Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 21 IMtogtisiÞIafrffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö. Samdráttur þjódarframleidslu Ef verðbólKuhraðinn á að nást niður í 30% á síðara hluta ársins, eins ok ríkisstjórnin lætur í veðri vaka, telja fagaðilar að ríkis- stjórnin verði að skerða verðbætur launa á seinni hluta ársins um 8—10%, eða öllu meira en gert var 1. marz á sl. ári, sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsumræðu um „þorrabakka ríkisstjórnarinnar". Af hverju fer ríkisstjórnin ekki hina sömu leið og á sl. ári, ef það er rétt, sem hún heldur fram, að hún hafi gefið góða raun(?), spurði Friðrik. Svarið er að árangurinn var ekki meiri en sá, að nú standa spár til meiri verðbólgu en ríkisstjórnin tók við í öndverðu. Ríkis- stjórnin þorir ekki að taka á vandanum nú af ótta við sveitarstjórn- arkosningarnar. Kommúnistar, sem hafa staðið hvorki sjaldnar né oftar en 10 sinnum að vísitöluskerðingu á liðnum árum, þora ekki annað en geyma viðlíka gjörning fram yfir sveitarstjórnakosningar. Þessvegna skal nú nota skattpeninga almennings til að greiða niður verðbætur á laun hans um gamalkunnan vísitöluleik. Olafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, sagði m.a., að ná mætti niður verðbólgu um 12—18 stig, ef vinstri skattaukar frá 1978 yrðu felldir niður og samsvarandi niðurskurður gerður á ríkisútgjöld- um. Með þessum hætti mætti færa til fjármuni, frá ríkishítinni, til fólks og fyrirtækja, sem ættu í vaxandi erfiðleikum með að láta tekjur mæta útgjöldum, þrátt fyrir meinta „niðurtalningu“. Hvert mannsbarn veit að atvinnulíf hefur lamazt í valdatíð þessarar ríkisstjórnar, enda hefur verið þrengt svo að atvinnuvegunum, sem haldið er gangandi með einskonar kreppulánum, að atvinnuöryggi, sem tekizt hefur að tryggja um langt árabil, hefur verið stefnt í verulega hættu. Þessi aðför að atvinnuvegunum er um leið aðför að verðmætasköpun og þjóðartekjum — og þar með lífskjörum almenn- ings í bráð og lengd. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur standa í stað, jafnvel dragast saman í ár, sagði Ólafur G. Einarsson. Það er þesskonar „niðurtaln- ing“ seih er einkenni allra vinstri stjórna. Sú innihaldslitla skýrsla óljósra markmiða en smátækra gjörða, sem við ræðum nú, er „ómerki- legt plagg, og það jaðrar við dónaskap að leggja það fram með þessum dramatíska hætti fyrir hv. Alþingi". Ræda, sem vekur upp spurningar Fróðlegt var að kynnast viðhorfum Friðjóns Þórðarsonar, dóms- málaráðherra, til stöðu efnahagsmála og stjórnmála í ræðu þeirri sem hann flutti í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld. í ræðu þessari sagði dómsmálaráðherra, að það væri „skýlaus krafa okkar sjálfstæðismanna", að fyrirheit í stjórnarsáttmála um að meginverk- efni ríkisstjórnarinnar væri að treysta íslenzkt efnahags- og atvinnu- líf yrðu efnd. Friðjón Þórðarson hefði varla orðað þetta svo, ef ekki væru efasemdir í hans huga um, að við þessi fyrirheit yrði staðið. Dómsmálaráðherra sagði ennfremur í ræðu sinni: „Það verður að viðurkennast, að þær ráðstafanir, sem nú hafa verið kynntar, bera allsterkan keim af úrræðum til skamms tíma. Þær eru þó studdar í trausti þess, að um sé að ræða áfanga á réttri leið." Þessi ummæli benda til, að það hafi orðið ráðherranum nokkurt umhugsunarefni, hvort hann gæti yfirleitt stutt þessar ráðstafanir. Enda bætir hann við: „Vonir manna um álíka stórt skref í verðbólguhjöðnun og varð á sl. ári hafa brugðizt í bili.“ Friðjón Þórðarson segir í ræðu sinni, að stjórnin hafi „sæmilega" vegnað, það sem af er. Ráðherrann tekur ekki sterkt til orða. Og hann bætir við: „Sé þessi efnahagsmálapakki, sem svo er nefndur, veginn og metinn, mun hann varla vekja ótta nokkurs manns. Miklu fremur vonbrigði þeirra, sem vilja taka fastar á og leggja eitthvað af mörkum til þess að meginstraumar þjóðmála hnigi til réttrar áttar." Þessi orð verða tæplega skilin á annan veg en þann, að dómsmálaráðherra sé í hópi þeirra, sem vildu taka fastar á og urðu fyrir vonbrigðum. Ijoks segir dómsmálaráðherra í ræðu sinni, að markmið ríkisstjórn- arinnar í verðbólgumálum á þessu ári náist ekki „átakalaust". Og hann bætir við: „Betur má ef duga skal.“ Síðan setur ráðherrann fram ákveðna kröfu um að „þegar í stað“ verði hafizt handa um frambúðar úrræði í efnahagsmálum. Ræða Friðjóns Þórðarsonar er, pólitískt séð, einhver athyglisverð- asta ræða, sem ráðherra í núverandi ríkisstjórn hefur flutt um langt skeið. Hún vekur upp ágengar spurningar — sem framtíðin ein getur svarað. Magnús Pétursson hagsýslustjóri: Engin niðurstaða um niður- skurð komin frá ríkisstjórn Fækkun utanlandsferða, minnkun yfirvinnu og aksturskostnaðar í dæminu „MÉK vitanlega er ekki búið að ganga endanlega frá þessu. I»etta er búið að vera hjá ríkis- stjórninni í nokkra daga og engin niðurstaða komin frá þeim,“ sagði Magnús Péturs- son hagsýslustjóri, er Mbl. spurði hann hvenær tillaga eða frumvarp um boðaðan niður skurð upp á 120 millj. kr. á ríkisútgjöldum kæmi fyrir sjónir almennings. Vegna yfirlýsingar fjármálaráð- herra, Ragnars Arnalds, í útvarps- umræðum í fyrrakvöld, um að spara eigi í ríkisútgjöldum hvað varðar utanferðir, spurði Mbl. Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu, hvernig staðið yrði að slíkum sparnaði. Hann sagði það ákvörðunaratriði ríkisstjórnar- innar. Hann hefði ekki fengið í hendur neinar ákveðnar tillögur um þetta, ríkisstjórnin hlyti að taka þá ákvörðun, einnig hvað varðar sparnað í aksturskostnaði og yfir- Stafsfólk bankanna: vinnu hjá hinu opinbera, en það eru hugmyndir sem einnig hafa verið ræddar í þessu sambandi. Höskuldur sagði aðspurður að utanlandsferðir væru í lágmarki hvað varðaði fjármálaráðuneytið. Þrátt fyrir fjölmörg tilefni til þátt- töku íslendinga á fundum og ráð- stefnum ýmissa alþjóðasamtaka, hefði fjármálaráðuneytið ekki þann starfsmannafjölda að unnt væri að sjá af honum til slíkra ferða. Þetta væri atriði sem áreiðanlega yrði at- hugað sérstaklega hjá hverju ráðu- neyti fyrir sig að sögn Höskuldar, en auðvitað mætti fækka ýmsum utanlandsferðum og nefndi hann sem dæmi þing Sameinuðu þjóð- anna og bætti við að mjög margar utanlandsferðir heyrðu beint undir Alþingi. Um takmörkum yfirvinnu sagði Höskuldur aftur á móti, að ekki ætti að verða erfiðleikum bundið að minnka yfirvinnu, en það þýddi um leið að fækka þyrfti verk- efnum. Sparnaður í aksturskostnaði hins opinbera, minnkun yfirvinnu og fækkun utanlandsferða eru hug- myndir sem fram hafa komið. Þá er Mbl. kunnugt um að við meðferð fulltrúa Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins á niðurskurðardæminu í fjárveitinga- nefnd hefu r verið rætt um „flata- prósentu" annars vegar, þ.e. að skorið hefur verði niður með ákveð- inni prósentutölu og hins vegar niðurskurð með tiltekinni upphæð á einstaka fjárlagaliði. Flataprósenta hefur verið nefnd 6% á sjóði og framkva'mdir. Nú þegar er lagaheimild fyrir 50 milljón króna niðurskurði á fjárlög- um, en til að ná 120 millj. kr. dæm- inu þurfa ráðstafanir til að koma til að ná 70 milljónum til viðbótar. Það er einníg ákvörðunaratriði stjórn- valda, hvort þeir nýta nú 50 millj. kr. heimildina eða geyma hana þar til síðar. Meðallaun kvenna 28% lægri en karla — konur eru 64% starfsfólksins og karlar 36% í NIÐURSTÖÐIJM könnunar, sem gerð var fyrir ráðstefnu um jafnrétti í bankakerfinu, sem Samband ís- lenzkra bankamanna hélt í gær, segir m.a. að konur séu 64% af starfsfólki bankanna, en karlar 36%. Þar segir einnig að meðallaun kvenna séu 28 prósentum lægri en meðallaun karla. Meðalaldur kvenna sem starfa í bönkum er 5,56 árum lægri en karla eða 17,29 pró- sent. Meðalstarfsaldur kvenna er 49 prósent styttri en karla. Meðallalsmenntun bankamanna 1981 er samkvæmt könnuninni: Háskóli: Karlar: 7,35 mán. Konur 0,33 mán. Stúdentspróf: Karlar: 15,6%. Konur: 10,2%, Verslunarskóli: Karlar: 12,1%. Konur: 7,9%. Samvinnuskóli: Karlar: 9,1%. Konur: 1,6%. Hvers Mér kemur þetta svo sem ekki við. Og þegar ég var formaður Rithöfundasambands íslands, var ekkert um þetta rætt. Þá höfðum við áhuga á þýðinga- sjóðnum, sem síðar varð að veru- leika. En kannski er þetta við- kvæmt mál, sem ekki má orða á prenti fremur en önnur þau mál, sem eru að einhverju leyti hég- ómleg. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Það, sem ég á við, er þetta: A hverju ári er úthlutað svonefndum bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs og nú síðast fékk Svíinn Sven Delblanc 75 þús. d.kr., að mér skilst. Tveir menn velja bækurnar í hverju Norðurlanda um sig — og svo er byrjað að greiða atkvæði á sam- eiginlegum fundum. Þetta er kannski eina aðferðin til að út- hluta verðlaununum, ég veit það ekki. En hitt er óþolandi, að ís- lenzkir höfundar sitja ekki við sama borð og erlendir starfs- bræður þeirra, að þeim Finnum undanskildum sem skrifa ekki á sænsku. Verk Islendinganna þarf að þýða á eitthvert annað, norðurlandamál, þó að frumtext- inn sé e.t.v. hafður eitthvað til hliðsjónar. Við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta öllu lengur. Þetta er ekki jafnræði. Við eigum að óska eftir því, að dómnefndin sé þannig skipuð að í henni sitji þeir menn einir, sem hafa næga undirstöðuþekkingu til að dæma íslenzk rit á frum- málinu. Þeir eru ýmsir á Norð- urlöndum. Auk þess mætti spyrja: hvers vegna ekki að snara íslenzkum ritum á einhverja heimstunguna, ef nauðsynlegt er að þýða þau? íslenzkan er á há- tíðlegum stundum talin gullald- armál allra Norðurlanda og hví eigum við þá ekki heimtingu á, að íslenzk rit séu dæmd af eigin ágæti, en ekki af misjöfnum þýð- ingum. Auk þess er vita ómögu- legt að þýða ýmislegt það, sem bezt er í íslenzkum bókmenntum á önnur mál. Hvenig hefðu menn staðið að vígi, ef Einar Bene- diktsson hefði lifað nú á dögum? Engum hefði dottið í hug að senda ljóð hans í hráum þýðing- vegna hornrekur? Einar Benediktsson um í keppnina, enda vonlaust. Öll dýrustu blæbrigði snillings- ins færu forgörðum í slíkri með- ferð. Eða ljóð Tómasar Guð- mundssonar? Þau væru ekki hlutgeng í þessari keppni nema í hans eigin búningi. Þetta hlýtur hver maður að sjá. Óbundin ljóð eru auðveldari viðureignar en þau hefðbundnu, en eigum við þá að taka þátt í keppni, sem ýtir undir fráhvarf frá sérstöðu okkar og fornum hefðum? Form- byltingin var nauðsynleg. En hún á ekki að ryðja rótgróinni menningu úr vegi, heldur endur- nýja hana. Það hafa óbundnu ljóðin gert, sem betur fer. Við eigum að varðveita hvort tveggja, gamalt form og nýtt. Rækta það og láta ljóðmálið njóta víxláhrifanna. Það getur líka orðið okkur dýrkeypt að eltast við bók- menntasmekk á Norðurlöndum, ensk, þýzk eða frönsk áhrif eru að mínu mati eftirsóknarverðari, a.m.k. í ljóðlistinni. Fyrir nú utan það, að allt hið fínasta í óbundna skáldskapnum íslenzka fer forgörðum í þýðingum. Nema því aðeins, að ljóðin séu endur- sköpuð í meðferð danskra, norskra eða sænskra meistara á Tómas Gudmundsson borð við Magnús Ásgeirsson. En þá ætti þessi útlendi „Magnús Ásgeirsson" að fá verðlaunin, en ekki íslenzka ljóðskáldið sem hann þýddi. íslenzkir rithöfundar eiga að hafa þann metnað fyrir hönd tungu sinnar og listar, að verk þeirra séu metin á sömu forsend- um og önnur verk norræn. Það er raunar lágmarkskrafa. Ég þykist vita, að nokkrum verkum íslenzkum hafi verið komið á framfæri á Norðurlöndum vegna þessarar samkeppni, en þýð- ingasjóðurinn er til þess að ná sama markmiði með minni til- færingum. Islenzka er norræn tunga, e.k. móðir þeirra skandinavísku tungumála (og mállýzkna) sem frændur okkar nota til að gera sig skiljanlega. En hvers á ís- lenzkan þá að gjalda, að vera þessi hornreka? Allt öðru máli gegnir um finnskuna. Hún er ekki norrænt mál frekar en eistneska eða ungverska, og eng- in ástæða til að krefjast þess af norrænum bókmenntamönnum, að þeir kunni hana til að dæma um skandinavískar bækur. Auk þess skrifar fjöldi finnskra rit- höfunda á sænsku, en þeir sem skrifa á finnsku, eru svo sam- grónir sænskri menningu, að litlum vandræðum veldur. Bæk- ur þeirra eru líka þýddar á sænsku af frábærum höfundum, sem byggja á ómetanlegum arfi ræktaðrar menningar. Islenzkir rithöfundar eiga heimtingu á að vera ekki í norrænni bók- menntasamkeppni settir á bekk með þeim rithöfundum, sem hafa aldrei skrifað stakt orð á norræna tungu. Eða hví skyldu þá Grænlendingar og Samar ekki eiga aðild að þessari keppni? Og hvers eiga Færey- ingar að gjalda? Auðvitað ættu þeir að fá að taka þátt í henni og leggja fram verk sín á sinni norrænu þjóðtungu, ekki síður en nýnorsku skáldin, svo að dæmi séu tekin. Eina færeyska skáldið, sem hlotið hefur verð- launin, skrifar á danska tungu — og hlaut þau sem danskur höfundur. Þess ættum við að minnast, þvi að Heinesen vildi ekki koma til Islands og taka við verðlaununum vegna þess að það mátti ekki flagga með færeyska fánanum. Við eigum að gera kröfu til að þessu fyrirkomulagi verði breytt. Ég veit það tekur tíma, en að því verður að stefna. Ann- ars endar það með þvi, að verð- launin verða veitt í gustukaskyni — og þá með þeim hætti sem norskur bókmenntafræðingur sagði í Aftenposten um daginn, að keppnin stæði nú á milli Del- blanc og norska ljóðskáldsins Stein Mehren — eða þá að dóm- nefndin færi af þjóðernisástæð- um („nasjonale hensyn") eftir reglunni: Nú er röðin komin að þér. Halda menn svo, að slík skrif hafi ekki áhrif? Mér er til efs að þessi ágæti bókmenntafræðingur hafi lesið staf af því, sem íslenzku skáldin í keppninni, Guðbergur Bergsson og Hannes Pétursson, hafa skrif- að á tungu forfeðra hans — og Snorra. Matthías Johannessen T3 Gunnar Thoroddsen Ronald Reagan Margaret Thatcher Helmut Schmidt Bob Hope Sjónvarpsþáttur í þágu Samstöðu Gunnar Thoroddsen, Czeslav Miloz, Frank Sinatra meðal þeirra sem koma fram HINN frjálsi vestræni heimur varö harmi lostinn þegar pólska stjórnin greip til þess örþrifaráös 13. des- ember sl. aö lýsa yfir herlögum í Póllandi og banna starfsemi óháöra verkalýösfélaga. Ákveðiö var, aö 30. janúar skyldi veröa dagur Sam- stöðu og í dag, laugardag, standa verkalýösfélög beggja vegna Atl- antshafsins fyrir mótmælafundum, Samstööu til stuönings, og pólska þjóöin á hugi milljóna. Yfirmaöur upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, Charles Z. Wich, fékk þá hugmynd aö gera sjónvarpsþátt sem sýndi „hlýhug allra þeirra sem meta frelsi gegn kúgun í Póllandi". Þátturinn „Let Poland be Poland" veröur sýndur á sunnudag. Honum veröur sjónvarpaö um heimsbyggöina um gervihnetti og býst Wich viö aö yfir 200 milljón manns horfi á hann. Wich kallaöi þáttinn „stórfeng- legasta sjónvarpsþáttinn í sögu veraldar" þegar hann kynnti hann fréttamönnum. Leiötogar um 14 landa, þar á meðal Gunnar Thor- oddsen, Ronald Reagan, Margaret Thatcher og Helmut Schmidt, munu flytja stutt ávörp og sýndar verða myndir frá mótmælafundum og af lífi í Póllandi. Pólskir listamenn, Romulald Spasovsky, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum, og sovézki hljómsveitarstjórinn Rostr- opovich munu koma fram. Auk þessa munu þekktir leikarar og skemmtikraftar, svo sem Frank Sinatra, Bob Hope, Kirk Douglas, Charlton Heston, Barbra Streisand, Glenda Jackson og Orson Wells, koma fram í þættinum. „Let Poland be Poland” mun taka 90 mínútur. Voice of America stendur fyrir gerö þáttarins, en framleiöandinn, Martin Pasetta, setur hann saman. Hann hefur reynslu af gerö meiri- háttar skemmtiþátta og sá til dæm- is um 24. Oscarsverölaunaafhend- inguna. Efni, sem Voice of America setur saman, má ekki flytja í Bandaríkjunum lögum samkvæmt. I þessu tilfelli hefur þingið veitt und- anþágu, svo aö bandaríska þjóöin geti notiö þáttarins og hefur PBS, eina sjónvarpsstöðin sem ekki hef- ur auglýsingar réttinn á þættinum. Spurning hefur vaknaö í Evrópu eins og til dæmis á Bretlandi hvort rétt sé aö taka þáttinn til útsend- ingar. Margar stöövar hafa fyrir reglu aö sýna ekki efni, sem stjórn- völd framleiða, en „Let Poland be Poland“ er framleiddur á vegum bandarísku stjórnarinnar. Þaö hef- ur veriö bent á, aö flestallir þjóöar- leiötogarnir sem koma fram eru hægrisinnar og fæstir listamann- anna eru kunnir fyrir stjórnmála- skoðanir sínar. Óttast margir aö þátturinn minni um of á skemmti- kvöld í Hollywood-stíl, en veröi ekki til þess aö sýna einhug á Vestur- löndum og geri ekki hinu alvarlega og sorglega ástandi í Póllandi rétt skil. íbúar Póllands og annarra landa í Austur-Evrópu munu aö sjálfs- ögöu ekki sjá þáttinn. Voice of Am- erica, Radio Free Europe og Radio Liberty munu útvarpa honum í heild á stuttbylgju og einnig þýöa kafla úr honum og flytja á yfir 40 tungu- málum. Þátturinn veröur alvarlegs eðlis, en þó munu væntanlega margir vilja heyra hann eöa sjá, og þó hann nái ekki til þeirra sem hann fjallar um, heyra þeir kannski af honum og fá stundarhuggun undir hæl hervaldsins. ab Borgardómur Reykjavíkur: 6805 mál þing- fest í fyrra í FYRRA var 531 skilnaðarmál afgreitt hjá Borgardómi Reykjavíkur. Fjöldi skilnaða hefur nokkuð staðið í stað síð- ustu þrjú árin eftir að hafa náð hámarki 1975. Það ár voru 724 skilnaðarmál afgreidd hjá Borgardómi, árið 1976 voru þau 652 og 561 árið 1977. Árið 1978 var 531 skilnaðarmál afgreitt hjá Borgardómi og enn lækkaði talan árið 1979. Þá voru 504 skilnaðarmál afgreidd hjá dómstólnum. Árið 1980 var talan mjög svipuð, þeim fjölgaði um þrjá en fjölgaði svo aftur heldur í fyrra og voru skilnaðir þá jafn- margir og 1978. Á síðastliðnu ári voru 6805 mál þingfest fyrir Borgardómi Reykja- víkur og fjölgaði þingfestingum um 105 miðað við árið 1980. Af- greidd mál voru 6566. Þann 1. janúar síðastliðinn tóku í gildi lög þar sem sjó- og verzlunardómur var lagður niður. Hann hafði ekki til meðferðar mikinn fjölda mála, árið 1981 voru þingfest 178 mál. Afgreiðsla mála við Borgardóm- araembættið 1981 (tölur innan sviga eru sambærilegar við árið 1980). Dómsmál: Dæmd 301 (1312) Áskorunarmál 3688 (3822) Sætt 432 (458) Hafin 737 (664 6158 (6236) Munnlega flutt: Dæmd 194 (203) Sætt 89 (93) Hafin 116 (92) Vitnamál 9 (3) Eiðsmál 0 (2) Kjörskrármál 0 (49) Afgr. mál alls 6566 (6678) Þingfestingar 6805 (6700) Hjónavígslur 193 (192) Könnunarvottorð 193 (192) Leyfi til skilnaðar að borði og sæng 176 (187) Skilnaðarmál 531 (507) Sjóferðapróf 30 (32) Dómkvaðning matsmanna 68 (103) Málum afrýjað til Hæstaréttar 48, (59)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.