Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 9 Fyrst er hér bréf frá Vík- ingi Guðmundssyni á Akur- eyri: „Heill og sæll, kæri vinur. Mikið þakka ég þér vel fyrir alla þættina um ís- lenskt mál, bæði í útvarpinu og Morgunblaðinu. Eg mun einhvern tíma hafa getið þess við þig, þegar ég hitti þig á förnum vegi að ég ætl- aði að skrifa þér. Nú ætla ég að láta verða af því. Tilefnið mun hafa verið eitthvað ann- að þá en nú, en það er auka- atriði. Það var um íslenskt mál. Mér þykir íslenskt mál heillandi viðfangsefni; að hugsa um, kryfja, velta fyrir sér, tala um og skrifa um. Eg vil þó geta þess strax, til að fyrirbyggja misskilning, að ég er ómenntaður og þetta sem ég skrifa verður ekkert fræðilegs eðlis. Það sem ég hef áhyggjur af er merkingarbreyting orðanna. Þetta er smitandi. Ef skakkt er talað í kringum mann, endar það með því að maður hættir að taka eftir því og fer að nota vitleysurn- ar sjálfur. Margar af þessum ambögum stafa af því að það er verið að spara. Spara tíma, spara rúm. Stytta mál sitt án þess að valda því. Alkunna er merkingar- breyting orðsins slys. I mínu barnsminni var það notað sem skilgreining á atviki. At- burðir skeðu á annan hátt en til var stofnað. Kvígur voru með slysafangi ef naut sleit sig upp og komst til þeirra, eða gimbrar ef hrútur slapp í þær og jafnvel stelpur ef illa tókst til með uppeldið. Menn duttu af hestbaki og slösuð- ust, eða meiddust í leik og það var talið slys. En menn börðust og urðu sárir, særð- ust. Nú er þetta allt í graut. Heilir herir eru slasaðir. Slys eru alstaðar. Þau bruna um allt á fullri ferð. Menn verða fyrir slysum. Þeir lenda í slysum. Það á að var- ast slys, verjast þeim og varna þeim aðgöngu. Sumir vilja forða slysum en aðrir forðast þau. Eg vil meina að slys sé hvergi og fyrst þurfi að meta atvik áður en skorið er úr um, hvort um slys sé að ræða. Ef ég ek viljandi á mann og hann deyr, er ekki um slys að ræða. Það er morð. Eru menn ekki að spara? Stytta frásögnina? Mér kemur í hug saga af ungri stúlku. Hún kom til móður sinnar og sagði: „Ég er ólétt, mamma." „Hvað segirðu?" sagði móðirin. „Hvernig má það vera? Hvað hefur komið fyrir?" „Ég lenti í slysi," svaraði stúlkan. „Blessað barnið. Hvað skeði?“ hrópaði móðirin. „Það var sko svoleiðis að hann Eiríkur hans Jóns og hennar Siggu, fékk lánaðan bílinn hans pabba síns um daginn þegar þau fóru suður, og við fórum svo að rúnta. Það endaði svo með því að hann keyrði út af og bíllinn valt. Við meiddum okkur voða lítið, en Eiki fékk svaka sjokk og var alveg í rusli. Ég varð að styðja hann heim, og svo bað hann mig að vera hjá sér meðan hann jafnaði sig. Og ég gerði það.“ Þarna er stúlkan að reyna að segja aðalatriði sögunnar í sem fæstum orðum og verða sér úti um samúð í leiðinni. Staðreyndin er nátt- úrlega sú, að hún lenti í bíl- veltu, en hvort var um slys að ræða eða glannaskap er vafamál. Mér blöskraði samt alveg þegar yfirlögreglu- þjónninn í Reykjavík kom í sjónvarpið og sagði eftir mikla umferðarhelgi, að um- ferðin hefði bara gengið vel, en það besta væri nú samt hvað þau hefðu verið ein- staklega heppin með slys. En mörg eru nú samt at- vikin sem flokkast undir slys, en ég vil þó heldur reyna að koma í veg fyrir árekstur en forða eða forðast slys. Og ég vil heldur, ef ég á þess kost, að forða barni en forða slysi. Ef ég er akandi reyni ég að forðast börn nægilega svo þau séu örugg og varast þær hættur sem á vegi mínum kunna að verða. I 128. þætti þínum í Morg- unblaðinu segir þú að sögnin að forðast merki að varast. Mér finnst engar tvær sagnir merkja það sama og mikill munur á sögnunum að forð- ast og varast. Sögnin að forða merkir að fjarlægja eitthvað þaðan sem það er í hættu. Að forða sér merkir að flýta sér burt af hættu- stað. Að forðast merkir að koma ekki nálægt einhverju sem gæti skaðað mann. Sögnin að varast gengur miklu skemmra. Ég get var- ast vínið þó ég forðist það ekki. Mér finnst ég ekki geta forðast eða varast óorðinn hlut. Ef skaði er skeður get ég forðast hann ef hann snertir aðra. Ef skaði er orðinn get ég varast að hann endurtaki sig. Ef hann er óorðinn get ég ef til vill varnað honum, eða komið í veg fyrir hann. Ég er ekki sáttur við mið- myndarkenninguna sem kemup fram í 128. þættinum og íel miðmyndina koma í stað afturbeygðs fornafns með þessari sögn eins og ýmsum öðrum sögnum, var- ast = vara sig, forðast = forða sér, þótt blæbrigðamunur sé. I 127. þættinum ertu að velta fyrir þér orðinu mella. Ég hef heyrt það notað um merar í hestalátum, tilsvar- andi og blæsmur um ær sem eru að beiða. Merar verða mjög ægðarlegar þegar þannig stendur á hjá þeim, míga í taglið á sér og berja sig allar að aftanverðu. Ekki eru menn alltaf jafn sparsamir. Finnst mér þó bera meira á höfðingsskap heldri manna og embætt- ismanna, sbr. skýrslur og svonefnt stofnanamál, svo og ýmissa fjölmiðlamanna. Fjármálaráðherra ræddi í sjónvarpi um málefni síns ráðuneytis. Hann taldi þá hafa ýmsa valkosti. Ekki fann ég þetta orð í orðabók Arna Böðvarssonar og þó veður það alstaðar uppi. Mér kemur alltaf í hug valköstur þegar ég heyri þetta orð. Þá má nefna ýmsa spraða sem koma fram fyrir alþjóð og bjóða t.d. góðan laugardag og gleðilega þjóðhátíð. Mér finnst það smekkleysa. Ég á nokkurt safn af am- bögum úr sjónvarpi og út- varpi, og sé ég á þeim að oft er um síendurtekningar að ræða. Má nefna tilhneigingu ýmissa kvenna til að karl- kenna sig. Ber þar mest á konum sem hafa orðið sér úti um karlkyns starfsheiti, s.s. kennslukonur sem kalla sig orðið kennara. Ein kom í út- varpið og sagði: „Ég hef orðið áþreifanlega var við ..." Og ég hef heyrt fleiri kven- kynskennara taka svo til orða. Móðir mín varð vör við hlutina og svo er um konu mína. Mér finnst það vera uppgjöf hjá konum sem berj- ast fyrir réttindum sínum, að telja sig með karlmönnum. Ég jafna því við liðhlaup. Enda sigur fyrir karlmenn- ina. Nokkuð ber á að þulir o.fl. beygi ekki rétt töluorðið einn, ef önnur tala fer á und- an. Lyftingamönnum er skipt í þyndarflokka með nokkuð sérstökum hætti. I fréttum í útvarpi var lesið: „I sextíu og eins kílógramma flokki ...“ Við þekkjum öll bók sem heitir Þúsund og ein nótt. Og þó að næturnar séu margar, þá verða þúsund og ein í eintölu. Þá er mjög al- gengt að farið sé rangt með kunn orðtök. Verður mér fyrst að nefna, að nú brennur allt við. „Það hefur oft viljað brenna við ...“, var lesið úr forystúgrein Þjóðviljans 18/8 '81. I þjóðsögum og ýmsum eldri sögum hefjast frásagn- ir oft á þessum orðum: Það bar við á bæ einum ... eða: Það bar til ..., en ég heyrði hér áður aldrei talað um að annað brynni við en grautur. Bera skertan hlut frá borði, hefur heyrst í útvarpi, í stað: skarðan hlut. Blaði var flett í sögunni, í stað: Brotið var blað ... Og nú í dag: Litlu var til sparað ... úr frétta- bréfi frá Noregi. Þá eru rangar beygingar eins og: Eggjarauðum verði þeytt í sósuna (úr mat- reiðslutíma í útvarpi 4/12 ’81.) Ég er hræddur um að það verði ekki bara hlegið að þessum ambögum, heldur festist þær meira og minna í málinu, ef ekkert verður að gert. Þetta sem ég hef bent á, er ekki nema brot af því sem ber fyrir eyru manns úr ríkisfjölmiðlunum og finnst mér raunar vítavert að ekki skuli „lesin próförk" af því efni sem flutt er í sjónvarpi og útvarpi, eins og í prentuðu máli. Ég vona að þú misvirðir ekki hve langorður ég hef orðið, en mér fannst ég ekki geta komið þessu til skila í færri orðum...." I þessu hressilega og góða bréfi er margt sem mig lang- ar til að fjalla um í næsta þætti. 60 íslendingar á „karnival“ í Ríó IIM 60 íslendingar ætla að taka þátt í Karnivalferð til Rio de Janciro. A Ferðaskrifstofan Flugferðir efnir til Brasilíuferðar, þar sem ferðast er um landið og verið í Karnival í Rio. Að þessu sinni munu um 60 ís- lendingar taka þátt í Karnival í Rio de Janeiro í Brasilíu. Ferðaskrif- stofan Flugferðir — Airtour Ice- land efnir til hópferðar til Brasiliu hinn 20. febrúar. Tvo fyrstu dagana í Brasilíu gefst taekifæri til þess að fylgjast með „stærstu sýningu á jörð“, Karnival í Rio, sem mun vera frægasta og íbúðarmesta kjöt- kveðjuhátíð, sem haldin er í heim- inum, enda sækja þangað árlega þúsundir erlendra ferðamanna og innlendra til þess að virða fyrir sér skrautið og dýrðina. Enda er talið að þar sé um að ræða íburðarmestu karnival-hátíðarhöld, sem sögur fara af. Brasilíuferð Flugferða er þegar að heita má uppseld og hafa um 60 manns skráð sig til þátttöku í ferð- ina. Flogið verður með'Flugleiðum til Evrópu og þaðan með Boeing risaþotu til Brasilíu, Rio de Jan- eiro, þar sem dvalið verður mestan hluta ferðalagsins á hótelum við hina frægu Copacabana-baðströnd í Rio. En þetta borgarhverfi Rio- borgar er heimsfrægt og eftirsótt, enda Copacabana-baðströndin víð- fræg í sögum og söngvum, sem tískustaður leikara og „þotufólks". Hásumar er nú í Brasilíu, á suð- urhveli jarðar, þar sem árstíðir eru öfugt við það, sem er hér hjá okkur á norðurhjaranum. íslenski ferðahópurinn mun gera víðreist um Brasilíu, að karnival- hátíð lokinni, m.a. fara á slóðir ís- lensku „Brasilíufaranna“ til fundar við afkomendur þeirra. Til stór- borganna Sao Paulo, Santos og höf- uðborgarinnar Brasilía, sem er byggð frá grunni sem höfuðborg og til þess eins að þjóna sem slík. Ennfremur verður farið til Igassu- fossanna miklu á landamærum Brasilíu og Argentínu, og taldir eru með stærstu og tilkomumestu foss- um veraldar. Ymislegt fleira er á dagskrá hjá Brasilíuförum Flug- ferða. Farið er um hina fögru Rio- borg og sigit um eyjar og sund hinnar fögru innsiglingar, þátttaka í nautakjötsveislum á sólbaðs- ströndum „Paradísareyja", heim- sóttar keisaraborgir og herra- garösveislur í sveitunum. Auk þess fær fólk tækifæri og rúman tíma til þess að sóla sig í sumarhita á baðströndum Rio de Janeiro og kynnast landinu og þjóðinni og hinu litríka þjóðlífi þessarar fram- andi heimsálfu, undir leiðsögn kunnugs íslensks fararstjóra. „Vegna sérstakra viðskiptasam- banda Flugferða hefir tekist að fá hagstæð kjör á hinum löngu flug- ferðum og gistikostnaði á fyrsta flokks hótelum í einu af eftirsótt- ustu baðstrandarborgarhverfum veraldar, Copacabana í Rio de Jan- eiro. Kostar allt ferðalagið með hótelum kr. 16.284 — og lætur nærri að farþegarnir spari sér lið- lcga 20.000 krónur miðað við það að einstaklingur þyrfti að greiða fyriF slíkt ferðalag," sagði talsmaður Flugferða. Þátttakendur í ferðinni koma saman á Hótel Sögu um kaffileytið laugardaginn 30. janúar til þess að skoða nýjar kvikmyndir frá Bras- ilíu og kynna sér einstök atriði til undirbúnings ferðalaginu. HÚSEIGNIN Suni 28511 Opið í dag kl. 10—19 ÞÓRSGATA Möfum til sölu ibúð i fjórbýlishúsi á fyrstu hæö. íbúöin selst tilbúin undir tréverk og málningu. Stofa, boröstofa, svefnherb., eldhús og baö. Bílskýli og geymslur á jarðhæð. Sameign veröur fullfrágengin. Teikningar á skrifstofunni. Verð 830 þús. Fast verð. ASGAROUR 2ja herb. ibúð á jarðhæð. Verð 500—550. SELJAVEGUR 4ra herb. íbúð á 3ju hæð. 90—100 fm. Verð 750 þús. HRAUNBÆR 2ja herb. risíbúð. Nýjar innréttingar. ENGJASEL 4ra herb. á fyrstu hæð. 110 fm suöursvalir. Bilskýli. SELTJARNARNES 3ja herb. íbúð á 2. hæð i gömlu steinhúsi. 75—80 fm. Sér hiti. Verð 600 þus. Skipti á 2ja herb. íbúö kemur til greina. HRISATEIGUR 55—60 fm ibúð á jarðhæö. 2 herb. Verð 480—500 þús. SKEIÐARVOGUR Raöhús á tveimur hæðum og kjallara. Á fyrstu hæð stofur og eldhús, á annarri hæö 3 svefnherb. og baðherb. i kjallara 2 herb. og eldhús. Skipti á 4ra herb. íbúð koma til greina. BRÆÐRABORGARSTÍGUR 3ja herb. risíbúö. Verð 580 þús. NJÁLSGATA Lítil 2ja herb.‘ ibúð í kjallara. Nýstandsett. ibúðin er ósamþykkt. Verð 270 þús. LAUGAVEGUR Nýstandsett 3ja herb. risíbúð. 70 fm. Verð 450 þús. RAÐHÚS — SELJAHVERFI Raöhús á tveim hæðum. 196 fm. Innbyggöur bílskúr. Selst fokhelt. ÁLFTANES Grunnur undir 170 fm einbýlishús, Einingahús úr timbri. Sökklar undir 40 fm bilskúr. Verð 400 þús. VESTURBÆR 3ja herb. íbúð, 90 fm á fyrstu hæð. Verð 700—750 þús. Óskum eftir öllum stærðum eigna á söluskrá. Ath.: Erum fluttir af Laugavegi 24 á Skólavöröustíg 18, önnur hæð. Skólavörðustíg 18, 2. hæð. Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur símar 28511 28040 28370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.