Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 31 Minning: Þórður Auðunsson frá Eyvindarmúla formaður kórsins, hægur maður og þéttur fyrir, og þó að hann væri kominn fast að sextugu, gaf hann engum eftir í raddstyrk og tón- næmi. Aldrei kom það fyrir öll þau ár sem ég var í kórnum, að hann væri ekki mættur á hverja einustu æf- ingu á slaginu, og hann var ætíð leiðandi maður og reiðubúinn að leiðbeina þeim sem voru byrjend- ur, enda hafði hann af mikilli reynslu að miðla. Jón Sigmundsson var einn af stofnendum Söngfélagsins Svana, sem seinna varð Karlakórinn Svanir, en það var stsofnað 1915, þegar Jón var 22 ára. Meir en helming tímans, sem liðinn er var hann í stjórn, og hann var formað- ur í fjöldamörg ár. En Jón lét sér ekki nægja að syngja í karlakórnum. Hann stóð á söngpalli í Akraneskirkju við hverja guðsþjónustu áratugum saman, og þó að fyrir kæmi að hann stæði þar einn i bassanum, þá bar ekki á öðru en sú rödd stæði fyrir sínu. Jón var radd- sterkur, og það var jafn og góður þungi í söngnum. Hann var næm- ur á raddir og fljótur að læra nýja bassa, jafnvel eftir að ellimörk fóru að gera vart við sig. Jón Sigmundsson hlýtur að hafa búið yfir fágætu starfsþreki. Ung- ur maður var hann kominn í hreppsnefnd og orðinn oddviti Ytri-Akraneshrepps. Hann mælti fyrir minni konungs á bryggjunni, þegar Kristján tíundi átti leið hér um. Hann var í fyrstu bæjarstjórn Akraneskaupstaðar. Hann starf- aði mikið í góðtemplarareglunni, maður Búnaðarfélags Vestmanna- eyja og einn af stofnendum og ávallt í stjórn Fjáreigendafélags Vestmannaeyja. 1974 kaupa þau húsið að Nes- túni 17, Hellu og áttum við hjónin þar margar ánægjustundir. A því heimili ríkti einlægni, umhyggja og ástúð. Efst í huga húsmóður- innar var heimilið, starf eigin- manns, börnin og barnabörnin. Móttökurnar þar voru alltaf jafn hlýjar og innilegar, þar hlaut öll- um að líða vel, enda vart hægt að komast hjá því að finna hlýjuna, ástúðina og kærleikann sem þar fyllti stofurnar. Okkur er á þess- ari stundu efst í huga þakklæti fyrir margar ánægjustundir á þeirra yndislega heimili. Lífið hans Jóns var ekki alltaf dans á rósum, en samt var hann mikill gæfumaður. Hann átti kærleiksríka konu sem þoldi með honum sætt og súrt. Mannvænleg börn og elskuleg tengdabörn og og hann var gæslumaður barna- stúkunnar hér í fjöldamörg ár. Sjálfasgt mætti telja sitthvað fleira, sem ég kann ekki skil á, en þetta voru bara frístundastörfin. Maður sem þurfti að skila fullu starfi fyrir daglegu brauði og var þar að auki í launalausu sveitar- stjórnarstarfi, sem oft útheimti vökur fram á nætur, hlýtur að hafa borið mikla og einlæga ást til gyðju söngsins, þegar hann gat ofan á allt þetta sungið í tveimur kórum samtímis, og aldrei látið sig þar vanta hvað sem á gekk. Slíkir menn eru fágætir, og því gengur það treglega að halda karl- akórum gangandi úti á lands- byggðinni. Karlakórinn Svanir veitti Jóni alla þá sæmd, sem hann var megnugur. Hann var kjörinn heiðursfélagi kórsins á fjörutíu ára afmæli kórsins, og þegar Jón var sjötugur var hann sæmdur gullmerki kórsins. Þegar kórinn hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt árið 1965, þá var Jón enn á sínum stað í bassanum og dró ekki af sér. Jón var maður rólegur en fastur fyrir. Segði hann nei, þá var það útrætt mál. Þessar fáu línur eiga að vera hinsta kveðja fá söng- bræðrum í Svönum. Ef þar fynd- ust í dag margir honum líkir, þá væri líf í kórnum. Menn eru víst ekki á eitt sáttir um það, hvað við tekur að loknu þessu lífi, en eitt er víst, að ef söngur er iðkaður þar á bæ, þá er Jón þegar tekinn til við æfingar. Hvíli hann í friði og hafi heila þökk fyrir 50 ára starf að söng- málum í þessum bæ. Þ.Þ. barnabörn, sem voru sólargeisl- arnir í lífi Jóns og Ingibjargar. Ingibjörg lést eftir mikla van- í dag yrði Þórður Auðunsson frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð 85 ára, ef líf og heilsa hefði leyft. Svo fór hins vegar ekki, því að hann and- aðist að Vífilsstöðum þriðjudag- inn 24. nóvember sl., eftir nokk- urra mánaða baráttu við dauðann, sem alltaf sigrar að lokum, fyrr eða síðar. Útför hans var gerð frá Hlíðarendakirkju laugardaginn 5. desember, og fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórður Auðunsson var fæddur að Eyvindarmúla 30. janúar 1897, sonur hjónanna Auðuns Jónsson- ar, bónda þar, og Sigríðar Jóns- dóttur frá Hlíðarendakoti í sömu sveit. Auk Þórðar eignuðust þau fimm dætur, sem allar lifa utan ein. Eyvindarmúli hefur verið í eigu sömu ættar á fimmta hundrað ára, og er slíkt nær einsdæmi í sögu byggðar á íslandi. Það er því engin furða, þótt staðurinn sé flestum kær, sem þangað eiga ætt sína að rekja. Þarna sleit Þórður barnsskónum, og við æskustöðv- arnar var hugurinn bundinn lengstum, allt til hinztu stundar. í æsku stundaði hann öll venjuleg störf til sjávar og sveita, því að í þann tíð var algengt að ungir menn sæktu sjóinn á vetrarvertíð. heilsu 5. nóv. 1978, en Jón bjó áfram að Nestúni 17 og hélt þar myndarheimili í anda Ingibjargar. Það er mikil birta í huga okkar er við hjónin minnumst Ingibjarg- ar og Jóns á Hellu. Minningar vakna og skýrast, hugljúfar þeim sem eftir standa. Við kynntumst Jóni fyrst er hann kom í Gunnarsholt, eftir gosið í Vestmanaeyjum 1973, og vorum því svo lánsöm að starfa með honum í 9 ár. Jón kom með féð frá Vest- mannaeyjum og hugsaði um það, ásamt Magnúsi Péturssyni frá Kirkjubæ, fyrsta veturinn. Jón reyndist ávallt hin mætasti starfskraftur, áhugasamur, dug- legur og samviskusamur. Það var til þess tekið hversu ríka áherslu hann lagði á allt skýrsluhald fjár- búsins í Gunnarsholti. Hann var frábær fjármaður og á örfáum ár- um náði hann að byggja upp í Árið 1930 fluttist Þórður til Reykjavíkur og fékkst þar við sitt af hverju, akstur, verzlun o.fl. En að fjórum árum liðnum atvikaðist svo, að hann tók við búi á Eyvind- armúla. Þar bjó hann í rúma þrjá áratugi, ræktaði jörðina og byggði allt upp með miklum myndarbrag. Hann unni landinu ogskepnunum, einkum góðum hestum, sem hann kunni vel með að fara. Gunnarsholti einn afurðamesta fjárstofn landsins. Hann var fjár- maður af guðs náð og þekkti hverja kind. Hann færði alltaf fjárbækur um fjárstofninn í Gunnarsholti af sérstakri natni og það var eftirsótt kynbótafé sem hann hafði valið. Jón var mjög víðlesinn, hann var afburða fróður og sérstaklega minnugur á allt það sem hann hafði lesið. Nú, þegar Jón er kvaddur hinstu kveðju viljum við þakka honum einlæga vináttu og hjálpsemi. Guð blessi honum lífið og starfið í nýrri veröld. Minning þeirra Jóns og Ingi- bjargar lifir og geymist í þakklát- um hjörtum allra þeirra sem kynntust þeim. Blessuð sé minn- ing þeirra. Við vottum börnum, barnabörn- um og öðrum aðstandendum inni- lega samúð okkar hjóna. Oddný og Sveinn, Gunnarsholti semi og mun ekki hafa verið gjarnt að láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Ekki mun hann hafa verið kvartsár þótt á móti blési. Enda segir hann á einum stað í minningum sínum: „Engum held ég það sé til góðs að fara með hrellingar sínar og bágindi í blöð, hvorki þeim sem þangað fara með ástand sitt þannig lagað eða öðr- um sem lesa ...“ og annars staðar: „því hið neikvæða nagg er engum gott“. Hygg ég að hann hafi lifað í samræmi við þessar skoðanir sín- ar. Yfir honum var yfirbragð ró- lyndis og í návist hans var nota- legt að vera. Hann bjó yfir íhygli búandmannsins sem verður að fylgjast vel með veðrabreytingum, hlýtur við það margvíslega reynslu, dregur af lærdóma til að vera betur í stakk búinn til að mæta þeim vanda sem mætir á lífsgöngu um „heimsins hjarn". Eins og áður getur var Bjart- mar kvæntur Hólmfríði Sigfús- dóttur frá Múla, mikilhæfri konu, sem létti manni sínum margar stundir þegar erfiðleikar steðjuðu að. Varð þeim hjónum 7 barna auðið og eru öll á lífi. Skömmu fyrir jól síðustu áttum til Bjartmar tal saman í síma. Þá heyrði ég að honum var nokkuð brugðið enda sárlasinn og hafði raunar átt við vanheilsu að stríða síðustu ár. Ég impraði á hvort hann myndi ekki hjarna við með hækkandi sól. Hann tók heldur dræmt undir og sagði: „Ætli það?“ Sú spá hans reyndist rétt því hann andaðist í Reykjavík 17. jan. sl. Ég votta Hólmfríði og börnum hennar samúð mína og kveð góðan vin. Sigurjón Jóhannesson Dauðinn er lögmál, sem enginn fær sér undan ekið, og nú hefur Bjartmar Guðmundsson frá Sandi fallið fyrir hendi hans. Ekki verður með sanni sagt að andlát hans bæri mjög óvænt að því dagsverkið var mikið orðið, ár- in mörg og hin heilsufarslegu áföll þung í seinni tíð. Bjartmar var fæddur á Sandi í Aðaldal hinn 7. júní árið 1900. Hann var elstur ell- efu barna þeirra merkishjónanna Guðrúnar Oddsdóttur og Guð- mundar skálds Friðjónssonar. Hann var því af traustu þingeysku bergi brotinn, en eigi mun ég rekja ættir hans hér, enda vel kunnar þeim sem áhuga hafa á slíku. Eigi var Bjartmar borinn til veraldlegs auðs og sóttist ekki eftir honum, því áhugamál hans og viðfangs- efni voru ekki af þeim toga spunn- in. Góðar gáfur hans hefðu efa- laust fallið vel að langskólanámi, en þess átti hann ekki kost í þeirri hörðu lífsbaráttu, sem háð var í ungdæmi hans. Eigi að síður var hann maður vel menntaður og uppeldisáhrifin frá foreldrum hans og æskuheimili reyndust honum haldgott veganesti á lífsins leið. Hann var í besta lagi prýddur kristilegum dyggðum, ættjarðar- ást og átthagatryggð, og mótuðu þær eigindir mjög lífsferil hans. Aldrei fór Bjartmar ótt eða með brauki og bramli, en undir kyrr- látu yfirborði hans brann hug- sjónaeldur og sóknarhugur alda- mótakynslóðSrinnar, sem allir kannast við. En þótt hægt færi sóttist honum vel, hvort heldur sem blés með eða móti og var hann farsæll málafylgjumaður, enda í blóð borin hyggindi og næm mannþekking. Hann var einn þeirra, sem átti traust samferðamannanna og var honum mikill trúnaður falinn, þótt ekki virtist hann sækjast eft- ir því. Það kom allt eins og af sjálfu sér. Hann valdist til fjöl- margra trúnaðarstarfa og svo eitthvað sé nefnt, þá var hann í sveitarstjórn Aðaldælahrepps í 31 ár, oddviti í 8 ár, hreppstjóri í 34 ár, í sýslunefnd í um 40 ár, í stjórn Kaupfélags Þingeyinga í 24 ár og einnig alþingismaður í 12 ár eða frá 1959—1971. Öll trúnaðarstörf leysti Bjartmar vel af hendi og af mikilli tFÁpiennsku og mun oft hafa látið þau sitja fyrir eigin hag og verið frá búi sínu þá verst gegndi. Sjálfur bjó hann við ein- yrkjans kröppu kjör og þekkti vel til þarfa samferðamanna sinna og því fundvís á framfaramál; sem hann vann brautargengi með elju og iðjusemi. t Bjartmar var jafnan heilshugar og þolinmóður og lét eigi bugast þótt honum lægi fjall í fang, en mun oft hafa reynt það að laun heimsins eru stundum aðeins van- þakklæti. Slíkri lífsreynslu tók hann með jafnaðargeði og æðrað- ist ekki. Kímnigáfa hans var fjöl- þætt og lægnin mikil við að ná sættum og samstillingu manna. Segja má að margt gæti hann, sem ekki var á annarra færi, t.d. breytti hann verulega pólitísku andrúmslofti í Þingeyjarsýslu og hjó mjög klakabönd Framsóknar- flokksins af Þingeyingum. Skáldaæðin sló í brjósti Bjart- mars en varð útundan í dagsins önn, þó ritaði hann nokkuð af smásögum. Hann var ritfær í besta lagi og var stíll hans markviss og sér- stæður. Hann skrifaði í blöð og tímarit, gaf út a.m.k. þrjár bækur og var auk þess ritstjóri Árbókar Þingeyinga í 20 ár. í þá bók skrif- aði hann jafnan og þá oft fróðleik, enda hafði hann þar af miklu að taka, einkum hvað snerti heima- haga. Bjartmar var gæfumaður í fjöl- skyldulífi sínu og vissi það manna best sjálfur. Árið 1938 gekk hann að eiga hina ágætustu konu, Hólmfríði Sigfúsdóttur Björns- sonar bónda að Múla í Aðaldal. Hún er skörungur að dugnaði og kom það sér oft vel svo mjög sem Bjartmar þurfti að sinna verkefn- um utan heimilis. Þau hjónin byggðu nýbýlið Sandur 2 á V4 jarðarinnar Sands og stóð búskap- ur þeirra um aldarfjórðungsskeið, eða þar til þau fluttu til Reykja- víkur, en eftir það varð nýbýlið sumarbústaður fjölskyldunnar og griðastaður gesta. Þeim hjónum varð sjö barna auðið og bera þau nöfnin Guðrún, Hjördís, Bryndís, Árið 1942 kvæntist Þórður Njólu Jónsdóttur frá Stokkseyri, og varð þeim fimm efnisbarna auðið, en þau eru: Jón Viktor, f. 27. apríl 1942, kvæntur Oddnýju Ben- ónýsdóttur, og eiga þau fjögur börn. Ólafur Auðunn, f. 25. janúar 1944, kvæntur Hildu Hilmarsdótt- ur, börn þeirra eru þrjú. Dagrún, f. 6. marz 1946, gift Birgi Jónssyni, tvö börn. Sigurður Trausti, f. 1. ágúst 1947, kvæntur Eydísi Guð- bjarnardóttur, börn eru tvö. Ing- unn, f. 30. maí 1955, sambýlismað- ur hennar er Guðbrandur Gimm- el. Árið 1965 lét Þórður af búskap á Eyvindarmúla en elzti sonurinn tók við. Um þær mundir slitu hjónin samvistir og fluttust til Reykjavíkur. Þar lauk Þórður átt- ræður langri starfsævi sem þing- vörður. Reyndist það honum mikið lán að fá slíkt starf í lokin, enda var þá líkamlegt þrek hans mjög farið að láta á sjá, eftir ýmis áföll. Þórður Auðunsson var hlédræg- ur maður, og lét ekki mikið yfir sér. Hann sóttist aldrei eftir mannvirðingum en ávaxtaði sitt pund án þess að trana sér fram. Þó var hann félagslyndur að eðl- isfari en kunni bezt við sig í þröngum hópi. Barngóður var Þórður með afbrigðum og tryggur þeim, sem hann batt vináttu við. Beztur reyndist hann þó sínum nánustu, og eftir að börnin kom- ust á legg varði hann öllum kröft- um sínum í að búa þeim allt í hag- inn. Sumum kann að hafa þótt Þórður hrjúfur í viðmóti á stund- um, og má það rétt vera. Hitt er þó áreiðanlegt, að undir þeirri brynju sló heitara hjarta en margir eiga, sem mýkri eru á manninn. Þórður var harðduglegur óg fylginn sér, að hverju sem hann gekk. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, fastur fyrir og lét sinn hlut ekki fyrir neinum, ef á hann var leitað. Þórður kom jafnan til dyranna eins og hann var klæddur, var hreinskiptinn og umtalsfrómur, svo að einstætt má kalla. Hins vegar var hann dulur, og fátt var honum fjær skapi en að bera til- finningar sínar á torg. Sagt er að orð séu til alls fyrst. En að leiðarlokum mega fátækleg orð sín lítils. Þau eru aðeins til- raun til að þakka samfylgdina, sem ég naut, einkum ungur dreng- ur, er trítlaði um tún og tölti á engi. Fögur er hlíðin, sagði Gunn- ar á Hlíðarenda, og Þórður Auð- unsson, móðurbróðir minn, var sömu skoðunar. Þar hvíla þeir nú báðir í friði, þaðan sem sér yfir bleikan aukur og slegin tún. Auðunn R. Guðmundsson Hólmfríður, Guðmundur, Hlað- gerður og Sigfús. Öll hafa þau afl- að sér haldgóðrar menntunar og eru til manns komin, enda munu foreldrarnir hafa hugsað þeim meiri skólagöngu en þau sjálf áttu kost á í sínu ungdæmi. Bjartmar Guðmundsson var einn þeirra manna, sem markaði djúp spor á vegum samtíðarinnar og reisti sér óbrotgjarnan minn- isvarða með störfum sínum í ann- arra þágu. Snjór gleymskunnar fennir seint minningu hans. Hann var alla tíð mikill náttúruunnandi og vinveittur öllu því góða, sem greri, hvort heldur það var í moldu eða mannlegri sál. Mér verður hann minnisstæður, er ég sá hann í hinsta sinni á sl. sumri, sitjandi í blómagarðinum sínum á Sandi þar sem lauftré vögguðu yfir honum greinum sín- um og blómin breiddu út faðminn allt um kring. Þá var hann mjög fölur, en eigi fár og sáttur við guð og menn. Nú þegar hann er horf- inn fyrir feigðarbrún og ég rek slóð hans um farsælan æviveg, þá detta mér í hug orð Jesú Krists, er hann sagði. „Sælir eru hógværir því þeir munu landið erfa.“ Ég veit að ég mætti mæla fyrir munn fjölmargra, er ég nú að lok- um þakka Bjartmari Guðmunds- syni kæra samfylgd og kynni góð um leið og ég sendi eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum að- standendum hugheilar samúð- arkveðjur í tilefni af fráfalli hans. Yigfús B. Jónsson, Laxamýri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.