Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 27 yrði aðeins um tímabundnar að- gerðir að ræða og Islendingar höfðu þann fyrirvara á aðildinni að Atlantshafsbandalaginu að hér yrði ekki her á friðartímum. Öll þróun heimsmála hefur þó orðið með þeim hætti, að litlar sem eng- ar líkur benda til þess að í fyrir- sjáanlegri framtíð verði nein breyting á hernaðarstöðunni eða nauðsyninni fyrir varnarbandalag vestrænna ríkja, eða að undir- stöðurökin fyrir aðild íslands að því bandalagi breytist. Ég fullyrði auðvitað ekki að núverandi ástand sé varanlegt ástand, í þeim skiln- ingi að það vari um alla eilífð. Engin mannanna verk eru eilíf. En það er svo varanlegt, að það er skylda Islendinga við sjálfa sig og vinaþjóðir sínar að taka varnar- og öryggismál sín margfalt fastari tökum en við höfum gert og láta okkur ekki lengur nægja að vera eingöngu einskonar áheyrnaraðil- ar hjá Atlantshafsbandalaginu. Afstaða okkar til varnarliðsins á ekki að ráðast fyrst og fremst af því, og þá á ég við afstöðu okkar sem styðjum landvarnirnar, að að- alatriðið sé bara „að hafa Kanann hér“, eins og sumir orða það og láta Bandaríkjamönnum eftir allt frumkvæði í öryggismálum okkar og tala með hræsnisfullri fyrir- litningu um hernaðarbrölt og vopnakapphlaup, rétt eins og það snerti okkur ekki. Stjórnmálaleg samstaða er nú meiri hér á landi um meginmarkmiðin í þessum málum en oftast áður og á því þarf að byggja nýja stefnumótun í varnar- og öryggismálunum. Ég tel, að við Islendingar eigum að gera okkar eigin tillögur um varnir landsins. Við eigum sjálfir að meta varnarþörfina og við eig- um sjálfir að meta fyrirkomulag varnanna í samvinnu við banda- lagsþjóðir okkar í Atlantshafs- bandalaginu og sérstakri sam- vinnu við þann aðila, sem hefur Kjartan Gunnarsson tekið að sér, samkvæmt sérstökum samningi, frumvarnir landsins. Mér er auðvitað ljóst, að eins og málum er háttað í dag, er langt frá því að íslenska stjórnkerfið valdi þessu verkefni. Ég tel, að hér þurfi að byggja frá grunni, en áð- ur en það er gert, þarf að taka grundvallarákvörðunina, ákvörð- unina um að taka eðlilegan og fullan þátt í störfum Atlants- hafsbandalagsins og hefja áhrifa- mikla fræðsluherferð á vegum opinberra aðila um landvarnirnar, eðli þeirra, uppbyggingu og ástæð- urnar fyrir vörnunum. Skertur sjálfs- ákvörðunarréttur Mitt mat er, að hið almenna þekkingarleysi og algera undir- búningsleysi íslenskra stjórnvalda á þessu sviði mundi stórkostlega skerða raunverulegan sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðarinnar og draga úr möguleikum Islendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanir, aðgerðir og þróun mála varðandi varnir landsins og öryggismál þess, ef aðstæður í hermálum í umhverfi landsins breyttust, þannig að samstarfsaðilar okkar í Atlantshafsbandalaginu teldu að hér þyrfti einhverju að breyta, auka eða minnka varnarviðbúnað- inn ^ða breyta fyrirkpmplagi hans á annan hátt. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir á þessum sviðum og undirbúnings þeirra og tökum aðeins næstu nágranna okkar, Norðurlandaþjóðirnar tvær sem eru í Atlantshafsbandalag- inu, Noreg og Danmörku, þá kom- umst við að raun um það, að ekki einasta halda þessar þjóðir uppi herjum og verja til þess umtals- verðum fjárhæðum, heldur leggja þær mikla áherslu á að vera full- gildir aðilar að öllu samstarfi inn- an bandalagsins. Og þær leitast einnig við að tryggja öryggi sitt, m.a. með margvíslegum sérstök- um samningum við einstakar þjóðir bandalagsins um aðstoð á hættutímum. Nýjasta dæmið um þetta er ákvörðun Norðmanna um að óska eftir því við Bandaríkin, að í Noregi verði geymdar birgðir fyrir fjölmennar sveitir úr land- gönguliði bandariska flotans sem á hættu- og átakatímum ættu að koma til aðstoðar norska hernum, samkvæmt sérstöku samkomulagi Bandaríkjanna og Noregs. Atriði af þessu tagi krefjast auðvitað engrar hervæðingar, en hefur nokkur maður hér séð eða heyrt opinberlega stafkrók um það, hvenær eða hvaða liðsauka Bandaríkjamenn myndu flytja til íslands ef ástæða þætti til, né heldur hver eða hverjir myndu meta það, hvenær væri ástæða til aukins liðsafla á Islandi, hver ættu að vera verkefni þessa liðs- afla, hvernig væri háttað sam- bandi hans við íslensk stjórnvöld. Ég tel mig vita það fyrir víst, að íslenska stjórnkerfið búi ekki yfir neinni þekkingu eða aðstöðu til þess að leggja sjálfstætt mat á neinn af þessum þáttum, né held- ur hafi verið gerðar neinar ís- lenskar áætlanir um það, hvernig brugðist yrði við hernaðarátökum eða hættu af þeim í grennd við landið eða á landinu sjálfu. Allt eru þetta þó atriði sem unnt er að meta án þess að ráða yfir einu ein- asta vopni sjálfur. Hér er þó auð- vitað rétt og skylt að taka fram, að margir einstaklingar innan stjórnkerfisins hafa að eigin frumkvæði og vegna starfa sinna, þekkingu á sumum þáttum þess- ara mála, en þar er ekki um að ræða heildstæða kerfisbundna þekkingu, sem beita má við töku ákvarðana og samræmingu að- gerða. Þá má og bæta við, að stofnun öryggismálanefndarinnar er spor í rétta átt til þekkingaröfl- unar og lofar fyrsta rit hennar, GIUK-hliðið, eftir Gunnar Gunn- arsson, góðu um störf nefndarinn- ar. Allsherjarvarnir Ef litið er á uppbyggingu varn- ar- og öryggismála á Norðurlönd- um, kemur í ljós, að bæði í NATO-löndunum tveimur, Noregi og Danmörku, og í hlutlausu lönd- unum tveimur, Svíþjóð og Finn- landi, eru varnir þessara landa byggðar á svokölluðu „total- forsvarsprinsippi" eða allsherjar vörnum, eins og ég hef kosið að kalla þetta kerfi. Innan allsherj- arvarnakerfisins er gerð ein sam- ræmd áætlun um viðbrögð, sam- vinnu og verkefni allra aðila í rík- inu, hers, almannavarna, atvinnu- lífs, skóla, útvarps, blaða, heimila og yfirleitt fyrirfram reynt að gera sér grein fyrir hverjum ein- asta þætti sem reynt getur á og þannig fyrirfram reynt að halda möguleikum á mistökum í lág- marki, röngum ákvörðunum og tortímingu mannslífa að óþörfu. Nefna má nokkur einföld atriði í þessu sambandi, sem nauðsynlegt er að íslendingar, eins og aðrar þjóðir, hafi áætlanir um viðbrögð við. Ef til átaka eða spennuástands drægi á Norður-Atlantshafi, er ekki ólíklegt að að nokkru eða öllu leyti tæki fyrir aðflutninga til landsins. Hvernig erum við Islend- ingar þá í stakk búnir? Sennilega værum við sjálfum okkur nógir með nokkrar tegundir matvæla, kjöt, fisk og kartöflur gætum við fengið, þó er engin vissa um fiskinn, því alls ekki væri víst að unnt væri að sækja á fiskimið vegna átaka eða olíuskorts eða fiskur gæti yerið pjtraðup-, vegna geislavirkni. Hveitirækt er lítil í landinu, svo lítið yrði um brauð, hráefni til lyfjaframleiðslu eru hér lítil eða engin, þau eru öll inn- flutt, og eftir þeim upplýsingum sem ég hef, eru ekki til í landinu neinar umtalsverðar birgðir af mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Sama er að segja um efni til bygg- inga, járn og stál, svo ekki sé talað um eldsneyti, en hér eru í raun aldrei til meira en nokkurra vikna birgðir af eldsneyti. Ekki er held ur vitað til neinna áætlana um varnir gegn skemmdarverkum, t.d. á orkuverum eða vatnsbólum eða t.d. við dreifingu rangra upp- lýsinga í blekkingarskyni. Atlantshafsbandalagið efnir árlega til æfinga, þar sem sett er á svið atburöarás átaka sem líkustu því sem menn telja að raunveru- lega gæti gerst. Þar fá stjórnvöld og einstakir embættismenn tæki- færi til að samræma og æfa að- gerðir sínar. Ekki veit ég til þess, að islensk stjórnvöld taki þátt í þessum æfingum. Þá er ógetið um þátt almannavarna, en í allsherj- arvarnakerfinu á Norðuriöndum skipa almannavarnir hvarvetna háan sess. Fyrir því eru einkum tvenn rök. Annars vegar telja stjórnvöld það eðlilega skyldu sína að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda líf borg- aranna í hugsanlegum styrjaldar- átökum og hins vegar er það mat manna, að með sæmilega öruggum almannavörnum aukist mjög svigrúm stjórnvalda til þess að ákveða aðgerðir, hernaðaraðgerðir eða aðrar aðgerðir, sem hugsan- lega geta á átakatímum kallað árásir yfir borgir eða ríki. Menn verði því ekki fangar'eigin van- búnaðar. Seðlabankahús og flugskýli Á öllum þessum sviðum, sem ég hef nú nefnt, eiga íslendingar auð- velt með að taka frumkvæðið í sín- ar eigin hendur. Hér þarf sjaldn- ast að kosta til miklum fjárfúlg- um, heldur nægir oftast fyrir- hyggja og samræming þeirra þátta, sem þegar eru fyrir hendi. Það er freistandi að nefna í þessu samhengi eitt dæmi. Eins og við vitum stendur nú fyrir dyrum bygging nýs Seðlabankahúss við Arnarhól. I þessari nýju og glæsi- legu byggingu Seðlabankans verð- ur tveggja til þriggja hæða kjall- ari, allur niðurgrafinn í jörðina. Að gera þennan kjallara þannig úr garði, að hann gæti verið loftvarn- ar- og geislabyrgi fyrir fleiri hundruð manns með fullkomnum hreinsiútbúnaði og öðru sem til þarf, kostar aðeins örlítið brota- brot af væntanlegum byggingar- kostnaði þessa húss, en sennilegt þykir mér, að tillögu um slíka að- gerð yrði vísað frá með góðlátlegu brosi. En þó að þessi atriði alls- herjarvarnanna séu öll mikilvæg, þá eru þau atriði sem snerta hinar beinu hervarnir landsins ekki síð^ ur mikilvæg. Ef framkvæmt yrði innlent mat á fyrirkomulagi land- varnanna og varnarþörfinni, tel ég til dæmis að í ljós kæmi að brýna nauðsyn bæri til að gera umtals- verðar breytingar á fjöldamörgum atriðum, viðvíkjandi varnarstöð- inni á Keflavíkurflugvelli og rat- sjárstöðvum varnarliðsins. Eins og fram hefur komið af fréttum var fyrir eigi alls löngu hafin smíði þriggja sprengjuheldra flugskýla á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru sprengjuheld flugskýli sömu eða svipaðrar gerðar og reist hafa verið víðs vegar í löndum Atlantshafsbandalagsins og var nú veitt heimild fyrir byggingu þriggja slíkra skýla hér. Ég efast ekki um, að innlent mat á þörfinni fyrir þessi flug- skýli myndi leiða í ljós að ekki ætti aðeins að heimila byggingu þriggja flugskýla, heldur að minnsta kosti allra níu skýlanna sem sótt v"ar um. Sennilega væri eðlilegt að krefjast byggingu mun fleiri sprengjuheldra flugskýla til þess að auka öryggi þeirra flug- véla sem hér eru staðsettar til loftvarna, svo og til þess að geta tekið á móti liðsauka til slíkra flugsveita. Þáttur í sama máli væri auðvitað bygging fullnægj- andi stjórnstöðvar fyrir varnarlið- ið, en stjórnarstöðin er nú til stað- ar í gömlu flugskýli, en án full- kominnar stjórnarstöðvar og fjar- skiptabúnaðar verður litlum vörn- um við komið í nútíma hernaði. Ratsjárstöðvar og flugvellir Eitt af mikilvægustu verkefnum varnarstöðvarinnar hér er að fylgjast með ókunnum flugvélum, sem fljúga um varnarsvæðið eða nálgast Island. Er þessu eftirliti bæði haldið uppi með ratsjár- stöðvum á jörðu niðri og fljúgandi ratsjárstöðvum. Fyrir allnokkrum árum fauk ratsjárstöð varnarliðs- ins, sem verið hafði á Langanesi, og var hún ekki endurbyggð. Nú er það svo, að ókunnar flugvélar, sem nálgast ísland, koma oftast úr austri eða norðaustri niður eftir íslandshafinu og fljúga annað- hvort umhverfis landið eða niður í átt til Bretlands eða enn lengra suður eftir Atlantshafinu. Meðan ekki er ratsjárstöð á Langanesi eða á svipuðum slóðum, er stórt svæði úti fyrir Norður-, Norðaust- ur- og Austurlandi án ratsjáreft- irlits nema þegar ratsjárflugvélar varnarliðsins eru á lofti, en það eru þær auðvitað ekki allan sól- arhringinn alla daga ársins, langt því frá. Þó var auðvitað mikil bót að fá hinar nýju AWACS-ratsjár- og eftirlitsflugvélar, sem stöðugt fljúta óreglubundin eftirlitsflug. Samt sem áður er vel mögulegt fyrir ókunnar flugvélar að laum- ast að landinu þessa leið, sérstak- lega ef þeim tekst líka að komast framhjá ratsjárgæslu Norð- manna, t.d. með því að fljúga fyrst langt upp eftir Barentshafi og síð- an inn yfir íshafið og niður eftir íslandshafinu, þar til þær koma að Islandi norðaustanmegin og geta þannig komist fast að land- inu eða yfir landið, án þess að við þær verði vart. Þetta er að mínum dómi atriði, sem íslendingar eiga að krefjast að lagfært verði. Það væri hægt að gera án mikilla eða nánast nokk- urra aukinna umsvifa varnarliðs- ins, því vel mætti koma fyrir ómannaðri ratsjárstöð þarna, sem sendi upplýsingar sínar annað- hvort til Hafnar í Hornafirði eða til aðalstöðva varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fleiri atriði mætti nefna sem snerta loftvarnirnar, en þær eru einn veigamesti þáttur varnanna, en hér verður aðeins einu atriði bætt við. Fyrir nokkru benti Björn Bjarnason á það í grein í Morgun- blaðinu, að ef byggðir yrðu nýir millilandaflugvellir á íslandi, eins og rætt hefur verið um, t.d. vara- flugvöllur í nágrenni Sauðárkróks, þá kallar tilvist slíks flugvallar, þar sem hægt er að lenda flugvél- um af stærstu gerð, sjálfkrafa á einhvern varnarviðbúnað og sama á í raun við umhvers konar önnur samgöngumannvirki, s.s. stærri hafnir. Og í lok þessa þáttar er rétt að geta þess, að sjálf staðsetning höf- uðstöðva varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, í næsta nágrenni við mesta þéttbýlissvæði landsins, er auðvitað eitt af því allra fyrsta, sem íslensk rannsókn á vörnum landsins og fyrirkomulagi þeirra tækju til athugunar. Hér skal ekki fullyrt um niðurstöður slíkrar rannsóknar, en hún gæti auðveld- lega leitt í ljós, að flytja bæri höf- uðstöðvar varnarliðsins frá núver- andi stað. Nú í vikunni var greint frá því að utanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að heimila hönnun eða undirbúningsframkvæmdir við byggingu nýrra olíugeyma í Helguvík og nauðsynlegan losun- arútbúnað fyrir olíuskip og leiðsl- ur frá Helguvík og upp á Keflavík- urflugvöll. Jafnframt hefur það komið fram, að ráðherra hafi ekki, a.m.k. enn sem komið er, heimilað að framkvæmdir hefjist við meira geymarými heldur en samsvarar því rými, sem nú þegar er fyrir á Keflavíkurflugvelli og til stendur að leggja niður vegna mengunar- hættu. Varnarliðið hefur hins veg- ar farið fram á að fá að byggja mun stærri olíugeyma og auka olíubirgðir sínar verulega, einkum flugvélabensín. Fer það ekki á milli mála að slík aukning birgða- rýmis, sem varnarliðið hefur farið fram á, er gerð í því skyni að auka og styrkja varnarstöðuna í land- inu og tryggja að varnarliðið geti betur haldið uppi og sinnt hlut- verki sínu hér, ef til átaka eða spennu dregur. Þau rök, sem eru auðvitað hin raunverulegu rök fyrir þessum beiðnum, auk eðli- SJÁ NÆSTU SÍÐU. Mynd þessa tók Baldur Sveinsson og sýnir hún AWACS-ratsjár og stjórnvél á flugi yfir Stokksnesstöð varnarliðsins ásamt með Phantom-orrustuþotum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.