Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 170. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frakkland: Þingið samþykkir lög um sölu ríkisfyrirtækia FRUMVARP til lag'a um að selja 65 fyrirtæki í ríkiseigu til einkaað- ilja var samþykkt á franska þinginu eftir að þvi hafði verið breytt til að uppfylla kröfur aðildarríkja Evrópubandalagsins um rétt erlendra aðilja til hlutabréfakaupa. Sósíalistar, kommúnistar og rót- tækir vinstri menn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið verð- ur nú lagt fyrir Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, og hefur hann fimmtán daga til að ákveða hvort hann skrifar undir það. Mitterrand Alnæmi í Noregi: Smitun getur kostað átta ára fangelsi Osló, AP. SAMKVÆMT lögum, sem eru í gildi í Noregi, er hægt að dæma hvern þann er vísvitandi smitar annan af alnæmi, í allt að átta ára fangelsi, að sögn full- trúa norska heilbrigðis- ráðuneytisins. J. Christian Lerche hjá heil- brigðisráðuneytinu sagði að lagaákvæðið, sem sett var til að hefta útbreiðslu kynsjúkdóma og annarra smitsjúkdóma, næði einnig yfír alnæmi. Hann sagði þó að ekki væri ráðgert að beita lögunum gegn alnæmissmitber- um að svo stöddu. „Ef til dæmis vændiskona, sem ber alnæmisveiruna, heldur áfram að stunda kynmök, þrátt fyrir að læknir hafí ráðlagt henni að leggja niður iðju sína, þá er, samkvæmt þessum lögum, hægt að dæma hana í allt að átta ára fangelsi," sagði Lerche. Alnæmi hefur verið greint í 25 Norðmönnum ogeru 19 þeirra látnir. Um 45 milljónum n.kr. hefur verið varið í herferð gegn alnæmi og er fræðsla snar þáttur í baráttunni gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Heilbrigðisráðu- neytið hefur spáð því að fjöldi alnæmissjúklinga verði kominn upp í 350 áður en árið 1989 er á enda og hefur ráðuneytið farið fram á a.m.k. 100 milljóna n.kr. fjárveitingu á næsta ári til að efla herferðina. getur krafíst þess að þingið íjalli aftur um frumvarpið en þess er ekki vænst að hann geri það. Með þessari atkvæðagreiðslu var endi bundinn á fyrsta stóra ágreining forsetans, sem er úr röðum sósía- lista, og hægri stjómar Jaques Chirac, sem komst til valda í kosning- um 16. mars. Mitterrand neitaði að undirrita úrskurð um að selja ríkisfyrirtæki á þeirri forsendu að hér væri um það mikilvægt mál að ræða að þingið þyrfti að taka afstöðu til þess. Eftir afgreiðslu þingsins myndi hann und- irrita frumvarpið. Mitterrand sagði einnig að ekki mætti hætta á að iðn- fyrirtæki mikilvæg þjóðarhag féllu í hendur erlendra aðilja. Ellefu helstu iðnfyrirtækin, sem hér um ræðir, voru þjóðnýtt í stjómartíð sósialista 1982. Stjóm Chiracs lagði til að erlendir aðiljar mættu ekki eiga stærri hlut í fyrirtækjunum en næmi fimmtán af hundraði fyrst eftir að þau kæmu á markað. Aftur á móti ákvað nefnd beggja þingdeilda að hækka þessi mörk upp í tuttugu af hundraði og fylgja þannig frönskum lögum um fyrirtæki í einkaeigu. AP/Símamynd A LEIÐ TIL AFTOKU Liðsmaður hreyfingar amal-shíta, sem Nabih Berri, dómsmála- ráðherra Líbanons, hefur forstöðu fyrir, bindur fyrir augu súnnítans Moheiddins Saleh áður en hann var leiddur fyrir aftökusveitir í Beirút í gær. Götudómstóll dæmdi Saleh til dauða og var hann sekur fundinn um að gera tilraun til að sprengja bækistöðvar amal-shíta í vesturhluta Beirút 21. april. Bandaríkin: Takmarkanir ájapanskan kísilflögu- innflutning Washington, AP. JAPÖNSK stjórnvöld féU- ust á miðvikudagskvöld á, að hætta sölu á ódýrum kísilflögum í Bandaríkjun- um, og jafnframt að markaðshlutdeild banda- rískra kísilflagnaframleið- enda yrði aukin ríflega. Örtölvutækni nútímans byggist að miklu leyti á kísilflögum. Að undanförnu hafa banda- rískir framleiðendur kvartað mjög undan flæði ódýrra kísil- flagna frá Japan, á meðan bandarískur tölvuinnflutningur til Japans er takmarkaður. í samningnum var þó ekki kveðið á um hvemig bæri að auka bandarískan innflutning til Jap- ans, og telja margir að það verði erfíðleikum bundið. Sumir telja þó að þetta muni koma bandarískum tölvuiðnaði í koll. Hann sé nú sviptur hollri og eðlilegri samkeppni Japana og muni því staðna. Bretland — Suður-Afríka: Stjórn Thatcher sameinast gegn hörðum refsiaðgerðum London, AP. CHESTER Crocker, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna um málefni Afriku, átti i gær hálfrar klukkustundar fund með Sir Geoffrey Howe, utanrikis- ráðherra Breta, og sagði banda- rískur embættismaður eftir fundinn að likast til yrði ákveðið að grípa tii nýrra ráðstafana gegn stjórn Suður-Afríku í sept- ember. Embættismaðurinn tiltók ekki hvaða aðgerðir hér væri um að ræða. Breska stjómin lýsti í gær yfír fullum stuðningi við andstöðu Margaret Thatcher við hörðum að- gerðum gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjómvalda og sakaði jafnframt P.W. Botha, for- seta Suður-Afríku, um að sýna Howe ókurteisi er hann fór til Suð- ur-Afríku til friðarumleitana. Howe hvatti Botha, fyrir hönd Evrópu- bandalagsins, til að afnema bann við starfsemi Afríska þjóðarráðsins og leysa leiðtoga þess, Nelson Spænsk stjórnvöld mót- mæla þorskveiðibanninu A..IÍ KTTD Osló, NTB. TOGARINN Avok, sem skráður er í Grænlandi, en í eigu Norðmanna, hélt áfram veiðum á miðunum við Svalbarða í gær, þrátt fyrir hnnn sem norsk yfirvöld hafa lagt við þorskveiðum aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. Er norsk yfirvöld höfðu sent kvörtun til danska utan- ríkisráðuneytisins, sigldi skipið á brott ásamt öðrum grænlenskum togara, sem þarna var. Spænsku togaramir 16 halda enn kyrru fyrir á hafsvæðinu, en hafa hætt öllum veiðum. Norska sendiráð- inu í Madríd barst í gær orðsending frá Spánarstjóm, þar sem sagði, að Norðmenn hefðu ekki umboð til að stjóma fiskveiðum á þessum slóðum. Norska stjómin svarar orðsend- ingunni í dag og jafnframt ræðir utanríkisráðherrann við sendifulltrúa Spánveija í Osló. Ákvörðun stjómarinnar um 18.600 tonna hámarksþorskafla á þessu ári gilti um veiðar erlendra skipa. Af þessum afla fær Evrópu- bandalagið 15.000 tonn og segir norski sjávarútvegsmálaráðherrann, Bjame Mork Eidem, að sú hlutdeild byggist á sögulegum hefðum varð- andi fískveiðamar. Ráðherrann vísar á bug staðhæf- ingum Evrópubandalagsins um óréttláta aflaskiptingu. Norsk skip hafa enn ekki lokið við sína veiðikvóta. Sama gildir um sov- ésk skip, en sérstakir samningar gilda um afnot Svalbarða milli ríkjanna. Mandela, úr haldi, en Botha neitaði alfarið að verða við þeirri ósk. Þá sakaði Botha Howe um að skipta sér af málefnum Suður-Afríku og líkti Afríska þjóðarráðinu við írska lýðveldisherinn. Bandaríski embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns getið, studdi andstöðu Thatcher gegn refsiaðgerðum og sagði að ráðstaf- anir yrðu takmarkaðar, þrátt fyrir viðtökur þær, sem Howe fékk í ftnð- arferð sinni. Leiðtogar Bretlands, Ástralíu, Kanada, Indlands, Bahama-eyja, Zambíu og Zimbabwe, koma saman á sunnudag til að samþykkja ráð- stafanir gegn Suður-Afríku, þar á meðal að banna flugumferð og sölu landbúnaðarvara til landsins. Flest- ir aðiljar að Breska samveldinu styðja þéssar aðgerðir. En Bretar eru aftur á móti andsnúnir hörðustu refsiaðgerðunum. Thatcher telur enn að refsiað- gerðir hafí ekki tilætluð áhrif. Hún telur einnig að eigi að grípa til að- gerða verði vestræn ríki að samein- ast um þær, að því er haft er eftir aðstoðarmönnum forsætisráðherr- ans. Embættismenn sögðu að fundur Howe með Crocker hefði verið haldinn til að reyna að sam- ræma aðgerðir vesturveldanna gegn Suður-Afríku. Crocker kemur til Briissel í dag og verður þá tekið Margaret Thatcher, forsætísráð- herra. til umræðu á þingi Evrópubanda- lagsins hvort banna eigi innflutning á kolum, járni og stáli frá Suður- Afríku í september. Howe kvaðst i sjónvarpsviðtali í gær halda að enginn teldi lengur að leysa mætti vandamál Suður- Afríku með yfírgripsmiklum refsi- aðgerðum. „Stjómin, forsætisráð- herrann, ég sjálfur og margir aðiljar utan Bretlands eru sammála um að best sé að nálgast þetta erfiða mál af skynsemi, yfirvegun og sanngimi," sagði Howe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.