Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Sat ég undir fiskahlaða“ vil benda á að konur hér í Keflavík hafa fengið atvinnuleysisbætur þrátt fyrir háar tekjur maka. Þá hafa öryrkjar, sem unnið hafa úti um tíma, fengið þennan styrk ef þeir hætta að vinna, einnig þrátt fyrir háar tekjur maka. En ef um húsmóður er að ræða þykir hins vegar ekki ástæða til að greiða ör- orkustyrkinn — það er eins og lit- ið sé á húsmóðurstarfið sem eitthvað óæðra starf en öll önnur. Er ekki kominn tími til að endur- skoða þennan hugsunarhátt?" Þessir hringdu . . . Brunarústirnar við Lækjargötu „Þröstur" hringdi og spurði hve lengi vegfarendur sem ættu leið um Lækjargötu ættu að horfa á brunarústirnar á Bernhöftstorf- unni. Fannst honum að það hefði dregist full lengi að ráða bót þar á. Aldraðir ættu að hafa frían síma Þá vék „Þröstur" að málefnum aldraðra: „Okkur dettur æði margt í hug,“ sagði hann. „Þetta er ár gamla fólksins — og nú á ári gamla fólksins dettur okkur fyrst í hug, að allir sem komnir eru á elli- laun ættu að fá frían síma, hvort þeir þeir hafa hann fyrir eða ekki. Þér unga fólkið talið um að ykkur beri að gera vel við gamla fólkið — en minna er um efndir. Þess vegna setjum við nú fram kröfur um frí- an síma fyrir alla sem komnir eru á ellilífeyri. Þeirri kröfu verður fylgt eftir.“ Mjög margir höfðu samband við Velvakanda vegna þulunnar sem Lóa Benjamínsson í Alberta, Kanada, spurðist fyrir um. Var Velvakanda bent á að þulan væri til prentuð í bókinni „Fagrar heyrði ég raddirn- ar“ sem Einar Ólafur Sveinsson tók saman og kom út í Reykjavík árið 1942. Þar er þulan svona: Sat ég undir fiskahlada fiiður míns og rnóður, átti ég aó gæta bús og barna svíns og sauða. IVlenn komu að mér, ráku staf í hnakka mér, geróu mér svo mikinn skaÓa, lögóu eld í bónda hlaóa. Illaóinn tók aó brenna ég tók aó renna upp á sand upp á land upp á biskupsland. Iliskup átti gott bú, K*f mér bæói uxa og kú. llxinn tók aó vaxa, kýrin tók aó mjólka og fyllti alla hólka; Sankti María gaf mér sauó, síóan lá hún steindauó; annan ^af mér Freyja, hún kunni ekki aó deyja. Séra Kolbeinn Þorleifsson haföi samband við Velvakanda út af þul- unni og sagði að hún hefði fyrst ver- ið skrifuð upp af Jóni Eggertssyni á seinni hluta 17. aldar og væri upp- skriftin varðveitt í Stokkhólmi. „Upphafsorð þessarar þulu: „Sat ég undir fiskahlaða" voru notuð sem upphafsorð að íslendingabrag, er var íslandssaga gerð fyrir latínu- skóla 1735, en höfundur hennar var Jón Þorkelsson (Thorkilíus) Skál- holtsrektor,“ sagði Kolbeinn. „Þessi íslandssaga var skrifuð á latínu, í latneskum ljóðum, til þess að latínu- skólanemar gætu lært þetta á latínu, sem annað. Þulan var mjög vinsæl á sínum tíma og var prentuð í stafrófskveri á árunum fyrir 1920, og veit ég til þess að margir lærðu hana einmitt þar.“ Þá benti Kolbeinn Velvakanda á að lengstu útgáfuna af þulunni væri að finna i bókinni „Raula ég við rokkinn minn“, sem gefin var út í Reykjavík 1945 af Ófeigi J. Ofeigs- syni. Þar er þulan þannig: Sat ég undir fiskahlaóa (oóur míns. Átti ég aÓ gæta bús og barna, svíns og sauóa. Monn komu aó mér, ráku staf í hnakka mér, geróu mér svo mikinn skaÓa, lögðu «*ld í bóndans hlaóa. IllaÓinn tók aÓ brenna, ég tók aÓ renna allt undir lönd, allt undir biskupslönd. Iliskup átti valió bú, hann gaf mér bæói uxa og kú. (Ixinn tók aÓ vaxa, kýrin aó mjólka. Sankti María gaf mér sauó, sá varó mér aó miklum auó. Annan gaf mér Freyja, hann kunni ekki aó deyja. (>ot( þótti mér út aó líta úr skinninu hvíta og skikkjunni grænni. Konan mín í kofanum býóur mér til stofunnar. Kkki vil ég í stofu gá, heldur upp á hólinn aó hitta konu og bónda. Kona og bóndi gengu til brunns, vöguóu og kjöguÓu og létu „llettuna*4 og „Smettuna** og litlu Dimmadó ganga á undan sér. Nú er dauóur Kgill og Kegill í skógi. Ilorfi ég upp til hæóanna og sá þar tólf hesta renna. Tók ég þann blakka, reió o*n í slakka. Kom ég þar aó kveldi er kerling sat aó eldi. Ilún tók mína pyngju og hugói mig aÓ stinga. I»á tók ég lurkinn minh langa og lagói undir kerlingarvanga, og mælli svo um, aó aldrei skyldi hún gott oró heyra í sitt bansetta krókótta kerlingareyra. „Það eru jafnan til mörg afbrigði af þulum og eru þau sérstaklega mörg af þessari, hún er mjög gömul og hefur verið mjög vinsæl," sagði Kolbeinn. „Menn hafa gjarnan bætt inn í þulurnar því sem þeim þótti vel fara, ef þeir hafa ekki munað í augnablikinu hvað átti að vera. „Hettan“ og „Smettan" sem talað er um í þulunni er annað hvort dýr eða börn, líklegast börn sem heita þess- um nöfnum. Eins er Dimmadó lík- legast telpunafn, umbreytt úr Dilli- dó,“ sagði Kolbeinn. „Hvert skyldi hugur leita, ef ekki til hnattskara himnanna, til að finna þær framlífsstöðvar, sem öllum eru fyrirbúnar að lokinni jarðvist. Myndin sýnir skínandi fagra stjörnuþyrpingu í stjörnumerkinu Kentárnum." IA gangur lífsins er æ meiri þroski og fullkomnun, að líkjast æ meir hinni æðstu veru, verða að lokum sjálf hin æðsta vera. Orð Jesú: „Verið fullkomnir eins og faðir yð- ar á himnum er fullkominn," benda ótvírætt til hins mikla takmarks, sem hverjum manni er ætlað að ná í einhverri framtið. Allir eiga fyrir höndum að verða þátttakendur í því hlutverki hinna lengra komnu, að eyða verðímeg- und hins illa í gjörvöllum alheimi, svo skapaður verði hinn alfull- komni heimur. Stór hluti mannkyns okkar býr við hinar mestu hörmungar. Hungur hrjáir milljónir manna, og þjóðir heyja styrjaldir sín á milli. Hörmuleg hryðjuverk eru daglega unnin á saklausu fólki, viða um heim. Ofbeldi virðist fara vaxandi með hverju árinu sem líður. Jafn- vel hér á Islandi er glæpastarfsemi farin að gera vart við sig. Það er eins og skuggar vítis breiði sig um jörðina. Tal um tilvist vítis er ekkert hégómamál. Víst mun vítisástand vera ríkjandi á mörgum hnöttum í alheimi, og mun þar einkum vera um framlífshnetti að ræða. Þang- að munu safnast illmenni, er þau yfirgefa frumlíf sitt. Á það við, bæði um okkar jörð og aðrar hliðstæður, þar sem ekki er komið á framfaraleið, þar sem þjáning og dauði er ríkjandi, eins og við þekkjum hér. Eitt má telja alveg víst. Hver einstaklingur, sem þegar hefur hafið líf sitt á þessari jörð okkar, á fyrir höndum óendanlega lífs- braut, þótt héðan sé horfið. Aðrar lífstöðvar taka við. Áríðandi er, að þessu byrjunar- lífi sé þannig varið, að farsæl framtíð geti beðið allra að loknu lífi hér, en þurfi ekki í framlífi að taka á sig afleiðingar illrar breytni, með því að lenda í ólýsan- lega illum stöðum í byrjun fram- lífs. Sá, sem lendir í slíkum ógöng- um mun að vísu eiga þess kost síð- ar, að snúa við til réttrar áttar, en sú leið hlýtur ávallt að verða tor- farin. Oendanleg ást hinnar æðstu veru nær áreiðanlega út yfir gröf og dauða hvers jarðarbúa. Hin guðlega viðleitni þrengir sér til allra, hvort heldur í frumlífi eða framlífi. Allir hljóta því að eiga fyrir höndum farsælt líf í ein- hverri framtíð. En forðast skyldu allir að brjóta lögmál tilverunnar og allífsins. „Það sem oss vanhagar mest um hér á jörðu, er samband við full- komnari lífstöðvar annars staðar í heimi.“ (H.P.) „Tilgangur alheimsins er hin fullkomna samstilling við hinn æðsta mátt.“ (H.P.) Ingvar Ágnarsson. FUJIKA V STEINOLIU OFNAR AFAR HAGST7ETT VERÐ Skeljungsbúðin Suöurlandsbraut 4 sm 38125 Heidsölubirgðr: Skejjungur hf. Smávörudeild - Siöumúla 33 Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Atlas hf ARMÚLA 7 SÍMI 26755 EINHELL loftpressureru fáanlegar i fjölmörgum stærðum Algengustu gerðireru nú fyrirliggjandi Heildsólubirgöir: Skeljungurhf Skeljungsbúðin < Smávorudeild Siðumúla33 Suðurtandsbraut 4 Simi 81722 srri 38125 Hér er nokkuö fyrir þá sem vilja ganga aö sínu dag- lega brauöi á vísum staö. Þessi vandaöi brauökassi er framleiddur úr massívum viöi og sómir sér vel hvar sem er í eldhúsinu. Opiö í dag 10—12. Verslunin opin kl. 12—18 mánudag. Póstsendum samdægurs. Sími 45300. wrv rTnvr.jr.i fiir#iv -iiim ^D..n Auðbrekku 44-46 Kópavogi. Sími 45300 Augnayndi eldhússins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.