Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 29 Ein verstu fjöldamorð í Guatemala voru framin í maí 1980. Eitt hundrað indíanar, þar á meðal fimm börn, voru skotnir til bana á þorpstorginu í Panzes. Pyntingar á fóngum eru enn stundaðar í mörgum löndum heims. Mynd tekin á laun í pyntingarklefa í Kolombíu. „mannshvarfi" eru því: Ættingjar eða lögfræðingur leita fyrir sér hjá yfirvöldum og þau neita að hinn „horfni" hafi verið handtekinn eða sé í gæslu, þótt haldgóðar ástæður séu fyrir að halda að svo muni vera. Aðrar aðferðir „Mannshvarfi" er hagað nokkuð á annan hátt í E1 Salvador og í Guatemala. Oft er einhver numinn á brott af óopinberum aðilum, að því er virðist (eða það uppvísist aldrei hver nam manninn á brott). Yfirvöld neita ekki aðeins í þessum tilvikum að þau hafi handtekið manninn eða hafi hann í haldi, heldur neita þau einnig að grennsl- ast fyrir um brottnámið — eða að gefa tæmandi skýrslu um málið. Það sem greinir „mannshvarf" mest af öllu frá öðrum mannrétt- indabrotum, er einmitt sú stað- reynd að yfirvöld neita allri hlut- deild og ábyrgð. Yfirvöld neita stundum blákalt, gefa jafnvel út opinbera yfirlýs- ingu um, að þau hafi ekki manninn í gæslu, t.d. þegar ættingjar leita á þau. Stjórnvöld neita líka stundum skýrt og skorinort að hafa staðið að handtöku, t.d. þegar lögfræðingur leggur fram kröfu um habeus corp- us. Þess konar neitun er jafnvel sett fram á alþjóðlegum vettvangi, eins og sendimenn frá Argentínu gerðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Staðhæfðu þeir, að stjórnin hefði ekki látið neinn „hverfa". Það má kannski segja að það sé engin furða þótt stjórnvöld geri allt sem mögulegt er til þess að láta sem þau eigi hér engan hlut að máli, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að slík „mannshvörf" eru gróft brot á mannréttindalög- um. í greinum 3, 8, og 9 í mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna er m.a. greint frá rétti hvers einstaklings til persónufrelsis og skoðanafrelsis, og að hver sá ein- staklingur, sem handtekinn er og/eða ofbeldi beittur, eigi fullan rétt á að mál hans verði tekið fyrir af viðurkenndum dómstólum, sem starfa skv. lögum og/eða stjórn- arskrá viðkomandi lands. Bitnar á ættingjum Fyrir utan sjálfa fangana eru það og fjölskyldur þeirra sem þurfa að líða. Stundum er einn meðlimur fjölskyldu látinn „hverfa" í þeim tilgangi að ógna öðrum fjölskyldu- meðlimi. Aðstandendur fanganna hafa orðið fyrir meðferð, sem brýtur í bága við grein nr. 5: rétturinn til frelsis frá pyntingu, grimmdar- legri, ómannúðlegri eða niðrandi meðferð eða refsingu. Fjölskyldur eru ennfremur sviptar réttinum til að njóta bóta fýrir aðstandanda (grein 8), svo og réttindum í grein 12, sem kveður á um tryggingu gegn geðþóttaafskiptum af einka- lífi, fjölskyldu eða heimili. Ein af ástæðunum fyrir því að stjórnvöld láta fólk „hverfa" af vettvangi er sú að þar hafa þau fundið þægilega aðferð til þess að þagga niður í pólitiskum andstæð- ingum, raunverulegum eða ímynd- uðum. Þægilega sökum þess að þannig komast þau hjá setningu nýrra laga sem næðu yfir þessa andstæðinga. Við þessa aðferð er einungis þörf á nokkrum óvægum skósveinum til þess að fjarlægja viðkomandi aðila, og nokkrum í viðbót til þess að yfirheyra, pynta, og e.t.v. drepa fórnarlambið á ein- hverjum afviknum stað. Önnur ástæða er að „manns- hvarf" bitnar á öllum íbúum lands, sem býr við þessa stjórnarstefnu, ekki einungis á fjölskyldum og vin- um hinna „horfnu". „Mannshvarf" er með áhrifamestu tækjum til skoðanakúgunar, sem yfirvöld hafa til umráða. Góður vitnisburður um áhrifa- mátt „mannshvarfs" til kúgunar, er í fyrirmælum nasistastjórnar- innar í Þýskalandi á stríðsárunum um meðferð fanga í Frakklandi, sem „ógnað gætu öryggi Þýska- lands". „... flytja skal fangana með leynd til Þýskalands. Þessar ráð- stafanir munu skjóta fólki skelk í bringu, því að (a) fanginn hverfur sporlaust, (b) hvergi mun upplýs- inga að fá um dvalarstað hans eða afdrif.“ I fyrri tilskipun sagði nasista- marskálkurinn Wilhelm Keitel: „Áhrifaríkasta aðferðin til að hræða fólk eru líflátsdómar eða að- gerðir þar sem ættingjar afbrota- mannsins og aðrir íbúar landsins hafa ekki hugmynd um afdrif hans.“ Nærri fjörutíu árum síðar er þessari sömu stjórnunaraðferðum beitt — meira að segja af ríkjum, sem heitið hafa að virða mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna, og eru ástæðurnar þær sömu og fyrrum. Tewfiq Drak AI-SIBA’I, Sýrland. 34 ára, kvnntur, 5 barna faðir, læknir. „Hvarf" 2. júní 1980. Bréf til stuðnings Tewfiq Drak Al-Siba’i Sýrlandi og bréf til stuðnings fanga frá Chile liggja frammi til undirskriftar fyrir almenn- ing á skrifstofu íslands- deildar Amnesty Internat- ional, Hafnarstræti 15, II. hæð, en skrifstofan er opin á þriðjudögum milli kl. 15.30 og 17.30. síðan er leitaö hús úr húsi og fjöldi hverfisbúa handtekinn. Oft eru hinir handteknu fluttir á vörubílum á óþekktan stað. Amnesty Inter- national hefur nöfn nokkurra hundraða manna, enda þótt ekki sé vitað hvort þeir eru enn í haldi, hvort þeir eru lífs eöa liðnir. Óstaðfestar fregnir herma, að auö- ugar fjölskyldur eða vel settar hafi stundum getað haft upp á „horfn- um“ aöstandendum. En flestra fjölskyldnanna bíöur þrotlaus leit eöa bið í von. Hvað gera skal Vinsamlegast sendiö varlega oröaö bréf til eftirfarandi aðila og biöjuð um, aö dvalarstaöur Tewfiq Drak Al-Siba’i sé gefinn upp. Farið þess einnig á leit, aö velferð hans sé tryggð. Látið í Ijós áhyggjur í bréfi ykkar um þau hundruö manna, sem „horfið” hafa í Sýr- landi. Þiö ættuð aö leggja aö sýr- lensku stjórninni að gera allt, sem hún getur til aö svipta hulunni af afdrifum þeirra, staðfesta dvalar- stað þeirra og að leyfa fjölskyldum þeirra að umgangast þá. Skrifið til: Hafez Assad forseti Forsetahöllinni, Damaskus, Syrlandi. Reyðarfjörður: Vel heppnað þorrablót Keydarfirdi, 26. janúar. HINN 22. janúar, fyrsta dag í þorra, héldu Royðfirðingar sitt 61. þorrablót. Formaðurinn Ásgeir Metúsalemsson setti blótið og bauð gesti velkomna. Mikill og góður þorramatur var á borðum, skemmtiatriði voru meðan á borðahaldi stóð að hefðbundnum hætti. Þau voru öll samin og flutt af heimamönnum og tókust með ágæt- um. Guðmundur Magnússon, fræðslu- stjóri, spilaði undir söng skemmti- nefndarinnar og stjórnaði fjölda- söng meðan setið var að snæðingi. Dansað var til klukkan hálffimm um morguninn og skemmti fólk sér með ágætum. Ekki spillti að bezta veður var þessa nótt. Gréta Eiginmaður minn, ÞORGILS STEINDÓRSSON, er látinn. Sigríður Guömundsdóttir. t Moðir okkar, tengdamoöir, amma og langamma, JÓHANNA EMELÍA BJÖRNSDÓTTIR frá Félagsgarði, Fáskrúðsfiröi, Unufelii 25, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. februar kl. 10.30 f.h. Geröa Thorn, Róbert Thorn, Erling Sigurösson, Elísabet Ragnarsdóttír, Birna Siguröardóttir, Sigurbjörn Davíösson, Jóhanna Siguröardóttir, Egíll Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsyndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengda- fööur og afa, BÖÐVARS INDRIÐASONAR frá Gilá, Hofsvallagötu 23. Anna Guömundsdóttir, Þórunn B. Böövarsdóttir, Hugi Helgason, Krístín Böövarsdóttir, Valgeir Jónsson, Ólöf Ása Böövarsdóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför dóttur okkar og systur, VILHELMÍNU KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Vesturbergi 74. Sigurbjörg Siguröardóttir, Magnús M. Guömundsson, Guðmundur Þór Magnússon. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug i veikindum og við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNASARJÓNSSONAR frá Brekknakoti. Guö blessi ykkur öll. Borghildur Einarsdóttir, Valhildur Jónasdóttir, Jón William Andrésson, Svanhildur Jónasdóttir, Egill Geirsson, Geir Reynir Egilsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför móður okkar, fósturmóöur, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, GUÐRÍDAR FINNBOGADÓTTUR. Þorvaldur Guömundsson, Svanhvit Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir, Sigurður Guömundsson, Elísabet Andersen, Þóra Guömundsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Þórdís Guömundsdóttir, .barnabörn, langömmu- Friðmey Guðmundsdóttir, Grímur Ögmundsson, Maríe Guömundsson, Tage Andersen, Ólatur Tómasson, Siguröur Jónsson, Erlingur Þorsteínsson, g langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.