Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 í DAG hefjast í Reykjavík svonefnd landshlutanámskeið Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar og eru fyrirhugud alls 6 nántskeið fyrir leiðtoga í kirkjulegu æsku- lýðsstarfi víðs vegar um landið. Sr. Agnes Sigurðardóttir æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar og sam- starfsmenn hennar, Oddur Al- bertsson og Stína Gísladóttir sjá um námskeiðin svo og Jón Helgi Þórarinsson guðfræðinemi, sem um þessar mundir er í hálfu starfi hjá Æskulýðsstarfinu. Fyrsta námskeiðið hefst í dag kl. 10 f.h. og verður í Laugarnes- kirkju. Verður þar fjallað um hvernig reka skuli æskulýðsfélög og rætt um spurninguna af hverju erfitt sé að halda æsku- lýðsfélögum lifandi heilan vetur. Hugsað og skrifað í hópvinnu á námskeiði hjá Æskulýðsstarfinu. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar: Námskeið fyrir leiðbeinendur í kirkjulegu æskulýðsstarfi Er námskeiðið ætlað æskulýðs- leiðtogum á höfuðborgarsvæð- inu. Leiðbeinendur verða sr. Agnes Sigurðardóttir og Oddur Albertsson. Þátttakendur í nám- skeiðinu munu á sunnudag taka þátt í fjölskyldumessu í Laugar- neskirkju. Helgina 5. til 7. febrúar verður námskeið fyrir æskulýðsleiðtoga á Vesturlandi. Fer það fram í Grundarfirði og verður þar fjall- að um æskulýðsfélög og barna- starf. Oddur Albertsson verður leiðbeinandi. Næst er námskeið fyrir Norð- urland, 12. til 14. febrúar að Löngumýri í Skagafirði. Um leið fer fram umræðufundur Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Stína Gísladóttir og Jón Helgi Þórarinsson eru leið- beinendur. Þá verður námskeið á ísafirði dagana 22. til 25. febrúar og er það ætlað Vestfirðingum. Fjalla þar Jón Helgi Þórarinsson og Stína Gísladóttir um barnastarf og æskulýðsfélög. Námskeið fyrir Suðurland verður haldið í Skálholti 12. til 14. mars og kennir þar Oddur Albertsson og síðasta námskeiðið að sinni er fyrir Austurland og fer það fram að Eiðum. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin, en leiðbeinendur verða sr. Agnes Sigurðardóttir og Jón Helgi Þórarinsson. Auk þessa námskeiðahalds sagði sr. Agnes Sigurðardóttir starfsmenn Æskulýðsstarfsins taka um þessar mundir þátt í ýmsum mótum fermingarbarna. Þess má að lokum geta að Hrefna Tynes, sem sl. tíu ár hef- ur starfað á skrifstofu Æsku- lýðsstarfs þjóðkirkjunnar, lét nýlega af starfi sínu, þar sem hún hefur annast afgreiðslu og verið til ráðgjafar. Akranes um helgina: Sameiginlegt prófkjör allra flokka hefst í dag SAMEIGINLEGT prófkjör stjórn- málaflokkanna á Akranesi vegna vals á framboðslistana í bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Kosið er í Iðnskólahúsinu við Skólabraut, og er kjörstaður opinn milli klukk- an 10 og 16 í dag, laugardag, og á sama tíma á morgun. Kosning fer þannig fram, að kjósendur merkja fyrst við þann stjórnmálaflokk er þeir styðja, en síðan raða þeir frambjóðendum í prófkjöri sama flokks niður í númeraröð, á þann hátt er kjósandinn vill að endan- legur framboðslisti verði skipaður. I framboði í prófkjöri Alþýðu- flokksins eru þessi: Arnfríður Valdimarsdóttir, Eva Hákonar- dóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Guðmundur Vésteinsson, Hauk- ur Ármannsson, Rannveig Edda Hálfdánardóttir, Ríkharður Jónsson, Sigurjón Hannesson og Svala ívarsdóttir. Hjá Framsóknarflokki eru eft- irtalin í framboði: Andrés Ólafsson, Bent Jónsson, Björn Kjartansson, Guðrún Jóhanns- dóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Sveinsson, Stefán Lárus Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þorsteinn Ragnarsson. Frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna eru: Benedikt Jónmundsson, Guðjón Guð- mundsson, Guðjón Þórðarson, Guðrún L. Víkingsdóttir, Hörður Pálsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Rún Elva Oddsdóttir, Valdimar Indriðason og Þórður Björgvins- son. Hjá Alþýðubandalagi eru eft- irtalin í framboði: Engilbert Guðmundsson, Einar Skúlason, Guðlaug Birgisdóttir, Guðlaugur Ketilsson, Hannes Hjartarson, Hulda Óskarsdóttir, Jóhann Ár- sælsson, Jóna Kr. Ólafsdóttir og Ragnheiður Þorgrímsdóttir. „Nýtt Fresca“ kemur á markaðinn „VIÐ erum að koma með nýjan Fresca-drykk á markaðinn einhvern næstu daga og er það ástæðan fyrir því, að erfitt er að fá gamla Fresca- drykkinn í verslunum lengur,“ sagði Pétur Björnsson forstjóri Vífilfells í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessi nýi drykkur, sem við köll- um „Nýtt Fresca" er með öðru og betra bragði en sá gamli og kemur hann á markað í fjölmörgum lönd- um á næstunni á vegum Coca Cola. Ástæðan fyrir því að við komum nú með þennan drykk á markað er meðal annars sú, að á íslandi er nú búið að banna sakk- arín í gosdrykkjaframleiðslu nema þá í svo litlum mæli, að ekki er hægt að nota það. í nýja drykk- inn verður notað syklomat," sagði Pétur. INNLENT, L. Á Alþýðubandalagið: Forvali í Reykja- vík lýkur í kvöld FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna vals frambjóðenda á lista flokksins við borgarstjórnar- kosningarnar í vor fer fram nú um helgina, kosið var í gær og kosningu lýkur í kvöld. Kosið er á skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3, og er kjör staður opinn milli klukkan 10 og 23 í dag. I framboði eru 25 manns. At- kvæðisrétt hafa allir flokksbundnir alþýðubandalagsmenn búsettir í Reykjavík. Unnt er að ganga í flokkinn í dag og kjósa síðan. Kosn- ing fer þannig fram að kjósendur raða frambjóðendum í númeraröð, frá einum upp í tíu, eftir því hvar þeir vilja að frambjóðendur verði á endanlegum framboðslista. Prófpredikun í DAG, laugardag, klukkan 13.30, fer fram í Kapellu Háskólans prófpredikun. Það er Önundur Björnsson, guðfræðingur, sem hana flytur. Afhöfnin er öllum opin. 06 ré<K KO&MYNÓlNfl Ví<m fe VtíJSTWI fl f úrvflRP/no í wiWvÖlV' Grafíkmyndir í Listmunahúsinu LISTMUNAHÚSIÐ Lækjargötu 2, Reykjavík, hefur tekið að sér að selja hér á landi eftirprentanir gerð- ar hjá forlagi Politiken í Kaup- mannahöfn og myndlistarverkum kunnra danskra, grænlenskra, fær eyskra og fleiri listamanna. Myndir þessar kosta hver um sig 100 krónur. Allmargar mynd- anna eru þegar uppseldar hjá for- laginu, en í Listmunahúsinu má nú sjá um það bil 40 myndir úr þessari myndröð. „Frábið mér kveðj- ur af þessu tagi“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson vegna bréfs dagskrárgerðarmanna umlélegan tækjabúnað „ÉG VIL taka það fram, að ég frábið mér kveðjur af þessu tagi og ég veit ekki til, að ég sem formaður útvarps- ráðs, hafi gefið tilefni til að starfs- menn sendi mér tóninn í blöðum, í stað þess að óska eftir viðtali, eða senda bréf beint,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður Útvarpsráðs, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á bréfi átta dagskrárgerðarmanna sjónvarps, þar sem veist er meðal annars að Herði Frímannssyni yfir verkfræðingi stofnunarinnar. „Nú er svo komið tækjamálum sjónvarpsins að öll dagskrárgerð fer úr böndum bæði hvað snertir vinnu- og fjárhagsáætlanir vegna sífelldra bilana í myndavélum og öðrum upptökubúnaði. Auk þess ríkir alger ringulreið og stefnuleysi í innkaupum á nýjum tækjum og er ekkert samráð haft við dagskrár- gerðarmenn. Sífelldar bilanir sem þýða tafir bæði hjá tæknifólki, dagskrárgerðarmönnum og flytj- endum, eru að verða einn stærsti kostnaðarliðurinn í dagskrárgerð- inni. Við lýsum yfir fullri ábyrgð vegna þessa ástands á hendur yfir- verkfræðingi sjónvarpsins, Herði Frímannssyni. Astand tækjamála sjónvarpsins hefur aldrei verið verra en nú og stendur stofnunin verr tæknilega í dag en áður en litvæðing hófst. Ef fram fer sem horfir verður ógerlegt að halda áfram dagskrár- gerð í upptökusa! islenzka sjón- varpsins," segir í bréfinu. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði ennfremur þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að sér fyndist ákaf- lega ósmekklegt, að þeir sem að bréfinu standi skuli skella allri skuldinni á einn af starfsmönnun- um. Hörður Frimannsson væri ekki einn í ráðum og hvað þá að hann hefði úr ótakmörkuðu fé að spila, samanber hinn mikla rekstrarhalla sem verið hefði á Ríkisútvarpinu undanfarin ár. „Það er staðið undarlega að þessu bréfi, því er dreift til blaða á föstu- degi, en viðkomandi eins og sá mað- ur sem á er ráðist, veit ekkert fyrr en blaðamaður hringir í hann. Út- varpsráð fékk til dæmis bréfið eftir dúk og disk,“ sagði Pétur Guð- finnsson þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „í fyrsta lagi er ekki minnst á hina raunverulegu orsök þessa vanda, sem er fjárhagslegs eðlis og ekki verður Herði Frímannssyni kennt um það. Þá er það svo, að minna fé hefur farið til tækjakaupa en við vonuðum, dreifikerfið hefur verið fjárfrekt og einnig dagskrár- gerðin. í öðru lagi er það svo, að tækja- kaup eru ekkert einkamál Harðar Frímannssonar. Við erum með sér- staka tækjakaupanefnd, sem ákveð- ur kaupin í stórum dráttum. Því tel ég að veist hafi verið að einum starfsmanna sjónvarpsins á óvið- urkvæmilegan hátt,“ sagði Pétur. Pétur sagði, að á þessu ári hefði sjónvarpið 6 milljónir króna til tækjakaupa og tækjakaupanefndin hefði komið saman til fundar síð- astliðinn mánudag, til að fjalla um þessi mál. Þá væru ætlaðar 2 millj- ónir króna að auki vegna tengingar við jarðstöðina, þannig að sjónvarp- ið væri í betra sambandi við „Skyggni". Á síðastliðnu ári hafði sjónvarpið 5 milljónir króna til tækjakaupa. „Frjálst sjónvarp44 sýnt í Laugarásbíói Laugarásbíó frumsýnir í dag, laug- ardag, myndina „Funny America“, á íslensku nefnd Frjálst sjónvarp. Segir í kynningu kvikmyndahússins að hér sé um að ræða gamanmynd, háðska ádeilu á bandarískt sjónvarp og hvað gerst gæti ef ekkert eftirlit væri með því. Óþekktir aðilar ná valdi á stórri sjónvarpsstöð og senda út hvers kyns sjónvarpsefni, kryddað ofbeldi, kynlífi, kynþáttamisrétti og efni andstæðu trúarbrögðum. For- setinn kallar saman fund og eru ýmsir ásakaðir fyrir að hafa tekið stöðina, en fleira verður ekki rakið hér. rt’ix i? n i (••!«»• noej'í'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.