Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 5 Líka fínt í Selá ... Það er líka góð veiði í hinni stóru Vopnafjarðaránni, Selá, en hún er að sögn nokkuð vandveidd- ari en Hofsá vegna mikils vatns- magns, enda á ferðinni fímmta stærsta bergvatnsá landsins. Rúmlega 350 laxar eru komnir á land af neðra svæðinu, eða aðal- svæðinu, eitthvað hefur reyst upp á „Leifsstaðasvæðinu", en það er að sögn ekki sérlega mikið. Þar er veitt á 2 stangir, en 4 stangir á neðra svæðinu. Laxinn er dreifð- ur og stór að jafnaði, en eins og í Hofsá, þá er farið að bera nokk- uð á smálaxi í aflanum og er það góðs viti fyrir framhaldið. Síðasta holl veiddi 70 laxa á 4 stangir á 3 dögum og þarf ekki að hafa mörg orð um ágæti þess afla. 20-pundari Rafns Hafnfjörð úr Vaðhyl, sem greint var frá í blað- inu fyrir skömmu, er enn sá stærsti úr Selá í sumar. Hofsá stefnir í metveiði... Mikil og góð veiði hefur verið í Hofsá í Vopnafirði það sem af er og stefnir þar í algera metveiði ef svo heldur fram sem horfir, að sögn Eiríks Sveinssonar á Akur- eyri sem fylgst hefur með gangi mála þar eystra. Að sögn Eiríks voru í gær komnir 763 laxar á land og breskir veiðimenn sem höfðu verið að veiðum í rúma viku höfðu fengið 222 laxa að meðal- vigt 9,52 pund. Hvem einasta físk á flugu. Meðalþunginn var enn hærri framan af, en hefur lækkað lítillega vegna þess að smálaxiftn er farinn að sjást í aflanum. Má búast við því að hann fari smám saman að bera uppi aflann. í fyrra veiddust rúmlega 1.200 laxar í ánni og var það risastökk upp á við frá sumrinu 1984 er aðeins um 150 laxar veiddust. Metveiði í Hofsá til þessa var tæplega 1.500 laxar upp úr miðj- um síðasta áratug. Það er því augljóst að metveiði er á döfínni nú nema eitthvað virkilega óvænt setji strik í reikninginn. Viðmælandi Morgunblaðsins veiddi sjálfur stærsta laxinn í ánni til þessa, 22 punda físk, í upphafí veiðitímans og var sá lax einn fímm til sex 20-22 punda laxa sem komu úr ánni með stuttu millibili, en fleiri slíkir fískar hafa ekki veiðst þótt meðalþungi hafi verið hár. Fnjóská á uppleið? Rúmlega 80 laxar voru komnir á land úr Fnjóská í gær, en allt síðasta sumar rétt losaði hún 100 laxa og áin heftV verið í öldudal síðustu sumur. Ef lokaspretturinn verður góður, gera menn sér von- ir um að áin nái meðalveiði sem var á árunum fyrir lægðina, en það voru 250 laxar. Nokkuð er gengið í ána og sem fyrr segir er þar líflegra um að litast en þó nokkur síðustu sumrin. Stæ'rsta laxinn til þessa veiddi Ellert Kára- son 18. júlí og var það 19 punda fískur sem gein við maðki í veiði- staðnum Skúlaskeiði. Laxi landað í Varmadalsgrjótunum í Leirvogsá fyrir skömmu. Samningar lögreglumanna Atkvæðagreiðsla stendur „VERST væri ef samningurinn verður samþykktur með naum- um meirihluta. Annaðhvort þarf að fella hann eða þá að sam- þykkja með góðum meirihluta. Að öðrum kosti má búast við eilífum eldi,“ sagði Einar Bjama- son, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við blm. Morgunblaðsins um yfirstand- andi allsheijaratkvæðagreiðslu félaga í sambandinu um nýgerð- an kjarasamning þess. Atkvæðaseðlar hafa verið sendir til allra félaga í Landssambandi nú yfir lögreglumanna, alls rúmlega 500 manna víðsvegar um landið, og er gert ráð fyrir að atkvæðaseðlamir verði komnir til skila síðari hluta næstu viku. Fyrstu menn hafa væntanlega greitt atkvæði á mið- vikudag en almennt var gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslan stæði í gær og í dag. Talning atkvæða ætti því að geta farið fram undir næstu helgi. Einar Bjamason treysti sér ekki til að spá um úrslitin en kvaðst telja líklegt, að þátttaka í allsheijaratkvæða- greiðslunni yrði aligóð þótt sumar- leyfí væru enn víða. V erslunarmannahelgin: Upplýsingamiðstöð um um- ferðarmál verður starfrækt UMFERÐARRÁÐ og lögreglan um allt land munu starfrækja upplýsingamiðstöð um helgina. Verður þar safnað upplýsingum um hina ýmsu þætti umferðar- innar, og öðru sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Má þar nefna ástand vega, veð- ur, hvar vegaþjónustubUar FÍB verða staddir liverju sinni og umferð á hinum ýmsu stöðum. í frétt frá Umferðarráði segir m.a.ý „í síma 2 76 66 verður reynt að miðla upplýsingum eftir því sem tök eru á, en búast má við talsverðu álagi á símann og er fólk beðið um að hafa það í huga. Upplýsingamiðstöðin verður opin sem hér segir; Föstudaginn 1. ágúst kl. 13.00—22.00 Laugardaginn 2. ágúst kl. 9.00—22.00 Sunnudaginn 3. ágúst kl. 13.00—17.00 Mánudaginn 4. ágúst kl. 10.00—22.00 Þessa sömu daga verður útvarp- að frá upplýsingamiðstöðinni á báðum rásum útvarpsins eftir því sem tök verða á. Fólk sem hefur útvarp í bíl sínum er hvatt til þess að hlusta á þessa útvarpspistla því stefnt er að því að þar verði komið á framfæri ýmsum fróðleik og leið- beiningum til vegfarenda." Siglufjörður: Landburð- ur af fiski Sigluf irði. LANDBURÐUR hefur verið af fiski á Siglufirði undanfarna daga. Togararnir hafa komið inn hver af öðrum með fullfermi, og mikið hefur borist á land af rækju. Mikil vinna er nú á Siglufirði. Frá Siglufirði eru nú gerðir út 5 togarar. Sigluvík kom að landi með 80 tonn. Sveinborg kom með 100 til 110 tonn eftir viku útivist og Skjöldur kom með 50 til 60 tonn, sem er fullfermi. Allur fiskurinn er ísaður í kassa. Þá hefur mikið borist að af rækju undanfama daga. Fjöldi báta hefur lagt upp á Siglufírði, þar sem þeir hafa ekki komist til heimahafna vegna ísa. Eru þetta mest bátar frá stöðum við Húnaflóa. Bátamir hafa verið á veiðum á nýju svæði, djúpt út af sléttu. Þá er skip að landa 260 tonnum af rússa-rækju á Siglu- fírði. Enskir aðilar keyptu rækjuna, Siglósíld vinnur hana, og svo fer hún á Bandaríkjamarkað. Hinir togaramir eru ýmist á leið úr eða í lengingu í Þýskalandi. Stálvík er að fara út í lengingu í Husum, og eru engin teikn um að erfíðleikar skipasmíðastöðvarinnar þar hafí nein áhrif á það verk. Skip- ið verður lengt um 10 metra, settur á það skrúfuhringur o.fl. Frystitog- arinn Siglfirðingur er væntanlegur frá Þýskalandi um mánaðamótin. Mikil vinna er nú á Siglufirði, og er frekar vöntun á fólki en hitt. 125 manns vinna nú hjá Siglósíld, sem er ekki lítið í 1.700 manna bæ. Matthías Ólympíuleikarnir í Seoul 1988: Mikill áhugi á beinum útsendingum í Evrópu - segir Jón Hjaltalín, formaður HSÍ „VIÐ HJÁ HSÍ viturn að mikill áhugi er hjá þeim Evrópuþjóð- um, sem munu keppa í handknattleik á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, að sýna handknattleiksleikina í beinni útsendingu, og með því að nýta þau sambönd, sem við höfum, verður þetta ekki eins kostnaðarsamt og að er látiö liggja," sagði Jón Hjaltalín, formaður HSÍ í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Jón sagði að auk íslendinga sendingu til Bandaríkjanna og kepptu m.a. Spánveijar, Sviss- lendingar og að öllum líkindum Danir og Vestur-Þjóðveijar í handknattleik á ÓL 1988 og væri mikill áhugi hjá þessum þjóðum á beinum útsendingum. „Hand- knattleiksleikir á Friðarleikunum í Moskvu voru sýndir í beinni út- margra Evrópuþjóða, en ekki ís- lands, sem verður að teljast undarlegt, því keppnin vakti mikla athygli. Hvað varðar leikina á ÓL 1988, þá einm við tilbúnir að aðstoða sjónvarpið til að fá þá eins ódýra og hægt er,“ sagði Jón Hjaltalín. Splunkuný og sprellfjörug Sjallanum Akureyri í kvöld, föstudag Síðasta skipti á Akureyri. Miðasala og borðapantanir í Sjallanum frá kl. 17.00 í dag. Síðast „skalf" Sjallinn af stemmningu. Hvað gerist í kvöld? Skjólbrekku, Mývatnssveit — laugardag Skúlagarði — Kelduhverfi —- sunnudag Nú verður tjúttað og trall- aðítaumlausri gleði! Veeeeáááá! Kabarett- stemmning, söngur, dans, grín oggleði. Stórkostleg skemmtidag- skrá — Dúndr- andi dansleik- - Geggjuð gleði. Ný, stærri, fjölbreyttari, frískari, fjörugri. Stór- stjarnan Diddú, Raggi, Maggi, Bessi, Hemmi, íslandsmeistararnir ífrjálsum dansi, Svörtu ekkjurnar og hljómsveitin hressa fara á kostum. Diddú: Söng-, lista-, leikkona fremstu röð! Njóttu lífsins af einskærri sumargleði! Gísli, Eiríkur og verzlunar- manna-Helgi. Ekki er Helgi verzlunarmanna- Helgi, nema ofboðslega síðla sumars og þá á sumargleði. Helgi, komdu í land-Helgi! Hittumst um helgina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.