Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 21 Uppdráttur af Ósbrúnni við Eyr- arbakka en eins og sjá má verður brúin byggð á sex stöplum með mest 48 m hafi á milli. Byijað verður á brúnni sjálfri næsta ár, en vegur lagður að henni austan megin á þessu ári. Brúin verður tveggja akgreina breið. kann að vera söluvara eins og til dæmis ferksleikann sem fylgir nafninu ísland og veldur því að fólk heldur að lopafatnaður frá Islandi sé hlýrri en ullarfatnaður frá öðrum löndum. Sama er að segja um matvælin, það fylgir því ferskleiki að bjóða fisk frá ís- landi. Það er vaxandi fiskneysla í heiminum og við eigum mikla möguleika þar. Við eigum þannig að leggja áherslu á það hvaðan maturinn kemur, hvaðan varan kemur og láta rökin fyrir því fylgja með, að hann komi úr heil- brigðu og ómenguðu umhverfi og svo framvegis. Það benda því all- ar líkur til þess að við eigum mikla möguleika ónýtta til dæmis í tilbúnum réttum og tækifærin í þeim efnum eru um allt land, en íykilatriðið er að auka söluþátt- inn. Rekstrarfjárskortur er afleið- ing en ekki orsök og reynsluleysið er er dýrt, en menn verða að afla sér reynslu í þessum efnum sem öðrum. Enginn af mínum bernskufélögum, sem nú eru skip- stjórar, tóku við skipsstjóm fyrr en þeir höfðu öðlast reynslu, en við setjum oft fólk í stjómun fyrir- tækja án þess að það hafi nokkra reynslu. Það er dýrkeypt áhætta þegar á heildina er litið. Þegar við leggjum út í framleiðslu meg- um við ekki ætlast til árangurs strax og við verðum að leggja aukna áherslu á þjálfun og menntun í sölu og markaðsmál- um. Margeir Pétursson stórmeistari svaraði eftirminnilega þegar hann var spurður um ástæðuna fyrir því að íslendingar ættu svo marga góða skákmenn, hann sagðist telja aðalástæðuna vera þá að það kæmu svo margir góðir skák- menn til Islands sem menn gætu lært af. Það er einmitt þetta sjón- armið sem við eigum að rækta, skapa sjálfstraust, ná meðbyr með því sem við erum að gera og bjóða. Skilyrðin þurfa að vera góð, það þurfa að vera rekstrar- skilyrði og áhættufjármagn og í heildina litið er mjög bjart fyrir okkur á Islandi, en við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það er um að ræða fyrirtæki sem sjá ekki að heimurinn er að breyt- ast, það er um að ræða fyrirtæki sem sjá að heimurinn er að breyt- ast en breyta ekki í samræmi við það og það eru til fyrirtæki sem sjá að heimurinn er að breytast og taka þátt í því.“ Ferðamannaþjónustan dýrmætur markaður Birgir Þorgilsson fram- kvæmdastjóri Ferðamálaráðs flutti yfirlit um stöðu og þróun ferðamála í landinu. Hann vék Kortið sýnir vegar- og brúarlegu á Ósbrúnni við Eyrarbakka. Fyrir utan eyrina vestan Ölfusár eru hrauntrintur sem kallast Hásteinar, en þessi hraunjaðar sem kemur aðeins upp úr sjó á fjöru ver það að eyrin hverfi af ágangi vatns og sjávar. Smákortið sýnir hvernig Ósbrúin tengir saman allt Árborgarsvæðið og skapar ýmsa nýja möguleika í umferð og atvinnu. Sem dæmi um breytingu á lengd akstursleiða má nefna að nú eru 46 km í akstri á milli Þorláks- hafnar og Stokkseyrar en verða 22 km og 33 km milli Þorlákshafnar og Selfoss en verða 27. Leiðin frá Þorlákshafnarveginum að brúnni verður 7,3 km, brúin með fyllingum rétt tæplega 1 km, þar af er brúin sjálf 312 metrar og síðan er vegurinn frá brúnni að Eyrar- bakka 3,6 km að lengd. að því í upphafi máls síns að það væri miður að ferðamálaráð væri í svelti, en hins vegar benti’hann á að tekjur landsmanna af ferða- mönnum væru verulega miklar og taldi hann að þar væri um að ræða um það bil 5.000 milljónir króna. Þá benti hann á það að aukning ferðamanna kallaði á fjölgun starfsmanna í ferðaþjón- ustu og hér væri um að ræða atvinnugrein sem biði upp á mikla möguleika ef vel væri að verki staðið, því ferðamenn væru ekk- ert annað en dýrmætur markað- ur, eins konar góðfiskgöngur á landi. Þá benti Birgir á það hvern- ig ferðaþjónustan vindur upp á sig í atvinnutækifærum á margan hátt og það væri því arðbær fjár- festing og raunhæf að byggja upp ferðamannaiðnaðinn og styðja við bakið á þeirri þjónustu sem menn væru af veikum mætti að reyna að byggja upp víða um land. Suðurland lykilstaður fyrir ferðamenn Þorsteinn Ásmundsson frá Sel- fossi ræddi um nauðsyn þess að gera heildarúttekt á stöðu ferða- mála á Suðurlandi og hvatti til þess að sveitarstjórnir og hags- munaaðilar létu gera slíka úttekt því um framtíðarmál væri að ræða fyrir Suðurland allt. Hann benti á að á Suðurlandi væru ótrú- lega margir staðir sem væru óskastaðir ferðamanna, Gullfoss, Geysir, Þingvellir, Vestmannaeyj- ar, Hveragerði, Landmannalaug- ar, Hekla, Þórsmörk, flokkur jökla og þjóðvegurinn um Suður- land væri eins og rauður þráður að öllum þessum ævintýrum. Þor- steinn ijahaði almennt um alla aðstöðu og þjónustu sem fylgir ferðamannaþjónustu og lagði áherslu á það að möguleikar í þessum efnum væru óþijótandi á Suðurlandi. Verðmikið hráefni skiptir sköpum Sveinn H. Hjartarson hag- fræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, fjallaði almennt um stöðu fiskvinnslu og útgerðar og hvernig Islendingar hefðu skapað sér nafn í þessari framleiðslu og ættu því möguleika á því áfram. Hann fjallaði jafn- framt nokkkuð um þann mögu- leika að nýta betur sérstöðu ýmissa svæða og atvinnufyrir- tækja bæði til sjós og lands, einmitt í þeim tilgangi að selja sérstöðuna og fá þannig meira verð fyrir hvert kíló af hráefni úr vinnslu. Hann vék nokkuð að stjórnun og skipulagi í sjávarút- vegi og kvaðst telja að reynslan af kvótanum sl. 2 ár gæfi vonir til þess að við gætum betur stýrt veiðum og vinnslu, en menn þyrftu að gera sér fullkomlega ljóst að það væri ekki aðalatriðið að ná endilega sem mestum afla úr sjó á sem skemmstum tíma, heldur skipti það sköpum að fá sem mest ferð fyrir hráefnið. Ósbrúin 312 m löng og tvíbreið Helgi Hallgrímsson yfirverk- fræðingur hjá Vegagerðinni, flutti erindi um brúna sem verið er að byija á yfir Ölfusárósinn, en þegar er byijað að ná efní við Eyrarbakka í veginn að brúnni austan árinnar og verður sá vegur lagður á þessu ári og undirbúið fyrir smíði sjálfrar brúarinnar næsta ár. Reiknað er með að ljúka smíði brúarinnar á tveimur árum. Helgi benti m.a. á það hvernig tilkoma Ósbrúarinnar stytti veru- lega vegalengdir milli staða í Árnessýslu og höfuðborgarsvæð- isins. Hann benti á að vegalengd- in milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka styttist úr 47,4 km í 22,5 km og vegalengdin frá Þorlákshöfn til Selfoss styttist úr 32,5 km í 27,9 km. Helgi sagði að Ósbrúin yrði venjuleg steypt brú með 6 stöpl- um og hún yrði 312 metra löng með tveimur akreinum. Hann lýsti nokkuð fyrirhuguðu verklagi við smíði brúarinnar og kvað ein- faldast að gera fyllingar í áföng- um undir brúna og byggja hana á þurru. Helgi sýndi margar .eikningar af brúnni og brúar- svæðinu og lýsti mjög ítarlega áætlun Vegagerðarinnar varð- andi smíði brúarinnar og kvaðst treysta því að þingmenn sæju um að þetta verk yrði unnið eins og til stæði og þegar væri byijað á. Hann sagði að áætlaður kostnað- ur við smíði brúarinnar væri 115 milljónir króna. Að auki væri áætlaður kostnaður við veg aust- an Ölfusárósa um 15 millj. kr. og 25 millj. kr. vestan við ósinn og 10 millj. kr. færi í ýmislegt. Hann kvað áætlað að ljúka við hluta við veginn austan árinnar á þessu ári, en brúin yrði síðan byggð 1987 og 1988 og yrði í síðasta lagi tekin í notkun 1989. Skipti yf ir á Stokkseyri Að loknum framsöguræðum og fyrirspurnum urðu fjörugar um- ræður, enda hafði margt forvitni- legt borið á góma. Hraðfrystihús Stokkseyrar bauð ráðstefnugest- um í kaffí í hinum vistlega matsal frystihússins á Stokkseyri og var umræðum haldið áfram þar og ráðstefnunni slitið undir kvöld. I umræðunum tóku til máls m.a. Brynleifur Steingrímsson, Úlfar Guðmundsson, Jón Guðbrands- son, Hallgrímur Sigurðsson, Ólafur Guðjónsson, Árni Johnsen, Óskar Magnússon, Eggert Hauk- dal og Guðmundur Sigvaldason. Traust vinnuaf 1 á Suðurlandi Um 50 manns sóttu atvinnu- málaráðstefnuna en það er ljóst að þegar Ósbrúin verður komin í gagnið eftir 2—3 ár tengir hún saman 7.000—8.000 manna at- vinnusvæði sem er við þröskuld höfuðborgarinnar eins og önnur nærliggjandi byggðarlög í Reykjaneskjördæmi. Það var meðal annars fjallað um það á ráðstefnunni að Suðurland hefði margs konar sérstöðu til þess að laða að atvinnuuppbyggingu, sjávarfang, landbúnað, ferða- mannaþjónustu í stórauknum mæli, háhitaorku og ýmislegt fleira sem undirstrikaði að á Suð- urlandi væru möguleikar við hvert fótmál ef menn fyndu farveg til þess að nýta þá og síðast en ekki síst kom það greinilega fram að menn töldu það mikinn kost fyrir atvinnuuppbyggingu á Suður- landi að þar er traust vinnuafl á víðáttumiklu svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.