Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 5
Doktor í íslenzkum fræðum HINN 8. janúar síðastliðinn lauk Coletta Biirling doktorsprón við háskólann í Miinster, Þýzkalandi. Kitgerðin heitir „Die direkte Rede als Mittel der Personengestaltung in den íslendingasögur“ eða „Bein ræða sem tæki til mannlýsingar í íslendingasögum“. Rannsökuð eru sérstök stíl- brögð, sem söguhöfundar beita unnvörpum til þess að lýsa mönnum í orðræðum þeirra. Kunn er sú skoðun, að gerðum hetjanna hafi oft ráðið einhver óljós eða óræður vilji. í ritgerð- inni er haldið fram hinu gagn- stæða. Allt var fyrir fram þaul- hugsað. Snarræði, vit og dóm- greind réðu gerðum manna, þeg- ar líf lá við í deilum eða bardög- um. Meinloka eða veila í hugsun leiddi til ósigurs eða tortímingar. Ritgerðin er framlag til aukins skilnings á frásagnarhætti ís- lendingasagna. Einkunn and- mælenda var „magna cum laude“. Hinn ungi doktor heitir fullu nafni Coletta Maria Biirling, fædd 9. september 1948 í Duss- eldorf. Foreldrar hennar eru hjónin Emil Burling fram- kvæmdastjóri og Therese, fædd Wrede. Dr. Coletta lauk stúd- entsprófi frá Marienschule í Múnster 1967 og hafði þá lesið latínu í 9 ár og grísku í 6 ár. Háskólanám stundaði hún við Westfálische Wilhelms-Univers- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 5 Coletta Biirling itát í sömu borg. Aðalgreinar voru enska og þýzka, en auka- grein Norðurlandamál. 1970 fékk Coletta styrk frá menntamála- ráðuneyti íslands til náms í ís- lenzku við háskólann hér. Skíðalönd Reykvíkinga opin almenn- ingi um helgina SKÍÐALÖND Reykvíkinga verða nú öll opin almenningi um þessa helgi, hina fyrstu í vetur ef veður leyfir. Nú er nægur snjór og verða lyftur á flestum stöðum opnar um helgina frá 10 árdegis til klukkan 18. Að sögn veðurfræðinga er bú- izt við norðlægri átt um helgina og vaxandi frosti. Bjart verður því sunnan lands en éljagangur fyrir norðan. Nokkur vindur verður í dag, en hægara á morg- un. Því ætti að viðra vel til skiðaiðkana sunnan lands þessa fyrstu almennu skíðahelgi árs- ins. Hér er Kiwi-fuglinn búinn að krækja sér í orm. Úr „Egginu hans Kiwi“ eftir Hallveigu Thorlacius. Tónlist og Á MORGUN, sunnudaginn 31. janúar, verða sýndir tveir einþátt- ungar í Leikbrúðulandi. Sýningin hefst kl. 3 og miðasala kl. 1 að Fríkirkjuvegi 11. „Hátíð dýranna" er byggt á tónverki Saint Saéns, og hefur Helga Steffensen samið þáttinn leikbrúður og gert brúður og leikmynd. Seinni einþáttungurinn heitir „Eggið hans Kiwi" og er eftir Hallveigu Thorlacius, sem einnig gerði brúður og leikmynd. Inn í hann er einnig fléttað tónlist og er hún eftir Atla Heimi Sveins- son og Prókofév. Viðtalstímar borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins Sumarið eftir dvaldist hún á bóndabæ í Skagafirði og vann þar í því skyni að læra málið einnig á þann hátt. Þá hvarf hún aftur til náms í Múnster og lagði nú einkum stund á Norðurlanda- mál. Árið 1972 tók Coletta að safna efni í doktorsritgerð sína. Fimm árum síðar kom hún svo aftur til íslands sem sendikenn- ari Þjóðverja í þýzkri tungu. Jafnframt er hún forstöðumaður Þýzka bókasafnsins í Reykjavík og fulltrúi Goethe-Instituts á Is- landi. Dr. Coletta Búrling er eig- inkona dr. Kjartans R. Gíslason- ar, dósents í þýzkri tungu og bókmenntum við Háskóla Is- lands. VIÐTALSTÍMAR borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefjast á ný laugardaginn 30. janúar. Viðtalstím- arnir verða síðan hvern laugardag þar til 8. maí nk. Viðtalstímarnir verða í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 14—16. Tveir borgarfulltrúar, þ.e. einn aðalborgarfulltrúi og einn vara- borgarfulltrúi verða til viðtals í hvert sinn. í fyrsta viðtalstímanum verða þau Davíð Oddsson og Margrét S. Einarsdóttir. Síðan verða viðtalstím- arnir með eftirfarandi skipulagi til vors: Tími: laugardaga frá kl. 14.00 — 16.00. 30.01. Davíð Odssson, Margrét S. Einarsdóttir. 06.02. Páll Gíslason, Elín Pálmadóttir. 13.02. Birgir fsl. Gunnarsson, Ragnar Júlíusson. 20.02. Ólafur B. Thors, Hilmar Guð- laugsson. 27.02. Albert Guðmunds- son, Sigurjón Fjeldsted. 06.03. Magnús L. Sveinsson, Bessí Jó- hannsdóttir. 13.03. MarkúsÖrn Ant- onsson, Sveinn Björnsson, K. 20.03. Ilavíð Oddsson, Kagnar Júlíusson. 27.03. Birgir ísl. Gunnarsson, llilm- ar Guðlaugsson. 03.04. Ólafur B. Thors, Elín Pálmadóttir. 17.04. Magnús L Sveinsson, Sigurjón Fjeldsted. 24.04. Páll Gíslason, Bessí Jóhannsdóttir. 08.05. Markús Örn Antonsson, Margrét S. Einars- dóttir. KYNNING Á STAÐNUM flö PIOMEŒR Um helgina sýnumviöfrá kl.13.00-18.00 1982 árgeröirnar af: fNNING __ COLT GALANT LANŒR SAPPORO L200-4x4 PICKUP L 200 -4x4 YFIRBYGGÐUR —------_______L 300 - PICKUP TrSeO-^SEUDIBIFREIÐ .......l 300 - MÍnTWS—--------------- siUffiSilíE-... rniHF^i a uc HlHEKIA ( Laugavegi 170-172 Sír VHF Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.