Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1982 11 Geysir gamli í Haukadal hefur verið mikið til umræöu aö undanförnu, eftir að hann var vakinn til lífsins ó ný eftir langan svefn. í Morgunblaö- inu var fjallað um getgátur manna um aldur hans, og vitnaö í útreikninga hins merka náttúrufræðings Þorvalds Thoroddsens í því sambandi. Ekki skal Þorvaldur rengdur hér, en svo segir meöal annars um Geysi í Landinu þínu, fyrsta bindi: „Taliö er líklegast aö Geysir hafi myndast við jaröskjálfta í lok 13. aldar. Segir í Oddaverjaannál um áriö 1294 að „í Eyrarfjalli (nú Laugarfjalli) hjá Haukadal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áöur voru." — Hlaðvarpinn kemur þessum upplýsingum hér með á framfæri í leiöinni. Fylfull er Grána En fyrst farið er að minnast á konungsdæmið, og sambandsslitin við Oani, þá er ef til vill rétt að hverfa um skeið í huganum aftur til þeirra tíma er menn hittust á Þingvöllum, og strengdu þess heit aö berjast fyrir sjálfstæði lands og þjóöar, og víkja hvergi fyrr en því takmarki væri náð. Hannes Hafstein er einn bestu sona íslands, og hann varð fyrsti íslenski ráðherrann 1904. Enginn vænir hann um fööurlandssvik eöa skort á þjóöhollustu, en þaö kom þó ekki í veg fyrir aö hann yrki svo á Þingvallafundinum 1885, þá ungur stúdent: Öxar við ána árdags í Ijóma, upp rís hann Pétur og þjóðliöiö allt, fylfull er Grána, falskt lúörar hljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt. Fram, fram, aldrei aö víkja, fram, fram, bæöi menn og fljóö. Ríðum yfir ána, rekum niöur fána, ríöum, stríöum vorri þjóö. Fyrirmyndina þekkja aö sjálfsögöu allir, Þingvallasöng íslendinga eftir Steingrim, frábært kvæöi. Húmor Hannesar Hafstein, hins mikla stjórn- málaskörungs, leynir sér á hinn bóginn ekki í skopstælingunni. HLAÐVARPINN ANDERS HANSEN TÓK SAMAN STÖKUR Illa gerð öfugmælavfsa Knn eru til menn hér á landi, sem varpað geta fram stöku þegar það á við, og er tilefni gefast. Þessi barst Hlaðvarpanum vestan af Fjörðum, ort af Jörundi Gestssyni á Hellu við Steingrímsfjörð. Yrkisefnið er alkunnugt, og hafa raunar margir spreytt sig á því sama frá í febrúar 1980, en stakan er svona: Stjórnin er svo einskisverð, ætti henni að lýsa, er hún bara illa gerð öfugmælavísa. HELGARVIÐTALIÐ „Ég veit varla hvenær rétt er að segja að menn séu orðnir bókasafnarar, en ætli það megi þó ekki taka dálítið mið af því, þegar menn eru hættir að kaupa bækur til að lesa, en kaupa þær fremur vegna þess að þær eru orðnar fáséðar? — Sá maður sem það gerir er orðinn bókasafnari að mínu viti, og sjálfsagt mætti finna mörg önnur einkenni, þau eru auðvitað eins mörg og bókasafnararnir eru margir.“ — Sá er þetta mælir er EgiJI Bjarnason fornbókasaii á Hverfisgötu 26 í Reykjavík, í fornbókaverslun Kristjáns Kristjánssonar. Blaðamaður leit við hjá honum til að forvitnast um þann sérkenniiega hóp manna, bókasafnara og ýmisiegt þeim tengt. Egill Bjarnason fornbókasali meó bók eina fágæta í búó sinni: Weisenhausbiblíu, útgefna í Kaupmanna- höfn 1747. Hann segir annars oróió erfitt aó fá gamlar bækur, og þær er til dæmis séu frá Viðey, Leirá, Skálholti, Hólum og öórum gömlum íslenskum útgáfum, séu orönar fágætar, og komi varla í venjulegar fornbókaverslanir, heldur fari þá á uppboð ef þær eru seldar á annaö borð. L(ósm.: Ragnar Axeisson É6 ER SVONA «0 06 «8, VHI,»FLESTUM DÖ6IIM. „Ég hygg að i Reykjavík starfi nú einar tólf fornbókaverslanir" seglr Egill. „en þessi hér er elsta forn- bókabúö landsins. Kristján Krist- jánsson skipstjóri stofnaði hana ár- ið 1918, er hann kom í land, og hún hefur veriö starfrækt siöan. Ég keypti hana áriö 1941, og hef rekið hana síöan, aö flmm árum undan- skildum. — Hvað ég gerði i millitíð- inni? Ætli þaö sé ekki best aö sleppa þvi í Mogganum, ég var nefnilega auglýsingastfóri Tímans í þessi fimm ár. En svo höguöu at- vikin því nú, að ég keypti verslunina aftur, nákvæmlega upp á dag fimm árum eftir aö ég seidi." — Og hverjir eru svo vióskipta- vinirnir? „Þeir pru náttúrulega margir, og fleiri en tölu verður á komiö, og aö sama skapi er það fjölbreytilegur hópur. Hér koma krakkar og kaupa Andrés Önd, og hér koma bóka- safnarar að leita aö gömlum skræðum er þá vantar, oft tölublöö í tímarit eöa hefti í bók, eða þá heilar bækur er þeir ekki eiga. Þá koma hérna námsmenn talsvert og menntamenn, sem þá eru að leita að bókum er snerta nám þéirra, áhugasvió eöa atvinnu, leita aö bókum t sinni sérgrein. Viö forn- bókasalarnir eígum okkur fasta viðskiptvini, bókasafnara sem vinna að söfnum sínum, og sjálf- sagt eru þessir menn i mörgum til- vikum sameiginlegir kúnnar okkar allra. Bókasafnari verður að hús- vitja sem oftast á fornbókasölun- um, til aö fylgjast með er eitthvaö kemur inn, nú og svo erum viö beðnir aö taka frá ef menn vantar eitthvað sérstakt." — Og bækurnar, hvernig eru þær komnar á fornbókaverslanirnar? „Allar þær bækur sem ég er með hér, er komiö meö til min og ég beðinn að selja. Áður fyrr fór ég til Kaupmannahafnar og viðar í bóka- leit, en hef alveg lagt þaö af, enda eru islenskar bækur orönar æði dýrar erlendis, sé eitthvaö i þær varið á annaö borö. En bækurnar sem hingaö koma eru aö sjáltsögðu komnar í sölu af ýmsum ástæöum. Það er til dæmis eldra fólk, sem er aö flytja úr stóru húsnæöi í mlnna: Þaö vill oft selja þaö sem það ekki notar, eöa hefur ekki áhuga á lengur. Hjónaskilnaöir gefa leitt til þess að selja verður heimilisbókasöfn eóa hluta þeirra. Nú, svo er þaö hreint peningaleysi, sumir telja sig verða að selja bæk- ur úr eigu sinni, til aö greiða skuldir eða til aö lifa. Enn aörir „breyta bókum f steinsteypu" þegar þeir fara að byggja, eins og ég gerði til dæmis." — Safnar þú þá ekki bókum sjálfur? „Nei, ekki lengur. Ég gerði það, og átti eitt besta safn íslenskra Ijóóabóka sem tii var, aó því aó talið var, mörg -.agæti voru þar á meöal. Það seldi óg til að kosta húsbygglngu. Nú á ég vitaskuld bækur heima, eins og hver annar, en bókasafnari er ég ekki. Raunar sagöi forveri minn, Krist- ján Kristjánsson, aö fornbókasali mætti ckki sjálfur vera bókasafnari. Þaö er nokkuð til i því, þvi sjálfsagt yrói þá litiö eftir til aó lifa af. ef bóksalinn þyrfti aó kaupa allt það besta sjáltur. — Verða menn for- fallnir? Já, sumir sjálfsagt. Ég segi nú ekki að menn séu að eyöa siö- ustu aurunum í bækur, eða taka af mjólkurpeningunum, en um marga hef ég þó heyrt, sem gæta þess aö láta fjölskyldunar ekki vita um ferö- Spjalláð við Egil Bjarnason fornbókasala ir til fornbokasalanna, og þeir gæta þess aö taka allt verð af bókunum er þeir kaupa." — Eru þessir bókasafnarar flestir furðufuglar, eða hvers kon- ar menn eru þetta sem taka bakt- eriuna? Sumir eru furöufuglar, sumir ekki, eins og alls staöar, ekki eru bókamenn i eitt mót steyptir fremur en aörir. En óg get sagt þér af öldn- um manni, sem lengi skipti við mlg hér. Hannn kom alitaf »il min með nýjustu bók Kiljans. skömmu eftir aö hún var komin út, og seldi hana eða tók út á hana aðrar bækur. Ég spuröi hann eitt sinn hverng á- þessu háttalagi stæöi. Þaö stóð ekki á svarinu hjá þeim gamla: „Ég verð aö lesa Kiljan. en ég vil ekki eiga hann." Svo gerist þaö eitt sinn, aö út kemur bók eftir Kiljan, þar sem meðal annars er þáttur af Stefáni i Reykjahlíð. Gamli maöurlnn kom meö bókina eins og venjulega, og seldi mér. En skömmu síðar kemur hann aftur, &g nú spyr hann mig hvort ég sé búinn að selja bókina. Ég kvað svo vera. „Bölvaður asni var óg,“ heyrðist þá i þeim gamla, „að skera ekki úr þáttinn um hann Stefán frænda minn og eiga hann." — Margar fleiri sögur mætti sjáifsagt segja af bókamönnum, af ýmsum geröum." — Eru einhverjar sérstakar bækur eftirsóttari en aðrar? „Já. ég held að segja megi að mest sé spurt eftir bókum um ís- lenskan fróöleik margvíslegan; sagnfræöi, ættfræði, þjóðsögur, og svo náttúrulega skáldsögur. Oft er talað um erlend áhrif á menningu okkar fari vaxandi, en það sést ekki á þessu, siöur en svo." — Ráð handa ungum mönnum, sem eru að leggja út á hina hálu braut bókasöfnunar? „Þaö er dýrt að safna bókum og hefur auövitaó alltaf verið. En ég myndi ráðleggja ungum mönnum að einskorða sig við bækur um áhugamál sin, þannig aö þeir kaupi bækur sem þeir hafa áhuga á aö lesa. Siöan er alltaf hægt aö færa þetta út á ný og ný sviö eftir því sem áhugi kann aö standa til og aðrar ástæður. Annars veröur vist hver og einn aö þreifa sig áfram i þessum fræðum." — Starf fornbókasalans, er það skemmtilegt? „Já. Ég er nú búinn aö vera í þessu eins lengi og fram hefur komiö, og þaö stafar af þvi aö þetta er mjög lifandi starf, maður er í tengslum viö lifið og fólk á öll- um aldri, og ég sætti mig vei við daglaunin, þó ekki séu þau nú alltaf há. Þá kom hérna elnu sinni maður, og spuröi hvernig þessi búð væri eiginlega rekin. Oft hefði hann komið, en alltaf væri lokað Ég sagöi honum, aö ég væri nú farinn að reskjast, og oröinn svo nægju- samur, að eg gæti vel hugsaö mér að loka búöinni þegar sæmileg upphæö væri komin i kassann. Ég lét hann svo hafa þessa stöku i kaupbæti: Ýmsu veldur annríkið illu á minum högum, ég er svona við og viö, við, á flestum dögum.“ Þar meö kvöddum viö Egil forn- bókasala, enda ókyrrð farin aö gera vart við sig frammi í búð, þar sem aldnir heiðursmenn, smástrák- ar og pönkarar biöu eftir af- greiöslu, en allir virtust þeir finna eitthvaö við sitt hæfi. — AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.