Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1982 17 Sextugur í dag: Aðalsteinn Jónsson forstjóri á Eskifirði Athafnamaðurinn Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði er sextugur i dag. Ég kynntist honum fyrst að marki fyrir nitján árum. A þeim árum hefir hann ekkert breytzt. A.m.k. ekki elzt. Og í engu að því bezt verður séð. Hefir hann þó skálmað áfram lífsbrautina og farið mikinn á stundum og á kost- um lengstum. Á þessu blaði verður lífshlaupi Aðalsteins ekki lýst. Til þess þyrfti að setja saman heila bók. Ég vil í vinsemd benda útgefend- um á að feitt er á stykkinu hjá Aðalsteini, ef einhver skriffinnur skyldi hafa nennu til að rita um íslenzkt atvinnulíf síðustu áratuga og máttarstólpa þess, en láta hrós- ara og rembumenn bíða um hríð. Þótt Aðalsteinn sé ekki eldri en af árgangi ’22 er hann þó einn af byltingarmönnum íslenzkrar at- vinnusögu, þegar einkaframtakið leiddi þjóðina úr örbirgð til bjarg- álna. Það var eigi að heldur mulið undir hann efnalega í æsku eða á unglingsárum. En kreppuárin voru ekki fyrr um götur gengin, en Aðalsteinn gerðist sporgöngumað- ur okkar helztu einkaframtaks- manna í framfarasókninni og skipaði sér síðan fljótlega í fylk- ingarbrjóst. Á Eskifirði hefir hans starfs- svið verið, sem alþjóð er kunnugt, og þar má finna verkum hans stað í einu af myndarlegri bæjarfélög- um landsins. Saga Eskifjarðar hefir verið skráð af rithöfundinum Einari Braga. Þar má lesa um hnignun Eskifjarðar á árum áður, þegar einkaframtakinu var ekki gert viðvært. Staðurinn rís upp af- tur þegar einkaframtakið fær á ný fangs á forystunni. Nú og síðar ber Aðalsteinn Jónsson hinn efra skjöld, þegar verk manna eru virt, að öllum öðrum ágætum Eskfirð- ingum ólöstuðum. Aðalsteinn hefir af ýmsum ver- ið nefndur hinn ríki og mun þar átt við lönd og lausa aura. Ég skipti mér ekkert af því. Það er kannski mál fyrir skattheimtu- menn og farisea, sem nú þykjast vera að stjórna landinu. Um hitt er ég fullfær að dæma, að Aðal- steinn Jónsson er vellauðugur af því sem mölur og ryð fá ei grand- að: Drengskap og mannvináttu, eins og þeir kostir gerast beztir með íslendingum. Margir þekkja gestrisni Aðal- steins og hans góðu konu, Guð- laugar Stefánsdóttur, þar sem þau hafa reist skála sinn um þrjóð- braut þvera á Eskifirði. Þar finnst gestum strax að þeir eigi heima enda er þeim það velkomið. Við Greta sendum þeim hjónum og börnum þeirra þrem hamingju- óskir á heiðursdegi húsbóndans og þökkum dýrmæta vináttu. Sverrir Hermannsson Aðalsteinn er fæddur í Eski- fjarðarseli, nokkrum kílómetrum frá Eskifjarðarbæ, sonur hjón- anna Guðrúnar Þorkelsdóttur og Jóns Kjartanssonar bónda þar. Mjög ungur að árum missti Að- alsteinn föður sinn og stóð móðir hans með sex börn, elsta 14 ára og yngsta 5 ára, en þá voru engar tryggingar eða hjálp fyrir ungar ekkjur til. Fluttist Guðrún með börn sín í kaupstaðinn í smáhús. Þá var lítið um atvinnu á Eski- firði, eins og víða annars staðar á landinu, á svokölluðum kreppuár- um árið 1929, en börnin komust öll upp með guðs og góðra manna hjálp. Um leið og synirnir 4 höfðu aldur til fóru þeir suður á land á vertíðir, og dæturnar tvær í vistir. Mér finnst í gegn um lifið að föðurlaus börn sem áttu góða móður, sem skildi sitt ábyrgðar- mikla hlutverk vel, hafi orðið mestu og bestu þjóðfélagsþegnar okkar þjóðar. Það má segja með sanni að Að- alsteinn Jónsson er mikilhæfur at- vinnurekandi og stærsti atvinnu- rekandi á Austurlandi og er þá mikið sagt, því Austfirðingar eiga marga og góða atvinnurekendur sem lifa ekki um efni fram. Aðal- steini ofbauð atvinnuleysið á Eskifirði og fannst það hróplegt ranglæti að það væri náðarbrauð að fá að vinna og þurfa alltaf suð- ur á hverjum vetri í atvinnuleit. Árið 1956 keyptu þeir bræður, Kristinn og Aðalsteinn Jónssynir, 54 tonna bát um vorið þegar þeir komu heim af velheppnaðri vertð. Þá var teningnum kastað og bát- urinn hlaut nafnið Jón Kjartans- son í höfuðið á föður þeirra. Þessi bátur var aflahæsta skipið á síld- arvertíð sumarið 1956. Éftir þetta happasæla sumar fara þeir bræð- ur að kaupa stærri og stærri skip og gera þau út frá Eskifirði og síðan hefur aldrei þekkst þar at- vinnuleysi, heldur of mikil vinna væri hægt að segja með sanni. Svo stækkar þetta smátt og smátt, þeir eignast meiri partinn í hraðfrystihúsinu ásamt heima- mönnum. Auk þess byggðu þeir bræður síldarsöltunarstöðina Auðbjörgu, sem oft var hæsta síldarsöltun- arstöð á landinu, einnig settu þeir upp smábræðslu til að bræða fisk- úrgang. Seinna létu þeir bræður byggja stóra loðnubræðslu sem oftast hefur malað gull, að sögn Aðal- steins, en íbúum Eskifjarðar líkar ekki lyktin af loðnubræðslunni, en hún skapar þjóðinni mikinn gjald- eyri. Ef Aðalsteinn Jónsson hefði verið fjármálaráðherra landsins síðastliðin 30—40 ár, þá hefði þjóðin átt digra sjóði því að hann hefur meðfætt fjármálavit. Aðal- steinn hefði verið ömurlegur heil- brigðisráðherra, því þá hefði megnið af þjóðinni þjáðst af súr- efnisskorti. Eins og áður segir er Aðalsteinn mikill athafnamaður og heppinn með allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég veit ekki betur en allt sé á föstum grunni í hans atvinnu- rekstri. Aðalsteinn er fljótur að ákveða að kaupa hvern togarann á fætur öðrum og fjórða skipið er hann að kaupa núna, Helgu Guð- mundsdóttur, sem er loðnuskip. Einnig er Aðalsteinn heppinn í einkalífi sínu. Hinn 26. júní 1948, giftist hann Guðlaugu Stefáns- dóttur, mikilhæfri og góðri konu frá Ólafsfirði, sem hefur búið manni sinum hlýlegt og fallegt heimili, en gestakoma er mikil hjá þeim hjónum, bæði innlendir og erlendir gestir. Guðlaug hefur oft sagt mér, að sér þætti gott ef hún fengi að vita af því með eins til tveggja tíma fyrirvara að hafa mat til handa gestum sem Aðal- steinn býður í mat, en oft er að það koma gestir og fólk i kaffi fyrirvaralaust. Frú Guðlaug og Aðalsteinn eiga þrjú börn, Eiríku Elvu, fædda 11.03. 1948, Björk, fædda 27.05. 1952, gift Þorsteini Kristjánssyni, Kristinn fæddur 23.06. 1956, giftur Öldu Vern- harðsdóttur og eru barnabörnin fjögur. Aðalsteinn er mikill spilamaður og spilar stundum 60—80 tíma á viku, sérstaklega þegar hann er að drífa í miklum framkvæmdum og bíður eftir að fá svar frá ráðandi mönnum í Reykjavík, sem honum finnst oft seinir að svara sér. Að- alsteinn Jónsson er fólki sínu góð- ur húsbóndi og hefur oft verið heppinn með fólk. Ég tel að Aðal- steinn hafi verið heppnastur með að fá Magnús Bjarnason fulltrúa sinn, því Magnús er mikilhæfur maður og sá mikli mannfjöldi sem vinnur hjá fyrirtækjum Aðal- steins á Eskifirði, virðir og eiskar Magnús og treystir honum vel, því Magnús er orðheldinn og hlynntur verkafólkinu og hefur unnið sér traust þess. Ég óska Aðalsteini Jónssyni allra heilla á þessum merku tíma- mótum í lífi hans og mín ósk er að næsta stórátak Aðalsteins verði að setja hreinsitæki við loðnu- bræðsluna til að Eskfirðingar geti andað að sér góðu og heilnæmu lofti. Heill og heiður fylgi ykkur hjónum og niðjum ykkar í nútíð og framtíð. Við hjónin þökkum ykkur ógleymanlegar samverustundir síðastliðin 19 ár. Regína Thorarensen Nýr skyndi- bitastaður Matreiðslu- meistari: Birgir Viöar Halldórsson Fiskborgari og franskar á kynningarveröi í dag og á morgun Aðeins kr. 24 Skyndibitastaður Hagamel 67, sími 26070 Matseðill Góðborgari Góðborgari með osti Góðborgari með osti og skinku Roast Beef borgari Fiskborgari Western kjúklingur Franskar kartöflur Hrásalat Cocktailsósa Remúlaðisósa Drykkir Coca Cola Fanta Sprite Fresca Tab Tuborg Pantanir i síma 26070 ‘Tfrckkió Hóiva rciiaóiv iþl Ji.9ln.lEoh .nití.n eai -teg fistöi’i’-'ii-sunl *i-irJ inai u>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.