Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 24 Afmæliskveðja: Dýrfinna Jónsdótt- ir í Eyvindarhólum Heiðurskonan Dýrfinna Jóns- dóttir, fyrrum húsmóðir í Eyvind- arhólum undir , Eyjafjöllum, er níræð í dag. Hún á að baki mikinn og merkan starfsdag, svo sem margir þeirra, er voru að vaxa úr grasi í landi okkar um aldamótin síðustu. En það var einmitt fólkið af þeirri kynslóð, sem tók sér það hlutverk öðrum fremur að snúa vörn í sókn og hefjast handa við að skapa betra land og fegurra mannlíf meðal okkar. A grunnin- um, sem þetta fólk lagði, höfum við síðan verið að byggja. Getum við ótrauð haldið því verki áfram, því að undirstaðan er vönduð og sterk. Þessari kynslóð eigum við því afar mikið að þakka. Það var hún sem hóf merki hins nýja tíma, svo að þá urðu raunveruleg alda- skil í sögu lands og þjóðar. Dýrfinna í Eyvindarhólum fæddist hinn 30. janúar 1892. Henni var gefið nafn ömmu sinn- ar, Dýrfinnu Kolbeinsdóttur frá Hvammi undir Eyjafjöllum. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson frá Lambafelli og Ragn- hildur Sigurðardóttir frá Hvammi. Þau hófu búskap sinn á Lambafelli, fluttu þaðan að Rauf- arfelli, þar sem þau bjuggu til 1901, er þau færðu sig um set að Seljavöllum. Þau hjónin á Selja- völlum urðu snemma víðkunn fyrir sérstakan myndarskap og gestrisni. Einnig var Jón mjög vel þekktur sem einn mesti þjóðhaga- smiður síns tíma. Líktist hann í því efni föður sínum, Jóni á Lambafelli, og föðurbróður sínum, Steingrími á Fossi á Síðu. Þessi hagleikur hefur og erfst, því að margir af afkomendum Jóns á Seljavöllum hafa orðið smiðir og snillingar á ýmsa grein. Ragnhildur á Seljavölium féll frá mjög um aldur fram árið 1903. Nokkru síðar gekk Jón að eiga Sig- ríði Magnúsdóttur frá Rauðs- bakka. Hún reyndist mjög samval- in bónda sínum í gestrisni og góðri forsjá heimilisins og stjúpbörnum sínum sem besta móðir. í föður- húsum hlaut Dýrfinna því hið besta atlæti og uppeldi og lærði þar og víðar vel til allra verka. Árið 1915 urðu þáttaskil í lífi Dýrfinnu. Þá gekk hún að eiga Sigurð Jónsson frá Berjanesi, hinn ágætasta mann. Fylgdust þau síð- an að í farsælum hjúskap, meðan bæði lifðu, en Sigurður féll frá ár- ið 1971. Þau Dýrfinna og Sigurður byrjuðu búskap í Berjanesi á móti foreldrum hans og bjuggu þar til 1920. Það ár fluttust þau á kirkju- stað Austur-Eyfellinga, Eyvind- arhóla, þar sem þau síðan bjuggu allan sinn búskap. Jörðina keyptu þau af Ólafi Ólafssyni, en þar á undan hafði löngum verið prests- setur í Eyvindarhólum. Dýrfinna og Sigurður bjuggu jafnan góðu búi í Eyvindarhólum. Voru þau mjög samvalin í dugnaði og myndarskap, svo að í höndum þeirra varð jörðin að sannkölluðu höfuðbóli bæði hvað varðaði rækt- un og byggingar. Þau Eyvindar- hólahjón brugðu búi árið 1955 og fengu þá jörðina í hendur sonum sínum, þeim Jóni og Gunnari, en áður höfðu Ása, dóttir þeirra, og Baldvin, maður hennar, reist sér nýbýli á hluta jarðarinnar. Börn þeirra Dýrfinnu og Sigurðar voru tíu talsins, þrír synir og sjö dætur. Ein dóttir þeirra, Sigríður, er lát- in fyrir fáum árum. Ein af dætr- unum býr vestur í Vancouver, en hin systkinin eiga heima í Kópa- vogi, Selfossi og Eyjafjallasveit. Dýrfinna í Eyvindarhólum get- ur á merkisafmæli litið með ánægju yfir farinn veg, því að miklu hefur hún áorkað með dugnaði sínum, verklagni, hagsýni og manngæsku. Auk þess að standa fyrir stóru heimili og ala upp fjölda barna hefur hún og jafnan tekið virkan þátt í marg- víslegum félagsstörfum. Meðal annars lagði hún alla tíð mikla rækt við kirkju sína og annaðist um hirðu hennar af mestu prýði. Loks þegar gamla kirkjan var tek- in ofan og ný kirkja reist í Eyvind- arhólum, þá studdi hún ásamt manni sínum þá framkvæmd með ráðum og dáð. Færðu þau til dæm- is kirkjunni stórgjafir á vígslu- degi. Þá gekkst Dýrfinna fyrir stofnun kvenfélagsins Fjallkon- unnar árið 1939. Var hún fyrsti formaður þess ágæta félags og gegndi því starfi í aldarfjórðung af ósérplægni og myndarskap í hvívetna. Þrátt fyrir allháan aldur heldur Dýrfinna enn furðu góðri heilsu og andlegt þrek hennar lætur ekki á sjá. Hún ferðast nokkuð, heim- sækir vini og vandamenn og fylg- ist með öllu sem gerist frá degi til dags. Þá man hún vel liðna tíð og er alltaf fræðandi og skemmtilegt að hitta hana að máli. Þá er hún líka sívinnandi og sokkar hennar og vettlingar ylja áreiðanlega ófáum um hendur og fætur. Það er mikill ávinningur að hafa fengið að kynnast og eiga að nokkru samleið með svo veglyndri heiðurskonu sem Dýrfinnu Jóns- dóttur í Eyvindarhólum. Svo sem fjölmargir aðrir þökkum við, fjöl- skylda mín og ég, fyrir þau góðu kynni og árnum henni heilla og blessunar á afmælinu. Jón R. Hjálmarsson atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið Tjarn- arsel í Keflavík er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Keflavíkur- bæjar. Umsóknir sendist til félagsmálafulltrú- ans í Keflavík, Hafnargötu 32, fyrir 20. febrú- ar nk. Eskifjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6137 og hjá afgreiöslu- manni í Reykjavík sími 83033. Framreiðslumaöur óskast Félagsmálafulltrúi. á Hótel Borg. Uppl hjá yfirþjóni. Járniðnaðarmaður Vantar lagtækan mann a smiðaverkstæði, helst vanan suöu. Upplýsingar á púströraverkstæðinu, Grens- ásvegi 5, hjá Ragnari, ekki í síma. Sandgerði Blaðburðarfólk óskast í Norðurbæ. Upplýsingar í síma 7790. Birgðamaður óskast. Upplýsingar gefur hótelstjóri, mánu- daginn 1. febrúar. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Til sölu glæsileg 3ja til 4ra herb. ibiiö í fjölbýlishúsi meö bilskur viö Hringbraut. Góö sameign. Góö 3ja til 4ra herb. efri hæö viö Smáratún meö góöum bílskúr. Góö 94 fm 3ja herb. íbúö viö Hateig meö bílskúr. Njarðvík 4ra herb. ibuö viö Hjallaveg. Stór 4ra herb. ibuö í góöu astandi í Innri-Njarövík. Laus strax. Fokhelt einbýlishús 145 fm viö Kirkjubraut í Innri-Njarö- vik. Vogar Glæsilegt 200 fm timburhús meö bilskúr i mjög góöu ástandi. Grindavík Stórt einbýlishús viö Ránargötu meö bilskúr. Fasteignaþjónusta Suöurnesja, Hafnargötu 37, sími 3722, Keflavík. Bens 309 með sætum óskast, eldri en 76 kemur ekki til greina. Simi 99- 5078 ettir kl. 20.00. Framtalsaðstoð Upplýsingar i símum 16012 og 29018 Leiöarvisir, Hafnarstræti 11, 3. hæö. Innflytjendur Get tekiö aö mér aö leysa út vörur. Umsóknir sendist auglýs- ingad. Mbl. merkt. „T — 8252“. Skattframtöl 1982 Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og rekstrar- aöila, húsbyggingarskýrslur og frágang launaseöla. Gissur V. Kristjánsson hdl, Reykjavíkurvegi 62, Hf., sími 52963. Kvenfélag Keflavíkur Fundur veröur þriöjudaginn 2. febrúar 1982 kl.' 8.30 í húsi Verslunarmannafélags Suöur- nesja Hafnargötu 28. (Ath. breyttur fundarstaöur). Kópa- vogskonur koma í heimsókn. Fjölbreytt skemmtiskrá. Stjórnin. Húnvetningafélagiö Reykavík Húnvetningamót að Hótel Esju laugardag 6. febrúar. Hefst meö borðhaldi kl. 19.00. Aögöngu- miðar verða seldir í félagsheimil- inu Laufásvegi 25, gengiö inn frá Þingholtsstræti. Simi 20825, þriðjudaginn 2. febrúar kl 20.00—22.00 og föstudag 5. febrúar á sama tima. □ Gimli 5982127 = 2. Herferðin heldur áfram I kvöld kl. 20.30 kvöldvaka meö veitingum og happdrætti. Sunnudag kl. 11.00 helgunar- samkoma. Kl. 20.00 bæn. Kl. 20.30 hjálpræöissamkoma. Herskólanemarnir frá Osló syngja og vitna. Allir velkomnir. Firmakeppni Skíöaráðs Reykjavíkur sem vera átti um helgina, er frestaö. En keppni i göngu móts- ins fer fram helgina 20.-21. febrúar. Skr. R. Kvenfélag Grensássóknar heldur aöalfund 8 febrúar nk. kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Skemmtiatriði og kaffidrykkja Mætiö vel og stundvíslega. Stjórnin Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík Á morgun, sunnudag, veröur sunnudagaskóli kl. 11.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. Veriö velkomin. UTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 31. jan. Kl. 11 Vegurinn milli hrauns og hliða - Innstidagur. Verö 50 kr. Kl. 13 Sleggjubeinsdalir - Innstidalur. Verö 50 kr. Göngu- og skíðaferöir um storbrotiö landslag Hengils- svæöisins. Ölkeldur og baö í heita læknum. Fritt f. börn m. fullorönum. Brottförfrá BSl aö vestanverðu. Tindfjöll um næstu helgi. Geysir - Gullfoss i klakabönd- um, 4. ferö 14. febr. Flúðir .19.—21. febr. Pantiö tímanlega. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a s. 14606 (Opin kl. 10—14 og miövd. og fimmtud. til kl. 18 f. helgarferöir. Útivist Heimatrúboðið Óðinsgötu 6a Almenn samkoma á morgun, sunnudag kl. 20.30. Allir vel- komnir. Kvenfélag óháða safnaðarins eftir messu nk. sunnudag 31. janúar veröa kaffiveitingar til efl- ingar Bjargarsjóöi. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur aöalfund manudaginn 1. febrúar kl. 20.00 i fundarsal kirkjunnar. Formannskjör. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudaginn 27. janúar: 1. kl. 11 f.h Kambshorn i Esju, gengiö ef færö leyfir yfir í Blikdal. Þessi ferö hentar ein- ungis vönu fólki. Verö kr. 50 - Fararstjóri: Tómas Einarsson 2. kl. 13. Skíöagönguferö i Blá- fjöll. Fararstjórar: Hjálmar Guö- mundsson og Guörún Þórðar- dóttir. Verö kr. 50.- 3. kl. 13. Kjalarnes og Hofsvík. Létt ganga. Fritt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Verð kr. 50 - Fariö frá Umferöarmiöstööinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Feröafélag íslands. Trrrrrrr: imiftina (»••«*«•« m»m ««■« ■ *»**»%-*•»»»»»**»»**»* •*«•••«« « c • • w « * * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.