Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 39 Valur sigraði Fram eftir framlengdan leik Fram: vaiur 78:79 VALUR sigraði Fram, 79—78, í úr valsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit, en staðan eftir 40 mínútur var 70—70. Staðan í hálfleik var einnig jöfn, 32—32. Stigaskorið segir flest sem segja þarf um leikinn, hittnin var í lág- marki og áhugi einnig á köflum, þó smábarátta sæist þó annað veifið. Getumunur var enginn á liðunum og gat þetta endað á hvorn veginn sem var. Lokamínút- urnar voru æsispennandi, en þá skiptust liðin á að ná 1—2 stiga forystu. Eftir að staðan var orðin 70—70, fengu bæði liðin upphlaup sem fóru í súginn. Aðeins tveir menn létu af ein- hverjum krafti hjá Fram, Viðar Jafnt í Firðinum HAUKAR og Breiðablik skildu jöfn í 2. deild Islandsmótsins í hand- knattleik í gærkvöldi, bæði lið skor uðu 19 mörk, en staðan í hálfleik var 11—11. Leikurinn fór fram í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði og var allan tímann í járnum. Þorkelsson, sem þó dofnaði undir lokin, og Val Bracey, sem þá fyrst fór að láta til sín taka. Hjá Val var Ramsey bestur, en Ríkharður komst vel frá lokasprettinum. STIG Vals fyrir venjulegan leik- tíma: John Ramsey 22, Ríkharður Hrafnkelsson 18, Torfi Magnússon 13, Kristján Ágústsson 11, Jón Steingrímsson 4 og Leifur Gúst- afsson 2 stig. STIG Fram: Val Bracey 24, Viðar Þorkelsson 18, Símon Olafsson 16, Ómar Þráinsson 4, Þórir Einars- son 3, Björn M. og Þorval lur 2 hvor. - gg- STAÐAN STAÐAN I úrvalsdeildinni nú er sem hér segir: UMFN 13 11 2 1139:1025 22 Fram 14 9 5 1172:1070 18 Valur 14 8 6 1135:1101 16 KR 13 7 1 1014:1081 14 ÍR 14 S 9 1089:1172 10 fs 14 1 13 1112:1262 2 STAÐAN STADAN í 2. deild handknattleiks- ins er nú ÍR þessi: 9 7 0 2 169—154 14 Stjarnan 10 6 1 3 211—205 13 l»ór 9 5 1 3 182—178 11 Haukar 9 4 2 3 197—178 10 Týr 10 4 0 6 225—234 8 UMFA 8 2 3 3 167—173 7 UBK 9 2 3 4 170—176 7 Fylkir 10 1 2 7 192-225 4 ÍS: Ingi Stefánsson 7 Bjarni Gunnar Sveinsson 6 Gísli Gíslason 5 Árni Guðmundsson 5 Guðmundur Jóhannsson 5 Aðrir léku of lítið til að fá einkunn. ÍK: Kristinn Jörundsson Jón Jörundsson Benedikt Ingþórsson Hjörtur Oddsson Aðrir léku of lítið til að fá einkunn. LIÐ FRAM: Símon Ólafsson Viðar Þorkelsson Þorvaldur Geirsson Björn Magnússon Ómar Þráinsson Þórir Einarsson LIÐ VALS: Ríkharður Hrafnkelsson Torfi Magnússon Kristján Agústsson Jón Steingrímsson Leifur Gústafsson Fá KR-ingar Anders Dahl Nielsen í sínar raðir? EFTIR ÞVÍ sem Mbl. kemst næst, hefur handknattleiksdeild KR stað- ið í samningaviðræðum við hinn heimskunna danska handknattleiks- mann Anders Dahl Nielsen að und- anförnu, en KR-ingar hafa hug á að fá hann sem þjálfara og jafnvel leikmann í bland næsta keppnis- tímabil. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrum landsliðsþjálfari og núver andi þjálfari KR hefur verið KR-ing- um innan handar í þessum efnum og komið þeim í samband við Dahl. Mbl. hafði samband við Gunnar Hjaltalín formann handknatt- leiksdeildar KR í gær og spurði hann út í mál þetta. Gunnar vildi lítið segja að svq stöddu, en stað- festi þó að viðræður hefðu farið fram og fljótlega yrði úr því skor- ið hvort að gengi saman með hlut- aðeigandi aðilum eða ekki. Anders Dahl Nielsen þarf varla að kynna. Hann hefur leikið mik- inn fjölda landsleikja fyrir Dan- mörku og sá leikmaður sem marg- ir telja danska landsliðið ekki geta verið án. Reyndar hefur hann ekki gefið kost á sér í landsliðið nú um- skeið og leikið með liði í 2. deild. En hann er afar sterkur samt sem áður og er með markhæstu mönnum þar í deild. — 88 Anders Dahl Nielsen Handknattlelkur Arnór í „liði vikunnar“ Knattspyrnukappinn Arnór Guð- johnsen, sem leikur sem kunnugt er með belgíska félaginu Lokeren, hefur gert það gott það sem af er þessu keppnistímabili. Síðasta skrautfjöður hans kom í síðasta leik liðsins í belgísku deildar keppninni, er Lokeren sótti Stand- ard Liege heim og jafntefli varð, 2—2. Arnór skoraði að vísu ekki í leiknum, en að sögn belgískra blaða var hann einn af bestu mönnum liðsins. Hann var látinn gæta Hollendingsins frábæra Arie Haan og gerði það svo vel, að eitt stærsta blaðið valdi Arnór í lið vik- unnar, en Haan kom annars lítið við sögu í leiknum. — gg Knattspyrna ÞOKULUKTIR VINNULJÓS OG KASTARAR ísetning á staðnum. BOSCH ÞJÓNUSTA BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.