Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 íslenskt frumkvæði í öryggismálum: AUKIN ÞÁTTTAKA ÍSLEND- INGA í VÖRNUM LANDSINS Um langan aldur hefur það ver- ið eitt helsta deiluefni þeirra, sem við stjórnmál fást, hver rammi skulinn sniðinn ríkinu, athöfnum þess, skyldum og verkefnum. Flestir menn, líklega allir nema svokallaðir „anarkoliberalistar" eru þó sammála um að eitt veiga- mesta verkefni ríkisins nú á tím- um sé að tryggja öryggi borgara og ríkisins gagnvart árásum og ofbeldi annarra ríkja og manna. Þessi öryggisgæsla hefur í ár- hundruð verið höfuðverkefni hvers konar valdhafa, hvort held- ur var um að ræða konunga og keisara Evrópu fyrr á tímum, indjánahöfðingja á sléttum Amer- íku eða íslenska goða á þjóðveld- istímanum. Ríki og valdhafar hafa beitt mismunandi ráðum til að ná þessum markmiðum. Sumir hafa talið árás bestu vörnina og hrint af stað styrjöldum, aðrir hafa tal- ið gagnkvæma samstöðu þjóða með sameiginlega hagsmuni heppilegustu leiðina. Þá leið höf- um við Islendingar valið síðustu áratugina eða eftir að við gáfum hlutleysisstefnu upp á bátinn. Ef setja á fram markmið ís- lenskrar öryggismálastefnu, hygg ég að greina megi þau í þrjá meg- inþætti. I fyrsta lagi, að tryggja fullveldi og frelsi landsins og sjálfsákvörð- unarrétt þjóðarinnar. I öðru lagi, að koma í veg fyrir styrjaldarátök á eða í nágrenni Is- lands. I þriðja lagi, að stuðla eftir mætti að varanlegum heimsfriði. Þetta eru almenn markmið, sem væntanlega eru ekki deiluefni, hvorki hér á þessum fundi né með- al landsmanna yfirleitt. En deilur eru uppi um, hvernig þessum markmiðum verði best náð. Þorri Islendinga hefur talið, og telur, að þessum markmiðum verði best náð með aðild að varnarbandalagi vestrænna þjóða og landvörnum á grundvelli samnings við Banda- ríkin. I framhaldi af lýsingu þessara markmiða er eðlilegt að hugleiða, hvort Islendingar hafi tilefni til að efast um að þessum markmið- um verði náð. I því viðfangi mun ég fyrst og fremst fjalla um utan- aðkomandi hindranir, en ekki að- stæður sem raktar verða til inn- lendra ástæðna, því vissulega get- ur bæði frelsi, fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðarinnar verið hætt af innlendum athöfnum. Árásarhættan eða hernaðarleg ógnun við ríki er gjarnan talin margveldi tveggja þátta. Annars vegar árásargetu hugsanlegs árás- araðila og hins vegar tilefni hans eða hvöt til árásar. Árásargetan ræðst af tvennu. Annars vegar því afli, sem árásaraðilinn ræður yfir og hins vegar þeim hindrunum sem hann kynni að rekast á. Til- efnið eða hvötin til árásar er einn- ig samsett úr tveim meginþáttum. Annars vegar ávinningi vegna hráefna i víðasta skilningi, þar með talin þekking og mannafli. Hins vegar landfræðileg lega í hernaðarlegu og valdpólitísku samhengi. Reynum nú að meta, hvort ein- hver ógn steðji að Islandi sam- kvæmt þessari greiningu, hvaðan sú ógn stafar og með hverjum hætti íslandi ber að bregðast við henni, ef niðurstaðan er sú að um ógnun sé að ræða. Lega íslands mikilvæg Island verður ekki, fremur en önnur lönd, skilið frá þeim stjórn- málalega, herfræðilega og land- fræðilega veruleika sem það er í. Það er ,sþaíreyrvd að átök eða ,bar- Eftir Kjartan Gunn- arsson, framkvæmda- stjóra átta fer fram í heiminum milli tveggja megin hugmyndakerfa, al- ræðis og lýðræðis. Risar þessarar baráttu eru Bandaríkin og Ráð- stjórnarríkin og í stórum dráttum snýst baráttan af hálfu lýðræðis- sinna um tvennt: annars vegar að tryggja frelsi Vestur-Evrópu og annarra lýðræðisríkja og hins vegar að takmarka eins og unnt er möguleika alræðisríkjanna til áhrifa í þriðja heiminum svokall- aða. Risaveldin tvö ráða yfir ótrúleg- um vopnabúnaði og kjarnorku- vopn þeirra marka þeim sérstöðu meðal annarra ríkja á sviði víg- búnaðar. Atlantshafið skilur að aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins í Vesturheimi og Norðurálfu, en er jafnframt líftaug bandalags- ins. Hernaðarlegt mikilvægi Norð- ur-Atlantshafsins ræðst einkum af tvennu: I fyrsta lagi af þeirri staðreynd, að þar er meginathafnasvæði eldflaugakafbáta Ráðstjórnarríkj- anna og í nokkrum mæli einnig athafnasvæði samskonar kafbáta Bandaríkjanna, Breta og Frakka. En hinar langdrægu eldflaugar kafbátanna, hlaðnar kjarnorku- sprengjum, eru burðarásinn í ógnarjafnvæginu milli risaveld- anna. Hinn þátturinn, sem ræður mikilvægi Norður-Atlantshafsins, er, að varnir Vestur-Evrópu byggjast á möguleikum til liðs- og birgðaflutninga þangað frá Vest- urheimi, áður en hernaðarátök brytust út eða í upphafi þeirra. Hindrun slíkra flutninga er eitt af helstu forgangsverkefnum flota Ráðstjórnarríkjanna í hugsanleg- um átökum austurs og vesturs. Þess má geta til að skýra um- fang slíkra liðs- og birgðaflutn- inga að flytja þarf í fyrstu lotu allt að 1V2 milljón manna og 12 milljónir tonna af vörum og er tal- ið að um 2.500 skip þurfi í fyrstu ferðina. I hernaðarátökum á Atlantshafi gegnir Island lykilhlutverki. Að- staða hér á landi fyrir flugvélar og skip myndi að líkindum ráða úr- slitum í slíkum átökum. Það skipt- ir engu máli hvort ísland er í Atl- antshafsbandalaginu og hvort hér er varnarljð eða , engar Hvorugt þessara atriða breytir legu landsins eða eðli styrjaldar- átakanna sem fram færu í grennd þess. Meginmarkmið Ráðstjórnar- ríkjanna í slíkum átökum eru ann- ars vegar að verja kafbátaflota sinn búinn langdrægum eldflaug- um og tryggja honum athafna- svæði og hins vegar að hindra liðs- og birgðaflutninga á milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Á sama hátt væri það markmið Bandaríkjanna og Átlantshafsbandalagsins að koma í veg fyrir þessar fyrirætl- anir Ráðstjórnarríkjanna með því að stöðva framsókn flota þeirra ofarlega í íslandshafi og granda, eða að minnsta kosti hafa mögu- leika á að granda, kafbátum þeirra búnum langdrægum eld- flaugum. Af þessu ætti að vera orðið ljóst, að annar þáttur greiningarinnar eða jöfnunar um hernaðarógnun, sem ég nefndi hér áðan, tilefnis- þátturinn, er fyrir hendi hvað ís- land varðar og yið núverandi að- stæður, þegar ísland er í Atl- antshafsbandalaginu er óhjá- kvæmilegt annað en að draga þá ályktun að ógnvaldurinn sé bandalag alræðisríkjanna í austri, Varsjárbandalagið, undir forystu Ráðstjórnarríkjanna. Ef vikið er að hinum þætti greiningarinnar, getunni, þá leik- ur auðvitað enginn vafi á þvi, að Ráðstjórnarríkin hafa í sjálfu sér yfir að ráða herafla, skipum, flugvélum og öðru sem til þarf til þess að hernema ísland, bæði með skyndiárás á núverandi varnarlið landsins, svo ekki sé nú talað um möguleikana ef ekkert varnarlið væri í landinu. En getan er ekki einhlít. Megin- hindrunin er þó auðvitað ekki þeir fáeinu bandarísku hermenn og tólf orrustuþotur sem hér eru til varnar, heldur fyrst og fremst að árás á ísland er árás á Atlants- hafsbandalagsríkin öll, sam- kvæmt sáttmála bandalagsins og jafnframt væri um að ræða árás á ríki, sem hefur sérstakan varnar- og öryggissáttmála við hitt risa- veldið, Bandaríkin. Slíkar ein- angraðar árásar á ísland er því vart að vænta. Árás á ísland væri án efa þáttur í stærri átökum, en vegna legu landsins yrði það frá upphafi dregið inn í hringiðu átaka á Atlantshafi, a.m.k. ef þau hæfust með beitingu hefðbund- inna vopna. ................. • Erindi þad, sem hér birtist, flutti Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, á sameiginlegum fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna sam- vinnu, sem haldinn var laugardaginn 23. janúar. Ahugi Ráðstjórnarríkj- anna á íslandi Það er hins vegar öllum ljóst, að meginmarkmið Ráðstjórnarríkj- anna gagnvart íslandi, svo og þeirra manna hérlendra, sem gengist hafa undir það jarðarmen að vera umboðsmenn Kremlar- valdsins hér á landi, er að ryðja þeirri árásarhindrun, sem aðild Islands að Atlantshafsbandalag- inu er, úr vegi, koma landinu úr bandalaginu og rifta varnarsamn- ingnum við Bandaríkin. Ráð- stjórnarríkjunum er það ljóst, að þungamiðja áætlana um varnir Atlantshafsins og Evrópu eru varnir íslands og Noregs. Réðu Ráðstjórnarríkin yfir hernaðar- aðstöðu á íslandi eða Noregi eða í báðum löndunum, gætu þau veitt flotadeildum sínum nauðsynlega flugvélavernd og haldið uppi linnulausum árásum á liðs- og birgðaflutninga Atlantshafs- bandalagsins og gert að litlu eða engu möguleika bandalagsins til þess að granda eldflaugakafbátum Ráðstjórnarríkjanna. Þar með væru úrslit styrjaldarátaka í raun ráðin áður en styrjöld hæfist. Mikill og stöðugur áhugi Ráð- stjórnarríkjanna á Norðurlöndum öllum, en þó sérstaklega íslandi og Noregi, hefur verið augljós um langt skeið. Um starfsemi þeirra á Islandi þarf ekki að hafa mörg orð, en nefna má, að risastórt sendiráð þeirra er mörgum sinn- um stærra en nokkurt annað sendiráð hér, en alls munu vera hér um 80 sovétborgarar. Á vegum sendiráðsins er rekin fréttastofa sem gefur út blaðið Fréttir frá Sovétríkjunum, en hefur í þjón- ustu sinni íslenskan lepp til þess að fara í kringum íslensk laga- ákvæði, sem banna erlendum ríkj- um öll afskipti af íslenskum stjórn- og þjóðmálum, m.a. í formi fjarhagsaðstoðar. Blað þetta flyt- ur einkum tvenns konar efni, ann- ars vegar lof- og dýrðaróð um Ráðstjórnarríkin, gjarnan eftir ís- lendinga sem þegið hafa boðsferð- ir Kremlverja, eða þá níð og árás- argreinar um stefnu íslands í utanríkis- og varnarmálum. Ár- íega gera Ráðstjórnarríkin út mikla rannsókna- og vísindaleið- angra til íslands og eru þeir sjálfsagt langt komnir með að kortleggja allt landið nákvæm- lega, rannsaka vegakerfi, kynna sér nákvæmlega staðsetningu og umbúnað orkuvera, vatnsveitna og rafveitna, hafna og mögulegra skipalægja, flugvallarstæði og annað sem til þarf til undirbún- ings hernaðaríhlutun. Þá hefur flug sovéskra herflugvéla í ná- grenni landsins farið stöðugt vax- andi, svo og millilendingar sov- éskra flugvéla hér og skipakomur annarra skipa en olíuskipa. Þá hafa æ fleiri kafbátar Ráð- stjórnarríkjanna verið uppgötvað- ir er þeir lóna hér í kringum land- ið og Ráðstjórnarríkin sækja stöð- ugt á um að milli þeirra og Islands verði teknar upp fastar formlegar tvíhliða samráðsviðræður um al- þjóðamál. íslendingar hafa enn sem komið er hafnað þessum óskum. Og að lokum má geta þess í þessu samhengi, að Ráðstjórnar- ríkin hafa orðið uppyís að tilraun- um til þess að fá Islendinga til njósnastarfa og á sínum tíma fundust í Kleifarvatni margvísleg hlerunar- og rafeindatæki af full- komnustu gerð, sem rakin voru til Sovéska sendiráðsins, þó að það fengist aldrei almennilega stað- fest af opinberri hálfu, og þá var um langt skeið sendiherra hér fyrir Ráðstjórnarríkin maður, sem starfaði beint undir stjórn al- þjóðadeildar kommúnistaflokks- ins og hafði sem sérgrein að fjar- stýra erlendum kommúnistaflokk- um. Um viljann til íhlutunar og áhrifa þarf því enginn að efast, og enda þó að ég taki nú ekki alltaf undir það, að vilji sé allt sem þarf, þá hygg ég að hér þurfi að standa vel á verði. En víkjum nú frá þessu. Islenskt frumkvæði Samkvæmt boðaðri dagskrá er umræðuefni þessa fundar „ís- lenskt frumkvæði í öryggismálum, aukin þátttaka íslendinga í vörn- um landsins". Niðurstaðan af hugleiðingum mínum hér að framan, er, að vegna ástands alþjóðamála, land- fræðilegrar legu sinnar og fyrir- komulags vopnabúnaðar risaveld- anna, búi Island við stjórnmála- lega og hernaðarlega ógn frá Ráð- stjórnarríkjunum, að mínum dómi vaxandi ógn. Mun ég nú víkja að því, hvernig ég tel eðlilegast og heppilegast fyrir Islendinga að mæta þessari ógn og ræði ég það mál innan þess ramma, sem aðild íslands að Atl- antshafsbandalaginu og varnar- samningurinn við Bandaríkin setja, en eyði ekki löngu máli í að útskýra eða rökstyðja sérstaklega aðildina að bandalaginu og varn- arsamninginn við Bandaríkin. Þegar Island gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu og þegar varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin, var sú von vafa- laust ofarlega í huga þeirra, sem að þeim aðgerðum stóðu, að hér Frá fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu 23. janúar síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.