Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 7 Rádgert um smíði á 30 íbúðum í Stykkishólmi Stykkishólmi, 25. janúar. EINS OG áður hefur komið fram í fréttum voru miklar byggingafram- kvæmdir í Stykkishólmi á sl. ári. Um áramót var ekki enn flutt inn í um 15 íbúðir, sem þá voru í smídum. Samkvæmt því sem sveitarstjóri tjáði mér í dag, mun á næstu 1 til 2 árum verða ráðgert um smíði á 30 íbúðum og hefir svæði verið skipu- lagt og liggur skipulagsuppdráttur frammi á skrifstofu hreppsins. Sam- kvæmt því sem mér er tjáð hafa trésmiðjurnar hér næg verkefni á þessu ári. Strax og faert verður mun byrj- að á ný við byggingu sjúkrahúss- ins og er það stórt verkefni. Þá verður verulega hugað að skóla- byggingunni, enda nauðsyn á að hraða henni eftir föngum þar sem nú er kennt á mörgum stöðum í bænum, mjög til óþæginda. Þá verður lokið framkvæmdum í höfninni og við bryggjuna og stórt athafnaplan tekið í notkun á þessu ári. Skipast þá mjög á betri veg fyrir bátana okkar hér í Stykkis- hólmi. Árshátíd Hún- vetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur hið árlega Húnvetningamót sitt, laugardaginn 6. febrúar næst- komandi. Ræðumaður verður Pétur Ingjaldsson frá Skagaströnd og ungt fólk skemmtir með söng og hljóð- færaleik. Þá verður matar neytt og stiginn dans. Aðgöngumiðar verða seldir í fé- lagsheimilinu þriðjudaginn 2. febrúar og föstudaginn 5. febrúar, klukkan 20.00 til 22.00. KréUatilkynninK Rafteikning hf. tilkynnir Erum fluttir í Borgartún 17, Sími 28144 Utgerðarmenn — skipstjórar Fyrirliggjandi takmarkað magn af þorskanetum, garn 15.7 Vfc tommu möskvi, garn 12.7 V« tommu möskvi, gott verð og góðir greiðsluskilmálar. ísfjörð umboðs- og heildverslun, Dugguvogi 7. Sími 36700. Andnews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum og gerðum Algengustu gerðir eru nú fyrirliggjandi Heildsölubirgðir: Skeljungur hf Smávörudeild: Síðumúla 33 Sími: 81722 Skeljungsbúðin Suðulandsbfaut 4 srni 38125 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU Prófkjörssena Framsóknar- maddömunnar! „Starfsmenn við kosninguna (prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík) tóku sér- staklega eftir því að tæplega helmingur nýrra félagsmanna, sem gengu i flokksfé- lögin sjálfa prófjörsdagana, tengdust frek- ar einum frambjóðenda en öðrum, er litið var á meðmælendalista. Hefur þetta sjálf- sagt haft sín áhrif á úrslitin þegar upp var staöið.“ (Fréttafrásögn 'í Tímanum 26/1/82, merkt Kás). „Hins vegar kom mér á óvart...“ „Hinsvegar kom mér á óvart," segir Jósteinn KrLstjánsson í viðtali við Tímann, „að Kristján (BenedikLsson) skyldi ekki hafa hlotið glæsilegri kosn- ingu í fyrsta sætið, eins og ég hefði sjálfur kosið...“. „Eins og ég hefði sjálfur kosið," sagði maðurinn, en hvern veg kaus hann og stuðningslið hans? Við hliðina á þessum ummch um birtir Tíminn próf- kjörsniðurstöðu. Þar kem- ur fram að af 494 atkvæð- um, sem Jósteinn fær, hafa 318 sett hann (en ekki Kristján) í fyrsta sætið! „Kins og ég hefði sjálfur kosið,, — það er nú sve, og svo er nú það — og margt kemur mönnum á óvart á lífsleiðinni. Með þakklæti fyrir samstarf- ið, Kristján! Þjóðviljinn birtir eftir farandi klausu á forsíðu 27. janúar sl. (með þakk- læti til Kristjáns Bent- diktssonar fyrir gott sam- starf í borgarstjórn): • „Kristján Benedikts- son, borgarfulltrúi, hlaut innan við 50% atkvæða í I. sætið. Hann sagðist í gær ekki vera óánægður með sinn hlut, margt nýtt fólk hefði komið til að kjósa og sjálfsagt hefði það ekki vit- að mikil deili á Kristjáni Benediktssyni (!). Hann hefur sem kunnugt er verið borgarfulltrúi Eramsóknar í 20 ár. — Kristján vildi að öðru leyti lítt tjá sig um prófkjörið eða grunsemdir um smölun. Þó sagði hann Ijóst að Eramsóknarflokk- urinn gæti stillt upp góðu fótboltaliði ef á þyrfti að halda“! Kristján Benediktsson er um flest hinn mætasti maður, en þó er hógværð hans fullmikil eftir 20 ára horgarstjórnarstarf, ef hann heldur að „nýir með- limir" Eramsóknarflokks- ins hafi ekki vitað deili á honum. Það var heldur ekki drengilegt af Þjóðvilj- anum, í lok vinstri vertíðar horgarmála, að skensa Kristján fyrir þessa skýr ingu („Hann hefur sem kunnugt er verið borgar fulltrúi Eramsóknar í 20 ár.“)! Sjálfur mætti Krist- ján hugleiða, hvort herleið- ing hans hjá Alþýðubanda- laginu í borgarstjórn Keykjavíkur kunni ekki að vera meginskýringin á rýr um prófkjörsárangri. Að detta ofan í talandann á sjálfum sér Bæði Tíminn og ekki síður Þjóðviljinn fóru upp á háa c-ið í hneykslan þegar fulltrúaráð sjálfstæð- ismanna í Reykjavík ákvað, með þorra atkva-ða, að prófkjör Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgar stjórnarkosningarnar í Keykjavik skyldi að þessu sinni bundið við flokks- bundið sjálfstæðisfólk, sem er 7 til 8 þúsund tals- ins, en fólk gæti tryggt sér þátttökurétt með innöngu í eitthvert hverfafélaganna fram að lyktum kjörfund- ar. I»essi „lokun" var syst- urblöðum vinstri meirihlut- ans í Reykjavík umfjöllun- arefni vikum saman — og riLstjórar þeirra stóðu á öndinni af heilagri hneykslan og réttlætis- kennd, enda velferð Sjálf- stæðisflokksins og kjós- enda hans fyrirferðarmikil í sálarlífi þeirra, sem kunn- ugt er. Hver var svo eftirleikur inn? Var prófkjör Eramsókn- arflokksins og hið sér kennilega „forval" Alþýðu- bandalagsins „opið" eða „lokað"? f stuttu máli var hvortveggja fyrirbærið bundið við flokksfólk. Þjóðviljinn auglýsti m.a.s. dag eftir dag: gerizt Dokksmeðlimir svo þið get- ið tekið þátt í „forvalinu"! Allur gauragangurinn og allir rökhyggju-rembihnút- arnir hurfu í einu vetfangi ofan í þessa kokvíðu eigin- orða-gleypa. Allir munu þó væntan- lega sáttir, bæði á bæ Eramsóknar og hjá rauðlið- um, eftir að atkva'ði hafa verið talin, týnd og ótýnd. ()g þó menn eti ofan í sig nokkurra vikna samsöng um „lokað prófkjör íhalds- ins“ þá er það ekki annað en „daglegt hrauð" (þó ekki vísitöluhrauð) á þeim bæ, hvar eiðar og efndir eiga aldrei samleið! Leikhópur Ungmennafélagsins Islendings ásamt leikstjóranum Kagnhild Steingrimsdóttur. (Ljósmynd t.ísli Svi'rrísson). Ungmennafélagið íslend- ingur sýnir Músagildruna Fyrstadags- umslög vegna afmælis Kven- réttindafé- lags Islands í TILEFNI 75 ára afmælis síns hefur Kvenréttindafélag íslands efnt til útgáfu á fyrstadagsum- sliigum. A umslögunum eru tvö frímerki. Annaö er með mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, fyrsta formanni félagsins. Það frí- merki er að verðgildi 60 krónur og kom það út í flokknum „Merkir íslendingar" 8. marz 1978. Á því frímerki er stimpill frá útgáfudegi. Hitt frímerkið er með mynd af Landspítalan- um, útgefið í tilefni af 50 ára afmæli þeirrar stofnunar, hinn 20. nóvember 1980, en sem kunnugt er áttu íslenzkar kon- ur mikinn þátt í því að spítal- inn var reistur og stofnuðu þær sérstakan sjóð vegna spítala- byggingarinnar 19. júní 1916. Var sjóðurinn stofnaður til minningar um það að réttu ári áður, 19. júní 1915, höfðu ís- lenzkar konur hlotið kosn- ingarétt. Landspítala-frímerkið er stimplað 27. janúar 1982, á 75 ára afmæli Kvenréttindafélags íslands. ÞANN 19. janúar sl. var leikritið Músagildran eftir Agötu Christie frumsýnt af Ungmennafélaginu ís- lending í Brún, Bæjarsveit. Leik- endur eru átta og leikstjóri Ragn- hildur Steingrímsdóttir. Frumsýn- ing þótti takast vel og var leikur um og leikstjóra klappað lof í lófa. Leiklistaráhugi er mikill í Borgarfirði að sögn fréttaritara á Hvanneyri og æfir Ungmenna- félag Reykdæla „Skjaldhamra“ Jónasar Árnasonar, Ungmenna- félag Stafholtstungna æfir Ærsladrauginn og Ungmennafé- lagið Skallagrímur hefur einnig í huga að setja upp leikrit, en ekki er ákveðið enn hvaða verk þeir munu taka til sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.