Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 13 i i 1 > Ljóðrænar stemmningar Guðmundur W. Vilhjálmsson, sem sýnir frumviðleitni sína á vettvangi myndlistarinnar í Gall- erí 32 til 6. febrúar, kemur án vafa mörgum á óvart með sýningu sinni. I ljós kemur að þessi maður er gæddur ríkri ljóðrænni kennd fyrir formum, litum og línum. Guðmundur á ekki langt að sækja þessa gáfu og geta má þess að bróðir hans er Thor Vilhjálmsson, sem er í senn flínkur að fara með orð sem pentskúf. Myndir Guðmundar eru 45 tals- ins og eru unnar í pastel og vatns- liti ásamt í blandaðri tækni, — þær eru allar frekar smáar og virðist þessi stærð henta sköpun- argáfu gerandans einkar vel. Guðmundur virðist vera nokkuð undir áhrifum September-hópsins Bragi Asgeirsson svonefnda og þá aðallega þeim ljóðrænni í hópnum, svo sem Svavari og Kristjáni Davíðssyni, — einnig örlar fyrir áhrifum frá Valtý Péturssyni í einni og einni mynd, en þessi áhrif eru mjög eðlileg og alls ekki til lýta. Ger- andinn vinnur úr hreinum hug- myndum og lætur hugmyndaflug- ið ekki alfarið ráða ferðinni líkt og stundum gerist hjá bróður hans, Thor. Svo sem eðlilegt má teljast eru myndirnar mjög misjafnar að gæðum en svo ég vísi til einstakra mynda er einkum höfðuðu til mín, tel ég upp myndir eins og nr. 2 „Siglingin hafin“, 4 „Fuglar að þinga", 20 „Vetur", 25 „Á Hvera- völlum" og nr. 31 „Sveitaþorp". Hin síðasttalda er vafalítið form- sterkust mynda á sýningunni en þessi upptalning sýnir öðru frem- ur fjölbreytnina í vinnubrögðum Guðmundar. Guðmundur W. Vilhjálmsson má vissulega vel við una um frum- raun sína á myndlistarvettvangi og það verður fróðlegt að sjá framhaldið en um það skal engu spá, — en slik frumraun vekur að sjálfsögðu upp auknar kröfur. Lyflæknisdeildir Borgarspítalans: Rúmum fækkað vegna manneklu 30 hjúkrunarfræðinga vantar að Kleppsspítalanum og geðdeildum VEGNA SKORTS á hjúkrunarfræðingum hefur verið ákveðið að fækka sjúkrarúmum á tveimur af þremur lyflæknisdeildum Borgarspítalans um 20 frá og með næstu helgi. Víðar á sjúkrastofnunum vantar tilfinnanlega hjúkr unarfræðinga til starfa og til dæmis á Kleppsspítalanum vantar nú 29 hjúkr unarfræðinga, en þar eru 98 stöðugildi og aðeins 69 stöður skipaðar. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítalanum, sagði í gær, að á spítalann vantaði nú 25 hjúkrunarfræðinga, en þar er rúmlega 160 gildi. Mest er manneklan á legudeildum og þá sérstaklega á lyflæknisdeildum. Þar vantar nú sjö hjúkrunarfræð- inga og hefur verið ákveðið að grípa til þess neyðarúrræðis, að sögn Sigurlínar, að fækka rúmum á tveimur deildanna um 20 um næstu helgi, en á deildunum eru 75 rúm. Ástæður þessa sagði Sig- urlín, að fyrst og fremst mætti rekja til mikils álags í starfi og lágra launa. Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunar- forstjóri, sagði að á Kleppsspítal- ann, barnageðdeildina og geðdeild Landsspítalans vantaði nú um 30 hjúkrunarfræðinga, en stöðugild- in væru 98 og 69 þeirra væru skip- aðar. Hún sagði að þetta ástand væri svipað og síðastliðið haust, en þó hefði tekist að halda í horf- inu og nokkurn veginn að ráða fólk í stað þess, sem sagt hefði upp. Þá sagöi hún að nokkuð væri um það, að hjúkrunarfræðingar réðu sig í 50% vinnu, en skiluðu síðan fullri vinnu. Á þennan hátt hækkuðu launin til muna, en héldu réttindum sínum. „Ástæðan er sú, að launin eru alltof lág og eina ráðið er, að þessi stétt fái launahækkanir, lausnin er því ein- föld ef ráðamenn vilja horfast í augu við staðreyndir," sagði Þór- unn. Hún sagði að skortur á hjúkrun- arfræðingum kæmi að sjálfsögðu niður á þjónustu og nefndi í því sambandi að ekki er hægt að sinna sjúklingum eins mikið einstakl- ingsbundið og æskilegt væri og einnig að aðstandendum þeirra. „Það er því miður aðeins fjarlæg- ur draumur að hafa opna tíma fyrir ráðgjöf fyrir aðstandendur og hvað um bráðaþjónustu fyrir geðsjúklinga, sem erlendis stend- ur og fellur með hjúkrunarfræð- ingum," spurði Þórunn. Þá benti hún á að til dæmis á Landakoti væru greidd hærri laun heldur en á ríkisspítölunum og það væri opinbert leyndarmál, að þar væri greidd fyrir tíma, sem þó væru ekki unnir. 30.\a<fC«'<'0" . a(S\as'e a«SaÖ'''°6-.uö'.saa' 0^9(da98^ SO''®, VS 00- 11 c 111; s i j > 111 n 4 •>. l: S1 M r i"-11 i IjíutVi t >’ i 1,6K*3{!rJ} 1911J!< l u ( ( m n.iitiuilö í irti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.