Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 SALKA VALKA HÖFUNDUR: HALLDÓR KILJAN LAXNESS LEIKGERÐ: STEFÁN BALDURSSON OG ÞORSTEINN GUNNARSSON LÝSING: DANÍEL WILLIAMSSON TÓNLIST: ÁSKELL MÁSSON LEIKMYND OG BÚNINGAR: ÞÓRUNN S. I»ORGRÍMSDÓTTIR LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON Leiklist Olafur M. Jóhannesson Mér hefur löngum fundist að við ættum aðeins einn gjaldgengan fulltrúa á meðal þjóðanna: Hall- dór Kiljan Laxness. Hann væri okkur það sem þeir Borg og Stenmark eru Svíum; jafnoki hinna fremstu ef ekki fremstur á sínu sviði. Raunar voru það Svíar sem vörpuðu verkum Laxness á hinn alþjóðlega markað með veit- ingu Nóbelsins. Var sú verðlauna- veiting mörgum þjóðræknum Is- lendingnum svo mikið áfall á sín- um tíma að nálgaðist menning- arsjokk. Sumir álitu nefnilega að Svíar væru að verðlauna óþjóð- hollan penna ekki klassískan sagnameistara. Var skáldbróðir Steinn Steinarr máski að víkja að þessu er hann svarar svo tíðindun- um úr höllu Svíakóngs í tímarit- inu Birtingi? „Þegar miklir atburðir gerast eiga litlir menn að þegja." Ekki fæ ég lýst í hugskot Steins á þeirri stundu er Nóbelsfregn lýsti byggðir íslands, enda oft erf- itt að skyggnast í hugskot skálda sérstaklega er þau fylla sálarskút- ann framandi þokum sér til fram- dráttar. En það má Halldór eiga, dalalæðan veltir sjaldan um staf í texta hans. Þar fer oftast saman skýr og skipuleg framsetning og skáldlegur hamagangur. Enda er Laxness ekki bara skáld, hann er skáldjöfur slíkur sem vart fæðist nema einu sinni á öld fyrir stökkbreytingu. Mikið hlýtur annars að vera merkileg tilfinning að hafa reist úr orðum einum saman óbrot- gjarnan heim gæddan þeirri nátt- úru að þar lifir hvaðeina sínu sjálfstæða sjálfkvæma lífi, en um leið sjá menn ef þeir vilja út um glugga þessarar veraldar hvurs- dagsheiminn skýrar en áður. Það er einmitt þessi alúð við hið hvers- dagslega sem gæðir hina Kilj- önsku veröld tvíefldu áhrifa- magni. Ef þar væri eingöngu lýst furðuveröldum sem enga stoð eiga í striti daganna félli vart lárvið- arsveigurinn með góðu móti að höfði Laxness. Ég hygg að samúð Kiljans með hversdagsfólki slíku sem venjulega smýgur óséð um til- veruna sé sú tilfinning sem bindur líkt og hjá Dickens og Andersen — textann við hjarta okkar. Einstig- ið sem hann fetar að hjarta okkar er að vísu krókóttara en hjá fyrrgreindum höfundum en ein- hvern veginn baksast hann ætíð á áfangastað og þar með skilur milli skáldsins og skáldjöfursins. í Sölku Völku, því verki sem nú birtist landsmönnum á fjölum Iðnó, rís dýrkun hins hversdags- lega hvað hæst hjá Halldóri Lax- ness. Full hátt stundum því slík ótemja virðist skáldfákurinn höf- undi að stundum smjúga taum- arnir úr annars ofurstyrkum höndum hans. Þannig mást út andstæður þeirrar veraldar sem lýst er í bókinni, jafnvel sjórekið lík verður fallegt í hinni ljóðrænu lýsingu. Helst að maður skynji skin og skúrir tilverunnar í veð- urlýsingu. Ég hygg að Halldór Laxness hafi einmitt í þessu verki ætlað að draga fram þær mót- sagnir sem hljóta að rísa milli til- finningaumbrota viðkvæms ung- meyjarblóms og hins vegar oft nöturlegs veruleika íslensks sjáv- arþorps í byrjun þessarar aldar. Ég á erfitt með að ímynda mér að hann hafi sett sér að hefja það mannlíf sem lifað var innra sem ytra á Óseyri við Axlarfjörð á ein- hverskonar taó-plan. Nema hann sé að lýsa fólki á leiksviði, því sama og fjórir milljarðar berja nú fótum. Ef slík yfirsýn býr að baki Sölku, hljóta allar andstæður að mást út því þá stjórna stjörnurnar atburðarásinni og þær eru í eðli sínu hlutlausar. Það vill nú svo til að undirritað- ur ólst upp í þorpi ekki ósvipuðu og Óseyri við Axlarfjörð. Að hans mati fylgir mikil ábyrgð að skil- greina mannlíf í slíku þorpi og ætti raunar enginn að gera nema sem þar hefur slitið barnsskónum. Því það eru þorp eins og Óseyri við Axlarfjörð sem halda líftórunni í íbúum þessa lands. Við eigum að taka ofan fyrir því fólki sem þar berst og hefur barist og ekki að svifta hulunni af lífi þess. Á viss- an hátt hefur Laxness skilið þessa staðreynd því hann hlífir fólkinu í Sölku og upphefur hversdagsstrit þess. Þetta gerir skáldjöfurinn þrátt fyrir að hann af ófreskisgáfu skynji þorpslífið í kviku. Mættu ýmsir sem í dag hafa gefist upp á hausingavélinni fyrir töfrum rafmagnsgítarsins skoða þessa af- stöðu Laxness nánar. Ég hef að ásettu ráði fjallað i svo löngu máli í þessum leikdómi um Halldór Laxness sjálfan vegna þess að mér fannst einhvernveg- inn að sýning Leikfélags Reykja- víkur á Sölku væri dýrðaróður og þökk þjóðarinnar til þessa mikla meistara. Þess vegna er erfitt að dæma þessa sýningu á sömu for- sendum og flestar aðrar, það væri eins og að standa upp í afmælis- veislu og gagnrýna afmælisbarnið. Þó skal þetta reynt á þeim for- sendum að leikrit sé í sjálfu sér sérstakur heimur að mestu óháður sagnaheiminum eða einsog meist- arinn orðar það í „Skeggræðum gegnum tíðina": „I sagnaskáld- skap er skírskotað til lesandans með því að gera söguna sem trú- legasta, annars missir hann áhug- ann. En lífið á fjölunum er sér- stakur heimur, sannur eða ósann- ur eftir atvikum ...“ Hve sannur er sá heimur sem þeir leikhúsmenn bregða nú upp á fjölum Iðnó og skíra Sölku Völku? Hann er sannur á þann máta að umgjörðin, það er leiktjöld Þór- unnar S. Þorgrímsdóttur eru gædd svipuðu lífsmagni og nöturlegri veðurlýsingar frumtextans, er partur þessarar áhrifamiklu um- gjarðar óaðfinnanleg lýsing Daní- els Williamssonar. En hvað um mannlífið sem birtist okkur innan þessarar gráleitu veraldar? Það er ... satt og ósatt eftir atvikum ... eins og nóbelsskáldið hefði sagt. Þannig fann ég til fyllri samlíðun- ar með óseyri í fyrri hluta sýn- ingarinnar þegar Salka kemur þangað ásamt Sigurlínu móður sinni en þegar leikurinn snýst uppí bríarí. I fyrriparti sýningar- innar opnaðist hver furðuheimur- inn af öðrum í mynd æ kúnstugri leikpersóna. Skal þar fyrstan ncfna Sigurð Karlsson í hlutverki Kvía-Jukka, tók gervið fram lýs- ingu frumtextans. Því miður gildir hið sama ekki um gervi Sigurðar er hann tjáir háæruverðuga per- „Þú líður til sumarlandsins fagra. Eg held áfram að vera rekald á ströndinni eins og ég var.“ sónu Prófastsins. Þessum mannlífskletti væri hægt að lýsa á áhrifamikinn hátt þó ekki væri nema stækka á honum hendur og fætur en draga að sama skapi úr búkstærð. I þessum fyrra þætti er þó að finna manngerð svo full- komna að gneistar af. Gervi Mar- grétar Helgu Jóhannsdóttur í hlutverki Sigurlínu Sölkumóður er með þeim hætti að maður vor- kennir kvenþjóðinni. Fyllir Mar- grét Helga þetta gervi innblásnum lífsanda. Er sjaldgæft að sjá slík- an frumkraft brjótast út á sviði. Eins og menn vita kemur með Sölkumóður til sögunnar lausa- leikskróinn Salvör Valgerður bara Jónsdóttir. Umkomuleysi þeirrar mannveru er raunar algert og fer Guðrún S. Gísladóttir létt með að iáta okkur prúðbúna ýstrusafnara seilast í peningaveskin ef það mætti hjálpa. Svo sannfærandi fannst mér að minnsta kosti leik- ur Guðrúnar í þessum fyrsta hluta. Raunar var leikur hennar sannfærandi og eðlilegur í síðari hluta sýningarinnar en á þeirri stundu á maður að hætta að vor- kenna „bara Jónsdóttur". Hún hefur nefnilega eignast part í bát og fær peningasendingar frá Amr- íku þrátt fyrir að hún líti út eins og rússnesk fyrirmyndarverka- kona framan á dráttarvélaraug- lýsingu. Guðrún Gísladóttir er hins vegar allan tímann í hlut- verki hins umkomulausa lausa- leikskróa. Ég hélt að að leikstjóra sýningarinnar, hinum færa leik- húsmanni Stefáni Baldurssyni, hefði orðið ljóst við lestur bókar- innar að í Sölku dregur Laxness fram lífsbaráttu alþýðu sem við aldaskilin er líkt og föðurlaus um- komuleysingi undir vernd Boge- sena en rís svo upp óstudd gædd náttúrulegum styrk. Hafi þessi grundvallarstaðreynd ekki orðið leikstjóra ljós, er þó alveg á hreinu að Salka reis uppúr vesal- dómnum sem óháður einstakling- ur þó ekki væri nema vegna góðs upplags. Að mínu mati átti að skipta um leikkonu i hlutverki Sölku eftir hlé. Fá jafnvel leik- konu eins ólika Guðrúnu Gísla- dóttur og mögulegt var. Þannig hefði stjörnuleikur Guðrúnar ekki fölnað og sýningin orðið ferskari og markvissari. Arnaldur Björnsson sem Jó- hann Sigurðsson leikur ágætlega — breytist hins vegar ekki svo mjög gegnum söguna. Fremur að kauði breytist frá andartaki til andartaks enda lifði hann á brennandi slagorðum slíkum sem æsa svanga menn. Kostulegt hjá Laxness að láta hvílíkan eldhuga enda í aldingarði í hjarta kapítal- ismans í Kaliforníu. Þar fann hinn fíngerði Arnaldur sína paradís. En eftir situr Salka í slori eða út- gerðarvafstri? Er hægt að hugsa sér að slíkar persónur geti elsk- ast? Auðvitað er allt hægt í veröld Kiljans. Annars finnst mér að búi á bak við þetta ástarævintýri hug- sjónamannsins og saltfiskverkun- arkonunnar viss kaldhæðni, jafn- vel vantrú á lífsmátt innstu til- finninga. Samt er ástarævintýri þeirra Arnalds og Sölku svo fag- urt þar sem það rennur saman við ástarleiki þeirrar veraldar sem kviknar undan snjó að lesandinn gleymir hinum andstyggilegu staðreyndum sem sumir kenna við peninga, aðrir stéttabaráttu. Ég tel að leikstjóri hefði átt að leggja ríkari áherslu á töfra þessa ástaróðs og fella hann að kvikri náttúru með vorblæ á litum og hljóðum. — Ástarsinfónían skal síðan þagna skyndilega á óþyrmi- legan hátt. Þannig hefðu áhorf- endur í hnotskurn getað greint þau skil sem eru milli hugsjónar og veruleika eða tilfinninga og skynsemi. Þess í stað verður ást- arævintýrið dálítið fölleitt svipað og regnið sem í upphafi bókarinn- ar setur svip sinn á umhverfið. Þessi ágalli sýningarinnar lyftir henni í upphafi en fellir í lokin, öfugt við bókina þar sem Salvör Valgerður birtist lesandanum líkt og skjálfandi hundasúra, en endar svipað og ilmþrúngin björk. Eins og menn sjá hefur undir- ritaður brotið þá reglu sem hann setti sér fyrr í texta að meta sýn- ingu LR á Sölku á þann máta að hún væri óháð texta Nóbels- skáldsins og lifði sínu eigin sjálf- stæða lífi. En hvernig er annað hægt, þegar frumtextinn vísar svo kröftuglega til innstu sálar- kennda. Slíkur texti hlýtur ætíð að trana sér fram sé hann sviðsettur. Þeir leikfélagsmenn hafa vandað sig mjög í sviðsetningu Sölku og fágað hvert atriði svo unun og virðingu vekur. Heimur bókarinn- ar er bara svo magnaður að engin sviðssetning nær að tjá lífsmagn hans. Ef hinsvegar persónulýs- ingar væru allar í svipuðum hæð- um og Kvía-Jukki í höndum Sig- urðar Karlssonar, Sigurlína í höndum Margrétar Helgu og Áng- antýr Bogesen í meðferð Gísla Rúnars Jónssonar, hefðu þeir Leikfélagsmenn komist ansi djúpt inní hina Kiljönsku veröld. Þor- steinn Gunnarsson var og býsna magnaður í búningi Steinþórs Steinssonar einkum undir lokin. Enda fylgdi manni heim á leið spurningin um saltfiskverkunar- konuna Sölku Völku og hinn nýja Bogesen Steinþór Steinsson. Hann skyldi þó ekki vera orðinn formað- ur í Lions en hún í öldungadeild á viðskiptasviði? Bandarískt blad, „Bulletin“, deyr Fíladrlfíu. 27. janúar. Al*. BLAÐIÐ „Bhiladelphia Bulletin“, sem er 134 ára gamalt og var eitt sinn útbreiddasta síðdegisblað Bandaríkjanna, hættir að koma út á laugardag- inn vegna fjárhagserfiðleika að sögn framkvæmdastjóra blaðsins, ('raig Ammerman. „Bulletin" er síðasta stórborgardagblaðið af mörgum sem hefur hætt að koma út á síðustu mánuðum. Útgáfu blaðsins var hætt þegar sagði Gil Spencer, ritstjóri „Phila- ekki hafði tekizt að finna kaup- anda að því. Margar fyrirspurnir bárust, en enginn treysti sér að taka við blaðinu, þar sem hætta á rekstrartapi var of mikil. Samn- ingaviðræður fóru fram við fjóra aðila, en þær fóru út um þúfur í gærkvöldi. Fyrirtæki í Jacksonville, Flor- ida, Charter, sem fæst við olíu, tryggingar og fjarskipti, tók við blaöinu fyrir einu ári og hefur ver- ið eini eigandi þess siðan. Starfsmenn „Bulletin" voru 1900 og ákvörðunin var tilkynnt á fundi með þeim. Blaðið var gefið út á morgnana, síðdegis og á sunnu- dögum. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ delphia Daily News“. „Ég á marga vini á hlaðinu. Ég hef kynnzt blað- inu. Ég hef starfað þar. Mér þykir þetta mjög leitt." „Washington Star“ hætti að koma út 7. ágúst og síðan hefur „Washington Post“ verið eina daghlaðið sem hefur komið út í höfuðborginni.„Philadelphia Journal" hætti að koma út 16. des- ember eftir fjögurra ára tilraunir til að öðlast velgengni í fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna. í New York var síðdegisútgáfa „Daily News“ lögð niður 28. ágúst og 18. desember tilkynnti eigandi blaðsins, Tribune-fyrirtækið í Chicago, að morgunblað „Daily News“ væri til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.