magnúsar Björnssonar. Þeim varð þrigja barna auðið. Þau eru: Magnús Birgir, skólastjóri á Hvanneyri giftur Steinunni Ingólfsdóttur, Érna, húsmóðir í Vestmannaeyj- um, gift Jóni Sighvatssyni og Inga Jóna, húsmóðir í Vestmannaeyj- um, gift Ólafi Óskarssyni. Auk þess átti Jón áður Þóru Kristínu og býr hún í Þykkvabæ, Rangár- vallasýslu. Ingibjörg og Jón stofnuðu heim- ili, fyrst í Hábæ, en þar rak Helgi Benediktsson búskap og var Jón þar ráðsmaður. 1947 flytja þau að Stóra-Gerði og reka þar sinn eig- inn búskap í 23 ár en kaupa síðan Hábæ og bjuggu þar til að gosið hófst í Heimaey er þau fluttust að Gunnarsholti. Jón var lengi for- Bjartmar Guðmundsson bóndi og alþingismaður Á sunnudaginn 17. janúar lézt einn af góðvinum mínum, Bjart- mar á Sandi. Við vorum þingbræð- ur í 12 ár, upphaf og endir þing- mennsku okkar hinn sami. Við sátum alla viðreisn, en svo hefir stjórnartímabil Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks frá 1959—1971 verið nefnt. Á þeim tíma tókst með okkur náin vinátta. En við höfðum aðeins kynnst mörgum árum fyrr, mig minnir haustið 1945, en þá sátum við saman í nefnd á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga með það verkefni að finna út grundvöll fyrir álagningu útsvara í sveitum, til samræmingar á þeim tekju- stofni sveitarfélaga eftir föngum. Að þessu viðfangsefni unnum við á Akureyri. Með okkur í nefndinni var Eiður Guðmundsson, hrepp- stjóri á Þúfnavöllum, og ekki fleiri að því er mig minnir. Svo liðu mörg ár og fyrnist yfir þessi kynni, þar til rás viðburða og framvinda þjóðmála leiddi okkur saman á þingbekk haustið 1959. Ég hef aldrei verið mjög fijótur að kynnast. En skyldur uppruni úr sveit og strjálbýli ásamt þessum kynnum á Akureyri, þótt löngu væru liðin, gerðu það að verkum að við löðuðumst strax saman fyrr en aðrir, tengdumst vinarböndum, sem treystust fremur en hitt eftir því sem árin liðu. Áhugamálin voru á sömu sviðum, efling sveit- anna og strjálbýlis um allt Island. Hjartað sló örar er áfram miðaði í nýjum vegum, nýjum raflínum, nýjum skólum um sveitir landsins. Við hittumst oft til að bera saman bækur okkar og gaman var að sjá glampann í augum Bjartmars og hlýja brosið, þegar sigra rþessum hjartans málum bar á góma. Og þótt 10 ár, eða rösklega það, séu liðin frá því að við yfirgáfum þingbekki, höfum við alloft hitzt síðan og talið þá mest beinzt að þjóðmálum. En Bjartmar var líka skáld. Hann var elztur í stóra systkinahópnum, sem þau hjón, Guðrún og Guðmundur skáld á Sandi, færðu íslenzku þjóðinni. Nokkrar bækur hafa síðustu ár komið frá hendi Bjartmars sem vitna um frábæran stíl, skemmti- legt og meitlað mál. Frásagnir hans úr bernsku og æsku og af ýmsum samtíðarmönnum eru ómetanlegur auður fyrir íslenzkt þjóðlíf. „Grunnskólinn" má ekki gleyma Bjartmari á Sandi, ef hann vill velferð íslenzkrar þjóðar um ókomin ár! En allir hljóta að eiga sín skapadægur. Og rúm 80 ár er mik- il ævi. En samt er þetta svona. Ég kom í nokkur skipti að Sandi og þar er seiðmagnað umhverfi, mót- ar sterkt miklar erfðir. Bjartmar var sérstæður persónuleiki, meiri en mörgum sýndist, með miklar gáfur, þrek og þor og hlýtt hjarta. Við hjónin sendum Hólmfríði konu hans, börnum þeirra og barnabörnum og öllum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. Fari hann heill, og megi þing- eysk einkenni hans lengi lifa í landi. Jónas Pétursson (>anga og rata h«*imsin.s hjarn hverjum manni er vandi, þú munl reyna, blessad barn, Birtingur á Sandi. Þessari stöku varpaði Guð- mundur Friðjónsson fram til elsta sonar síns, Bjartmars, sem þá var ársgamall. Og hætt er við að oft hafi sonurinn síðar á lífsleiðinni fundið til þess vanda er hann þurfti við að glíma og ráða fram úr sem forystumaður sveitar sinn- ar og áhrifamaður í héraði. Bjartmar var fæddur að Sandi í Aðaldal 7. júní árið 1900, sonur hjónanna Guðmundar skálds Friðjónssonar og Guðrúnar Oddsdóttur. Hann naut ekki langrar skólagöngu en ólst upp á merku menningarheimili og nam drjúgt þar og í lífsins skóla eins og verk hans bera vitni. Við búskap var hann bundinn langt fram eftir ævi og átti heima að Sandi ævi- langt þótt dvalir yrðu allnokkrar annars staðar. Aldrei leyndi það sér hvaðan hann var upp runninn. Svo kær var honum Sandur og umhverfi hans. Bjartmar var um langt árabil hreppsnefndarmaður í Aðaldæla- hreppi og oddviti um skeið. Átti sæti í sýslunefnd, var í stjórn Kaupfélags Þingeyinga, gegndi hreppstjórastarfi. Sat á Alþingi frá 1959—1971 sem þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. Mörg önnur trúnaðarstörf voru honum falin um dagana. Rík þörf til ritstarfa hefir verið kynfylgja í ætt Bjartmars Guð- mundssonar. Sjálfur ritaði hann margt um ævina. Eftir hann liggja 3 bækur með smásögum og minningaþáttum auk greina í blöðum og tímaritum. Bjartmar var ritstjóri Árbókar Þingeyinga frá 1958—1978. Sá um útgáfu á ritsafni föður síns. Persónuleg kynni okkar Bjart- mars hófust ekki að marki fyrr en árið 1968. Þá hafði hann ákveðið að hætta sem ritstjóri Árbókar Þingeyinga. Enda þá kominn af léttasta skeiði og hafði ærið að starfa og fjarri heimabyggð tím- um saman. Var þá til mín Ieitað um að taka að mér ritstjórastarf- ið. Varð ég við því en fór jafn- framt fram á að til Bjartmars yrði leitað að starfa áfram með mér, og var það auðsótt af hans hendi. Þótt allnokkur aldursmunur væri tókst þegar ágætt samstarf milli okkar og kynni sem entust meðan hans naut við. Ég vissi að hann hafði ekki íþyngt útgáfu Árbókarinnar mjög með ritstjórn- arlaunum þrátt fyrir mikla vinnu og vorum við sammála um að því yrði fram haldið og vona ég að við höfum við það staðið. Margar ánægjustundir áttum við saman! ýmist á ferðalagi í efn- isleit eða á heimilum okkar til skiptis. Notalegt var að koma í Sand og njóta gestrisni þeirra hjóna, Bjartmars og Hólmfríðar, konu hans, Sigfúsdóttur frá Múla. Var þá margt skrafað enda hús- bóndinn stórfróður um menn og málefni og hafði kynnst fjölda manns á langri ævi í sambandi við margvísleg störf sín, og ekki spillti húsmóðirin þeim umræð- um, langminnug og logandi af áhuga. I skrifum Bjartmars, sem eftir hann liggja, koma áhugamál hans vel fram. Honum er ofarlega í huga sveitin, nágrannarnir og lífið í kring. Hann var næmur náttúru- skoðari, unni íslenskri náttúru, nærfærinn við skepnur og mikill dýravinur. Mér virtist hann hógvær í dóm- um um menn og málefni, sann- gjarn í garð andstæðinga, leit ágreiningsefnin af sjónarhóli þroskaðs manns. Ekki veit ég hvort hann hefir verið áhlaupa- maður en ýtinn mun hann hafa orðið og laginn við að þoka málum áleiðis. „Kemst þó að seint fari,“ bygg ég að hafi að ýmsu átt við Bjartmar Guðmundsson því að hann mun hafa verið seigur þegar á hólminn var komið. En skoðana- laus var hann ekki. Það mun fátítt í Sandsætt. Bjartmar var hógvær í gaman-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.