Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 3 Nú um helgina er sýning á Kjarvalsstöðum á skipulagi af Laugarási, sunnan við háhýsin þrjú, sem þar standa og jafnframt verður sýnt skipulag af grasflötinni sunnan Gnoðarvogar, sem ná mun yfir núverandi Suðurlands- braut. Á þessari mynd af líkani skipulags af Laugarásnum sést hin nýja skipulagða byggð. í horninu efst til vinstri cr kirkja Ásprestakalls. Ljósm.: Kristján. Gjaldskrá Pósts og sfma: Hækkar um 10% innanlands Þjónusta við útlönd hækkar um 22% d*OST- og símamálastofnunin hefur fengið heimild til 10% gjaldskrár hækkunar innanlands og um 22% hækkunar á símtölum til útlanda. Taka hækkanirnar gildi 1. febrúar, nema á póstþjónustu, eða þann 1. marz. Helztu breytingar á gjöldum fyrir símaþjónustu eru þær að stofngjald fyrir síma hækkar úr 1.189 krónum í 1.308 krónur og símnotandi greiðir fyrir talfæri og uppsetningu tækja. Gjald fyrir umframskref hækkar úr 45 aurum í 50 aura og afnotagjald af heimilissíma á ársfjórðungi hækkar úr 192,50 krónum í 211,75. Þá hækk- ar venjulegt flutningsgjald á milli húsa á sama gjaldsvæði úr 594,50 krónum í 654 krónur. Við þessi gjöld bætist síðan söluskattur. Helztu breytingar á símaþjónustu við útlönd eru þær að gjöld fyrir sjálfvirkt val til Færeyja, Danmerk- ur og Svíþjóðar mun kosta 11 krón- ur, en 15 ef fengin er aðstoð talsíma- varðar. Til Noregs og Finnlands verða samsvarandi gjöld 12 krónur og 16 og til Bretlands 13 krónur og 17. Til Bandarikjanna kostar hver mínúta 27 krónur og 31. Sem dæmi um gjöld í sjálfvirkri telexþjónustu má nefna að hver Beitningamenn hafa gert sérsamninga vid útgerðarmenn Verkfalli þeirra þvf raunverulega lokið 1*0 SVO, að verkfalli beitninga- manna á Suðurnesjum hafi ekki ver ið aflýst formlega, má segja að því sé í raun lokið, þar sem beitninga- menn hafa í mjög mörgum tilvikum samið beint við útgerðarmenn með vitund verkalýðsfélagsins. Beitningamenn kröfðust kaup- tryggingar, sem svaraði til þriggja setninga á viku, en því neituðu út- gerðarmenn. Eftir að hafa verið í verkfalli í á fjórðu viku var sú ákvörðun tekin að semja beint við hvern sérstakan útgerðarmann og að sögn Karls Steinars Guðnason- ar, formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins í Keflavík, greiða einhverjir útgerðarmenn um- rædda tryggingu. Um verðið á beitningunni sagði Karl Steinar, að hægt væri að una við það verð, 1. febrúar mínúta til Færeyja kostar 4,30 krónur, til Danmerkur 4,80, til Englands, Noregs og Vestur-Þýzka- lands 5,20 og 5,80 til flestra annarra Evrópulanda. Til Bandaríkjanna kostar hver mínúta 24 krónur. Fastagjald fyrir skeyti hækkar um 22,5%, en orðagjald er nokkuð mismunandi. Það verður óbreytt til Bandaríkjanna og Kanada en hækk- ar um 25% til Evrópu. Söluskattur er innifalinn í framantöldum dæm- um um símaþjónustu við útlönd. sem ákveðið hefði verið. Fimm stærri bátar eru nú á línu frá Keflavík, Sandgerði og Garði og allmargir minni bátar. Víðast hvar eru beitningamenn ráðnir upp á hlut, nema á fyrrnefndum stöðum, þar sem unnið hefur verið í ákvæðisvinnu. Nýja síðdegisblaðið: Júlíus Hafstein í undirbúningsnefnd ENN ER unnið að því að koma nýju síðdegisblaði á laggirnar og hefur Júlíus Hafstein nú tekið sæti í und- irbúningsnefnd útgáfunnar. Eftir þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er enn unnið að hlutafjársöfnun og farið er að ræða skipulagningu blaðsins. Enn hefur þó ekki verið tekin endanleg ákvörðun um út- gáfuna. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins eiga sæti í undirbúningsnefnd- inni auk Júlíusar þeir Guðmund- ur Árni Stefánsson, Geir A. Gunnlaugsson og Jón Ormur Halldórsson. INNLENT. L . U t Viö bjóöum nú ^ reglulegar feröirj til Mexícó — 1 ævintýralands- 9 ins mikla í Miö- Ameríku. ^ s 1 'K ‘V WM Áætlaðir brottfarardagar: 13. febrúar og síðan á tveggja vikna fresti út árið. Almenn r< feröa- þjónusta Flugfarseðlar um allan heim. Heimsóttar veröa söguslóðir hinna fornu menningaþjóða indíána, sem skildu eftir sig listaverk og byggingar, sem ennþá teljast meðal undra veraldar. Heimsfrægar baöstrendur og skemmtiborgir eins og Acapulco viö Kyrrahafiö. Sannkölluð sólskinsvetrar-paradís, þar sem veöriö bregst ekki. Möguleiki er aö Nánari upplýsingar um verð og ferðatil- framlengja dvöl í högun liggja fyrir á skrifstofu okkar. New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.