Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1982 40 slösuðust í námuspreng- ingu f Skotlandi <.las|juw, 27. j»n. Al*. FJÖKUTÍU menn slosuðust, a.m.k. einn lífshættulega, þegar sprenging og sírtan eldur varð í námu 792 undir yfirhordi jardar á ('ardowan-kola- námusvædinu í grennd við Glasgow. (ireidlega gekk ad bjarga mönnun- um upp úr námunni en þrjátíu og sjö þeirra þurfti ad flytja á sjúkrahús til læknismeðferdar eftir slysið. Bandaríkin með í haf- réttarfundum Washint;l(»n, 211. januar ASI*. FORMAÐUR hafréttar nefndar fulltrúadeildarinnar, Norman D’Amours frá New llampshire, sagði í dag, fimmtudag, að Ronald Reag- an forseti hefði ákveðið að Bandaríkin hæfu aftur þátt- töku í viðræðum um drög að alþjóðlegum hafréttarsátt- mála. Tilkynningar er að vænta frá llvíta húsinu eftir nokkra daga og hún táknar að bandarískir samn- ingamenn munu taka þátt í störf- um 11. fundar hafréttarráðstefn- unnar í New York-borg í marz. Vinnu við 200 síðna samnings- drög var að mestu lokið snemma í fyrra þegar Reagan ákvað að hætta samningaviðræðum og gera úttekt á ákvæðum samningsdrag- anna, einkum um réttindi til málmauðlinda á hafsbotni, sem ríki þriðja heimsins vilja eiga hlutdeild i. ítalska blaðið „II Giorno“ í Mílanó birti þessa teikningu sem sýnir þegar sérþjálfaðir ítalskir lögreglumenn björguðu James Dozier hershöfðingja á annarri hæð byggingar í miðborg l’adua á fimmtudaginn. Glæsilegasti sigurinn á Rauðu herdeildunum \ iccn/a, 29. janúar. Al*. ITÖI.SK BLÖÐ fognuðu í dag, fóstudag, björgun bandaríska hershöfðingj- ans James Doziers og sögðu að hún væri mesti sigur sem hefði unnizt á skæruliðum Rauðu herdeildanna. I»etta er í fyrsta sinn síðan 1975 að tekizt hefur að bjarga gísl úr höndum herdeildanna, sem hafa nánast verið taldar ósigranlegar. „Glæsilegasti sigurinn á ítaískri hryðjuverkastarfsemi til þessa," sagði sósíalistablaðið „Avanti". íhaldsblaðið „11 Tempo" í Róm sagði í forsíðuleiðara: „Eftir hvern glæpaverknað Rauðu herdeildanna á fætur öðr- um voru ítalir farnir að búast annaðhvort við því að gíslinn yrði Delblanc: „Skyggir á gleðina, að gengið var fram- hjá Sten Mehren“ KINS og sagt hefur verið frá í frétt- um fékk sænski rithöfundurinn Svein Delblanc bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs að þessu sinni og kemur flestum ásamt um, að hann sé vel að þeim kominn. í Dagbladet fyrir stuttu er viðtal við Gordon llölmbakk, útgáfustjóra (■yldendals, þar sem hann tjáir sig lítillega um verðlaunaverkið „Sam- úelsbók" svo og aðra bók Delblanc „Speranza", sem kom út rétt á eftir hinni. Hölmbakk segir: „bessar ba'kur eru svo ólfkar, að það er næsta erfitt að Irúa að þær séu eftir sama höfund og hvað mig snertir er það ekki sízt mælikvarði á hversu Delblane er mikill rithöfundur. Blaðamaður Dagbladet talaði einnig í sömu grein við verð- launahafann á heimili hans í IJppsölum. — Vissulega er ég glaður. Það má gjarna skrifa að ég sé glaður yfir því að hljóta verðlaunin. Þetta var víst í fjórða eða fimmta sinn sem ég var t.ilnefndur. Á hinn bóginn: það skyggir á gleð- ina, að gengið var framhjá jafn frábæru Ijóðskáldi og Sten Mehr- en. Ég hafði satt að segja alveg sætt mig við að hann myndi verða fyrir valinu. Það var líka spennandi að sjá hvernig Henrik Stangerup farnaðist, hann var einnig í fremstu röð höfundanna. nur<i Svein Delblanr Delblanc sagði það ekkert leyndarmál að Samúel í Sam- úelsbók væri móðurafi hans. Hann sagði, að það hefði verið nokkuð örðugt að skrifa bókina, en hann hefði haft fjölskyldu sína að baki sér. „Okkur fannst líkast til, að það sem sagt var, hafi mátt til að segja." Delblanc upplýsti einnig að framhald yrði á Sam- úelsbók og yrðu dætur Samúels aðalpersónur þeirrar bókar. IWtVCdMMI 7 3I1S.9 S » * I látinn laus eða að hann yrði myrt- ur. Hryðjuverkamennirnir réðu alltaf ferðinni ... Dozier-málið markar tímamót og rýfur víta- hring efahyggjunnar ... Boðskap- urinn frá Padua er þessi: það er Iíka hægt að sigra.“ Rauðu herdeildirnar sendu frá sér fimm fréttatilkynningar með- an Dozier var á valdi þeirra og lýstu yfir „stríði gegn NATO“, en settu aldrei skilyrði fyrir því að sleppa honum. í tilkynningu 6. janúar sáu bandarískir embætt- ismenn merki þess að Dozier neit- aði samvinnu. Fram kom í til- kynningunni að Dozier hafði sagt rangt til um dagsetningar á ferli sínum. Bandarískir og ítalskir embætt- ismenn sögðu þegar Dozier hafði verið sleppt að hann hefði ekki veitt mannræningjunum mikil- vægar leynilegar upplýsingar. Lögreglan vill ekkert um það segja hvernig hún vissi hvar Dozier var hafður í haldi, en bandarískur embættismaður sagði að lögreglan hefði handtekið nokkra félaga úr þeim armi Rauðu herdeildanna sem hafði Dozier í haldi og ein- hver hefði talað af sér. Þrjú þeirra fimm sem voru handtekin í íbúð Doziers voru nafngreind: Antonio Savasta og Emilia Libera, elskendur úr Róm- ardeild Rauðu herdeildanna, og Cesare di Lenardo frá Udine. Tíu tímum eftir handtöku Savasta og Libera voru þau dæmd á Sardiníu í rúmlega 30 ára fangelsi hvort fyrir skotbardaga við lögreglu 1980. Savasta, 27 ára gamall fyrrver- andi lögfræðistúdent, var eftir- lýstur út af ýmsum ákærum, m.a. um þátttöku í samsærinu um að ræna Aldo Moro. Libera var hjúkrunarkona í Róm áður en hún gekk í hreyfinguna, en hefur síðan verið innrituð í sagnfræði í há- skólanum í Padua. Faðir hennar er sérfræðingur í hjarta- og lungnasjúkdómum og hann og kona hans urðu þrumu lostin þeg- ar þau fréttu um handtöku dóttur- innar, því að þau höfðu ekki hugmynd um að hún væri hryðju- verkakona. Dozier hershöfðingi léttist nokkuð í fangavistinni og það fyrsta sem hann bað um þegar hann var orðinn frjáls var að fá rakstur og klippingu. Seinna bað hann um hamborgara með osti og stórum skammti af frönskum kartöflum og kók. „Velkominn heim James Dozier hershöfðingi. Guð blessi þig,“ sagði á borða sem var hengdur upp fyrir framan herbúðir gegnt sjúkrahúsinu þar sem læknar skoðuðu hann. Hershöfðinginn tjáði Guido Papalia, saksóknaranum í Verona, sem stjórnaði leitinni, að hann hefði sætt góðri meðferð Rauðu herdeildanna samkvæmt heimild- um í lögreglunni. í íran í Amol Tíu líflátnir eftír óeirdir Ht'irul, 29. j»n. Al». AITÖKIJSVEIT islamskra byltingarmanna hefur tekið af lífi tíu skæruliða scm eru sagðir hafa verið vinstri sinnar og reynt að æsa til upprcistar gegn stjórn Khomeinis. í fréttum AP frá Beirut sagði að byltingardómstóll hefði fundið mennina seka um að skipuleggja tveggja daga róstur í bænum Amol í Norður-íran, með þeim afleiðingum að 65 létust og fjöldi manna særðist. Átök brutust út í Amol á mánudaginn og réðust þá hópar á aðalbæki- stöðvar byltingarráðsins þar í bæ, svo og lögreglustöðina í bænum. Byltingarverðir skutu til bana 34 skæruliða að sögn fréttastofunnar og handsamaði síðan þá tíu, sem voru líflátnir í morgun. Ecuador: Varaforseti segir af sér í reiði <íuilo, Kcuador, 27. jan. Al*. ALVAKLEG misklíð milli forseta Ecuador, Osvaldo llurtado og varaforset- ans Leon Roldos, leiddi til afsagnar varaforsctans í dag. Stjórnmálasérfræð- ingar segja að þetta kunni að hafa alvarlegar pólitískar afleiðingar og vera undanfari nýrrar kreppu í stjórnmálalífi landsins. Persónulegur ágreiningur hefur verið milli mannanna tveggja um skeið og magnazt stöðugt þar til hann komst í hámark í morgun með afsögn Roldos. Hann kunn- gerði að hann myndi taka höndum saman við stjórnarandstöðuna og Hurtado svaraði með því að banna Roldos að sitja ríkisstjórnarfundi og alþýðuflokkur Hurtado kvaðst myndu óska eftir því að Roldos yrði vísað af þingi. Hurtado fresta nokkrum opinberum heim- sóknum til annarra Suður-Amer- ikulanda sem áttu að hefjast þann 1. febrúar og er talið að hann óttist að Roldos myndi grípa tæki- færið og reyna að hrifsa völdin meðan forsetinn væri í brottu. Roldos hefur haldið uppi mjög mikilli gagnrýni á Hurtado síðan Jaime Roldos, forseti og bróðir varaforsetans, lézt í flugslysi sl. greíhcfiJog Trá þvi að*fiann'mynðí Ifúrtáðó”TiáT5r "gagnrýnT'Krnn látna forseta fyrir að láta hags- muni þjóðarinnar sitja á hakan- um, en hygla þess í stað dyggum vinum sínum. Bróðir hans Leon Roldos sakaði Hurtado um hug- leýsi og sagði að hann hefði ekki þorað að gagnrýna hann fyrr en að honum látnum. Síðan hefur sambúð þeirra orðið æ stirðari unz upp úr sauð. Stjórnmálafræðingar segja að afsögn varaforsetans og tveggja ráðherra sem fylgdu hon- um að málum boði illt í pólitísku lífi Ecuador, þar sem sæmileg kyrrð hefur ríkt miðað við ýmis önnur ríki Mið- og Suður-Amer- íku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.