Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1982 23 K Sextugur: Halldór Bachmann byggingarmeistari Leikstjórar Kldhugans hafa verið boónir hingað til lands en þeir eru: Pirjo llonkasalo og Pekka Lehto. Úr finnsku kvikmyndinni Eldhuginn, sem verður fyrsta myndin sem sýnd verður á hinni 4. alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Reykjavík. Nýjar verðlaunamyndir á kvikmyndahátíðinni Kvikmyndahátíðin Reykjavík, sem er á vegum Listahátíðar, hefst laugardaginn 30. janúar. Fyrsta kvik- myndin sem sýnd verður á hátíðinni, er Eldhuginn eftir þau Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto, en þau verða gestir kvik- myndahátíðarinnar að þessu sinni. Kvik- myndin er finnsk og fjallar um lífsferil dul- arfyllsta rithöfundar Finna auk þess sem hún lýsir fínnsku þjóð- lífí upp úr aldamótun- um. Þennan fyrsta dag hátíðarinnar verða sýndar kvikmyndir frá 8 þjóðlöndum, en alls verða 30 kvikmyndir á hátíðinni frá 15 löndum. A sunnudeginum verður líka há- tíðarstemmning, en þann dag verður meðal annars frumsýning á kvikmyndinni Snjór eftir Juliet Berto og Jean-Henri Roger. Hlaut kvikmyndin verðlaun sem „besta nútímakvikmyndin“ í Cannes 1981, en leikstjórarnir verða viðstaddir frumsýninguna. Fjallar myndin um undirheima Pigalle- hverfisins, hversdagslíf eiturlyfja og vændis. Margar af kvikmyndum hátíð- arinnar hafa fengið viðurkenn- ingu á öðrum hátíðum. Má í því Erlendir leik- stjórar boðnir til hátíðarinnar sambandi nefna Járnmanninn eft- ir Andrzej Wajda, en hún hlaut Gullpálmann í Cannes á síðasta ári og Fljótt, fljótt eftir Carlos Saura, sem fékk Gullbjörninn í Berlín á síðastliðnu ári. Flestar þeirra kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni eru nýjar myndir. Það hefur þó verið hefð að hafa minnst eina sígilda, eldri mynd. Að þessu sinni er það kvikmyndin Gullöldin eftir Luis Bunuel, sem varð fyrir valinu. Sýnd verður ein barnamynd en hún heitir Feiti Finnur og er ástr- ölsk, eftir Maurice Murphy. Kvikmyndin Barnaeyjan er fyrir eldri börn og unglinga, en sú mynd var útnefnd af gagnrýnendum í Svíþjóð besta kvikmyndin á árinu 1981. Sú nýlunda verður að þessu sinni að íslenskir skýringartextar munu fylgja með nokkrum mynd- anna, en þær eru: Líf leikbrúð- anna eftir Ingmar Bergman, Bát- urinn er fullur eftir Markus Im- hoof, Fljótt, fljótt eftir Carlos Saura, Glæpurinn í Cuenca eftir Pilar Miró, Járnmaðurinn eftir Andrzej Wajda og Feiti Finnur eftir Maurice Murphy. Auk erlendra kvikmynda á há- tíðinni verður yfirlitssýning á ís- lenskum kvikmyndum í fullri lengd, sem gerðar hafa verið á undanförnum tveimur árum. Verður ein sýning af hverri þeirra. Sögðu aðstandendur kvikmynda- hátíðarinnar, að tilgangurinn með sýningu þeirra væri meðal annars sá að gefa fólki kost á að sjá þess- ar myndir saman og gæti fólk þá væntanlega gert sér grein fyrir Samningar við ÍSAL ganga hægt fyrir sig VIKULEGA cru haldnir viðræðu- fundir milli Islenzka álfélagsins hf. og samninganefndar stéttarfc- laganna, scm umboð hafa fyrir starfsmcnn ISALs. Lítt hcfur mið- að í samkomulagsátt en nokkrar undirncfndir eru að störfum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun samninganefnd ISALs bera fyrir sig óvissu um rekstur álversins, þar sem Landsvirkjun mun skera niður þá forgangsorku, sem álverið hefur keypt. Mílli aðila hefur verið rætt um vinnufyrirkomulagsbreyt- ingar, sem margir af samninga- nefndarmönnum verkalýðsfé- laganna telja gefa talsverða óvissu um nánustu framtíð. Því munu ýmsir á því að eigi komi til greina annað en semja til mjög stutts tíma á meðan reynsla fæst á hinu nýja vinnu- fyrirkomulagi. Þýðandinn heitir Katrín Fjeldsted í LEIKDÓMI um leikritið Ama- deus í Morgunblaðinu í gær er far- ið rangt með nafn annars þýðanda leikritsins. Þýðendur eru Katrín Fjeldsted og Valgarður Egilsson. í frétt um sýninguna tókst einnig svo illa til að nafn Katrínar féll niður. Er hún beðin afsökunar á þessum leiðu mistökum. þeim í samhengi. Einnig gætu er- lendir gestir séð hvað er að gerast í erlendri kvikmyndagerð. Undirbúningsnefnd kvikmynda- hátíðar skipa: Jón Björgvinsson, Friðrik Þór Friðriksson, Sigurður Jón Ólafsson, Viðar Víkingsson og Þórhallur Sigurðsson. Fram- kvæmdastjóri Listahátíðar er Örnólfur Arnason. Að sögn þessara forráðamanna kvikmyndahátíðarinnar þá hefur verið mikil aðsókn á undanfarnar kvikmyndahátíðir og hefur hún farið vaxandi. í fyrra sóttu 23.500 manns sýningar hátíöarinnar og sögðu aðstandendurnir að um suma sýningargesti hefði mátt segja að þeir hefðu búið í Regn- boganum meðan á hátíðinni stóð. Kvikmyndahátíðin verður eins og fyrr segir í Regnboganum og verður sýnt í 4 sölum fimm sinn- um á dag. Verða hátt í 180 sýn- ingar þá níu daga, sem hátíðin stendur yfir. Það er næsta ósennilegt, en þó mun það samt staðreynd vera, að Halldór Bachmann sé kominn á minn aldur, svo sem hann er í öllu sínu fasi og framgöngu unglegur svo af ber. Hann verkar á mann mörgum árum yngri en hann er skráður, samkv. kirkjubókum. En ef þess er gætt, hve langt er síðan við minnumst hans, við störf í iðn sinni og í allskonar felagsmála- vafstri, verður þetta þó ekki eins ósennilegt. Ég vil bjóða þennan vin minn velkominn í hóp okkar, sem komn- ir erum á sjötugsaldurinn og í leiðinni vil ég þakka honum öll samskiptin á liðnum árum, enda þótt oft hafi ég orðið að hírast í skugganum, þegar hann hefir skyggt á mig, töfrandi orðræðu og fyndni, ásamt sínum létta húmor, þá hef ég orðið að þola þá kvöl, að vera honum minni og léttvægari fundinn. A Akranesi bjuggum við í ná- vígi, ég vil segja, flest okkar manndómsár og bárum þá sameig- inlega nafnið „Halldórarnir" og til aðgreiningar Halldór Bachmann og Halldór hinn, ég held að nafn- giftinni hafi fylgt takmörkuð virð- ing broddborgaranna. Halldór er gleðimaður mikill og smitberi glaðværðar á manna- fundum, ómissandi í hópi vina sinna og kunningja. Enginn er hann meinlætamaður og ófeiminn lyftir hann glasi með vinum sínum þegar svo ber undir. Hann er bjartsýnn gleðinnar maður. Hann hefir keyrt veginn til lífshamingju sinnar á miklum hraða og oft á fremstu nöf, en aldrei valdið slysi eða keyrt útaf. Ég mun ekki að þessu sinni fara að tíunda frekar kosti þessa vinar míns og því síður lesti, þó af hvoru tveggja væri nóg að taka. Vil að- eins með þessum línum minna á hvílíkur kraftur hefir fylgt hon- um, hvar sem til hefir þurft hendi að taka. Völundur til allra verka og svo getur hann líka ort, eins og hver annar, þó aldrei hafi hann skálda- styrk þegið. Nú á þessum áfangastað ár- anna, óska ég Halldóri þess, að hressilegheitin í öllu hans líferni og heiðríkja hugans yfirgefi hann ekki, hans ólifuð ár. Það mun vera leitun á jafn sam- rýndri og elskulegri fjölskyldu. Slíkur gæfumaður er ættarhöfð- injpnn. Ég óska ekki aðeins Halldóri og konu hans til hamingju með dag- inn og óska þeim velfarnaðar um ókomin ár, heldur allri fjölskyld- unni og öllum hennar vinum. En þótt mér sé tiltölulega meinlaust við nafna minn, sé ég þó alltaf eftir henni Hönnu. Nafni Fjölskyldu- skemmtun Sumir segja aö PARTNER- verksmiöjuútsalan sé sann- kölluö fjölskylduskemmtun. Svo mikiö er víst aö þar getur öll fjölskyldan fundiö eitthvaö viö sitt hæfi og prísarnir fá flesta til aö brosa. Opið laugardag ki 10—19: c Verksmiöjuútsalan Grensásvegi 22 'á bak við gamla Litavershúsið)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.