Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 „ \>q2> er <eins gofct -fyrir þig áb hleypa l<ett- inum inn, dður en Hann vekur uppaLlQ. götuna.." Járnpillurnar sem ég fékk hjá þér læknir hafa haft ógleymanleg áhrif.TEg hef verid stöðvuð þrisvar Eg er nú þeirrar skoðunnar að sinnum í öryggishliðum á flugvöll- garðvinna sé fullkomið karlmanns- um! verk, skal ég segja þér! HÖGNI HREKKVÍSI ■ ft'óÆc/M v/o /£rr Það er mikið rætt um versnandi tíma og minnkandi kaupmátt, og fer þó nokkuð eftir hver segir frá. Allir hafa það gott nema ég má einnig segja. Stjórninni er legið á hálsi fyrir að láta ekki undan öllum mögulegum kröfum og þegar hún lætur undan einhverju koma ópin: Þetta er engin stjórn. Ef svo hins- vegar stjórnin ætlar að sporna við einhverri eyðslu þá er um leið rokið upp til handa og fóta og mótmælt allri skerðingu. Sem sagt, stjórnin fær ekki að stjórna og svo þegar allt kemur til alls, segir hver og einn: Eg vil hafa það hinsegin sem aðrir vilja hafa svona. En eyðslan, drottinn minn. Þegar hún liggur á borðinu þá langar sjálfsagt marga til að reikna upp aftur. Og svo kem- ur þessi stóra spurning. Vex ánægjan með eyðslunni. Ekki verð ég var við það. Hvað skyldu margir milljarðar á gamla vísu fara í allt þetta veitingahúsaflakk fólks í dag. I það minnsta hafa atvinnuvegirnir ekki ráð á að byggja eins haliir eins og skemmtiiðnaðurinn. Hann legg- ur allsstaðar snörur fyrir ungl- ingana til að koma þeim inn á breiða veginn þar sem þeir eru rún- ir bæði fjármunum og ánægju, en gróðinn fer svo til þeirra sem útbúa gildrurnar. Hvað fer svo mikið í allskonar annan óþarfa. í fyrra svældu íslendingar tóbak fyrir 32 milljarða gamalla króna — segi og skrifa þrjátíu og tvo milljarða og öllu er þessu blásið burt. Mér er tjáð að fyrir þessa fjár- hæð hefði verið hægt að leggja var- anlegt slitlag á allan hringveginn, en það er bara ekki eins skynsam- legt og að brenna þessu út í veður og vind, sjálfum sér og öðrum til skaða. Því svo sem menn sá svo uppskera menn. Við þurfum ekki langt að leita í dag að fórnardýrum tóbakseitursins, þau mæta okkur allsstaðar bæði í húsum og á götum og gatnamótum og margra liggur svo leiðin á sjúkrahúsin þar sem seinustu hérvistardögum er eytt í eymd og kvöl. Hvílík viðskipti. Og svo heldur hringurinn áfram — hring eftir hring — og allir vita þetta en enginn sér það. Púar bara og heimtar meira kaup til að geta púað enn rækilegar — þetta á að vera flott og manndómur — meiri en aðrir. Ég man eftir gamalli vísu um stúlku sem fór til Reykjavíkur tii að mannast: Lifandi skelfing lærði hún þann vetur, að liðka til ganginn og halla undir flatt. Vesal- ings jómfrúin vissi ekki betur, en væri það menntun sem héti þó pjatt. Já, eyðslan — en hvað getur þetta gengið lengi. Það eyðist sem af er tekið og við vitum ekki hve lengi auðæfin endast. Að fara vel með og eyða ekki sér til skaða var mottóið sem gekk í gegnum minn barnaskóla. Eftir því var tekið. En nú er tóbakið allsstaðar, allt sem skaða gerir, en gagnið bíður. Ef til vill er það táknrænt fyrir vort eyðsluþjóðfélag að brenna auðæf- unum burt heldur en leggja þau í varanlega VEGI. Ámi Helgason. Endurtakið þátt Jónasar Kona í Vesturbænum hringdi og skoraði á útvarpið að endurflytja útvarpsþátt Jónasar Jónassonar „Kvöldgesti" sem fluttur var föstudaginn 22. þ.m. Sagði hún að þetta væri einhver bezti útvarps- þáttur er hún hefði heyrt og vissi hún um marga aðra sem vildu gjarnan heyra hann aftur. Jónas Jónasson Er húsmóður- starfið óæðra en önnur störf? Guðmunda Friðriksdóttir hringdi. Hún er húsmóðir átta barna heimilis en öryrki og er ör- orka hennar metin 65 prósent. „Mér hefur alltaf fundist það mjög óréttlátt að ég hef aldrei fengið greiddan örorkustyrk og því jafn- an borið við að eiginmaður minn hafi það háar tekjur,” sagði hún. „Þetta hefur ekkert breyst þrátt' fyrir þá breytingu að nú gefa hjón upp til skatts hvort í sínu lagi. Ég Auðæí'uni blásid burt Ingvar Agnarsson skrifar: Eilíft líf i. „Hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf.“ Svo spurði farís- einn. Og þetta er meginuppistaða í ræðum presta á vissum helgidög- um ársins. En prestarnir virðast ekki reyna að svara spurningunni, enda óþarft, því allir ættu að vita, að óendanleg framtíð bíður allra manna eftir líkamsdauðann hér á jörð. Við erum þegar byrjuð að lifa því eilífa lífi, sem aldrei tekur enda, hjá nokkrum einstaklingi. Og þessu eilífa lífi verður hver og einn að lifa, hvort sem hann óskar þess eða ekki. Við upphaf lífs síns byrjar hver og einn sitt eilífa líf. Við göngum gegnum mismunandi þroskastig. Við lifum fósturskeið, bernsku- skeið, fullorðinsskeið, á þessari jörð. Hún er frumlífsheimkynni okkar. Framlífsheimkynni okkar eru á öðrum stjörnum. Við flytj- umst til annarrar stjörnu að loknu lífi okkar hér. Og síðan af einni stjörnu til annarrar fullkomnari eftir því sem þroski okkar vex. Þar Pr framtiö .manna- Þar er hið óendain’í"a ■'L. sem allir eiga iJTir höndum. Öilum er fyrirbúið hið eim" sem aldrei tekur enda. Spurningin ætti því ekki að snúast um það, hvort við lifum eftir líkamsdauð- ann, svo augljóst ætti það öllum að vera, og þá einnig prestum, ekki síst, heldur um það, sem mestu varðar: Hvernig er það líf, sem við tekur að loknu þessu, og hvað get- um við gert til þess, að það líf verði farsælt? Við eigum langferð fyrir hönd- um, að loknu lífi hér. Þegar við ætlum í ferðalag til annarra landa á okkar jörð, þá reynum við að undirbúa okkur sem best undir ferðina. Við útvegum okkar það, sem til ferðarinnar þarf. Við kaup- um okkur farmiða. Við höfum vegabréf okkar í lagi. Við reynum að tryggja okkur gistingu á áfangastað. Við kynnum okkur landslag og landshætti þess staðar sem við ætlum til, og við reynum jafnvel að kynna okkur lífskjör og lifnaðarhætti fólksins, sem þar býr. Allt er þetta nauðsynlegur undirbúningur, til þess að ferðalag okkar megi vel takast. En hver er undirbúningur okkar, undir ferðina miklu, þegar jarðlíf- ið hér er kvatt og flytja skal til annarrar lífstöðvar? Ékki mun vera síoúi' Irföandi, 2Ö sá undir- búningur sé eins vandlega af hönd- — levstur, og þótt ferðast skuli til Uiu r annars lands. Hvað bíður hvers einstaklings, að loknu lífi hér? Þetta er sú mikla spurning, sem ætíð hefur reynst svo erfitt að svara. Eitt hefur þó jafnan verið mönnum ljóst, en það er, að lífið eftir dauðann muni nokkuð ráðast af breytni manna hér í heimi. II. Mig iangar til að bera hér fram nokkrar hugleiðingar eða alhæf- ingar í þessu sambandi: Alla ævi erum við að safna til þess líkama og þess lífs, sem við eigum að búa við eftir dauðann. Sjálfir sköpum við okkur að- stæður í framlífi okkar, með líf- erni okkar hér. Það ræðst af líferni okkar hér, hvernig framtíð okkar verður. Enginn æðri máttur getur að öllu leyti skapað okkur farsæla framtíð, án þess að við sjálf eigum þar no.kkra hlutdeild í. Því aðeins getum víð yænst far- sældar í framlífi, að við þverbrjót- um ekki lögmál lífsins í frumlífi okkar. Lögmál allífsins er ekki hægt að brjóta, án alvarlegra afleiðinga fyrir okkur sjálf. Fyrr eða síðar verðum við að gjalda þess sem við gjörum illa. Framlif okkar ræðst mest af því, hversu vel okkur tekst í frumlífi að þræða þann veg, sem fylgir lög- málum alheimsins. Ekkert er eins hættulegt fram- lífi okkar, eins og að villast af þeim vegi, sem liggur til æðra lífs. III. Líf hvers einstaklings er óþrot- legt, það tekur aldrei enda. Til-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.