Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 19 Brezhnev óstyrk- ur við útför Suslovs Fóru til Kúbu eftir flugrán Bojjota, 29. janúar. Al’. FLIIGRÆNINGJARNIR, sem fengu að fara frá Kólombíu þegar þeir höfðu sleppt 74 gíslum og flugvélinni sem þeir rændu, komu til Kúbu í dag. I*eir komu við á kólombísku eynni San Anders á Karíbahafi til að taka elds- neyti. Flugvélarræningjarnir voru sjö að tölu og fóru frá borginni Cali í suð- vesturhluta Kólombíu með átta sæta þotu í eigu Carlos Ardila, kólomb- ísks auðmanns. Moskvu, 29. janúar. AP. LEONID BREZHNEV forseti virtist vera í geðshræringu og var greinilega máttfarinn þegar nánasti bandamaður hans í Kreml, Mikhail A. Suslov, var lagður til hinztu hvíldar í dag, fóstudag, við hlið Jósefs Stalíns á Rauða torginu. Brezhnev var þvoglumæltur þegar hann talaði yfir börum hins látna og svo óstyrkur á fótunum að það varð að styðja hann nokkr- um sinnum. „Þegar við kveðjum félaga okkar," sagði Brezhnev, „vildi ég segja við hann, sofðu vært kæri vinur. Þú hefur lifað mikla og dýrlega ævi. Þú hefur gert mikið fyrir flokkinn og þjóðina og hún mun varðveita bjarta minningu þína.“ Brezhnev talaði frá þaki graf- hýsis Leníns 10 metrum fyrir ofan opnar líkbörur Suslovs og hjá hon- um stóðu aðrir fulltrúar stjórn- málaráðsins. Tveir voru fjarver- andi, Grigory Romanov, ritari flokksins í Leníngrad, og Vladimir Shcerbitsky, leiðtogi flokksins í Úkraínu. Suslov er níundi framámaður- inn sem veitist sá heiður að vera grafinn á Rauða torginu. Síðasta útförin á Rauða torginu fór fram 1973 þegar Semyon Budyonny marskálki var fylgt þar til grafar. Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Brlissel Chicago Denpasar Dublin Feneyjar Franklurt Færeyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva New York Nýja Deihí Osló París Perth Reykjavtk Ríó de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg -2 skýjað 6 skýjaö 13 rigning 10 skýjaó 4 skýjaö 10 rigning 1 snjókoma 30 skýjað 10 skýjaö vantar 2 skýjaó 5 rigning 5 skýjaó -5 skýjaö 15 skýjað 13 heiðskirt 25 skýjaö 2 skýjaö 21 heiöskírt 18 skýjaö vantar 12 skýjaö 16 heiöskírt 10 heiöskírt vantar 12 skýjaó 22 heióskirt 21 skýjaö -3 skýjaö 2 heiðskirt 19 skýjað -5 skýjaó 10 rigning 24 heiöskirt 0 skýjaó 31 skýjaó 14 heiöskirt 10 bjart -3 snjókoma 26 bjart 18 heiðskirt 6 heiöskírt vantar 4 skýjað Brezhnev átti erfitt með að fletta blöðunum þegar hann flutti líkræðuna. Hann þurfti tvisvar að ganga upp á þak grafhýsisins og niður aftur meðan á athöfninni stóð og honum var hjálpað í bæði skiptin. Brezhnev og aðrir leiðtogar báru ekki kistu Suslovs til grafar, þótt það væri fyrirhugað eins og fram kom í frétt Tass um útförina áður en hún fór fram, en í staðinn báru liðsforingjar kistuna. (Brezhnev og aðrir báru krukkuna með ösku Alexei Kosygins þegar henni var komið fyrir í múrum Kremlar fyrir 13 mánuðum). Þús- undir áhorfenda voru á Rauða torginu og margir þeirra héldu á stórum myndum af Suslov. Sovézki hugsjónafræðingurinn Mikhail A. Suslov borinn til grafar. Leiðtogarnir á myndinni eru (talið frá vinstri) Leonid Brezhnev forseti, Andrei Gromyko utanríkisráðherra, Nikolai Tikhonov forsætisráðherra, Andrei Kirilenko og Konstantín Chernenko. SPARIBAUKURINN FRA MITSUBISHI hJ“" , zt-n n MIN. I U ■ U U Framhjóladrif Þurrka og sprauta á atturrúðu Hliðarspeglar Tölvuklukka Traustur og fallegur bíll á hagstæðu verði |h|HEKLAHF J Laugavecji 170-172 Sími 21240 MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.